Plógur - 01.03.1907, Side 3

Plógur - 01.03.1907, Side 3
PLÓGUR. 19 inn getur verið að öllu leyti frjals. Einhver ófrelsis bönd verður hann að leggja á sig eða aðrir að leggja á hann, ef hann á að geta notið þeirrar hamingju, sem frelsið á til, notið þeirra gæða, sem eru insta eðli þess. — Mín skoðun er sú, að ástæðu- laust sé að tala um þvingun og þrældóm á því verkafólki, vinnuhjúum og daglaunamönn- um, sem vinna í sveit. Eg fæ ekki betur séð, en að víða sé það svo, að bændurnir megi fremur teljast undirgefnir verka- mönnum sínum en yfirboðarar þeira. Má vera að Alþýðublaðið vilji telja mönnum trú um, að eina framíarasporið til andlegrar og líkamlegrar þjóðmenningar sé það, að kreppa sem mest að bóndastjett landsins, en hlynna að verkmannalýðnum. Þegar bændurnir geta ekki búið, vegna vinnufólksleysis af því að það er dýrt og gikkslegt, þá verða þeir að gerast verkamenn hjá kaup- staðarbúum og útgerðarmönn- um. En þá yrði nóg af verkalýð. Þá yrði sjálfsagt svo fjölbreyttir atvinnuvegir í landinu og þjóð- arverzlunin á svo tryggum grundvelli, að verkalýðurinn gæti gert háar kröfur, talað liátt um Jrelsi og bölvað þeim sem með dugnaði, sparsemi og bygg- indum geta vangóðir hugsað um framtíð sina og sinna í fjárhagslegu tilliti. Eg vil þvinga, kúga unga menn til þess, að leggja tals- vert á sig fyrir sameiginlegan bag fósturjarðarinnar, þvinga þá til sparsemi, reglusemi og iðjusemi. Eg vil ekki þvinga menn eða kúga til þessa á þann bátt, að þeir viti af. Það á að beita sörnu aðferð við þessa menn, verkmannalýðinn til þess að verða að sem mestu liði í þjóðfélaginu, eins og uppeldis- fræðingar vilja beita við æsku- lýðinn þegar verið er að búa hann undir lífið. Fyrst er að byrja á æskunni. Mentunin er fyrsta og helsta lyftistöngin til þess að gera menn frjálsa, og veita mönum þá hæfilegleika, að þeir geti hagnýtt sér sannarlegt frelsi. Ómentuð þjóð getur ekki hag- nýtt sér frelsi; það getur jafn- vel orðið henni að hefndar- gjöf. En sannmentuð þjóð er líkleg til þess að geta notið allra þeirra blunninda, sem frelsið geymir inst í helgidómi sín- um. En þegar svo er komið, þá er brautin rudd fyrir sannan jöjnuð. Sannur jöfnuður er að minni hyggju fögur hug- sjón, sem mikils góðs má vænta af hjá andlega þroskaðri þjóð, sem byggir framtiðarvonir sinar og hugsjónirá föstum siðgæðis- grundvelli. En falskur jöfn- uður, handa þroskalítilli þjóð,

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.