Alþýðublaðið - 04.07.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1935, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 4. júlí 1935. ALÞÍÐUBLAÐI0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÚTGBPANDX: ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R.Valdemai'sson(heima). 4905: Ritstjórn. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. UBðir menn í atfiBBi Vinnan er fyrsta skilyrðið 'fyrir þroska ungu kynslóðar- arinnar, sá æskumaður, sem 'ekkert hefir fyrir stafni tapar fljott sjálfstraustinu og þar með þrekinu til að geta barist á- frarn upp á eigin spýtur. En sú þjóð, sem á mikið af æskumönn- um, sem ekki geta það, er illa 'stödd og á ekki glæsilega fram- tíð fyrir höndum. Atvinnuleysið, sem nú og undanfarið hefir þjáð alþýðuna hér í bænum hefir ekki minst komið við unga fólkið, ungu mennina, sem eru að verða menn, fulltíða, sem finna lífið fossa í æðum sínum og klæja í lóíana eftir skóflu og haka eða annað sem notað er til að fram- kvæma með nytsamleg verk. Það þjóðfélag, sem ekki sér siíkuni ungum mönnum fyrir verkefni er blint og dautt. Til þessa hefir ekkert verið gert í þessa átt. Alþýðuflokkur- inn hefir einn allra flokka barist fyrir atvinnu handa ungu at- vinnulausu fólki. Hann hefir séð hve hættan var mikil framund- an ef ungu mönnunum væri ekki fengið verk í hönd. En barátta Alþýðuflokksins fyrir þessu máli hefir mætt hinni mögnuð- ustu þröngsýni ekki einasta frá íhaldinu, þaðan sem hennar var fyrst og fremst að vænta held- ur einnig frá Framsóknar- flokknum, þaðan sem hennar var ekki eins von. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins báru fram í vetur um leið og fjárhagsáætlun Reykjavíkur var samin, að bærinn veitti 50 þúsund krónur til atvinnu handa ungum mönnum, og áttu þeir að vinna annan daginn að skreytingu bæjarins og útbún- aði íþrótta- og skemtisvæða í bænum, en þeirra var síst þörf, en hinn daginn áttu þeir að stunda nám, annað hvort bók- legt eða verklegt. Þessi tillaga var drepin af í- haldinu, það vildi þá ekkert gera fyrir unga atvinnulausa fólkið. Á síðasta alþingi flutti Sig- urður Einarsson frumvarp um að stofnað yrði til námskeiða fyrir ungt atvinnulaust fólk, og skyldi ríkið kosta kensluna, en þau sveitar og bæjarfélög, þar sem námskeiðin yrðu haldin skyldu leggja fram húsnæði, efni og áhöld. Þetta var drepið af íhaldinu með aðstoð skammsýnna Fram- sóknarmannna. Þannig er nú saga þessa máls til þessa, en nú virðist sem ætli að rofa eitthvað til og þó er það ekki fullséð fyr en eftir bæjarstjórnarfundinn í dag, því þar koma til atkvæða tillögur Alþýðusambandsins til atvinnumálaráðherra og tilboð hans til bæjarstjórnarinnar, sem skýrt er nánar frá á fyrstu síðu blaðsins í dag. Er nauðsynlegt fyrir alla þá sem skilja þetta mikla nauð- synjamál að fylgjast með því sem gerist á bæjarstjórnarfund- inum í dag. Deilurnar í Leikfélagi Reykjavíkur. Eftir frú Soffiu Guðlaugsdóttur. Haraldur Björnsson hefir rakið tildrög ]>ess, að við ákváðum að reyna að koma upp sýningu á „Skugga-Sveini“ í haust. Ég sé því ekki ástæðu til þess að gera það. Núverandi stjórn L. R. ber kvíðboga fyrir, að okkur takist ekki leikendaval. En þeir geta verið alveg rólegir. Það hafa oft tekist