Alþýðublaðið - 04.07.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1935, Blaðsíða 4
FIMTUDAGINN 4. júlí 1935. gjj GAMLA BlÖ H! Qsliræiiiogjarnir. I Afar spennandi talmynd, . ;4 gerð eftir skáldsögu Zane Grey, The Border Leeton. Aðalhlutverkin leika: Cowboyleikarinn Kan- dolph Scott, Monte Blue og Fred Kohler. Börn fá ekki aðgang. ATVINNA HANDA UNGUM MÖNNUM. Frh. af 1. síðu. til hins ítrasta hið auma ástand, er næstum hver maður kemst í við það að ganga lengi atvinnu- laus. Af þessu er ljóst að æsku- mennirnir sem við langvarandi atvinnuleysi eiga að búa, verða ófærir til að taka við störfum þeim í þjóðfélaginu, er feður þeirra hafa gegnt, leysa þær þrautir, er þeir hafa átt óieyst- ar, vinna þau stórvirki er þeir eiga óunnin, byggja upp það þjóðfélag, er hæfir hugsandi, starfandi mönnum, vinna að byggingu þess þjóðskipulags er gerir mönnunum mögulegt að lifa saman eins og bræður — en ekki eins og f jandmenn. Alþýðusamband fslands leyf- ir sér því að koma með eftirfar- andi uppástungur : 1. Að nú þegar verði stofn- að til vinnu (vegavinnu við Þingvallavatn) fyrir unga at- vinnulausa menn er vinni þar undir verkstjórn, helst kennara. Verði piltunum greitt venjulegt vegavinnukaup en vinnutíminn aðeins 9 tímar á dag. Þeir mat- reiði handa sér sjálfir til skiftis með tilsögn kennarans. Piltarnir fái greitt, nema sér- stök nauðsyn krefji, kr. 3,00 á dag vikulega, en afganginn þeg- ar vinna hættir. Vinna hef jist í júlíbyrjun og standi til 15. sept- ember. 2. Ríkisstjórn skipi nefnd manna í hverjum kaupstað er geri, fyrir haustið 1935, ákveðn- ar tillögur um hvemig dregið verði úr atvinnuleysi æsku- manna t. d. m. vinnu og kenslu, enda sé til þess ætlast að hlut- aðeigandi bæjar- eða sveitar- stjómir og ríki leysi það í sam- einingu. Virðingarfylst. F.h. Alþýðusambands íslands. Jón Axel Pétursson." ÚTFLUTNINGUR ISFISKS. Frh. af 1. síðu. Að þeim togurum, sem erfitt eiga með siglingu á Þýzkaland, verði gefinn kostur á að fá 1200 vætta viðbót við það magn, sem þeim er áður úthlutað til Eng- lands, enda fái þeir þá ekki leyfi til neinnar Þýzkalandsferðar. Að eftirstöðvum af Þýzkalands- ferðunum, 20 að tölu með 100 smálestum hverri, verði jafnað niður á þá togara, sem ekki fallia undir 4. <og 5. lið, þó þannig, að ef nokkrum þessara togara verður úthlutað meira en einni ferð, þá lækki söluleyfi hans í Englandi urn 1200 vættir fyrir hverja Þýzkalandsferð fram yfir þá fyrstu. Annars skal stefnt að því að hér umræddar 20 Þýzkalands- ferðir komi á sem flest skip. Að aldrei sé farið irieð meira af upsa og karfa en samtals 60 vættir í ferð til Englands. Að fyrir brot gegn ákvæðum 2. og 3. greinar megi hegna þeim togurum, er þau kunna að fremja, með því að svifta þá algerlega söluleyfum bæði í Englandi og Þýzkalandi um óákveðinn tíma. Að togaraeigendum sé skylt að sækja um löndunarleyfi fyrir hverja ferð, áður en hún er hafin. Fiskimálanefnd áskilur sér rétt til breytinga á þessari reglugerð seinna, ef nauðsyn krefur. ABESSINIUMÁLIN. Frh. af 1. síðu. ir franska Sómalilands, sem þar er á næstu grösum. Þá ásaka blöðin Eden fyrir það að hafa ekki gefið Laval neina vitneskju um þessar ráðagerðir brezku stjórnarinnar. Enn þá reiðilegri er þó tónn ítölsku blaðanna út af uppá- stungu þessari. Telja þau hana algerlega óaðgengilega frá sjónarmiði Italíu, með tilliti til hagsmuna hinna ítölsku ný- lendna í Austur-Afríku. Blaðið „Stampa" kallar þetta tilboð gagnslaust og algerlega gagn- stætt ítölskum hagsmunum, þar sem Englandi bæri einmitt skylda til að taka málstað Italíu í þessum málum. Mussolini boðar ítölsku flotastjórnina á ankafund. LONDON 3. júlí. F.TJ I dag kallaði Mussolini sam- an aukafund í flotaráði ítalíu og er gert ráð fyrir að tekin hafi verið fyrir á fundinum ýms mikilsvarðandi mál í sambandi við leiðangur ítalskra hermanna til Afríku. Þessu bréfi Alþýðusambands- ins svaraði atvinnumálaráð- herra eins og áður er sagt, á þá leið, að ráðuneytið mundi leggja fram alt að 10 þúsund krónum í þessu skyni gegn til- svarandi framlagi frá Reykja- víkurbæ. Heimslrægnr gýzknr sknrðlæknir sextln ára. BERLIN, 3. júlí. FÚ. Hinn frægi skurðlæknir og há- skólaprófessor í Berlín, Sauer- bruch, átti í gær (miðvikudag) 60 ára afmæli. Sauerbruch er einn af mestu skurðlæknum, sem nú eru uppi. Sérstaka frægð gat hann sér á stríðsárunum fyrir aðgerðir sínar á hermönnum, sem mist höfðu ú:limi. Sauerbruch gat bætt mönn- um handarmissi t. d. á svo full- kominn hátt, að maðurinn gat hreyft gervihöndina eins og nátt- úrlega hönd. Svo fullkomlega var vöðva- og sina-kerfið eftirlíkt. Japanar senda Kínverjum nýtt hótunarskjal. LONDON, 3. júlí. FÚ. Japanski aðalkonsúilinn í Shang’hai hefir afhent kínversku stjórninni viðvörunarskjal, þar sem hann bendir á þá hættu, sem af því geti stafað, ef undirróður og fjandskapur gegn Japan hefj- jst í Kína á ný. Orsök þess, að viðvörunarskjal þetta var sent, var grein, sem bjrzt hafði í blaði einu í Shang- hai, þar sem framkoma Japana í garð Kína var gagnrýnd meÖ all- hörðum orðum. Fimm meim teknir af lífs fyrir árásina á Peiping. LONDON, 3. júlí. FÚ. Fimm menn af þeim, sem gerðu tilraun til þess á dögunum, að ráðast á Peiping, voru teknir af Jífi í dag. 117 hafa einnig verið settir í fangelsi. \ UÞfBHBUB Nýtt ráðhus London. 9 1 LONDON, 3. júlí. FÚ. Nýtt ráðhús var opnað í Lond- on í dag, og gerði það Alioe prinsessa, hertogafrú af Athlone. I húsi þessu eru allar skrifstof- ur borgarstjórnar Lundúnablorg- ar og hefir byggingin kostað 130 þúsund sterlingspund. Fjrrsta skipi) skeœtiferða- kemnr í nótt. Fyrsta skemtiferðaskipið í sum- ar kemur hingað í nótt. Er það Relianoe. Á morgun er von á Kungsbolm, en næstu daga koma skemtiferða- skipin hvert af öðru. Útlit er fyrir, að í sumar komi hingað færri skemtiferðaskip en í fyrrasumar. Frá tlugverjaiandi. BUDAPEST í júní. (FB.) Ungverjar, ungir og gamlir, nndantekningarlaust iað kalla má, eru óánægðir yfir því, að kröfum ungversku stjórnarinnar um end- urskoðun Trianon-friðarsamning- anna frá árinu 1920, hefir í engu verið sint. Þessi óánægja hefir magnast stöðugt undanfarin ár og ferðamaðujinn, sem kemur til ungverskra borga, höfuðborgar- innar Budapest, og líka smærri borganna, verður þess undir eins var, að höfuðáhugamál þjóðarinn- ar er að fá friðarsamningunum breytt. Blöðin birta greinar mn þetta mál, pésar eru gefnir út um það og landsuppdrættir hengdir uppi í búðargluggum og öðrum stöðum uppdrættir sem sýna, að sigurveganarnir í heims- styrjöldinni „rændu“ 2/3 af lönd- um Ungverja, þar sem nálega helmingur þjóðarinnar bjó. 1 Ung- verjalandi eru nú níu miljónir manna. Og þessar níu miljónir manna bíða þess diags með ó- þreyju, að úr óréttindum verði bætt og Ungverjaland fái aftur það land, sem skift var milli Rúm eníu, Téklíoslovakiu og Jugoslo- viu. Þeir, sem