Alþýðublaðið - 09.07.1935, Síða 1
RirSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON
XVI. ÁRGANGUR
PRIÐJUDAGINN 9. JOLÍ 1935.
ÍJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
177. TÖLUBLAÐ
Stærstu sfldarsaltendur áSiglufirði
viðnrkenna taxta mkalýðsfélaganna.
Stjórn vlnnnkaupendafélagslns og kanptaxta-
nefnd verkakvenna halda fnnd f kvðld. .
Verkalýður Siglufjarðar stend-
ur sem órjúfanleg heild.
A TVINNUREKENDUR á Siglufirði hafa svarað
^ yfirlýsingu verklýðsfélaganna, sem gefin var út
á laugardagskvöld, með nýrri yfirlýsingu þess efnis,
að þeir muni alls ekki greiða annan taxta, en þann
sem greiddur var í fyrra. Jafnframt hafa þeir þó
óskað eftir því, að kauptaxtanefnd Verkakvennafélags
Siglufjarðar mæti á fundi með samninganefnd þeirra
kl. 8 í kvöld.
Stærstu síldarsaltendurnir standa fyrir utan sam-
tök hins svokallaða vinnuveitendafélags og hafa við-
urkent taxta verklýðsfélaganna.
Undir eins og yfirlýsing verk-
lýðsfélaganna á Siglufirði hafði
verið birt og atvinnurekendur
höfðu komist að raun um, að fé-
lögin ætluðu að halda fast við
þann taxta, sem þau höfðu sam-
þykt í vetur, gáfu þeir út nýja
yfirlýsingu, sem þeir létu bera
út um bæinn á sunnudag, og
lýstu þeir þar yfir, að þeir
myndu alls ekki greiða annað
kaup, en greitt hefði verið sam-
kvæmt samningum við verk-
lýðsfélögin í fyrrasumar. En
jafnframt óskaði stjórn hins
svokallaða „Vinnuveitendafé-
Iags“ eftir því, að kauptaxta-
nefnd Verkakvennafélags Siglu-
fjarðar mætti á fundi með
stjórninni í kvöld kl. 8.
Kauptaxtanefndin mun verða
við þessari beiðni vinnukaup-
kaupenda, en það er fyrirfram
ákveðið af verkafólki, að hvika
í engu frá taxta sínum.
Fulltrúi verklýðsfélaganna á
Siglufirði heldur fund í dag til
að ræða þessi mál, og verður þá
anna þriggja, verkakvennafé-
lagsins, verkamannafélagsins
og bílstjórafélagsins gagnvart
atvinnurekendum.
Flestir stærstu atvinnurek-
endurnir á Siglufirði standa
ekki með stjórn hins svokallaða
Vinnuveitendafélags í þessu
heimskulega uppþoti. Þeir, sem
standa utan við eru t. d. Sam-
vinnufélag Isfirðinga, Steinþór
Guðmundsson, Ingvar Guð-
jónsson, Steindór Hjaltalín o. fl.
Hafa þeir allir viðurkent taxta
verklýðsfélaganna.
Heyrst hefir, að Ásgeir
Bjarnason og sú klíka, sem
stendur í kringum hann og sem
hið svokallaða „Vinnuveitenda-
samband" hér í Reykjavík styð-
ur, hafi haft í hótunum um að
varna því, að þeir saltendur,
sem greiði taxta verklýðsfélag-
anna, fái salt og kol, en sú hót-
un er einskis virði, og næði
aldrei fram að ganga.
Það eru að eins 10 smæstu
saltendurnir á Siglufirði ásamt
tekin ákvörðun um sameigin- j stjórn landssambands atvinnu-
lega framkomu verklýðsfélag- ' rekenda, sem standa að deil-
Dreng bjargaö (rá druknuns
á síðasta angiablíki.
UM kl. 9 í gærmorgun féll 7
ára gamall drengur, sonur
Jóns Guðmundssonar í Belgja-
gerðinni, í sjóinn við Stein-
bryggjuna. Árni Guðmundsson
ALÞYDUBLAÐIÐ
Neðanmálsgreinin í dag
og á morgun.