leiksýningar, þó þeir hafi ekki verið æðsta ráð þar um. Og ég veit, að svo mun enn fara, þó ekki verði seilst eftir „úrvals- kröftum" hr. L. S. „Það er víðar guÖ en í Görðum". Ég sá í grein eftir hr. Lárus Sigurbjörnsson í Mbl.,, að hann var farinn að undirbúa starfsemi Leikfj. Rvíkur á næsta leikári. Ég’ vissi ekki fyr en þá, að búið vœri dð ákveða, að hann yrði for- maður L. R. áfram. En ég bjóst við því. Ég bjóst varla við, að neinn treysti sér — eða fengi tækifæri til — að bjarga L. R. úr því feni, sem það virðist vera komið í, nema sá, sem sat við stýrið, á meðan það var á leiðinni þangað. Og Lárusi til sóma má segja, að hann hefir séð þetta líka og haft þá trú á sér, að hann gæti týnt saman brotin, sem hann var búinn að þeyta í al'.ar, áttir, þó ég ekki hafi þá trú á manninum. Þess vegna áleit ég mér óhætt að lofa minni þátttöku í undir- búningi að sýningu „Sk.-Sv.“ — Lárusi er til lítils sóma að hafa vakið blaðadeilur um hana. — Ég vissi ekki til þess, að hr. L. S. væri svo skyndilega búinn að skifta um skoðun á mínum starfs- hæfileikum, að L. R. þyrfti frem- ur á þeim óskiftum að halda næsta leikár en reynslan hefir sýnt mér síðustu 5 árin, — eða frá því hr. L. S. komst fyrst til valda í L. R. Ég vissi aftur á móti, að eftir starfsemi mína við „Syndir annara“ hafði hann dæmt mig óhæfa til að taka þátt í sýn- ingum L. R. það sem eftir var af leikárinu, og jafnvel líka ó- hæfa til að koma frani á sjónar- sviðið í Færeyjum. Hvernig átti ég að vara mig á því, að hann ætlaði sér samt sem áður ^ð ráðstafa öllum mínum frístund- um? _ Ég skil ekki hvernig nokkurt starf, sem unnið er af áhuga og vandvirkni í þágu leiklistarinnar hér á landi, getur verið „í trássi“ við Leikfélag Rvíkur frá sjónar- miði formanns þess? L. R. hefir efst á stefnuskrá sinni að „efla íslenzka Jeiklist“. Finst forrn. L. R„ herra Lárusi Sigurbjörnssyni, að sýningar eins og t. d. „Vér morðingjar", „Fjalla-Eyvindur“, „Brúðuheimilið" o. fl., sem for- ráðamönnum félagsins ekki hefir þóknast að leggja við nafn L. R„ séu til hnekkis fyr,r „ís’enzka 'e k- Iist“? Það ætti að vera formanninum gleðiefni, að til eru það áhuga- samir félagar, að þeir reyni að vinna að leikstarfinu, þótt stjórn L. R. hvorlci vilji né purfi að nota peirm krafta. Um smnkeppni vio félagið| okkar getur ekki verið að ræða, því L. R. á, og hefir alt af átt, forgangsrétt að starfskröftum félaga sinna. En hefir auðvitað ekbert leyfi til að banna félags- mönnum að vinna, — að honum frágengnum. Stjórn L. R. hlýtur því ávalt að hafa úrvalskröftun- um á að skipa. Og hvernig getur úrkastið kept við þá — þó reynt Framtíð margra ungra manna sem nú ganga atvinnu- lausir hér í bænum getur oltið á ákvörðun þeirri sem bæjar- stjórn Reykjavíkur tekur í dag. * * SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR. sé að fylgja í fótsporin á lista- brautinni ? Hr. L. S. og hr. B. J. álíta sér sennilega óhætt að kastia til mín hnútum sínum (í Mbl. 25. .)6 af því ég hefi ekki enn þá birt á prenti neitt um framkomiu hinna svoköl uEiu .,áby.rgðarmanna“, sem réðu fyrir L. R. þau þrjú árin, sem ég var algerlega útilokuð frá því að taka þátt í störfum félags- ins. Það er óskiljanleg óskamm- feilni af mönnunum að þora þetta. Þó