gengu frá friðar- samningunum. segja Ungverjar, gættu þess að ganga svo frá öllu að þjóðin væri varnarlaus. Megin hluti núverandi Ungverjalands er sléttlendi er liggur opið fyrír til árása frá landshlutum þeim hin- um fjöllóttu, er Tékkoslovakar, Jugoslavar og Rúmenar fengu í sinn hlut. Með langdrægum fall- byssum er hægt að skjóta á Buda- pest frá landamærum Tékkoslo- vatóu. Enn fremur benda her- málasérfræöingar Ungverja á, iað í fyrnefndum þrernur löndum sé mikill herafli ávalt til taks, allt æft lið, og Uiigverjaland sé því stöðugt í hættu, ef til ófriðar kæmi. Sambúðin við þessar þrjár þjóðir hefir ekki verið sem bezt. Stundum herir logað upp úr og benda Ungvenjar á það,iað fjölda- margir bændur af ungverskum ættum voru reknir úr landi J Jugoslavíu vegna konungsmorðs- ins. Enn fnemur rialda Ungverjar því fram, að fólk af ungverskum ættum sæti ekki þeirri meðferð sem forsvaranleg sé í framian- nefndum löndum, nema þeir ger- ist borgarar í þeim og.taki á sig allar þær skyldur, sem þarlendir menn undirgangast, svo sem að gegna herskyldustörfum o. s. frv. Ungverjar hafa lítinn stuðning fengið frá erlendym þjóðum í baráttu sinni fyrir endurskoðun I DáO Næturlæknir: er í nótt Páll Sig- urðsson, Garðastræti 9, sími 4959. Nætuxvörður er í Reykjavíkur og Iðunnar-apótetó. Veðrið: Hiti í ’Rieykjavík 12 stig. Yfirlit: Grunn lægð og nærri kyrstæð yfir sunnanverðu íslandi og önnur lægðarmiðja vestur af Reykjanesi. Útlit: Breytileg átt, víðast norðvestan gola. Sums staðar skúrir, en bjartviðri á milli. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Haydn: Tríó í G-dúr (plötur). 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá útlöndum (séra Sigurður Einarsson). 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljóm- sveitin; b) Einsöngur (Dan. Þorkelsson); c) Endurtekin lög (plötur). friðarsanminganna, aðallega frá Þjóðverjum og ítölum, en í seinni tíð byggja þeir ekki mikið á því, að njóta stuðnings Itala, því að þeim þykir sýnt, að ítalir fráhverfist æ meira Þjóðverja en halli sér a5 Frökkum, en stuðn- ings þeirra þurfa þeir til þess aö geta farið sínu fram í Afríku. Ungverjar hafa færst í laukana í fyrnefndri baráttu sinni, vegna þess að Þjóðverjar hafa farið sínu fram í þiessum máhuu, og allt bendir til, að ekkert samkomuliag verði um að stöðva vígbúnað þeirra. Fé skortir Ungverja til margra hluta og þeir ætlia sér að vinna að þessu máli með frið- samlegu móti, og fullyrða má_ pð þar í landi séu sárfáir fylgj- andi því, að Habsborgaraveldi verði sett á stofn í landinu, en þessi tvö ríki voru sem alkunn- ugt er, sameinuð fyrir heimsstyrj- öldina. Ungverjaland er konungs- laust konungsveldi og er æðsti maður landsins Nicholas Horthy ríkisstjórnandi. Hann og ríkis- stjórnin vilja ekki, að konungur verði settur í valdastól í Iand- inu. Bændur landsins eru óánægð- ir með kjör sín og mörg gild- andi lög. Stór landssvæði eru í rauninni eign örfárra mannia og fyrirsvarsmaður þeirra, stóreigna- mannanna, á þingi, er Bethlen greifi. Núverandi forsætisráðherra Julius Gömbös, hefir hins vegar áhuga fyrir því, að bæta kjör bænda. Eins og horfir eru engar Iíkur til þess, að kröfum Ung- verja verði sint í nánustu framtíð, en kröfur þeirra auka á þá ókyrð, sem eru í suð-austurhluta álfunn- ar og stjórnmálaerfiðleikana yfir- leitt. (Eftir Stewart Brown, frétta- ritara United Press í Ungverja- landi.) Skemtifor i