Plógur - 01.03.1907, Blaðsíða 5

Plógur - 01.03.1907, Blaðsíða 5
PLÓGUR. 21 hlutir eru holóttir eða eygðir. Pessar holur eða þessi augu, er riimið á milli frumvægj- anna, sem byggja hlutina upp. Tökum nú góðkunnan ná- unga, kaffíketilinn. Látum hann fullan aí vatni yfireldinn; brátt sj7ður vatnið og hvítleit vatnsgufa leitar út um stútinn; en lokið lyftist upp, af gufu- mynduninni undir þvi. — Yatn- ið er að breytast í gufu. Hitinn hefir þau áhrif á vatns frum- vægin, að þau gæða rásina, verða loftkynjuð. En það þarf langan tíma, þangað til alt vatnið er orðið að gufu úr katlinum þ. e. öll frumvægi vatnsins orðin að lofttegund. Ef við höfum loftþétta pípu, sem vel fellur í stútinn á katli- num og látum hana ná í annað ílát, þá fer gufari, jafnóðum sem hún verður til, um pípuna i hitt ilátið. Standi nú þetta ílát í muldum klaka, þá breyt- ist gufan í vatn; vatnsfrum- vægin komast aftur í frumeðlis ásland sitt. Yatns ílát þetta má svo bera út í hörku frost. Það frýs. Vatnið er rennandi efni, en þegar það er orðið að gufu er það loftkynjað, og frosið er {>að fast efni. Eðli vatns frumvægjanna er það, að þegar þeim verður kalt, þá rása þau minna, hreifing þeirra verður minni. En samtímis minkar samloðunarafl þeirra lítið eitt; þau fserast ógn lítið livert frá öðru. Þannig verða t. d. 8 pottar af vatni 4 ° C heitu, hér um bil 9 pottar þegar það er orðið að ís. En sé kælingu vatnsins haldið á- fram í 100 °C kulda, þá verður rúmtak þess minna; samloð- unarafl þeirra hefir aukist, og þau dragast saman lítið eitt. Frumvægin eru afar sterk, áfl þeirra mikið. Að vísu hefir hvert frumvægi, eitt útaf fyrir sig, ekki mikið afl, en safnast þegar saman kemur. þykkar járnkúlur, fyltar vatni, geta rifnað af útþensluafli frumvægjanna, þegar vatnið frýs í þeim. Gufuaflið, sem knýr áfram stórskip og stór- iðnaðarvélar, er ekki annað, en afl frumvægjanna. Það er afl, sem vaknar í frumvægjum vatnsins, þegar þau hitna. Eðli þeirra hreytist; óteljandi bílljón- ir ósýnilegra agna þeytast með afar hraða frá yfirhorði vatns- ins í gufukatlinum á hullu- hausinn í gufuvélinni. Þessi afarmörgu högg, sem bullan fær samtímis, hreyfa hana ótt og títt, fram og aftur. Bullan flýr undan árás óvinanna, en hún kemstekki langt, því að úr gagnstæðri átt koma jafnmargir og jafnsterkir óvinir og’lemja hana miskunnarlaust. Frum- vægin vilja í þessu tilfelli komast út, langt hurtu hvert frá öðru; fyr eru þau ekki á- nægð.

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.