ég og fleiri hafi hlíft þessu „ábyrgðarmannafélagi“ hingað til, er ekki sennilegt að ég geri það hér eftir, fyrst þeir sjálfir vekja athygli á þe'rri stofn- un. Stjómendur L. R ættu að hafa það mikið ímyndunarafl, að þeir ættu að geta séð hverjar afleið- ingar það kynni að hafa fyrir þá, ef almenningur fengi vitneskju um framkomu „ábyrgðarmanna*- félagsins" við einstaka meðlimi L. R. og félagið í heild sinni — og yfirleilt alla þeirra ráðsmensku og „ábyrgð“. Þeir L. S. og B. J. gera mikið minna úr sínum áhrifum en mér er kunnugt að voru — og eru — með því að gefa H. Bj. einum sök á úíilokunarstefnu „ábyrgðar- |manna,e!agsins“. Þar voru 7 menn með jafnri ábyrgð. Þeir L. S. og B.. J. meðal annara. Þeir rninna á, að samtal okkar H. ‘Bj. hafi verið vottfest, þegar harm var sendur til mín í erindum ábyrgð- armannafélagsins, í þeim til- gangi að fyrirbyggja, að fram kæmi sýning á Frk. Júlíu, sem ég var þá að undirbúa. Það sam- tal var ekki eingöngu vottfest, heldur líka bréflega staðfest frá mér til ábyrgðarmannafélágsins. Svarbréfið frá því var undirritað af H. B., og Lárusi Sigurbjöms- syni. Þrátt fyrir það ætlaði ég mér að vinna með lir. L. S. og gerði, eins og ekkert hefði í skor- ist. Það mun margan undra, sem fær að sjá skrif Lárusar f. h. á-- byrgðarmannafélagsins. Því miður hefi ég á engan hátt vottfest samtöl mín við L. S. og hefði þó ekki síöur verið þörf á. Því „í trássi“ við allra skyn- semi og þekkingu á manninum treysti ég honum lengi til margs góðs, þangað til fyrir skömmu, að það traust gerbrást — þó ekki vegna neinna leikfélagsmála. — Traust mitt til han!s í þeim mál- um var alveg horfið þá. Það voru almenn viðskiftamál, sem ég átti tal við hann um, og hann vonaindi minnist sinna undirtekta. — Hér eftir hefi ég vonandi vit á því að tala ekki við menn með líku skap- lyndi og L. S. nema í 'yotta viður- vist. H. B. hefir sýnt og kannast við, að honum þykir misráðið, að ég ekki fékk Leyfi til að vinna með L. R„ þrátt fyrir það, að ég sótti það mjög fast, sem von var. Ég hafði unnið með L. R. frá því haustið 1916 og verið meðlimur félagsins í mörg ár. Hr. L. S. hefði verið innan hand- ar að kannast við og ráða bót á sínum þætti í þehn mistökum, ef hann hefði kært sig um það, síð- ustu tvö árin, sem hann hefir verið formaður L. R. Honum finst kannske hann hafi gert þiað. Mér finst upptalning hans á leik- kvöldafjöldanum mínum í vetur benda til þess. En honum láðist að telja verkefnin, að t. d. 28 kvöld lék ég „Maddömu Luðvig- sen“ og 5 kvöld frú Kaldan. Þau tvö verkefni fékk ég hjá L. R. fyrir jól í vetur. Önnur verkefni hefi ég ekki fengið. Hann gleymdi samt að telja fram vonina, sem hann gaf mér um verkefni í „Þyrnirósu“. Sú von átti að halda lífinu í áhuganum fyrir starfinu fram á vor. Þá gat verið, að ég fengi hlutverk í gaman'eik. En vonin dó í marz, því umhleyp- ingasamt var í ráðstöfunum Lár- usar. Hr. L. Sigurbjörnsson hefir hald ið því fram statt og stöðugt við mig, að fyrir mig skifti ekki ann- að máli, en að fá peningaborgun fyrir atvinnu mína. Ég hefi reynt að leiða honum fyrir sjónir, að auðvelt væri fyrir mig, að ifá arðvænlegri atvinnu, en leikstarf- sernina, ef svo væri, sérstaklega eftir það, að kauptaxti L. R. lýtur