Plógur - 01.04.1907, Blaðsíða 7
P L Ó G U R.
31
rennandi og rennandi aftur að
föstu. Það er einungis megin
þorrinn sem missir hraðan eða
hreyfist hægt þegar lofttegund
verður að vökva, og enn þá
hægar, þegar vökvinn verður að
föstu efni. En nokkur affrum-
vægjunum halda eftir sem áður,
þeim hraða, sem loftkynjuðum
frumvægjum er eðlilegt.
Það var árið 1896, sem
Robert-Austen sannaði þessa
kenningu. Hann tók blýkefli
og festi neðan í það gullstykki.
Blýið hitaði hann afar mikið.
Þegar mánuður var liðinn skar
hann blýið í sundur í örþunnar
flísar. Flísar þessar skoðaði
hann svo í smásjá; sýndi það
sig þá, að talsvert af gullögnum
var á víð og dreif í flísunum,
sem runnið hafði inn í blýið.
Rúmið milli frumvægja blýsins
stækkaði svo, að frumvægi
gullsins kæmúst þangað hjálp-
arlaust. Þau frumvægi í gull-
inu, sem rásgjörnust eru að eðli
sínu, lögðu af stað inn í blýið.
En hin, allur þorrinn, sátu kyr
eftir. Hann endurtók þessar
tilraunir sínar og niðurstaðan
varð altaf hin sama, að sanna
betur og betur kenningu Otto
Grahams. — Því minna, sem
hann hitaði blýið, þess færri
sáust gullkornin í blýinu. Við
venjulegan húshita (14 0 C) rann
þó nokkuð af gulli inn í blýið
með sömu aðferð.
Robert-Austen hefir þannig
sannað, að frumvægin ei'u á
sífeldri hreyfingu, jafnt í föstum
hlutum og loflkynjuðum.
En hann hefir í raun og veru
sannað meira, sem sé, að, steinar
og málmar og aðrir hlutir, ó-
lífrænir, sem kallaðir eru dauðir
hlutir, eru ekki dauðir heldur
lifandi. — Þeir eru ekki dauðir,
því að hið innra eru þeir aldrei
í kyrð, en kyrð er dauði, en
hreyfing er líf. Að vísu er líf
þeirra annai's eðlis, en jurta og
dýra; en vert er þó að þekkja
þetta lif.
Spurningar og svör.
1. Skemmir það túnin, að láta
kýr bíta þau vor og haust? (X)
Svar: Það er ekki ráðlegt,
að beita kúm á túnin að vorinu.
Þær troða þau og tefja fyrir
grasvextinum. Á vorin ætti
engin skepna, að koma á tún,
því að búpeningurinn skemmir
túnin með því að troða þau og
bíta. — Öðru máli er að gegna
síðari hluta sumars. Þá eru
úthagar farnir að falla, og gras
það, sem er ekki mjög fallið, er
grænt og er mjög tormelt og
verða því kúnum ekki eins
mikil not af grasinu i seftember
og t. d. í júní og júlí. En háin
á túnunum er auðmelt og auk
þess mjög kraftgott fóður.
Ekki er belra að hestarnir
bíti túnin en kýrnar. Og þótt