Plógur - 01.01.1907, Page 3

Plógur - 01.01.1907, Page 3
PLÓGUR. 3 taka að sér allar stofnanir og allan atvinnurekstur, slá eign sinni á alt það, er einstakir menn eiga til framleiðslu. Og ótal hagfræðingar og þjóðfélags- fræðingar hafa ritað og rætt um þessa hugsjón. En því miður eru margir annmarkar á þessari fögru hugsjón og hefir því hver farið sína leið, þótt um það eitt væri að ræða, að ná sama marki. Þegar hver vill fara sína leið, er ekki við góðum árangri af samvinnunni að búast. Eínn af mestu andlegum mik- ilmennum, sem nú eru lifandi, skáldið og siðabótarmaðurinn, Tolstoi, er jafnaðarmaður (sóci- alist) í húð og hár, og éru kenn- tngar hans í þessa átt, hákristi- legar, enda er hann vel kristinn maður, þótt hann tilheyri engu kirkjufélagi. »Alþýðublaðið« í Reykjavík segist bera jöfnuðinn fyrir brjóst- inu og ætla að flytja kenningar jafnaðarmanna. En annaðhvort er það, að þeir, sem standa að baki þessa Alþýðublaðs, skilja ekki hugsjónina, sem liggur til grundvallar fyrir hreyfingu þess- ari í öðrum löndum, eða þá hitt, að þeir eru of ókunnugir háttum, kjörum og félagslífi sinnar eigin þjóðar, yfir höfuð að tala. . »Alþýðublaðið« fer þannig af stað, með kenningu jafnaðar- manna, að mér líst ekki á blik- una úr suðri. Hún kemur í öfugri mynd. Egliallastaðhugsjónum jafnað- armanna, en leiðin,sem eg vil halda til þess að gróðursetja hana í íslenzkum jarðvegi, er víst alt önnur. en mér virðist vaka fyrir mínum kæru vinum í Reykjavík, útgeföndum »Alþýðublaðsins«. (Framh.). Lýðháskólinn á Hvítárbakka. 1 skólanum eru þessir nemendur í vetur. í eldri deild: 1. Gísli Nikulásson, Angastöðum, Borgarfj.sýslu. 2. Jón Ivarsson, Snældubelnsstöðum, Borgarfj.sýslu. 3. Júlíus Árnason, Hóli, Borgarfj.sýslu. 4. Rannveig Hansdóttir, Hrólfsstöðum, Skagafj.sýslu. 5. Þorsteinn Þorsteinsson, Húsafelli, Borgarfj.sýslu. í yngri deild: 1. Árni Þorsteinsson, Örnólfsdal, Mýrasýslu. 2. Ásdis Ólafsdóttir, Hattardal, Isafjarðarsýslu. 3. Ásgeir Hjálmarsson, Hvítárholti, Árnessýslu.

x

Plógur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.