Alþýðublaðið - 21.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.02.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ jALÞÝÐUBLAÐI0 [ « kemur út á hverjum virkum degi. E i Afgreiðsla í Alþýðuhusinu við f 3 Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. > í til kl. 7 siðd. E ISkrifstofa á sama stað opin kl. > 9V5—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. £ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► 4 ■ (skrifstöfan). I J Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► « mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > J hver mm. eindálka. f Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan í (í sama húsi, sömu símar). f «______________________► Fullkomið lýðræði! Framsöguræða Héðins Valdimarssonar um breylingar á stjórnarskránni. Kröfurnar í baráttunni fyrir jungræöinu hafa hér sem annars staðar bygst á því, að þjóðin sjálf, allir fulltíða menn hennar, ætti að ráða málum sínum. Þá fyrst er lýdrœdi komið, er full- trúar flokkanna á júngi þjóðar- innar eru í réttu hlutfalli við þann fólksfjölda, er hefir kosið þá. Að eins þannig getur þjóðin sjálf skipað sína eigin stjórn. I stjórnarskrá íslendinga er ekki Iýðræði í þeirri merkingu, sem forgöngumenn þess myndu ætlast til. Að sumu leyti stafar þetta af breytingum í atvinnuvegum þjóð- arinnar, en að nokkru er það meinsemd, sem komin er af röng- um grundvelli undir skipun kjör- dæma. Þessu frv. er ætlað að ráða bót á þessum helztu göllum á nú- verandi skipulagi kosningarréttar- ins og tryggja lýðræðið í lanidinu. Aðalefni þess er, að komið verði á almennum og jöinum ko ningar- rétti; allir fulltíða menn hafi kosn- ingarrétt án tillits til þess, hvort þeir hafi þegið af sveit, ef þeir eru ríkisborgarar og hafa verið ibúsettir í landinu í eitt ár. Með þessu móti verður kosningarrétt- urinn almennur. Jafn verður hann, ef landið verður gert að einu ■kjördæmi í stað hinna mörgu, sem nú eru og hlutfallskosningar hafð- ar. Þá verður þingið betra verk- færi í hendi þjóðarinnar til að koma íram vilja hennar, og þó verður það enn betur trygt með því, að æðsta atkvæöi um ýms málefni liggi hjá þjóðinni sjálfri. Þá eru í frv. ýms minni háttar atriði, svo sem afnám á • undan- 'þágum frá friðhelgi þingmanna, að þingið verði ein málstofa og þingmönnum sé fækkað, ákvæðið um, að milliríkjasamningar séu birtir, breyting á ákvæðunum um eignarréttinn og loks, að almenn- ar kosningar eigi fram að fara árið 1929. Ég vil athuga þessar breytingar nokkru nánar. Fyrst verður fyrir hinn almenni og jafni kosningar- réttur. Hér á landi eru nú um 10 þús. manna, sem hafa myndu kosningarrétt í flestum nágranna- löndum vorum, en hafa hann eigi hér. Það eru þeir, sem þegið hafa af sveit, og þeir, sem fullveðja eru orðnir, en hafa enn ekki náð 25 ára aldri. I upphafi mun ákvæðið um * missi kosningarréttar fyrir að þiggja af sveit hafa komist inn í stj.skr. sakir þess, að rnenn hafa álitið, að styrkþegar væri ónytj- ungar einir og mannleysur. Hér liggja nú fyrir framan mig skýrsl- ur um fátækraframfæri í Reykja- vík árið 1925, um 622 styrkþega utan- og innan-bæjar, sem sam- tals voru veittar 419 þús. kr. — Fátækrafulltrúarnir hafa rannsak- að nákvæmlega ástæðurnar fyrir hverri styrkveitingu, og er niður- staða þeirra þessi: Vegna elli íengu styrk .15»/o, heilsuleysis 29°/o, ómegðar að mestu leyti hjá giftu fólki 38»/o; til fráskilinna kvenna fóru 4 °/o og af ödrum ástœðum 14°/o. — Mjög svipað þessu mun vera annars staðar um