Alþýðublaðið - 11.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1927, Blaðsíða 2
B ALEÝÐUBLAÐIÐ |alþýðumlabið[ ; kemur út á hverjum virkum degi. • ; Afgreiðsla i Alpýðuhusinu við : • Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9'árd. ; i til kl. 7 siðd. : ; Skrifstofa á sama stað opin kl. ; ! 9Vs—10Vs árd. og kl. 8—9 síðd. : ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ■ : (skrifstofan). : ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á • : mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : hver mm. eindálka. : Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : ; (í sama húsi, sömu símar). ; Alplngio Neðrl deild. Fastar nefndir toxu kosnar í gær. Fjárhagsnefnd: Klemenz Jónsson, Halldór Stefánsson, Jakob Möller, Björn Líndal, Jón Auðunn Jónsson. (Deildin synjaöi um afbrSgði til pess að greidd yrðu atkv. um, Jbvort 7 menn skyldu véra í nefnd- inni eins og var í fyrra.) Fjárveitinganefnd: ■ Tryggvi Pórhallsson, Ingólfur Bjarnarson, Magnús Torfason, Þorleifur Jónsson, Þórarinn Jónsson, Jón á Reynistað, Pétur Ottesen. Samgöngumálanefnd: Klemenz Jónsson, Sveinn Ölafsson, Pétur Þórðarson, Hákon Kristófersson, Jón Ólafsson. Landbánaðarnefnd: Halldór Stefánsson, • Pétur Þórðarson, Jörundur Brynjólfssoa, Hákon Kristófersson, • Árni Jónsson. Sjávarútvegsnefnd: Sveinn Ólafsson, Bernharð Stefánsson, Héðinn Valdimarsson, Ólafur Thórs, Sigurjón Jónsson. Mentamálanefnd: Ásgeir Ásgeirsson, Bernharð Steíánsson, Jón Guðnason, Magnús dósent, Jón Kjartansson. Allsherjarnefnd:' Jörundur Brynjólfsson, Jón Guðnason, Héðinn Valdimarsson, Jón Kjartansson, Árni Jónsson. Jafnan komu frain tveir listar, og féll einn íhaldsmaður við hverja kosningu. Við kosningar í fyrstu tvær nefndirnar var at- kvæðamagnið 15 :13, en síðan 14 :13 og einn seðill auður. Efri deild. Sðguleg byrjun. Fundurinn í gær hófst kl. 1. Lagði forsætisráðherra fram frv. um breytingu á stjórnarskránni, frv. um landsbankann og frv. um laun skipherra og skipverja á strandvarnareimskipum rikisbis, en atvinnumáláráðherra lagði fram frv. um uppkvaðning dóma og úrskurða, frv. um varðskip rík- isins og frv. um skipun presta- kalla af hendi mentamálaráðu- rieytisins, og af hendi atvinnu- málaráðuneytisins frv. um iðnað, frv. um, iðnaðarnám, frv. um sveitarstjórn, frv. um rétt erlendra ’ manna til atvinnureksturs hér á landi og frv. um breytingu á námulögunum. Var síðan kosið í 'fastanefndir. í fjárhagsnefnd lentu B. Kr., Jóh. Jós., Jónas Kr., Jónas frá Hriflu, Jón Bald.; í fjárueit- nefnd fóru Jóh. Jóh., Ingibjörg, Einar Jónsson, Einar Árn., Guðm. jöl.; í samgöngumálanefnd: B. Kr„ Jónas Kr„ Einar J., M. Kr., E. Árn.; í landbúnaðarnefnd: Jónas Kr„ Einar J„ Ingvar. Þingsköpin hrotin. Þegar hérvar komið sögu.Lenti J. Bald. forseta á, að kosningin í landbúnaðarnefnd riði í bága við 16. gr. þingskapanna, sem bannaði deildarmanni að sitja í fleiri en tveim fastanefndum, en Jónas Kr. væri þegar kosinn í tvær nefndir, en þetta væri sú þriðja. Jónas frá Hriflu tók í sama streng, en forseti vildi ekkert heyra, heldur kvað það gamlan vana í deildinni að virða þing- sköpin