Raafarhólshellir. Félag ungra jafnaðarmanna efnir til skemtifarar í Raufiarhóls- Jriielli í ölfusi á sunnudaginn kem- ur. Komið verður við hjá hinum nýja Geysi og hann skoðaður. Fargjald verður mjög lágt, og verður lagt af stað frá Mjólkurfé- lagshúsinu kl. 8V2 stundvíslega á sunnudagsmorguninn. Gullræniiigjaniir heitir myndin sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Er það talmynd gerð eftir skáldsög- unni: The Border Lecton eftir Zane Grey. Aðalhlutverk leika: Randolph Scott, Monte Blue og Fred Kohler. Síðasti fyrirlestur frú Ellen Hörup verður í Iðnó í kvöld kl. 8-'/2 og f jallar um „Þjóðabandalagið og friðinn". Á eftir verður boðið upp á frjálsar umræður um þetta efni og hefir frú Aðal- björg Sigurðardóttir þá fundar- stjórn á hendi. Aðgöngumiðar fást hjá Eymundsen, í Hljóð- færahúsinu og Atlabúð og kosta að eins 1 krónu. Innanfélagsmót K. R. I kvöld kl. 9 verður kept í há- stökki fyrir fullorðna og drengi, kringlukasti fyrir fullorðna og spjótkasti fyrir diengi. — Mætið allir og stundvíslega. Skspaf réttir: Gullfoss fór frá Vestmannaeyj- |um í gærmorgun áleiðis til Leith. Goðafoss er væntanlegur ti! ísa- fjarðar í dag. Brúiarfioss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Detti- foss er væntanlegur til Hamborg- ar í dag. Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn. Selfoss er væntanleg- ur til London í tíag. Dronning Al- exandrine er væntanleg hingað kl. 10 í kvöld. Primula kom til Leith, kl. 2 í gær. Höfnín: Bragi leggur af stað í dag til fiskflutninga. NÍ.IA BIÖ SQmar við vatnið Hrífandi og fögur tal- og tónmynd, samkv. skáld- sögu með sama nafiii eftir hinn vinsæla þýzka kven- rithöfund VICKI BAUM. Aðalhlutverkin leika: Kosine Deréau, Jan Pierre Aumont og hin fagra unga leikkona Simone Simon. Frá Siglufirði. Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru kosnir tveir menn í spari- sjóðsstjórn samkvæmt sparisjóðs- lögunium nýju. Kosningu hlutu Ole Hiertervig og Þormóður Eyj- ólfsson, en endurskoðendur voru kosnir Aage Schiöth og Jóhann Guðmundsson. Áður voru kosnir í stjórn af ábyrgðarmönnum þeir Sigurður Kristjánsson, Sveinn Hjartarson og Ölafur Vilhjálm's- son. (FÚ.) Frú Ellen Hörup koml í fyrradag til Grindavíkur og gisti um nóttina hjá Einari Einarssyni í Krosshúsum, fyrver- andi formanni Slysavarnarsveitar- innar í prindavík. Frú Hörup, hef- ir mjög mikinn áhi]ga fyrir starfi Slysavarnaféliags islands, og hefir átt viðræður við Einar um björg- Unina á stópshöfnunum af „Cap Fagniet“ log „Skúla fógetai". í gær ætlaði hún til Reykjaness, m. a. til þess að skoða staðinn, þar sem belgiski togarinn „Jan Valde" strandaði, og brakið úr honum, er þar liggur. Hún hefir við frétta- ritara útvarpsins látið í ijós, að það sé henni margföld ánægja á þessum tímum, þegar allur heim- urinn býr sig til stríðs og mann- drápa, að kynnast starfi því, sem hér á landi fari fram við björgun mannslífa, alveg jafnt af hvaða þjóð eða kynfloktó sem er. Landsbókasafnið verður lokað í vegna viðgerðar. nokkra daga Til söIb Harley- Ðaviðsoa mötorhiðl. Skifti á fólksbíl geta komið til greina. — Til sýnis á Freyjugötu 27 A, eftir klukkan 6. Happdrætti Háskóla Islands » Dregið verður í 5. flokki 10 júií. Stærsti vinningur 15 þúsund krónur. Endurnýjunarfrestur er liðinn - dragið þvi ekki að endurnýja. Munið að fara ekki úr bænum án þess að endurnýja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.