Alþýðublaðið - 09.08.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1935, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Til Mnreyrar Aíla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Frá Akureyri Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á bifreiðastóð Oddeyrar. Bffreið«stðð Stelndórs, íteykjavík. — Sími 1580. Gagnfræðaskélfnn í Reykjavík starfar eins og að undanförnu frá 1. okt til 1. maí. Námsgreinar í aðalskólanum eru þessar: Islenzka, danska, enska, þýzka, saga og félagsfræði, landafræði, náttúrufræði, eðlisfræði, heiisufræði, stærðfræði, bók- færsla, vélritun, teiknun, handavinna og leikfimi. Nemendum 3. bekkjar verður gefinn kostur á sér- kenslu í þeim námsgreinum, sem þarf til upptöku í 4. bekk Mentaskólans. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru: Fullnaðarpróf barna- fræðslunnar og 14 ára aldur. Nýir nemendur, sem óska að setjast í 2. eða 3. bekk, verða prófaðir 2. og 3. okt. EKKERT SKÓLAGJALD í aðalskólanum. Við kvöldskólann verður 25 kr. kenslugjald, sem greiðist fyrir fram. Námsgreinar: íslenzka, danska, enska og reikningur. Umsóknir séu komnar til mín fyrir 15. sept, og gef ég allar nánari upplýsingar. — Heima kl. 7—9 síðd. IngflBMaE’ Jónsson, Vitastíg 8 A. Sími 3763. Verður Abessiníumálið MussoJini að falli? Haim hefir þegar íyrirgert áliti sínu úti um heim með málinu. WASHINGTON í júlí. FB. i Sérfræðingar í alþjóðastjórn- málum í Washington eru margir þeirrar skoðunar, að Mussolini muni falla í áliti sem stjórn- málamaður um heim allan, ef til þess komi, að Italir leggi út í á- rásarstyrjöld gegn Abessiníu- mönnum. Og sumir þessara stjórnmálamanna hafa látið í ljós þá skoðun, að þeim mundi ekki koma á óvart, ef Mussolini sæi sig um hönd á „elleftu stundu“. Bandaríkjastjórn hefir ekki látið deilumál ítala og Abessin- íumanna til sín taka að ráði, að öðru leyti en því, að hún hefir heitið þjóðabandalaginu ,,mór- ölskum“ stuðningi til friðsam- legrar lausnar deilunni. Banda- ríkjastjórn dró á langinn að taka ákveðna stefnu í þessum rnálum, er Bandaríkjamenn gæti tekið afstöðu til fyrir for- göngu hennar. Hins vegar hafa amerískir stjórnmála- og hermálasérfræð- ingar ekki farið dult með skoð- anir sínar. Þeir hafa þegar í byrjun gert sér Ijóst hve mikl- ar stjórnmálalegar og hernað- arlegar áhættur fylgja þeirri stefnu, sem Mussolini hefir fylgt gagnvart Abessiníu. Sum- ir þeirra sérfræðinga, sem hér er um að ræða, telja að Musso- lini hafi komist í fremstu röð stjórnmálamanna heimsins, vegna þess hve vel hann hefir „haldið á spilunurn“ í Evrópu. Innanlands hefir hann unnið mörg stórvirki og áhrifa hans hefir mjög gætt í stjórnmálum nágrannaríkjanna sumra. Þau hafa orðið að taka tillit til Mus- solini. Meðal þessara ríkja eru Júgóslavía, Grikkland, Austur- ríki og Þýzkaland. En stjórn- málasigra sína hefir Mussolini unnið, þegar hann hefir sett upp „silkihanskana11, segja þessir sérfræðingar. Hann hefir ekki unnið sigra með því að steyta hnefann. Áhrifa Mussolini gætir nú frá Adríahafi til