landið. — En einn Iiður er ekki sérstaklega talinn í þessum skýrslum, þótt ahnent sé viðurkent, að mönnum verði þar ekki sjálfum sök á gef- in, og það er atvinnuleysi. Af þessum sjöunda hluta af „öðrum ástæðum1' er langoftast um at- vinnuleysi að ræða; mun ekki utn of í lagt, þótt sagt sé, að 10 —12°b styrkþeganna séu það sak- ir atvinnuleysis. Þá eru ekki eft- ir neina mjög fáir, 2—4°/o — eða segjum 4—6°/o •—, sem hafa þegið styrk sökum drykkjuskapar, ó- nytjungsskapar eða annarar ó- reglu. Hitt er alt af ástæðum, er menn ráða ekki við sjálfir, elli, heilsuleysi og ómegð. Er nú nokk- urt vit í því að svifta 94—96 menn kosningarrétti til þess eins, að 4 —6 menn fái ekki að njóta hans? Og. er nokkru rneiri ástæða til að svifta þá tnenn kosningarrétti, sem þiggja af sveit sökum ónytj- ungsskapar, heldur en hinn hóp- inn, sem drekkur og svallar eða Siífir í iðjuleysi, en liggur uppi á ættnieimmn sínum og kemst þann- ig hjá sveit? Það er svo að sjá, sem stjórn- arskráin álíti, að fátækfsé glæp- ur. En af þessum skýrslum, sem ég hefi lesið upp, má sjá, að fá- tæktin er þjóðíélagsmeinsemd, sem menn rata oft í af óviðráð- anlegum ástæðum. Það má kalJ- ast tilviljun, hver fátækur er. Því er það algerlega óverjandi að halda þessúm mönnum frá áhrif- um á löggjöfina, þessum mönn- um, sem mest ríður á umbótun- um. Það er og vitanlegt, að með þjóðinni verða kröfurnar um þetta sífelt háværari. Hitt atriðið, sem með þarf, til þess að kosningarrétturinn verði almennur, er, að allir fullveðja menn fái kosningarrétt. Nú munu vera um 7 þús. manna, sem ekki hafa kosningarrétt, þött þeir séu fullveðja, af því að þeir eru ekki orðnir 25 ára. Þetta ákvæði um 25 árin til kosningarréttar er leifar frá þeim tíma, er menn þurftu þann aldur til að vera fullveðja. Nú, þegar stjórnarskrár- breytingar standa fyrir dyrum, er ekki verjandi að varna þessum mönnum réttar síns lengur. í því er ekkert samræmi, að menn, sem mega stjórna stórum fyrirtækjum, fái ekki að kjósa fulltrúa á AI- þingi, enda er nú svo komið í flestuní nágrannalöndum vorum, að kosningarréttur er miðaður við 21 árs aldur. — En um nókkurn hluta þingsins keyrir þó úr hófi, þar sem 35 ára aldur þarf til kosningarréttar til landkjörs. Það er hlægilegt, að á þingi sitja nú a. m. k. 5 menn, sem ekki eru álitnir þess verðugir að mega taka þátt í þeim kosningum. Hvað skyldi það vera, sem gerir menn- ina svo mjög vitrari og betri á þessum 10 árum, frá 25 til 35 ára? Þá er enn eitt atriði, sem að vísu er minna um vert. Það er að færa búsetuskilyrði ríkisborg- aranna til þess að njóta kosning- arréttar úr 5 árum í eitt. Ég geri xáð fyrir, að sjálfstæðismenn hafi komið þessu í stj.skr. til að varna þess, að Danir þyrptust inn í landið. En það hefir sýnt sig, að engin ástæða er til áð óttast neitt þvílíkt, og vænti ég því þess, að jafnvel þeir, sem komu inn þessu ákvæði, geti nú fallið frá því. Ef kosningarréttur á að vera hér alinennur, er nægilegt, að ís- lenzkur ríkisborgari sýni, að hann vilji setjast áð í landinu, en 111 þess er ,eitt ár nógu langur tími. Þá er hitt atriðið ekki síður merkilegt, að kosningarrétturinn verði jafn, þ. e. a. s„ að hver ein- staklingur þjóðfélagsins fái jafn- an kosningarrétt á við hina. Or- sökin til þess ójafnaðar, sem nú er kominn á í þessurn efnurn er, að þjóðarhagirnir hafa breyzt svo mjög, síðan þetta ákvæði kom í stjórnarskrána. Þá mátti heita, að allir landsmenn lifðu af landbún- aði og í sveitum, og er kjör- dæmaskiftingin