Plógur - 01.01.1907, Blaðsíða 6
6
PLÓGUR.
ungis hugsuð ögn — stærðfræð-
islegur depill. Ef vér hugsum
oss að vér svo getum safnað
öllum þessum óendanlega smáu
ögnum í eina heild, þá verður
hún eins stór og ögnin var, áð-
ur henni var sundrað. En þótt
vér gætum safnað í eina heild í
huganum ótal stærðfræðislegum
deplum, þá yrði hún þó aldrci
sýnileg — einungis stærðfræðis-
legur depill — hugsuð ögn, því
að vekkert kemur af cngn«.
Demókrítos heldur því fram,
að þessar frumagnir, sem al-
heimurinn ergerður úr, hafistærð,
þyngd, en séu þó óskiftanlegar.
Upphaf og endir alls í náttúr-
unni stafi frá þeim breytingum,
sem frumagnirnar verði fyrir og
niðurröðun þeirra innbyrðis. í
andrúmsloftinu segir hann, að
þessar frumagnir séu smæn’i en
annarsstaðar í tilverunni. Þegar
maðurinn andi loftinu að sér,
þá berist þær í lungun og það-
an um allan líkamann. Þessar
frumagnir eru sál mannsins.
Epikuros heimspekingur (f. 340
f. Kr.) fylgdi skoðun Demókrit-
osar en bætti ýmsu við kenn-
ingar hans. Kenning Epikúros-
ar er sú, að frá eilífð haíi verið
»tómt rúm«, auður endalaus
geirnur. En í þessu tóma rúmi
voru þó til ótal frumagnir, sem
höfðu stærð, þyngd og ákveðinn
skapnað. Af því að þessar frum-
agnir höfðu þyngd, hreyfðust
þær í byi-jun með jöfnum hraða
niður í hið tóma rúm. Af tilviljun
hreyfðust frumagnirnar frá lóð-
rétti'i braut og lenti þeim því
saman. Afleiðingin af þessari
gagnkvæmu snertingu frumagn
anna varð sú, að þær lentu í
einni bendu, hi'ingiðu, og mynd-
aðist þannig heimurinn af til-
viljun í þessari hríngiðu. Sál
mannsins er ódauðleg, því að
dauðinn er ekki annað en dreifing
frumagnanna. Guðii'nir eru ó-
tal margir og hafa þeir skapn-
að manna, en líkami þeirra
er gerður úr hinum smá-
gjörðustu frumögnum. Þeir búa
í rúmi því, sem er á millihim-
inhnattanna, ei'u ódauðlegir og
liarla sælir.
Lucretius, eitt af höfuðskáld-
um Rómverja (f. 99 f. Kr.) hefir
samið bók þá er nefna mætti á
íslenzku: „Um náttúru hlutanna".
Hann fylgir kenningu Epikúros-
ar. Á þeim grundvelli byggir
hann upp alla tilveruna, og skil-
ur upphaf og endi, líf og dauða,
hreyfing og kyrð.
Á miðöldunum lá þessi frum-
agnakenning að mestu leyti í
þögn. Þá var lítið hugsað um
vísindi, önnur en þau, sem vel
samrýmdust við rit kirkjufeðr-
anna, biblíuna og bréf páfans.
Sá var hver villutrúarmaður
talinn, sem lét í ljós sjálfstæða
skoðun á lögmáli náttúrunnar.
Þegar nýja öldin rann upp,
með morgunroða menningar-
innar, fóru hugsandi menn álfu