Alþýðublaðið flytur neðanmáls
í dag og á morgun hinn ágæta
fyrirlestur dönsku blaðatoonunnar
frú Ellen Hörup um „Konur,
stríð og fazisma“. Það er fyrsti
fyrirlesturinn, sem hún hélt í Iðnö
mieðan hún dvaldi hér í bænum á
dögunum. Fyrirlesturinn er birtur
orðréttur að undantekinni grein-
argerðinni um heimsþing kvenna
gegn stríði og fazisma í París í
fyrra, sem; í dag hefir minni þýð-
ingu fyrir íslenzka lesendur held-
ur »n aðrir hlutar fyrirlestursins.
unni. Þessir 10 saltendur sögðu
samningunum við verklýðsfé-
lögin, sem giltu í fyrrasumar,
upp í vetur og ætluðu sér að
koma fram kauplækkun, en er
þeir sáu hvernig verklýðsfélög-
in tóku uppsögn samninganna,
gáfu þeir út þessa yfirlýsingu,
sem birt var hér í blaðinu á
sunnudag.
Verkalýður Siglufjarðar
stendur sem órjúfandi
heild.
Alþýðublaðið átti í morgun
viðtal við Jón Sigurðsson, er-
indreka Alþýðusambandsins á
Norðurlandi,, og sagði hann að
verkalýður Siglufjarðar, ásamt
öllu aðkomufólki, stæði sem ó-
rjúfandi heild með verklýðsfé-
lögunum.
Hann sagði, að deilan myndi
fyrst rísa fyrir alvöru, þegar
greiðsla verkakaupsins ætti að
fara fram, og það sæist, hvað
þeir 10 atvinnurekendur, sem
standa að deilunni, greiddu.
Jón Sigurðsson sagði, að
verkfalli yrði tafarlaust lýst yf-
ir hjá þessum atvinnurekendum,
ef þeir ekki greiddu hinn á-
kveðna taxta verklýðsfélag-
anna.
Ótriðurino i AirikiMiyrjar i október.
Italir hafa eyðiiagt ailar sáttatilrannir.
Ensk blöð óttast, að England geti ekki setið hjá.
Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. Kaupm.höfn í morgun.
iy|IJSSOLINI hélt á laugardaginn ræðu fyrir svart-
A * stakkahersveitum í Salerno á ítalíu, sem hefir
vakið gífurlega eftirtekt og umtal úti um allan heim.
Blaðaummælunum ber saman um það, að eftir þessa
ræðu sé öll von úti um það, að hægt sé að varðveita
friðinn milli Italíu og Abessiníu. í þá átt bendir einnig
sú staðreynd, að fulltrúar ítalíu í sáttanefnd þeirri,
sem skipuð var að undirlagi Þjóðabandalagsins, hafa
hindrað allan árangur af starfi hennar. Ráð
Þjóðabandalagsins ætlar að taka málið fyrir enn einu
sinni í lok þessa mánaðar, en enginn væntir nokkurs
árangurs af því. Alment er gengið út frá því, að
Mussolini muni hef ja stríðið í október, þegar rigninga-
tíminn í Abessiníu er á enda.
Musaolini flaug á laugardaginn
frá Róm ti'l Salerno, nálægt Nea-
pel, til þess að halda ræðu fyrir
svartstakkahersveitum, sem þang-
að eru toomnar og eiga að fara til
Austur-Afriku í júJílok. Á leiðinni
lenti Mussolini í ægilegu þramu-
v'ieðri. Eldingu sló niður í flug-
vélina og það leið yfir loftskeyta-
manninn. En Mussolitni, sem sjálf-
ur stýrði flugvélinni og varð ekki
var við neitt, flaug áfram í gegn-
um þrumur og eldingar og komst
heilu og höldnu á tilteknum tíma
til Salerno.
Þegar þangað kom fór Musso-
lini beina leið upp á ræðupallinn
öii skip koma drekkhiaðin
af sild til Sigiufjarðar.
I dag eru ríkisverksmiðjurnar búnar að taka á móti
eitt hundrað og tíu þúsund málum.
Fimtán skip bíða afgreiðslu á Siglufirði.
bifreiðarstjóri, Hringbraut 178,
bjargaði drengnum frá druknun
á síðasta augnabliki.
Alþýðublaðið hitti Árna Guð-
mundsson að máli í gærkvöldi
og sagði hann svo frá:
Eg var að vinna á Stein-
bryggjunni um kl. 9 í gærmorg-
un og verið var að láta á bílinn
minn úr bát er lá við bryggjuna.
Alt 1 einu heyrði eg skvamp
eins og eitthvað félli í sjóinn, en
eg varð einskis var, þó að eg
gætti að. Eftir örskamma stund
heyrði eg soghljóð eða korr, og
flaug mér undir eins í hug, að
einhver væri kominn að drukn-
un. Eg horfði alt í kringum mig
á bryggjunni og loks sá eg
mannshöfuð í sjávarskorpunni.
