Alþýðublaðið - 24.02.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1927, Blaðsíða 3
ALEYÐUBLAÐIÐ I ves*;æluíifnii5 „FAffiÍS44 fæst alls kcrnar prjónasilhi, heklugarn, perlugarn, teéder-' garss, skilfasllki, kaideriagarefal, ffiall <pg£ sllfisrstimrar og npphintslegijjiiqiðai** Ef þér viljið góðan vindil fyrir lágt verð, pá biðjið um Marsmann’s vlndla. Maravill a, Sviprejpib9 E1 Ai*fe9 Gobden, Wlmm* Seott, Epoka, Mnrsmaunn, ein stjarna. ar stýrimaður og 8 mánuði fyrsti stýrimaður á sams konar skipum. Pað er með öðrum orðum, að sá, sem er skráður sem annar stýri- maður á sams konar skipum; fái pau réttindi við annars stýri- manns stöðu sína, að hann iái einn mánuð sem fyrsti móti tveim mánuðum sem annar. Engar undanpágur mega eiga sér stað frá núgildandi lögum um atvinnu við siglingar. Hver und- anpága rýrir reynslu- og menn- ingar-stig stéttarinnar. Við eigum að auka' proska vom á öllum fiski-, sjó- og farmensku-sviðum, svo að við getum með réttu stað- ist samkeppni annara pjóða, sam- herja okkar, á peim sviðum. Að undanpágufarganið geti ekki gengið of langt, er engin sönnun fyrir. Ef saga peirra væri rakin hér á landi á seinni árum, grunar mig, að finnast myndu dæmi og pað mörg, sem sanna myndu hið gagnstæða. Að ekki séu nógu margir menn, sem uppfylli öll skilyrði sam- kvæmt núgildandi lögum um at- vinnu við siglingar, er hreinasta fjarstæða, sem hægt er að hrekja hvenær, sem vera skal. Stéttarbræður! Standið allir isameináðir í pví, að enginn hrjóti siglingaatvinnulögin. Pið, sem úppfylt hafið öll skilyrði, sem lögin ákveða! Aukið pekkingu og frama stéttarinnar. Leyfið engum, í hvaða stöðu pjóðfélagsins sem er, að hjálpa eða troða neinum óverðugum lengra en iögin heim- ila, og leyfið engar breytingar á peim nú aðrar en ‘eg hefi bent á hér að framan. Læt ég hér staðar numið að sinni, en vona fastlega, að hið háa alþingi taki petta frumvarp Ut af ctagskrá eða leiti umsagnar fjöldans pessarar stéttar, sem uppfylt hefir öll skilyrði laganna um atvinnu við siglingar og sömuleiðis vátryggingarfélaga bæði skipa og farma. % Siglfrœdingur. Næturlæknir er í nótt Friðrik Björnsson, Thorvaldsensstræti 4, símar 1786 og 553. Khöfn, FB., 23. fehr. Grimdarverk í Kina og bráðabirgðasvar við peim. Frá Lundúnum er símað; Sun Chuan Fang, foringi Norðurhers- ins, hefir látið hálshöggva eitt hundrað kínverskra verkfallsfor- ingja og hengja höfuð þeirra upp á götunum í Shanghai. Póstmeist- arinn í Shanghai hótar að láta hálshöggva alla póstmenn, er taki pátt í verkfallinu. Kínverskir fall- byssubátar i Shanghai-höfn hafa gengið úr iiði Sun Chuan Fangs óg hafa skipverjar skotið ó bæinn. Engir Evrópumenn biðu bana í skothríðinni, er mun hafa verið beint á kínverska borgarhlutann eingöngu. Flug milli heiinsáifa. Frá Rio de Janeiro \r símað: Italinn Pinedo hefir flogið yfir Atlantshaíið milli Kap Verde eyja (Grænhöfðaeyjar) vestan við Af- ríku, og Brazilíu. Neyddist Pinedo til pess að lenda tvær mílur ensk- ar- frá Brazilíuströndum. fMIImslL Afii á Hornafirði. Hornafjarðarbátar tveir fóru í róður á föstudag; fékk annar 1 Va skpd., en hinn 2V2. Dauft fiski- út'.it enn þá. Vélbátar héðan af Norðíirði, Eskiíirði og Reyðar- firði búast til ferðar til Horna- fjarðar og Djúpavogs. AkuTeyri, FB., 22 fehr. Afli. — Sira Jakob Kristinsson og Gook hefja kappræður. Dágóður fiskafli ínnarlega á firðinum. Enn fremur orðið smá- síldar vart. Kemur björgin sér vel, pví atvinnuleysi hefir verið síðan á veturnóttum og afkoma manna eftir sumarið með lakasta móti. Viðskiftadeyfð ríkjandi. Séra Jakob Kristinsson hefir haldið hér tvo fyrirlestra við geypilega aðsókn. Cook trúboði hefir haldið andmælafyrirlestur. Kappræðufundur áformaður milli peirra eitthvert kvöldið nú í vik- unni. Uíís (áaglaas ve.fpnss.