Plógur - 01.01.1905, Side 6

Plógur - 01.01.1905, Side 6
6 2. Að sumrinu, þégar grasið er búið að ná sínum fulla vexti, og lítið er til af smáu grængresi. 3. Að haustinu, þá grasið er farið að falla og veðurátta að kólna. Sá tími ársins virðist hættulegast- ur hvað þetta snertir; það væri því gott, að gefa kúnum með haustbeitinni smáhey, er slegið hefði verið snemma að sumrinu, eða þá korn En vér skulum nú engu sleppa. Það er margt annað en fóðrið, sem hér getur komið til greina og áhrif hefur á kýrnar, hvað mjólk- urgagn þeirra snertir. en sem í fljótu bragði virðist þýðingarlítið og ekki hafa nein sérstök áhrif. En mér virðist. að tjón það, er leitt getur af ekki algerlega hent- ugu fóðri, séu smámunir í sam- bandi við það, er hlotizt getur af óreglu og hirðuleysi bæði hvað gjöf og mjaltir snertir, ef ekki beinlínis þá óbeinlínis. Einkum stafar mikil hætta af allri óreglu á mjöltum, og skal eg því til stuðnings koma með dæmi, er sýna ljóslega, hvað slíkt getur haft í för með sér. Dæmið er af búi, er hafði 7 velfóðraðar og góðar mjólkurkýr, þær gáfu af sér daglega til samans 156 pd mjólk- ur og 7,6 pd smjörs, það er að meðaltali 22,20 pd. af mjólk, o;88 pd. af smjöri á hverja kú. Nú urðu snögg umskipti á mjöltum og mjaltalagi. Áður hafði allt gengið reglulega í því tilliti, en nú varð það þvert á móti. Af- leiðingarnar urðu þessar: að 23 dögum liðnum mjólkuðu þær all- ar til samans 101,00 pd. mjólk daglega og smjörið var 30 pd. Mismunurinn var þá orðinn 55 pd. af mjólk og 2,06 pd. smjörs daglega, eða til jafnaðar 8 pd. mjólkur á hverja kú daglega. Setjum nú svo, að 3 pd. at tapi þessu, er varð á hverri kú, hafi verið náttúrlegar, afleiðingar þess, nð þær voru með fangi; en eftir \erður þá til samans 35 pd. mjólkur og 1,42 pd. smjörs. Telst þá svo tll, að sá er átti hafi tap- að 22 kr. 70 aur. daglega á þeim öllum, við óreglu þá, sem komst a mjaltalagið Fóðrið var gott og hirðingin að öðru leyti. Þetta dæmi er tekið úr daglegu lífi, og á það því miður marga sína líka. Það virðist jafnvel erfiðara að fá kýr vel mjólkaðar—svo gott geti heitið -— en vel fóðraðar. Mjalt- irnar eru sú vinna, er þarf bæði vandvirkni og dugnaó við, því sé illa mjólkað, kemur góð hirðing og góð gjöf aldrei að tullu gagni- Aðalskilyrðið fyrir því, að gera nautgriparæktina að arðsamri og ánægjulegri atvinnu. er það, að við hana sé haft fólk, er eitthvert vit hafi á slíku og hafi lagt sér- staka stund á að kynna sér þá atvinnugrein, en ekki þeir, er fyrst og fremst kunna ekkert til þess háttar, og hafa þar á ofan megn- asta viðbjóð á þvt', eins og marg- ir hafa, þótt ekki sé hin minnsta ástæða til að hafa viðbjóð á þeirri

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.