Eg hljóp ofan í bát er lá við
bryggjuna og náði í hárið á |
manninum. Er eg dró hann upp
kom í ljós, að þetta var dreng-
ur, á að gizka 7 ára gamall.
Frh. á 4. síðu.
EINKASKEYTI TIL
ALPÝ ÐU BLAÐSl N S.
SIGLUFIRÐI í jniorgun.
tLDVEIÐI er geysimikil
fyrir öllu Norðurlandi. Hér
á Siglufirði biðu í morgun við
bryggjurnar 14—15 síldveiði-
skip, öll hlaðin af síld, og hafa
um borð um 8000 mál.
Síldina fá skipin við Flatey og
á Grímseyjarsundi.
Sjömenn segja að mikil síld sé
úti fyrir á þessum miðum. Til rík-
isverksmiðjanna þriggja hér á
Siglufirði eru komin 86 þúsund
mál, en á sarna tíma í fyrria voru
þær búnar að taka á móti 17 540
málum.
Tii Sólbakkaverksmiðjunnar aru
nú komin 9 þúsund mál og til
Raufai'hafnarverksmiðjunnar eru
komin 7000 mál.
Hafnarfjarðartogarinn Júní er
Bð landa í dag í Sólbakkaverk-
smiðjuna 13—1400 mál. Bæjarút-
gerðartogarinn á Isafirði, sem
landar á Sólbakka, hefir fengið í
tveimur túrum 2400 mál.
Síðdegiis í dag verða ríkisverk-
smiðjurnar allar fimm búnar að
taka á móti 110 þúsund málum.
Allar verksmiðjur vinna af full-
um krafti. Fréttaritari.
Skip til ríkisverksmiðj-
anna.
Síðan á laugardag hafa þessi
skip losað síld í Ríkisverksmiðj-
urnar á Siglufrði: Þorgeir goði,
Bjarnarey, Hafþór, Bangsi, Haf-
alda, Sæfari, Sæbjörn, Sæborg,
Ásbjörn, Huginn, Fróði, Hrönn,
Ágústa, Málmey, Már, Hvítingur,
Vébjörn, Geirgoði, ísbjörn, Gunn-
björn, Freyja, Sjöfn, Hilmir, ÖL
afur Bjarnason, Snorri, Muninn,
Ægir, Rifsnes, Auðbjörn, Grótta,
Ármann frá Bíldudal, Bára, Þor-
steinn. Þórir, Árni Árnason, Alden,
Sæhrímnir, Björn, Birkir, Val-
björn, Nanna, Minnie, Venus og
Ármann frá Reykjavík. Þessi skip
hafa lagt upp síld hjá Snorra og
Hjáltalín: Garðar, Hermóður,
Hugarnir, fyrsti, annar og þriðji,
Freyja, Erna, Höskuldur, Bruni,
Draupnir, Villi, Erlingur, Kári,
Bragi, Gullfoss og Einar. Öll hafa
skipin haft fullfermi. Þrærnar eru
alvieg að fyllast. (FO.)
Naður druknaa*.
ÓLAFSFIRÐI, 7. júlí. FÚ.
Síðast liðið föstudagskvöld féll
maður útbyrðis og druknaði af
vélbátnum Bergþóra úr Ölafsfirði.
Maðurinn hét Haraldur Friðrik
Jónsson, og var ættaður frá Mið-
húsum í Skagafirði, 22 ára, ó-
kvæntur.
Báturinn var að leggja lóðina,
er slysið vildi til.
og hélt dæmafáa æsingaræðu fyr-
ir svartstökkunum. Hann sagði
meðal annars:
„Við getum ekki breytt þeim
ákvörðunum, sem við höfum tek-
ið, og hvorki ég né þjóðin óskar
þess að haldið sé undan. Við
höfum tekið þá kvörðun að berj-
ast og byrja nýtt tímabi'l í sögu
ítalíu.
Munið, að við höfum æfinlega
sigrað hinn svarta kynflokk. Það
er að eins eitt einasta sinni, sem
striðsgæfan var á móti okkur. En
þá börðust aðeins fjögur þúsund
Itailir hjá Adua hetjulegum bar-
daga á móti hundrað þúsund A-
bessiníumönnum. Næsta skifti
vinnurn við sigur."
Stríðið er óumflýjanlegt
segja ensku blöðin.
