Alþýðublaðið - 15.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 „Landnám.“ Svo heitir grein í Morgunblað- inu ii. þ. m. Nafnlaus er hiín og þá sennilega ritstjórnargrein. Höf- undur vill með henni niótmæla ritum og skoðunum Jóns Dúason- ar um Grænland. Greinin er rituð af Iítilli athugun, engri þekkingu, og að því er virðist af illum vilja; því að í henni eru rituð bæði hæðiorð og skammir um fjarver- andi mann. Eg varð hálfhissa þeg- ar eg sá í Morgunblaðinu um dag- inn talað um „Grænlandsgaspur" og ekki er síður ástæða til að furða sig á þessari grein. Morgun- blaðið hefir flutt greinar um Græn- land athugasemdalaust og orða- laust, og það eftir Jón Dúason. Hefði þá verið viðkunnanlegra að mótmæla þeim strax árneðanjón var hér til þess að svara fyrir sig. Ekki hefði það átt að vera mikil hætta ef að sá sem nú skrifar hefir þekkingu til að ræða málið. Eg ætla nú að fara nokkrum orð- um urn sumt, sem sagt er f þess- ari grein. Fyrst talar greinarhöfundur um að Jón hafi „kveðið svo ramt að orði að það borgaði sig að yfir- gefa ísland fyrir fult og alt og flytja þjóðina á hinn nýja sælu- stað“. Ekki hefi eg heyrt Jon „kveða svo ramt að orði“, og heldur ekki séð hann rita neitt slíkt. Svo mun vera um marga fleiri. Eg vil því vinsamlegast mæl- ast til þess að mér og öðrum verði sýnt það. Eg veit að Jóni dettur ekki í hug að íslenzka þjóðin flytji á brott af íslandi. Og það er ósanngjarnt og rangt að líkja hon- um við vesturfara-„agenta“. Ekki skal eg fara út í þá sálma hvort vér eigum nokkurn rétt til Grænlands, enda hygg eg að hann myndi þá að litlu hafður. Hvort Jón er í flokki „þeirra fáu út- völdu", sem geta dæmt um það, veit eg elcki, en það vita allir að enginn íslendingur er eins fróður um Grænlandsmál og Jón Dúa- son. — Síðan talar höfundur um físki- afla og dýralíf við Grænlands- strendur, og strendur íslands til forna, og að veiði þar myndi fljótt spiliast eins og hér. Helzt er svo að sltilja á greinarhöfundi að þess vegna sé bezt að veiða þar ekki. Tuxedo Luofey Strifee Old English Imperial Mayos Peerless. Reyktóbak fæst nú í flestnm búðum Vil! hann ekki líka láta hætta að veiða þorsk við ísbnd? Þá spillast ekki fiskimiðin. Vfll hann ekki láta hætia að taka upp mó hér; ja, þá spillist ekki mótekjan, en annars þverr mórinn? Ætli grein- arhöfundur myndi ekki taka fé úr gullnámu, ef hann ætti þess kost, gullið þverr, en þorskurinn tímg- ast þó? Annars er því til að svara, að hafið við Grænland er geysi- auðugt sð fiski, og lengi myndi verða þar uppgripaafli og seint þrjóta, ef rétt væri að farið. Sú gullnáma er nógu rík til að auðga stórum Isiendinga, ekki stærri þjóð en við erum Greinarhöf. spyr svo að, hvort Grænlandsþorskur sé hagspakari en bróðir hans á Sel- vogsbanka. Sú spurning kemur þessu máii lítið við. En það er semailegt að hann komi ekki í stórtorfum norðan frá Grænlandi inn í vörpurnar hjá þeim á Sel- vogsbanka. Fróður maður hefir sagt mér, að afli hér við land hlyti að þverra á næstu árum svo rojög, að íslenzkir fiskimenn yrðu að leita fiskjar einhversstaðar ann- arsstaðar. Þá fara þeir auðvitað til Grænlands. Það er áreiðanlega ekki nema tíma tímaspursmál, hvenær Islendingar taka að veiða við Grænland, þó að þessi háttv. greinarhöf. biðji þorskinum þar vægðar. Svo spyr gr.höf. hver hafi sagt Jóni um landkostina á Grænlandi. Hvernig stendur á að hann spyr þannig? Veit hann ekki, að Jón vitnar altaf í ritasafnið „Meddel- elser om Grönland", og hefir alla sína þekkingu eftir vísindamönn- um, sem þar skrifa um rannsóknir sínar. Þessi gr.höf. veit áreiðanlega ekki betur en þeir. Svo segir hann að enginn hafi reynt þar búskap. Þar fer hann með ósatt mál. Flest-, ir íslendingar vita þó að héðan af landi var flutt fé til Grænlands, og Morgunblaðið fræddi þá um það ári seínna, að ærnar hefðu gengið úti allan veturinn og verið allar með lömbum um vorið. Satt Pathófónar, Gramóf ónar og Plötur (,yrirog S)5t'io í stóru. órvali. Kaupið aðeins í sérverzlun. Eljúöfærahús Eejkjaytar (við hliðina á Laugavegsaphóteki) r ciweií reyfeja allir sem einu sinni hafa hragðað þær. Fást í JSanésfjornunni. JNTýir tcvenslsór nr. 36, verð 26 kr., til sölu og sýais á afgr. Alþbl. Kvennúr fundið. Upplýs- ing í Bergstaðastr. 16. er það, að af fáum árum er ekki hægt að dæma neitt um grasvöxt og veðuráttufar. Menn hafa margra ára rannsóknir og víst eins góða þekkingu á því, hvernig það er á Grænlandi, eins og menn hafa á því, hvernig því er farið hér á landi. Greinarhöf. kallar veiðimenn „æfintýra og misindismenn". Hann heldur líka að margir kynnu að verða um hituna. Það er nú nátt- úriega nokkurt hól um íslendinga, að þeir væru æfintýra og misind- ismennl Svo játar hann í smá- grein að íslendingum yrði hagur að grænlenzkum kolanámum. Það verður þeim ekki nema þeir vinni þær, og hvernig eiga þeir að gera það ef þeir fara ekki þangað. En seinna í greininni telur hann kostn- að einan við að fara til Grænlands. (Frh.) S. V. G.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.