Rauðahafs. ítalía er nú mikið herveldi og þær þjóðir sem eiga lönd á þessu svæði, munu ekki ganga í ber- högg við ítali eins og ástatt er. En á þessu gæti orðið mikil breyting, ef til ófriðar kæmi í Afríku og herleiðangur ítala gengi ekki að óskum eða ef fjárhagur Italíu versnaði stór- um vegna langvinnrar styrjald- ar — en öllum ber saman um, að jafnvel þótt ítalir ynni sigur á Abessiníumönnum í styrjöld, yrði sá sigur dýrkeyptur. Og það er ófyrirsjáanlegt hver á- hrif langvinn styrjöld í Afríku mundi hafa meðal germanskra og slavneskra þjóða í Mið- Evrópu. Ýmsir sérfræðingar benda á hversu mikla erfiðleika er við að stríða, þegar Evrópuþjóðir eiga í styrjöldum í Afríku. Hernaðarleg æfintýri þar í álfu hafa reynst slyngum og dug- andi stjórnmálamönnum í Ev- rópu, er stóðu þar traustum fótum, háskaleg æfintýri. Þeir benda á ósigur Itala við Adua 1896 (í Abessiníu), en afleiðing- in varð m. a. sú, að hinn mik- ils metni ítalski stjórnmálamað- ur Crispi glataði stöðu sinni og áliti. Ósigrar Spánverja í Mar- okko urðu Primo de Rivera að falli fremur en flest annað. Og jafnvel þar, sem Evrópúþjóðirn- ar hafa haft sitt fram, í viður- eignum við Afríkuþjóðir og ný- lendubúa þar, hefir sigurinn orðið dýrkeyptur (Búastríðið). Og margir stjórnmálamenn telja, að það sé enginn vegur til þess að ítalir nái tilgangi sínum með því að herja á Abessiníu- menn, hafi þeir Breta á móti sér. En það er margt, sem bend- ir til, að Bretar vilji undir eng- um kringumstæðum láta Itali verða öllu ráðandi í Abessiniu. Þeir vilja að sjálfsögðu reyna að koma í veg fyrir styrjöld. En það verður engum getum að því leitt hvernig Bretar beita áhrif- um sínum, ef til styrjaldar kemur. — Það eru í rauninni aðeins hinir bjartsýnustu aðdá- endur Mussolini, sem trúa á það, að ítalir muni vinna sigur skjótlega á Abessiníumönnum — og að Þjóðabandalagið muni með ólund láta þá vaða uppi í Abessiníu eins og Japana í Austur-Afríku. En margir her- málasérfræðingar halda því ein- dregið fram, að það sé ekki unt að hafa full not af nútíma her- gögnum í Abessiníu. I f jallahér- uðum og sandauðnum Afríku, segja þeir, eru og verða riffill- inn og hnífurinn aðalvopnin. Það er eftirtektarvert, þegar rætt er um Abessiníudeiluna og Þjóðabandalagið, að meðal smá- þjóðanna, ekki síst í Suður- Ameríku, kemur fram mikill á- hugi fyrir því, að Þjóðabanda- lagið sé stutt til þess að leysa deiluna friðsamlega. Stjórn- málamenn Suður-Ameríkuríkj- anna í Washington hafa t. d. mikinn áhuga á því, að þetta mál verði ekki til þess að Þjóða- bandalagið verði óstarfhæft eða missi álit sitt. Þetta kemur til af því, að stjórnmálamenn smá- þjóðanna byggja miklar vonir á Þjóðabandalaginu, þ. e. að það geti verndað þær þjóðirnar sem minni máttar eru, fyrir ágengni hinna stærri og sterkari. Er þessi skoðun Suður-Ameríku stjórnmálamanna sérstaklega athugunarverð, vegna þess, að í ýmsum Suður-Ameríku ríkjum er f jöldi manna af ítölskum ætt- um og sagt hefir verið, að meiri hluti þeirra sé hlyntur hinni fas- istisku stefnu, en slíkar