Ræða Mussolinis fær ekki góða
dómjal í ensku blöðunum. Aðalinn-
tak blaðaummælanna er það, að
Englendingar hafi vænst þess í
lengstu lög, að deilan milli Ital-
iu og Abessiniiu yrði leyst á frið-
samlegan hátt, en nú, eftir ræðu
Mussolinis í Salerno, sé öllum
ljóst, að stríðið sé óumflýjanliegt.
England milli steins og
sleggju.
Það er ekki hægt að spá neinu
um það nú, segja blöðin enn
fremur, hvort striðið verður stutt
eða langvint. En það er áneiðan-
legt, að England kemur til með
að eiga erfiða aðstöðu, því að
enska stjórnin vill ekki undir
neinum kringumstæðum taka af
stöðu með öðrurn málsaðila og á
móti hinum.
Ýmislegt í ummælum blaðanna
hendir þó til þess, að England
muni þegar vera búið að lofa
bæði Itaíiu og Abessiníu hinu og
þessu um afstöðu sína, ef til ó-
friðar kæmi. Blöðin skrifa mjöe
mikið um málið, án þess þó að
nokkur sameiginleg stefna sé sjá-
an'eg. En það er auðséð, að þau
óttast öll, að England verði neytt
til þess, að taka þátt í viðburðun
pm suður í Abessiniu, hvort sem
pað vill eða vill ekki.
Blaðið „Times“ skrifar' meðal
annars:
„Við bíðum nú þess að s]á
hvort Þjóðabandalíágið vill hefjast
handa eða ekki. Árvekni, gætni
og samvinna við önnur ríki eru
aðaldrættirnir í afstöðu Englands
tii þessara mála. Ef það skyldi
reynast nauðsyniegt að grípa ti)
alvarlegri ráðstafana, þá yrðu
flieiri ríki í sameiningu að taka
>átt í þeim til þess að þær bæru
árangur og afstýrðu striðinu."
„Daily Thelegraph" skrifar:
„Það er stór hætta á því, að
ítalska æfintýrið í Abessiníu verði
til þess að rjúfa þá fylkingu, sem
með erfiðismunum var sköpuð í
Stresa. Enska stjómin verður
elns og áður að vinna í anda
Þjóðabandalagssáttmálans. En ef
aðrir aðilar neita öllu samkomu-
lagi, verður Englandi ekki borið
rað á brýn, að það hafi ekki gert
skyldu sína, þótt það líti svo á,
að það hafi frjálsar hendur eftir
rað.“
Hefir England í hyggju
að grípa til þvingunarráð-
stafana gagnvart Italín?
„Morning Post“ lætn'r í ljós þá
von, að utanríkisráðherrann láti
ekki hafa sig til þess að stofna
friðnum í Evrópu; í hættu til þess
að varðveita friðinn í Afríku. Sú
hugsun, að grípa til þvingunar-
ráðstafana gagnvart Italíu, sé ger-
samlega brjálóð.
Sendiherra Bandaríkjanna
í Abessiníu skipar öllum
Bandaríkjaþegnum að
fara frá Abessiníu
tafarlaust.
Símskeyti frá Berlíh segja, að
sendiherra Bandaríkjanna hafi
skipað öllum Bandaríkjaþegnum,
sem dvelja í Abessiníú, að hafa
sig burt úr landinu hið allra
fyrsta, þar eð ófriðurinn sé orðinn
óumflýjanlegur.
STAMPEN.
Allar sáttatilraunir eru
nú strandaðar.
LONDON, 8. júlí. FÚ.
Sáttanefndin í deilumáli Abes-
siníu og Itala, sem nú heldur
(cundi i Haag, kemst lítið áfrarn
með starfið. Veldur því aðallega
það, að ítalir neita að taka til
greina vitnisburð annara en
þeirra, sem voru sjónarvottar að
ptburðunum í Ual-Ual, siem upp-
haflega komu deilunni af stað,
og síðari atburðum, sem um er
deilt, en Abessiníumenn leiddu
lögrfræðilegan ráðunaut stjórnar-
innar sem vitni.
Ráð Þjóðanbandalagsins
kemur saman á fund 27.
júlí til að ræða Abessiníu-
málin.
LONDON, 9. júlí. FB.
Stjórnmá'.afréttaritari Lundúna-
b'aðsins „Daily Telegraph" skýrir
frá því í morgun, að ráð Þjóða-
bandalagsins komi saman 27. júlí
eða skömmu þar á eftir vegna
þess, að talið sé víst, að störf
sáttanefndarinnar í Scheven'mgien
út af deilumálum ítala og Abessi-
níumanna beri engan árangur.
(United Press.)