hans einræðisvilja. Hann dæmir sjólfsagt eingöngu út frá sínu eigin sjónarmiði. Hann virðist ekki skilja, að nokkur geti haft þann brennandi áhuga fyrir þessu starfi, að þörf sé að beita öllum sínum kröftum í þágu þess, og hægt að láta flest annað sitja á hakanum. Formaður Leikfélagsins, hr. Lárus Sigurbjörnsson hefði átt að forðast í lengstu lög að vekja illdeilu, og' gera þetta sífelda ó- samkomulag innan féliagsins að blaðamáli. Lárus átti ekki að hætta sér út á þann hála ís, á meðan hann var látinn afskifta- laus. Heldur formaðurinn að ill- deilur í dagblöðum bæjarins verði til þess að vekja þá sam- úð með L. R„ sem því aldrei hefir verið brýnni þörf á, en nú. Það er ósennilegt, að sú aðferð „efli íslenzka Ieiklist.“ Eina gagn- jð, sem þær deilur geta leitt af sér, er það, að hr. L. S. yrði kveð- inn svo djúpt niður, að hann stingi höfðinu aldrei oftar upp á svið íslenzkrar leiklistar. Þá væri auðvitað mikið unnið, en til þess væri hægt að fara aðrar leiðir.. Fleirum en mér, er óskiljanlegt hvaða erindi hann hefir hialdið að hann ætti þangað. Ekki hefir hiann bætt hag félagsins út á við — ekki aukið listagildi leiksýning- anna. En fari svo, að L. S. hjífi ekki sjálfum sér að halda þessia leið áfram, mun hann áreiðanlega reka sig á marga farartálma, sem hann hefir lagt í götu sína. Ég ætla mér óhrædd að mæta hon- um þar með alla þá bagga, sem hann hefir ætlað að binda mér og mínu eigin starfi, og leggja þá á hans eigið bak. Hver veit nema svo fari, að L. S. neyddist þá til að grípa til sinna fyrri ráða, að láta fjölrita greinar sín- ar um mig og mitt starf. En snún- ingasamt og erfitt yrði fyrir L. S. með þá bagga á bakinu, að koma við á rakarastofunum og víðar, til að leggja greinarmar fyrir al- manna sjónir. Ef hr. L. S. væri kurteisari í tali, myndi ég gera að tillögu minni, að hann kæmi því svo fyrir, að útvarpað yrði því, sem gerist á næsta fundi L. R. Þar er vettvangurinn, Lárus. Þar hittumst við bæði vonandi, með jafnhneint mél í pokunum. Má ég gefa yður heilræði hr. Lárus Sigurbjörnsson? Og biðja yður að hafa það hugfast allar þær stundir, sem þér eigið eftir að fjalla um málefni L. R. Heil- ræðið er, að minnast ætíð þessara orða „Reiðars sendimanns" í „Nýársnótt“ I. Einarssonar: „í friði skyldi hann ríkja, í friði lýð stýra. Þá sér hann sólaröld. En, í tvídrægni iOg styr, tel ég karisson feigan. Ficirið hefir fé betm.“ Soffía Guðlaugsdóttir. SigliBgaleið opDRð norðan við Sibirín. MOSKVA í júní. (FB.) Fyrsti verulegi árangurinn af starfi hinna vösku flugmanna, sem fóru í mörg og hættuleg rannsóknarflug meðfram norður- ströndum Rússlands og Síberíu, til þess að rannsaka skilyrðin fyr- ir skipagöngur þar, kemjur í Ijós, í sumar, segir Otto Schmidt pró- fessor leiðtogi Tscheliuskin-leið- angursins. I sumar, segir hann, verður opnuð ný siglingaleið norð ur þar, og rússnesk skip flytja 204 000 smálestir af vörum á hinni nýju siglingaleið, ef allt fer eftir áætlun. Schmidt er ekkfi í nokkr- um vafa um, að öll áform; í þá átt, að halda opinni siglingaleið fyrir norðan Sibiríu sumarmánuð- ina muni heppnast, og að flutn- ingur á henni muni margfaldast á næstu árum. Eins og kunnugt er, lagði Schmidt prófessor af stað frá Leningrad árið 1933 