Plógur - 01.04.1907, Blaðsíða 5

Plógur - 01.04.1907, Blaðsíða 5
PLÓGUR. 29 menn, sem vilja heldur vinna hausí og vor hjá kaupmönnum fyrir 3 kr. en 2 kr. hjá bænd- um. Ráðsnjall' En svo fá þessir mcnn gott fæði í viðbót, dágott rúm og heilnæmt loft til að anda að sér. Enn í kaupstaðnum þurfa þeir að kaupa sér fæði, liggja í hálmíletum innan um ýmsan óþverra og anda að sér óhreinu, kaupstaðarlofti. — En brennivin fá þeir keypt, það er satt og ýmislegt fleira. — Er því buddan þeirra sjaldnast of þung þegar þeir fara úr verinu Þetta er nú ekki mikill kostur. Ráðlaus. En þú gleymir því, að kaupstaðarveran mentar unga menn og veitir þeim skemtanir. Heimskt er heim- alið barn. — Ráðsnjall. Kaupstaðarveran og sjómenska ungra manna hefir þau áhrif á flesta, að þeir una aldrei við heilnæm sveita- störf, hafa allann hugann við sjóinn. En þá er ekki von lil að blessun drjúpi af verkum þeirra í sveitunum, hvort þeir vinna hjá sjálfum sér eða öðrum. Það er eitthvað einkenni- legur hugsunarháttur hjá flestu ungu fólki, sem vill heldur vinna að hættulegri og erfiðri vinnu á sjó og í kaupstöðum, oft fyrir lægra kaup, en bændur gjalda fyrir hústörf. Og' þegar niðurstaðan verður sú hjá flest- um, að þeir eignast ekkert þótt þeir vinni baki brotnu i kaup- stöðum og við sjóinn. — Ráðlaus: Er nokkur þörf fyrir þá að græða. Menn eiga einungis að lifa sem fuglar himins, láta hverjum degi nægja sína þjáningu. —- Menn eiga, að lifa vel, • það er aðal lífs- markið. Og þeir, sem eru í kaupstöðum lifa betra lífi, frjáls- ara lifi, þægilegra hfi og hafa fleiri skemtanir. — Menn þrá þetla og sækjast eftir því, af þvi það er meðfædd löngun og alt sem meðfætt er hlýtur að vera gott. Ráðsnjall. Hver maður er fæddur með hæfileikum og löng- un tif þess að afla sér fjár og láta sér líða vel. En menn- irnir eru svo fáfróðir að þeir þekkja ekki hina réttu leið, sem liggur til hamingjulandsins Það þarf að vísa þeim á liana. Þeir elta heimskuna og villi- ljósin. Þjóðirnar ráfa ennþá í þoku — sumar eru að komast inn í dagsljósið. Fróðleiks-molar IV. Frumagnir og frumvægi. Enn þá er ekki búið að sanna tilveru frumagna og frumvægja. Ef afarsterkur stálpottur, með mörgum götum á botninum, er fyltur með blýi, rennur það sem

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.