Plógur - 01.01.1906, Page 14

Plógur - 01.01.1906, Page 14
14 PLÓGUR. um nútímans, sem daglega sjá þessar og aðrar breytingar í náttúrunni, án þess að liafa nokkra hugmynd um orsakir til þess. En hvers vegna komust Grikk- ir og Rómverjar ekkert áleiðis í efnafræði eins og þeir þó kom- ust aðdáanlega langt á veg í ýmsum öðrum vísindum? Það stafaði aðallega af rannsóknar- aðferð þeirra. Þeir leituðust alt af við frá byrjun, að mynda sér einhverja almenna megin- reglu, og út frá henni átti að skýra öll hin einstöku fyrir- brigði með hugsunarfræðislegum ályktunum. Eifnafræðin er sú vísindagrein, sem þarf að beita við nákvæmum rannsóknum og reynslu, en það var ekki hin sterkasta hlið grísku vísinda- mannanna. F’yrst á miðöldunum fóru vís- indamennirnir að leita að efnis- samsetning hlutanna, að minsta kosti sumra hluta. En þetta stafaði þó ekki af sterkri löngun til þess að rannsaka el'naeink- unnir hlutanna, heldur til þess að breyta »óekta« málmum í »ekta« málma, þ. e. gnll og silfur (Alcheniien), Þeir leituðu dag og nótt eftir efnum sem mætti breyta í gull. Sumir söktu sér svo djúpl niður í telíkar rann- sóknir að þeir urðu hálf-vitlaus- ir. En þeir unnu þó mannkyn- inu óbeinlinis mikið gagn, enda þótt þeim ekki tækist að skapa gull, því þeir ruddu leiðina til efnafræðislegra þekkingar á hlut' unum. Það var á 4. öld, sem meno fóru fyrst að fást við gullgerð 1 Egiftalandi. Á 8. öld er þessi gullgerðarlöngun komin til Afö' bíu og ekki hættu þeir við til' raunir þessar fyr en á 11. öld- Tilraunir þessar höfðu svik, þjófnað og heilsutjón í för með sér og margskonar ógæfu. SeiO' ast á 13. öld barst þessi lireyf' ing um Norðurálfuna frá Spanl til Frakklands, Englands, Ítalí« og Þýzkalands. Gullgerðarmennirnir bygön hugmyndir sínar á staðbæfingu111 Aristótelesar um 4 frumefnin, sem allir hlutir væru myndaðn af og kenningum hans um sani' band þeirra og eiginleika. Menn nútimans brosa að heimsku gnH' gerðarmannanna. En því gleyma menn, að þeir voru börn sinna tíma. II. Fyrst á 16. öld hættu efna' fræðingarnir að byggja á kenn- ingum Aristótelesar. Efnafræðin komst nú aðallega í höniluf læknanna, einkum þeirra, seITl fylgdu skoðun Pacacelsus. Á 1®' og 17. öldinni voru margir viS' indamenn, sein gerðu ótal sjálf' stæðar efnafræðisrannsóknir a alt öðrum grundvelli en áðnr hafði þekst. En efnafræðin vaI

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.