Plógur - 01.02.1907, Qupperneq 3

Plógur - 01.02.1907, Qupperneq 3
PLÓGUR. 11 verið fyr í skóla eða notið til- sagnar nema eins og unglingar flestir fá undir fermingu. En þessi nemandi er einn af þeim gáfuðustu nemöndum, sem við kennarar hér við skólann höf- um nokkru sinni þekt. Ritstj. Fróðleiks-molar. II. Frumagnir og frumvægi. Allir hlutir, fastir, rennandi og loftkendir, eru samsettir aí ó- endanlega mörgum ósýnilegum ögnum. Þessar agnir liggja ékki fast hver við aðra eða hver ofan á annari. Milli þeirra er tiltölu- lega meiri fjarlægð en þvermál hverrar frumagnar. Þykir margt benda á, að þvermál frumagn- anna sé ekki meira en einn milj- ónasti hluti úr einum millimet- er: en 1 mm. er ekki lengri, en meðal hnífsblað á þykt. Frumagnirnar eru i hópum, hnattlöguðum. Hver þessi frumagnahópur kallast frum- vægi. Frumagnirnar hafa að- drátt hver að annari og halda því saman. Frumvægin hreyf- ast eftir ákveðinni braut. Þessi frumagnahvirfing eða frumvægi er því margfalt stærra en frum- agnirnar, enda þótt það sé svo smátt, að vér skynjum það ekki. Þvermál hvers frumvægis er á- litið að sé frá l/io*°—10,000 úr 1 mikróni. En 1 mikrón er i/íooo úr millimeter. Eru því frumvægin mismunandi stór, sem stafar aðallega af þvi, að þau eru samsafn af misjafnlega mörgum frumögnum. Á milli frumvægjanna er til- tölulega stórt bil; hlutfallslega stærra, en frumvægin eru sjálf. Frumvægin eru aldrei í kyrð. Þau hreyfast eftir fastákveðnum brautum í hlutunum með afar- miklum hraða. T. d. vatnsefn- isfrumvægin, sem hraðasta ferð hafa, þjóta 1840 metra á hverri sekúndu, þegar hiti efnisins er 0° á C„ en hraðinn vex þvi meir sem hitlnn vex. Aftur á móti er hraði súrefnis og köfnunar- efnis frumvægja, ekki nema 500 m. á sekúndu. Hreyfmg frum- vægja í sama efni eða samkynja er misjöfn. Sum bruna áfram með miklum hraða, en önnur fara hægt samtimis. Frumvaqgi í föstum efnum hafa minstan hraða. Talsvert meiri er hraði þeirra í rennandi efnum. En langmestur i loftkynja efnum. — Hitinn eykur hraða þeirra, en kælingin dregur úr ferð þeirra. Aðdráttur og samloðan frum- vægja er mest í föstum efnum; minni írennandi; en í loftkynja efnum er hvorki að ræða um samloðan þeirra eða aðdrátt; þvert á móti vilja þau fjarlægj- ast hvert annað sem mest.— Þetta frádráttarafl frumvægjanna

x

Plógur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.