Plógur - 01.01.1905, Page 1

Plógur - 01.01.1905, Page 1
PLOGUR LANDBÚNAÐARBLAÐ „B6ndi er bústólpi.0 „Bú er landsstólpi.0 VII. árg. Reykjavík janúar 1905. M 1. Kæru lesendur Plógs, Um leið og eg óska ykkur öll- um gleðilegs árs, nota eg tækifær- ið til að minnast á blaðið. Plógur er nú 6 ára gamall. Hann er ekkert stórblað og lætur ekki mikið yfir sér, en hann hefur yfirleitt notið hylli lesenda sinna, annars væri hann fyrir löngu dauð- ur. En það er a|drei hægt að gera svo ölhim líki Einn vill þetta og annar hitt. - - Blöðin mega aldrei taka mikið tillit til þess, hvað kaupendunum geðjast bezt að. Þau verða fyrst og fremst að vita hvað þau vilja, og fylgja því svo fast fram. En það sem þau eiga að vilja, er að franifylgja því ósleitilega, sem þau vita sann- ast og réttast, og þjóðfélagsheild- inni fyrir beztu. En það fer ekki alltaf saman, að það sé einmitt það, sem lesendum blaðanna geðj- ast bezt að, allra sízt fjöldanum. Og ef það skyldi verða ofan á, þegar allt kemur til alls, að þau blöð eigi enga framtíð, sem haldi sína fyrirfram ákveðnu braut, án þess að taka tillit til þjóðviljans, þá tel eg það betra heldur en hitt, að blöðin einungis lifi afþví, að aka seglum eptir vindi í hverju máli, eptir því, sem þeim er kunn- ugt um, að bezt á við í það og það skiftið með tilliti til þjóðvilj- ans. Nei. Plógur skal fyr hætta tilveru sinni, en að hann svíki lit, svíki það málefni, sem hann heiur hingað til barizt vel fyrir, og álit- ið sina helgustu skyldu, að fram- fylgja af beztu sannfæringu. Nýlega hefur Plógur fengið bend- ingu frá einutn gömlum og góð- um kunningja sínum, að snúa nú við biaðinu í tveim þýðingarmikl- um málum, sem sé í búnaðarskóla- og gaddavírsmálinu, af því að ó- hætt sé að fullyrða, að allir skyn- sömustu bændur séu í þeim mál- um andstæðir Plóg. — En það sé mikilsvert fyrir framtíð blaðsins, eins og annara blaða, að fylgja stefnu meiri hlutans. En Plógur fylgir framvegis þeirri skoðun í þessum málum sem öðr- um, sein hann hingað til hefur fylgt. Plógur vill ekki vera nein „krossrella“ eða „vindhani". — Og stefna blaðsins er nú sú sama og þegar það hóf göngu sína fyrst. — Um þetta getur hver maður sannfærzt, sem flettir upp í Plóg, og lítur á framkomu hans frá því fyrsta.

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.