með leiðangur sinn. Hann fór á ís- brjótnum Tscheliuskin meðfram norðurströndum Rússlands og Sibiriu og ætlaði gegn um Behr- ingssund til KyrrahafshafnK, en skip hans varð fast í ísnum, er hann átti tiltöluliega skamt eftir til þess að komast í auðan sjó, og sökk að lokum, en Schmidt og leiðangursmenn hans björguð- ust upp, á ísjaka, og höfðust við á honum langan tíma, unz þeim loks var bjargað eftir mikla hrakn inga. Tvær tilraunir með vöru- flutninga með ströndum fram á fyrnefndri leið verða gerðar í sumar. Annað skipið fer frá Mur- mansk og á að fara alla Leið til Petropavlosk á Kamsjatka, en hitt á að fara frá Arkangel til Vladivostock. Auk þessara 2ja skipa, verða mörg önnur skip, sem send verða í styttri ferðir. til ýmissa staða á ströndum Norð- ur-Sibiríu, svo að skipin geti stöðugt haft samband við land. ísbrjótar verða í fylgd með skip- unum, en flugvélar verða hafðiar til taks á ýmsum stöðum á ströndinni, til þess að koma til hjálpar, ef þörf krefur. Tilgangur- j inn er tvöfaldur með þessum á- formum. í fyrsta lagi að koma vörum til fjarlægra staða á ódýr- ari hátt en hægt er með öðru móti, en einnig að fá úr því skor- ið, hvort hægt sé að koma vopn- um og skotfærum í stórum stíl til ýmissa staða í Sibiriu, ef járn- brautasambandið austur þangað bregst eða ekki verður hægt að flytja járnbrautarleiðina nægi- lega mikið af hergögnum austur þangað. Auk þess, sem að framan getur, verður ísbrjóturinn Sedov sendur langt norðUf í höff í rann- sóknarskyni, langt norður fyrir Svalbarða. Fyrirliði leiðangursins á Sedov verður George Ushakov, sem var aðstoðarmaður Schmidts. Meðal annars ætla leiðangurs- menn að rannsaka Gillies-land, sem ber nafn bresks manns, sem kvaðst hafa séð land þetta árið 1607, en tveir landkönnuðir aðrir segjast hafa séð land þetta, en eigi er kunnugt, að nokkur maður hafi lent þar. Hefir því verið haldið fram af sumum vísinda- mönnum, að vafi sé á, að land þetta sé til. Gillies og aðrir, sem ségjast hafa séð það, hafi enga vissu haft um það, að um land væri að ræða, Or þessu á leið- angurinn m. a. að skena. (United Press.) Brezk rannsóknar- fðr til Austur- Grænlands. Courtauld verður einn af foringjum fararinnar. LRP., 2. júlí. FO. Hið fræga rannsóknarskip Qouest er nú að ferma i Aber- deen í Norðurhafsleiðangur með brezka rannsóknarmenn, sem ætla til Austur-Grænlands. Búist er við því, að Qouest fari af stað til Grænlands í vikulokin, Foringi leiðangursins er Mr. Wager, en alls verða í ferðinni 14 menn, og með sumum verða konur þeirra. Annar yfirmaður leiðangursins er Gourtauld. Tveir danskir fomfræðingar, Larsen og Kannth verða teknir á íslandi á leiðinni. Leiðangursmenn eiga að vinna að vísindalegum rannsóknum á | Austur-Grænlandi og rannsaka nokkur fjöll, sem ekki hafa verið skoðuð hingað tiL Courtauld skýrði svo fhá i dag, að h elmingur leiðangursmanna mundi kioma aftur til Bretlands í september með Qouest. Hinn helmdngurinn, þar á meðal Mr. Wager og kona hans ætla að vera um kyrt í Austur-Grænlandi næsta vetur og fást þar við jarð- fræðilegar rannsóknir og koma með öðru skipi næsta ár. T reystið ekki á minnió takió KODAK meó HANS PETERSEN, 4 BANKASTRÆTI, REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.