að vettugi í þessu efni, og væri engin ástæða til að bregða þeim vana nú. J. Bald. vís- aði til þess, að Guðm. Björnsson, sem var forseti e. d„ hefði 1917 kveðið upp úrskurð, þegar eins stóð á, og farið eftir þingsköp- unum, og hljóðar sá úrskurður orðrétt svo: „Forseti (G. B.): Þar sem Hali- dór Steinsson þm. Snæfellinga er áður kosinn í tvær fastanefndir og enginn þingmaður má eiga sæti í fleirum en tveim fasta- nefndum, þá getur hann ekki komist í þessa nefnd, og fer því ekki fram hlutkesti milli hans og háttv. þm. Vestm., heldur úrskurð- ast: Karl Einarsson er kosinn þriðji maður í nefndina." Þó að forseta e. d. ætti að reka minni til úrskurðarins 1917, þar sem nann Var þá sjálfur málsaðili, sat hann samt við sinn keip, en bannaði hins vegar nú frekari umræður um málið. Engu að síður gaf hann forsrh. orðið, sem benti á, að ekki væru nægilega margir nefndar- hæfir þingmenn í deildinni. Jón Bald. heimtaði úrsk. forseta bor- inn undir atkvæði deildarinnar, en forseti synjaði. Sagði Jónas frá Hriflu þá forseta síður treysta deildarmönnum til ranglætis en sjálíum sér. 1 sjáoarútvegsnefnd föru B. Kr„ Jóh. Jós., Jón Bald.; í mentaniálanefnd: Ingibj., Jóh. Jóh„ Jónas frá Hriflu, og í alls- herjarnefnd: Jóh. Jóh., Jóh. Jós„ Guðm. Ól. Skipað var í allar nefndir kosningarlaust nema sjáv- arútvegsnefnd og allsherjamefnd. Næsti fundur í dag (föstud.) kl. 2; _ á dagskrá frumvörp um iðn- að, iðnaðarnám, sveitarstjóm, at- vinnurétt útlendinga og br. á námulögum, alt fyrsta umr. Stjórnarfrumvarp um stjörnar- skrárbreytingu. Auk stjómarfrumvarpanna, er talin voru í gær, er komið fram eitt enn, um stjómarskrárbreyt- ingu. Aðalbreytingarnar, sem þar er faTið fram á, eru, að fjárveit- ingaþing verði að eins annað hvort ár og að kjörtímabilið verði 6 ár, bæði landkjörinna og kjör- dæmakjörinna þingmanna, og nái þingrof einnig til landkjörinna þingmanna. Frumvarp þetta er hið argasta afturhaldsfrumvarp um aðalatrið- in, þar sem það stefnir bæði að því að lengja kjörtíma mikils meiri hluta þingmanna og tvö- falda aftur lengd hvers fjárhags- tímabils. Við það minka áhrif kjósendanna á skipun þingsins á hverjum tíma, og í annan stað myndi það síður en svo örva framkvæmdir af hálfu ríkisins, að lengja þann tima svo mjög, sem hver fjárlög væru sarnin fyrir, og miklu örðugra að sjá, hvað við á um tvö ár en eitt. Væri nær að breyta fjárhagstímabilniu þannig, að það byrjaði með vor- inu, svo að hvert alþingi semdi fjárlög þess árs, sem yfir stend- ur. Ef skipun þingsins batnar svo á komandi árum, að það taki að leggja samtaka stund á almenn- ingsheill, þá er rétt og sjálfsagt, að þing sé haldiÖ á hverju ári til gagnlegrar löggjafar. Það má íhaldinu ekki líðast að leggja hömlur á í dauðateygjunum. — Enn er að geta þeirrar íhaldshugs- uðu tillögu í fr,v„ að meiri hluta þingmanna hvorrar deildar um sig þurfi til þess að fá því ráðið, að kallað verði saman aukaþing. Sjö menn í efri deild gætu sam- kvæmt því komið í veg fyrir, að svo væri gert, þó að fjölmennari deildin væri samróma um kröf- una. Kos’pálfssfaðamálið Alþýðublaðið getur ekki stilt slg ujn að