stefnur hafa ekki náð þeirri út- breiðslu að verða ráðandi suð- ur þar, eins og sjá má af skoð- unum og stefnu stjórnmálafull- trúa þeirra, sem hér var um get- ið. . Nú er þess að geta, að ef til styrjaldar kæmi, einkum, ef af- Trúlofunarhringana kaupa allir hjá Sigurþór, Hafnarstræti 4. leiðingin yrði víðtækari en svo, að aðeins Italir og Abessiníu- menn ættist við, mundi eftir- spurn eftir ýmiskonar fram- leiðslu Suður-Arneríkuþjóða aukast mjög mikið. En það er Bretland, sem hefir siglingaleið- irnar á valdi sínu. Það er ekki ólíklegt, að Suður-Ameríkuþjóð- irnar mundu sjá sér mestan hag í því, að fylgja þeirri stefnu, sem Bretar taka gagn- vart þátttakendunum í styrj- öldinni. Suður-Ameríkuþjóðirn- ar eða leiðtogar þeirra, hvað sem líður skoðunum fólks af ítölskum ættum þar, líta ekki eingöngu á stundarhagnaðinn, sem þeim gæti fallið í skaut, ef til styrjaldar kæmi. Ýmiskonar framleiðsla frá Afríku hefir gert Suður-Ameríkumönnujn erfitt fyrir að selja sína fram- leiðslu í Evrópu, t. d. kopar. Og Suður-Ameríkuþjóðirnar óttast að Abessinía í höndum Itala mundi leiða til þess, að þeim yrði í framtíðinni enn erfiðara fyrir að selja framleiðslu sína í Erópu. —• (Eftir Harry W. Frantz, fréttaritara United Press). ■' 1 ... ' Nýr undítkonnngur ð Indlandi. LONDON í gærkveldi. (FÚ.) Linlithgow greifi, en hann var forseti þingnefndar þeirrar, sem samdi skýrslu þá, er Indlands- lögin byggjast á, hefir verið skip- aður undirkonungur á Indlandi. Sýning á gRmlui í Miðbæjarbarnaskólanum. Opin daglega frá kl. 2—10. Aðgangur 1 kr. James Oliver Curwood: 44 Skógurinn logar. stóra Yorkbáta og sex ræðara á hvorum. Svo var lagt af stað þg haldið upp á nokkra. Klukkustundum saman stóð Davíð við gluggana til skiftis og horfði út. Og hann var næstum óttasleginn yfir því, sem hann sá að þeir fóru gegnum. Honum fanst þessi vatnaleið eins konar inngangur í forboðið land, óbygt og tröllslegt, land töfra og ef til vill dauða, girt frá þeim heimi, sem hann þekti. Áin þrengdist æ meir og skógurinn á bökkum hennar var svo þéttur, að skamt sást inn i hann. Lauf trjántna hékk í flækjum yfir ána og hálf- rökkur ríkti niður á vatninu, því að eigi naut þar sólar. Birtan iíkt- ist helzt tunglsskini á dökkri olíu. Ekkert hljóð heyrðist nema dimt og stöðugt áraglammið og gjálfur vatnsins á báíshliðunum. Mennirnir ræddu ekki sanian og hafi þeir gert það, hlutu þeir að hvísla. Enginn fuglakliður heyrðist úr landi. Einu sinni gekk Joe Clamart framhjá gluggunum, og var andlit hans kvíðið og ómilt eins og hann væri að fara gegnum djöfla-díki. En bráðlega var sú leið á enda. Sólin skein inn um gluggana, raddirnar fram á heyrðust aftur, hlátrar og gleðióp. Menn byrjuðu að syngja að nýju. Carrigan brosti líka. Skrítnir voru þeir, þessiD norðurbúar, hjátrúarfullir sem börn. Samt varð hann að viður- kenna, að sjálfur hann var ekki óttalaus. Fyrir sólsetur komu þeir til hans Batsese og Joe Clanrart og bundu hendur hans á bak aftur. Síðan var hann leiddur á land þg hann heyrði fossnið rétt hjá. Hann