Plógur - 01.02.1907, Side 6

Plógur - 01.02.1907, Side 6
14 PLÓGUR. sárinu, þar sem vírinn var brot- inn, eða þau sem slitin voru, hvert frá sínu nábúafrumvægi. Það þarf því hálfu meira afl til þess að slíta í sundur vir, sem er t. d. að þvermáli 4 fer-mm.2, en annan, sem er að eins 2 fer-mm.2. Rennandi eru hlutirnir þegar frumvægi þeirra hreyfast í allar áttir, án verulegs utanaðkom- andi afls. Frumvægin hafa þá lítið samloðunarafl, en þó svo mikið, að þau halda sér í ákveð- inni innbyrðis fjarlægð hvert frá öðru; en þau geta þó ekki haldið sér á ákveðnum stað milli ákveðinna nábúafrumvægja sinna. Hafa því rennandi efni ákveðið rúmtak en enga ákveðna lögun. í loftkynjuðum efnum eru frumvægin án samloðunar afls. Þau leitast við að fjarlægjast hvert annað sem allra mest. — Það er eins og hvert frumvægi hati nábúafrumvægi sín. Loft- kynjuð efni hafa því hvorki á- kveðna lögun né ákveðið rúm- tak. Ef 1 pt. af vatni er breytt í gufu, þá fer svo mikið fyrir gufunni, að hún fyllir upp 1600 —1700 potta ílát. Fjarlægðin milli frumvægjanna í gufunni er 16—17 hundruð sinnum meiri en hún var á meðan þau voru í rennandi ástandi (í vatninu). r. imu,ut Spurningar og svör. 4. Einhleypur, ungur mað- ur vill afla sér fjár. Hann á 1000 kr. Hvort er nú betra fyrir hann að byrja með því, að fá sér jörð og fara að búa, eða leggja eitthvað annað fyrir sig t. d. verzlun. (H. S.). Svar: Hvort betra er fyrir ungan mann með 1000 kr. að byrja búskap eða verzlun eður þá eitthvað annað fer náttúr- lega eftir ýmsu. Sérstaklega er þetta mjög undir mannin- um sjálfum komið, hvað hon- um lætur bezt, eða til hvers hann er hneigðastur; einnig undir mentun hans og upp- eldi komið. En sé um það að ræða, að maður þessi sé jafn- vígur á alt, eða engu síður hneigður fyrir búskap en ann- að, þá er ráðlegra að byrja bú með 1000 kr. en t. d. verzl- un. Það er lítil verzlun, sem hægt er að byrja með svo litl- um höfuðstól. En margur hefir byrjað búskap með ekki meiri höfuðstól. 5. Er ekki skaði að rista mikið torf á þeim jörðum, sem hafa lítið slægjuland og ann- arsstaðar en í slægjum er ekki hægt að rista? Er það ekki betra, þar sem svona hagar til,

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.