Alþýðublaðið - 18.07.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.07.1935, Blaðsíða 1
Samvinnan skapar sannvirði vörunnar. VERZLÍÐ VIÐ KAUPFÉLAG REYKJAVIKUE. XVI. ÁRGANGUR FIMTUDAGINN 18. JOLl 1935. 184. TÖLUBLAÐ RI fSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Kaupdellnnni iaob sigrl á Siglrafirði verkafélkslns. Verkakonur fá mikla kauphækk- nn og aukin hlunníndi. Bflstjórs r fá 50 aura hækkun um tfmann. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBL SIGLUFIRÐI í fnorgun. V AUPDEíLUNNI IV á Siglnfirði miili verklýðsfélaganna þriggja Verkamannaf élagsins „Þróttur“, Verkakvenna- félags Siglufjarðar, Bif- reiðastjórafélags Siglu- fjarðar og atvinnurek- endafélagsins hinsvegar, lauk í gærkveldi. Hafa verkamenn, bifreiða- stjórar og verkakonur fengið all-verulegar kauphækkanir og aðkomustúlkur ýms fríðindi, er þær höfðu ekki áður. Samningaumleitanir stóðu yfir í allan gærdag. Atvinnurekendur héldu fund í gærkveldi kL 8, og kl. 9 voru svo hljóðandi samningar undirskrif- aðir: „Milli Verkamannafélagsins Þróttur, Verkakvennafélags Siglu- fjarðar <og Bílstjórafélags Siglu- fjarðar annars vegar og Vinnu- veitendafélags Siglufjarðar hins vegar er gerður svo hljóðandi kauptaxtasamningur: Vinnuveitendafélag Siglufjaröar samþykkir að greiða lágmarks- kauptaxta verkamannafélagsins Þróttur, er samþyktur var á Sildarverksmiðjan á Reykjarfirði er tekin til starfa. Merkileg nýjung. ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. REYKJARFIRÐI í morgun. NÍJA síldarverksmiðjan h. f. Djúpavík hér á Reykjarfirði er nýlega tekin til starfa. Nokkrir byrjunarörðugleikar komu í Ijós, en þeir hafa :nú verið lagaðir. Það er merkileg nýbreytni hér á landi, að notað er stálband við að flytja síldina frá skips- hlið og í verksmiðjuna. Stálbandið er 120 metra langt og er knúð með rafmagnsvélum og hefir 90 metra rensluhraða á mínútu og losar 120—140 mál á klukkustund. Framkvæmdarstjóri hinnar nýju síldarverksmiðju er Oscar Otte- sen, sem áður hefir unnið í 5 ár við ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði og dr. Pauls verksmiðj- unia í 3 ár. Starfsfólk verksmiðjunnar er alls 50 manns, tveir vélstjórar og fjórir aðstoðarmenn. Véiar verksmiðjunnar eru frá Mysen í Osló. Togararnir Hannes ráðherra, Kári, Tryggvi gamli, Ólafur og Garðar landa hér í sumar afla sinn. Áætlað er að salta hér í sumar 15 þúaund tunnur. FRÉTTARITARI. fundi þess félags 9. marz 1935 með þessum breytingum: Almenn dagvinna yfir mánuð- ina júlí—ágúst—september sé kr. 1,30 og nýr liður sé tekinn upp í samningana, er hljóði svo: Þeir vinnuveitendur, sem hafa eigi 2/3 af verkamönnum sínum búsetta Siglfirðinga, séu þeir fá- aniegir, greiði kauptaxtann ó- breyttan. Vinnuveitendafélag Siglufjarð- ar samþykkir að greiða lágmarks- kauptaxta Verkakvennafélags Siglufjarðar, sem auglýstur var af félaginu 15. apríl 1935 með þessum breytingum, og falli til- svarandi liðir kauptaxtans niður. Fyrir að kverka og magadraga greiðist kr. 2,00. Fyrir að flaka og salta kr. 8 á hverja tunnu slldar. Enn fremur faifi ákvæði bauptaxtans í liðnum: Stúlkur, er heima eiga utan ^iglufjarðar o. s. frv., ráður, eii í hans stað komi yvohljóðandi ákvæði: Aðkomustúlkur skulu fá frítt „brakka“-pláss og ferðapeninga sem hér segir: Stúlkur, sem eiga heima í Reykjavík, Hafnarfirði eða ann- ars staðar á Suður- eða Suðvest- ur-landi, fái kr. 15,00 í ferða- peninga, Vestfjörðum eða Aust- fjörðum kr. 10,00, Akureyri eða annars staáar á Norðurlandi ut- an Siglufjarðar kr. 5,00, eða aðra ferðina fría. Vinnuveitendafélag Siglufjarðar samþykkir að greiða lágmarks- kauptaxta Bílstjórafélagsins ó- breyttan. Allur ágreiningur og skaðakröf- ur aðilja út af kaupdeilunni, hverju nafni sem nefnist, sé með samkomulagi þessu niður fallinn. Uppsagnarfrestur á kauptaxta- samkomulagi þessu sé 3 mánuðir, þó svo, að taxtinn gangi eigi úr gildi fyrir uppsögn á tímabilinu 1. maí til 1. nóvember árlega. Siglufirði, 17. júlí 