enn byggð á þeim grundvelli. Síðan hefir sjávarút- ^vegur og vaxandi verzlun og iðn- aöirr dregið menn til kaupstað- anna, svo að nú lifir rúmur helm- ingur landsmanna í kaupstöðum og kauptúnum. En kjördæmaskip- unin hefir ekki breyzt að sama skapi. *Nú er svo komið, að Reykjavík hefir t. d. ekki nema helming þeirra þingmanna, sem hún ætti heimting á eftir fólks- fjöldaj en við annað verður ekki miðað. Það er ekki hægt að kjósa svo og svo marga þingmenn eftir fjölda nautgripa í kjördæminu eða fyrir báta í því o. s. frv., heldur verður að miða við mann- fjöldann og hann einan. — Aft- v.r á móti eru nú ýms kjördæmi, svo sem Austur-Skaftafellssýsla, Norður-Múlasýsla o. fl., sem hafa hlutfallslega alt of fáa kjósendur til þess að eiga rétt á sérstök- um þm. Hægt er að hugsa sér ýmsa möguíeika til að bæta úr þessú ástandi. — Þá er fyrst að halda áfram einmennings- og tvímenn- ings-kjördæmunum, en með breyttum „landamærum“. Þessi leið gæti áreiðanlega ekki talist heppileg, því að sakir flutnings landsmanna úr einum stað í ann-< an við breytt atvinnuskilyrði myndi brátt sækja í sama horfið aftur. Á fám árum getur lítið kauptún verið orðinn fjölmennur bær, og þá kemur gamla rang-> lætið á ný. — Af öðrum tillög- um má t. d. nefna' tillöguna um að skifta landinu í fjórðunga- kjördæmi, sem mig minnir að Hannes Hafstein héldi fram. Þá áttu innan þessara fjórðunga að vera hlutfallskosningar, og væri það stórt spor í rétta átt. Inn- an hvers fjórðungs hefðu kjós- endur alt af jafnrétti, en flutning- ur gæti átt sér stað í stórum stíl milli fjórðunganna, og gæti þeir þannig orðið misjafnlega réttháir. Til að forðast þessa galla er, að eins eitt ráð óbrigðult: að gera alt landið að einu kjördæmi, eins og nú á sér stað t. d. á frlandi. Þá stæði á sama um alla fólks- flutninga innanlands. Hver kjós- ándi héldi jafnan sinum fulla réttf gagnvart hinum, og hver flokkur kæmi mönnum á þing í réttu hlut- falli við fylgi sitt í landinu. Ég býst við, að þetta landkjöB verði ekki vinsælt hjá sumuni hv. þm., sem hafa komist að salór þess eins, að þeir eru að góðu kunnir í sínum hreppi. En með hinni nýju tilhögun kæmu þeir einir til mála sem þingmenn, sem kunnir eru á stórum svæðum f landinu. Væri það trygging fyr- ir því, að- hæfari menn væru kosnir. Þeir yrðu að standa reikn- ingsskap gerða sinna frammi fyr- ir öllum almenningi, og myndi við það hreppapólitíkin hverfa. Hverjir eru það, sem gjalda hins rangláta skipulags, sem nú er? Það stendur í greinargerð frv. míns, og get ég ef til vill sýnt það reikningslega, að ef Alþýðu- flokkurinn hefði sínum atkvæðum heppilega skift á kjördæmin, gæti liann náð meirihluta í þinginu. Þetta sýnir þaö, að flokkur — •sem hefir t. d. að eins einn þriðja eða 1,4 hluta atkv. í landinu — getur ráðið öllu, ef atkvæði hans eru í minstu kjördæmunum, en sá flokkur, sem meiri hluti lands- manna fylti, fengi engu ráðið. — Eins og nú er skipað, hefir Al- þýðuflokkurinn að eins tvo full- trúa á Alþingi!! Ef athugað er landkjörið í sum- ar, ætti Alþýðuflokkurinn að eiga 10 þingsæti. Þó hafa 35 ára menn og eldri einir kosningarrétt þar. En það er vitanlegt, að rnest fylgi eíga jafnaðarmenn meðal yngri manna, frá 21—35 ára. Það eru því kaupstaðabúar og einkum verkalýðurinn, sem geld- ur þessa rangláta skipulags. Með núgildandi stjórnarskrá er níðst á þeirri stétt manna. Ástandið hér minnir á Jiað ástand, sem var á Englandi nálægt 1830, þótt það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.