Plógur - 01.04.1907, Blaðsíða 8
32
PLOGUR.
tún séu svo vel girt og varin
fyrir hestum eftir slátt, að þau
bítist ekki, og megi þannig geyma
hána óbitna til vetrarins tún-
inu til skjóls, þá borgar sig
betur, að beita kúnum á hána,
þegar sumri ballar, en láta
hana vera eftir á túninu.
2. Er ráðlegt að hleypa til
lambgimbra? (X).
Svar: Nei, það dregur um
of úr þroska þeirra, og lömbin
undan þeim verða rýr, svo kyrk-
ingur kemst í fjárstofnin, ef alið
er upp undan þeim. Lamb-
gimbrar eru ekki búnar að fá
fullan þroska á 8—9 mánuðum,
nema allra vænstu dilkgimbrar.
En þó eru þess fá dæmi, að
þeim fari ekki fram eftir þann
tima. Eg hefi þekt þess dæmi,
að dilkgimbur hefir viktað
102 pd. 30. septenber. En á
sama heimili voru allra vænstu
ærnar í kringum 100 pd.
En það er nú ekki nóg, að
taka tillit til þúngans eingaungu.
Getnaðarlíffærin eru ekki full-
þroska fyr en sauðkindin er að
minsta kosti 20 mánaða gömul,
og á mörgum ekki svo snemma.
Sama er að segja um lirúta.
IJá ætti ekki að hafa til ánna
fyr en þeir eru í fyrsta lagi 20
mánaða, af góðu kyni, og sér-
lega vænir.—
3. Áþrjávegu liggur mýri
kringum túnið mitt. Er ódýrara
fyrir mig, að girða það með
gaddavír, en skurði með garð-
lagi á skurðbarminum? (X).
Svar: Það getur verið vafa-
mál hvort ódýrara verður. Fer
það mjög eftir jarðvegi, hvað
gott er að grafa og hvernig er
í grasrótinni. Einnig eftir því,
hvort þeir eru duglegir, sem að
verkinu starfa. Sé jarðvegur í
meðallagi má telja það víst, að
girðingin með skurðinum verði
ódýrari, en vírgirðing. En vír-
girðing er endingarbetri og trygg-
ari en skurðii’, sé hún vel af
hendi leyst.
Vátrygging sveitabæja.
á skamt í land úr þessu. Nú
hafa 8 hreppar tilkynt stjórn-
arráðinu, að þeir hafx stofnað
brunabótasjóði hjá sér sam-
kvæmt nýju lögunum. Þéssir
hreppar eru: Lýtingsstaðahr.
í Skagafjarðarsýslu, Ögurhr. í
Norður-ísafjarðarsýslu, Sand-
víkurhr. í Árnessýslu, Grinda-
víkurhreppi í Gullbringusýslu,
Borgarhr. í Mýrasýslu, Grýtu-
bakkahr. í Suður-Þingeyjars.,
Hjaltastaðahr. í Norður-Múlas.
og Ivjósarhr. i Kjósarsýslu. Þá
vantar eigi nema 2 hreppa til
þess að stofnaður verði hinn
sameiginlegi brunabótasjóður
fyrir sveitahíbýli á íslandi, og
sést nú bráðlega, liverjar bygð-
ir geta sér þann heiður, að
stofna þann mjög svo þarfa og
heillavænlega félagsskap. a.ogr.).
Ritstjóri og ábyrgðnrmaðnr.
Sitíurður I^órólfsson.
Hvitarbakka.
Gutenberg.