1935. F. h. Vinnuveitendafélags Siglufjarðar. Þorsteinn Pétursson. Á. Bjarnason. Alfons Jónsson. F. h. Verkamannafélagsins Þróttur. Krlstján Sigurdsson. F. h. Verkakvennafélags Siglufjarðar. Jóníng Jónsdóttir. F. h. Bílstjórafélags Siglufjarðar. Þómrinn Hjálmarsson. Með þessum samningi hefir alt verkafólk á Siglufirði feng- ið töluverða kauphækkun. I fyrra var dagkaup verka- manna hjá þeim atvinnurek- endum, sem höfðu % Siglfirð- inga kr. 1,25, og hafa þeir því fengið 5 aura hækkun. Auk þess hafa verkamenn fengið 20 aura hækkun á allri yfirvinnu. Bílstjórarnir hafa fengið tímakaup sitt hækkað um 50 aura. Konur hafa fengið 1 krónu hækkun á tunnu fyrir að kverka Lára í„trance“ I Alþýðublaðinu á morgun birtist mynd af Láru, liinmn marg-umtalaða miðli hér í bænum. Sýnir myndin Láru í „trance“, og sést við hlið hennar einn af hinúm svo- kölluðu líkamningum. Mynd þessi mun ekki vekja minni athygli en þær greinar, sem birst hafa um andafundi frú Láru í Al- þýðublaðinu nú undanfarið, enda er hún meira sönnunar- gagn í málinu en flest ann- að, sem fram hefir komið. Fjðgnrra ðra styrkn- nm úthlntað til stúdenta. Nýlega hefir Mentamálaráð út- hlutað fjögurra ára styrknum til stúdenta, er ætla að stunda nám erlendis. Styrkurinn er 1200 kr. á ári! I fjögur ár. Þessir stúdentar hlutu styrkinn: Sveinn S. Einarsson til raf- magnsverkfræðináms. Björn Jóhannesson til náms í jarðvegsfræði. Hámundur Árnason til náms í efnafræði’. Jóhann Jóhannsson til náms í eðlisfræði. Tveir stúdentanna eru útskrif- aðir frá Mentaskólanum hér og tveir frá Mentaskólanum á Akur- eyri. Mýf leiðangnr til Qrænlands til jiess að rannsaka norð- nrfiugieiðina. Einkaskeyti til FÚ. KAUPMANNAHÖFN í gær. ■r^ N S K A flugfélagið Pan Amerikan Airways hefir ráðíð danskan flugmann til þes3 að fara ti! Grænlands svo fijótt, $em kostur er, og hefja þar rannsóknir um nothæfi flugleiðarinnar - milli Ameríku og Evrópu, með viðkomustöð- um á Grænlandi og íslandi. Samtímis þessum rannsóknum er ákveðið að amerískir sérfræð- ingar starfi einnig að rannsókn- um á þessari flugleið. Ráðgert er að setja upp tvær vetursetustöðvar á innlandsísn- um, aðra á austurströnd íssins í 2600 feta hæð, hina á jaðri skrið- jökuls, sem fellur í Dave Bay. Tuttugu grænlenzkir hundar Frh. á 4. síðu. og magadraga og auk þess tölu- verð hlunnindi fyrir aðkomu- stúlkur, sem ekki þektust áður. Fréttaritari. Einkennilegur fornaldaráhugi EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgun. T^TÝJAR fréttir af Ameríku- •LNI manninum, sem ætlar að fara ríðandi á fíl yfir Alpafjöll, telja það vafasamt, aÖ hann sé rit- höfundur, eins og sagt hefir verið í fyrri fréttum. Að minsta kosti er ómögulegt að hafa upp á nafni á einni einustu bók, sem hann hefir skrifað. Hann heitir ekki heldur Hall Burton, heldur Richard Hallibur- ton. Þettta er bersýnilega mjög ein- kenniiegur maður, hefir nóg af peningum og virðist hafa mjög mikinn áhuga fyrir fornaldar- sögu. Hann hefir áður synt yfir Dardanellasundið, hið fornfræga Hellespontos, milli Evrópu og Litlu-Asíu, og farið allar þær sjó- ferðir, sem kunnugt er að Odys- seus hafi farið til forna. STAMPEN. Eldsr í Tover. Krýaingargimst einar enskn hrúnnœnar i hœttn. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN í morgim. Á miðvikudaginn kviknaði í kjallara hins svonefnda Devereux- turns í Towerbyggingunni í London. Eldurinn orsakaðist af straumrofum. Byggingin, sem hefir að geyma hina frægu krýningargimsteina ensku krúnunnar, þar á meðal hinn risastóra Koohinorgimstein, var undir eins umkringd af her- mönnum til þess að hindra að hægt væri að koma nokkru af dýrgripunum undan. Hermönnunum tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið var komið á vettvang. STAMPEN. SamsærijJtúmenfi. Fazistnr vilfa reka*frti Lnpesen, fylgikonn Karls konnngs, úr landi. BUKAREST 18. júlí. F.B. A Ð undanförnu hefir leikið sá grunur á, að andstæð- ingar Karls konungs ætluðu að gera tilraun til að