gera nokkrar athugasemd- ir við grein Thors Jensens í blað- inu í gær, þar eð því er ljóst, þar sem þaÖ er mjög kunnugt málinu, að það hefir ekki að öllu skýrst betur við athugasemdir hans. Annars var blaðinu ánægja að því að birta greinina, ekki vegna höfundskaparins, þótt Thor Jensen sé raunar fágætur rithöf- undur í AlþýðublaÖinu, heldur vegna þess, að Alþýðublaðinu er ant um, nð sannleikurinn komi sem skýrast í Ijós í þessu máli sem öðrum, er það Iætur sig skifta, og þó sérstaklega vegna þess, að grein Th. Jensens staö- festir og viðurkennir,. aö alt, sem blaðið sagði, var alveg rétt. Að eins eitt atriði, sem var bent á sem álitamál eða tilgátu, tilefnið tll burtrekstrar vinnumannanna fjögurra, kveður hann rangt vera og styður það með tvennu, sem Alþýðublaðið beið að eins eftir, að hann kæmi fram með, til þess að það yrði tekið til nánari at- hugunar. Hlð fyira er það, að ástæðan til burtvísunarinnar hafi verið sú, að „piltarnir“ „höfðu þráfaldlega og þrátt fyrir margítrekaðar áminn- ingar og fyrirskipanir þvemeit- að að vinna verk“ og getað „þ6 engan veginn borið því við, að þeir væru of hlaðnir störfum", Alþýðublaðinu er kunnugt um, ihvernig í þessu liggur. Um mán- aðmótin október—nóvember var þess getið við fjósamennina, að þeim væri ætlað að gegna hestum og sjá um vatn í bæinjri, e(n í istriö þess yrði sjöunda manninum bætt í fjósið. Um miðjan nóvember var mælst til þess við einn fjósamann- inn, að hann tæki þá við hestun- um og vatninu, en hann kvaðst ekki ráðinn til þess. Var það þá nefnt við annan, en hann vísaðí til þess, að lofað hafði verið að bæta áður manni i fjósiö. Tóku hinir fjósamennirnir í sama streng. Var þeim þá sagt, að sá maður myndi koma um hátíöirnar, en það varð úr, að við þetta var látið sitja, og sýnist eðlilegt, að piltunum þætti þar með viðurkent, að sanngjamt væri, að manni væri bætt í fjósið, ef einn tæki við hestunum og vatninu, þar sem vinnutími þeirra lengdist ella að mun. Þetta kemur svo ekki við sögu aftur fyrr en eftir að bÚS- teigandinn hefir í bréfi, sem lesið var upp yfir vinnuhjúunum á Korpúlfsstöðum, gefið í skyn, að pilíar þessir færu með atvinnuróg, og endurnýjað falið fjósaráðs- manninum, sem piltarnir höfðu; staðið að sviksamlegu athæfi, alla yfirstjórn í fjósinu og verkstjórn yfir þeim. Þá sjá þeir, að kæra þeirra er að engu höfð, og senda. hana því til yfirvaldsins. Verður með engu móti annað en virt við þá, að þeir vildu fá sannleikann Jeiddan í ljös, þó að torvelt væri, þar sem bannað var í upplesna bréfinu að sleppa þeim út af heimilinu nema með sérstöku leyfi, sem var illfáanlegt. Eftir að kæran var komin af stað, var far- ið að halda því að þeim að taka við hestunum og vatninu án þess, að manni væri bætt í fjósið, og sýnist ekki óeðlilegt, a"ð þeir neit- uðu því, þar sem þeir þóttust. áður hafa loforð sjálfs búseigand- ans fyrir viðbót í fjósið. Þarf enga illgirni, heldur að eins skyn- samlega hugsun til þess að gruna, að þessi vinnukrafa hafi nú verið gerð í þessu formí í trausti þess,. að henni yrði neitað, til þess að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.