-. „Dagsbrúnar“-menn! Munið fundinn ykkar í kvöld kl. 8 í G.-T.-húsinu. Þar skýra pingmenn flokksins frá alpingis- málum, og er ykkur bæði gagn- legt og skemtilegt að fá sem greinilegast um pau að vita. Fermingarstúlkur fríldrkjusafnaðarins eru af sér- stökum ástæðum beðnar að koma ekki á morgun, heldur á laugar- tíaginn kl. 5 í fxíkirkjuna tii séra Árna Sigurðssonar. íSifi (fi"i - ví? il Alpýðuflokksfundur ' verður haldinn í Báruhúsinu annað kvöld kl. 81/2 til að ræða um færslu kjördagsins 0. fl. Á- ríðandi er, að flokksmenn fjöl- sæki fundinn, pví að ekkí veitir af, að alþýðan láti til sín heyra, pegar slík óhæfumál sem færsla kjördagsins á pann tíma, sein fjölda hennar er óhentastur, hefir verið vakið upp á alþingi. Skipafréttir. Timburskip kom í nótt til Árna Jónssonar. • Veðrið. Frost um alt land, 1—12 stig, langmest á Norðurlandi. Átt ým- isleg, austlæg hér, hæg. Þurt veður. Djúp loftvægislægð um 1000 km. suðvestur'af Reykjanesi, sennilega á norðurleið. Útlit: Víð- ast austlæg átt. Hér á Suðvest- urlandi hvessir með kvöldinu og eyikur vindinn í nótt á suðaust- an. Annars staðar kyrlátt veð- ual í dag, en hvessir í nótt. V ' ' >;■ '. : . ÍÍC ,!>,!■ ; li'lTi Togararnir. „Ólafur“ kom af veiðum í morgun með 117 tunnur lifrar og „Snorri goði“ með 93. „Baldur" Sór á Veiðiar í gær, „Gulltoppur" í morgun, og „Tryggvi gamli“ mun fara í dag. Einnig fór „Ari“ í gærkveldi til veiða, en kom aftur í morgun vegna bilunar. „Njörð- ur“ kom frá Englandi í morgun. Kastaði hann vörpu á Selvogs- grunni á heimleið og aflaði vel; er gott útlit um aflafeng par. Þýzkur togari kom hingað í morg- un bilaður. Til viðgerðar hefir hér verið stípið „Ole Aar- vold“, sem slitnaði um daginn upp i Vestmannaeyjum. Það fór ihéðan í dag. Trú og vísindi. í fyrirlestri sínum í gærkveldi talaði Ágúst H. Bjamason um Síð- Gyðingdóminn sem tengilið á milii Færslu-íláí, Kaífibrúsar, Hitaflöskur, Mjóikurbrúsar, Mjólkurfötur, » Kaffikönnur1 & katlar, Þvottaskálar Matarpottar margar st, Sleifar, EldhúsMIIur. Alt þetta nýjar vörur með lægsta verði. Jobs. Hansess inke. Laugavegi 3. Sími 1550. .. .. «■*-«?» sMEW '1 •: y> ij 3’ hr-' ý/lAL'VA- -’L' ■ : 1 -,v' j Selma. Lagerlöf: Helreidin 3,50. Sama; Loginn helgi. 1,50. Eftir Selmu Lagerlöf er eklci til annað en góðar bækur, og víst er, að annað væri ekki tekið tii að þýða á Islenzku. „Heireiðin“ er eitt af því, sem skapað hefir heimsfrægð höf., og varla mun pýðandinn, séra Kjartan Helgason, hafa spiit henni. Sex úrvals sönglög, safnað af Sigurði Birkis. 6,00. Hefti, sem er fengur söngelskum mönnum. Sigfús Sigfússon: Pióosögur III. 10,00. Merkilegt safn af hinmn ótæmandi forða ísl. pjóðsagna. Gyðingdómsins, sem Gamla testa- mentið lýsir, og kristindómsins. Lýsti hann tvíveldistrúnni, sem Gyðingar fluttu með sér frá Pers- um úr herleiðingunni, og Messías- arvonum peirra á prengingartím- um Sið-Gyðingdómsins. Þá gat hann um árásir þær, er komið hafa fram á síðari tímum á sann- gíldí pess, að Jesús liafi verið til, og benti á, hversu óiíklegt væri, að sá, er valdið liefir slíkum alda- hvörfum sem Kristur, hafi aldreí verið til, og síðan með nokkrum orðum á sögulegu sannanirnar fyrir tilveru hans. Loks snéri hann sér að faðerni Jesú. Kvað hann pað verið hafa skoðun hinna fyrstu kristnu, að hann væri son- ur Jósefs, en guðs sonur af and- anum. Hafi og Jesús sjálfur kent stranga eingyðistrú, lagt áherzlu á, að guð sé einn, og „enginn er góður nema einn, það er guð“. Vitnaði Á. H. B. og um petta efni til rita Jóns biskups Helgasonar, að Jesús hafi „áunnið sér Mess- íasartign sína með lífemi sínu og ‘ dauða“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.