hef jast handa um að framfylgja betui; ýms- um kröfum, er þeir hafa gert, svo sem brottvísan Madame Lupescu, fylgikonu Karls kon- ungs, úr landi, en hún er af Gyðingaættum og ber á all- miklum undirróðri í garð Gyð- inga í -Rúmeníu um þessar mundir. Eru æsingar þessar og jafnvel ofsóknir runnar undan rótum fazista. Ymislegt, sem þótti benda til vaxadi ólgu í landinu, leiddi til þess að leynilögreglan gerði auknar ráðstafanir til þess að komast að hvað í bígerð væri. Einkum hafði hún augastað á forsprökkum nýs flokks, sem kallar sig: „Alt fyrir föður- landið“ og eru í honum ýmsir úr fazistafélögunum, sem voru leyst upp, „járn varðliðinu“ svo kallaða. Var í gærkveldi gerð hús- rannsókn í aðalbækistöð flokks KAROL KONUNGUR. þessa og fanst þar mikið af flugritum, sem flest fjalla um Karl konung og Mme. Lupescu og er þjóðin hvött til þess, í ritunum, að krefjast þess ein- róma, að konungur reki Mme. Lupescu úr landi eða fari frá völdum o. s. frv. Ennfremur hefir lögreglan fundið mikið af sprengiefni og þykir það benda til að flokk- urinn hafi hugsað sér að stofna til hermdarverka. (United Press). ítðlskn hermennirnif hrpja niðnr sðknm hitanna í Austur - Afrikn. Firamtíu ítalskar fjölskyldur flúnar frá Abessiníu. LONDON 17. júlí. F.U. r^iIMMTÍU ítalskar fjölskyld- ur, sem búsettar voru í Abessiníu, eru nú lagðar af stað heimleiðis til Italíu á tveirn skipum. Á sömu skipum Alþýðufiokkurinn er andvígur stefnuskrá Lioyd George. eru einnig fluttir heimleiðis sjúkir hermenu. Það er sagt, að 10—12 her- menn deyi nú á hverjum degi í Eritreu, en þar er sagður óþolandi hiti um þessar mundir. Fjölda margir hemenn veikj- ast daglega og hafa margir verið fluttir til strandar og eru nú á leið til Italíu. LONDON 17. júlí. F.B. 1Ð er nú talið líklegt, að Alþýðuflokkurinn brezki muni hafna tillögum David Lloyd George í viðreisnarmál- um. 1 tilkynningu frá útbreiðslu- málaskrifstofu flokksins segir, að tilögur D. L. George gangi ekki eins langt og búist hefði verið við. Þannig væri í ritlingi þeim, sem David Lloyd George hefði gefið út um viðreisnar- áætlun sína, ekki minst einu orði á nauðsyn þess, að ríkið ætti allar jarðeignir og hefði yfirstjórn þeirra með höndum. Því með því einu væri lagður traustur grundvöllur að réttri nýtingu landsins. Tilkynningin hefir vakið mikla eftirtekt, þar eð menn höfðu áður búist við, að um samvinnu mundi vera að ræða í næstu kosningum milli Davids Lloyd George og þeirra, sem honum fylgja að málum, og brezka Alþýðuflokksins, en nú er dregið mjög í efa, að svo verði. (United Press). Persar neita að taka npp klæðaburS Evrðpamanua. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN í morgun. RÁ SIMLA í Persíú er símað, að slegið h,afi í alvarlega bardaga milli hermanna stjórn- arinnar og alþýðufólks, sem hef- ir neitað að verði við þeirri skip- un stjórnarinnar, að taka upp klæðaburð Evrópumanna. STAMPEN. Ægilegar Gyðinga- ofsóknir í Berlín. OSLO í gærkveldi. (FB.) I gær hófust Gyðingaofsóknir í Berlín, og hiefir verið farið sví- virðilega með marga Gyðinga. Orsakirner eru taldar þær, að æs- ingaskrif hafa birzt í giarð Gyð- |nga í blöðunum að undanförnu, m. a. blöðum, sem talin eru mál- gögn stjórnarinnar. Etigin ihlitnn af háifn Japana í Abessiníomálnnnin. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgun. Samkvæmt símskeyti frá Róma- borg hefir sendiherra Jaþana þar í borginni heimsótt Mussolini og lýst því yfir fyrir hönd stjórnar sinnar, að Japan hafi ekki í hyggju að skifta sér neitt af deilu- málum ítaliu og Abessiníu. Sendiherrann sagði, að Japan hefði engra pólitískra hagsmuna að gæta í Abessiníu. STAMPEN. Rússneskir hvítliðar bjóða Mussolini þjónustu sína. BERLIN í gærkveldi. (FO.) Eftir því sem blöð í Jugo- Slavíu skýra frá, hefir fjöldi rúss- neskra landflóttamanna, aðal- lega fyrverandi liðsforingja í keisarahernum og svokallaðra „hvítiiða“ boðið Mussolini þjóu Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.