horfði á vinnu bátshafnarinnait í tvo tíma, við það að setja bátinn á sívölum birkihlunnum framhjá fossinum. Að því loknu var hann færður aftur í kaetuna og hendur haris leystar. Það kvöld gekk hann til hvílu við nið fossins. Á öðrum degi þaðan virtist svo sem þeir færi nú ekki lengurj eftir á, heldur mjóu vatni, og á þriðja degi komu þeir í f Jíu vatna landið og til rökkurs þræddu þeir um mjóa skurði, gegnum þétta skóga og lentu að lokum viö autt svæði á bakkanum; virtist þar hafa verið höggvin tré. Þar var mikill gauragangur, en það var of dimt til þess, að Davíð gæti áttað sig á, hvað um væri að vera. Margar raddir heyrðust og hundgá. Loks heyrði hann samtal utan við dyr sínar, þá var og lykli snúið í skránni og dýrnar opn- aðar. Fyrst sá hann þá Bateese og Joe Clamart, og þá sér til mik- illar undrunar Svarta Roger Audemard, sem brosti og bauð gott kvöld. ' Davíð gat ekki leynt undrun sipni. „Velkominn til Boulain-hallar,“ heilsaði Svarti Roger. „Þér eruð hissa? Jæja, ég er kominn sex klukkustundum á undan ykkur í litlum bát. Mér fanst ekki nema kurteislegt að ég væri kominn til að bjóða yður velkominn.“ Bateese og Joe Clamart glottu breitt að baki honum, komu svo inn báðir og Joe Clamart tók bakpoka Carrigans og varp á öxl sár. „Ef þér viljið gera svo vei og koma með, m’sieu —“ f Davíð fylgdi þeim og þegar þeir komu á land, gengu Joe Cla- mart, Bateese og einn til á eftir honum, þrír eða fjórir skuggalegir náungar á undan, en Svarti Roger við hlið hans. Ekki heyrðist nú meira samtal og hundgáin var hætt. Framundan var svartur vegg- ur, það var skógurinn, sem þeir gengíu í gegnum eftir mjórri götu, sem virtist vel troðin og mikið farin. Engin stjarna sást eða nokkurt ljós, nema einu sinni, þegar Joe Clamart kveikti í pí'pu sinni. Jafnvel Svarti Roger var þögull og Davíð fanst hann ekkert geta sagt. 1 Eftir svo sem mílu göngu tóku trén að gisna og brátt komu freir út úr skóginum. Nokkurn spöl þaðan var Boulain-höll. Það þóttist Davíð vita, áður en Svarti Roger sagði nokkuð. Það var auðséð á hinum mörgu upplýstu gluggum, sem lýstu út í myrkrið án þess að fyrir þá væri dregið. Hann gat ekki haft augun af þessum Ijós- um, þau gáfu hugmynd um hvílíkt geysihús var reist þarna í gniðj- um myrkviðnum. Svarti Roger hló glaðlega við hlið hans. „Þetta er heimili vort, m’sieu. Á morgun þegar bjart er orðið munuð þér sjá, að það er veglegasta höll í norðurvegi, alt gert úr sedrusviði, þar sem ekki er birki, og jafnvel' í frosti og 'fönn- um angar það af vori og gróðri.“ Davíð svaraði ekki og brátt sagði Audemard: „Aðeins á jólunum, nýjárinu, á afmælisdögum og í brúðkaups- veizlum er hún svo upplýjsjt- í kvöld er það yður til heiðurs, tn’sieu Dgvíð.“ Og hann hló góðlátlega. „Og þarna inni bíður einhver) sem verður feginn að sjá yður.“ Hjarta Davíðs tók kipp. Orð Svarta Rogers urðu ekki skilin nema á einn veg. Marie-Anne var komin á undan með manni sínum. Þegar þeir bjuggust til inngöngu í hina upplýstu höll, greindi Davíð ógreinilega fleiri hús í skugga skógarins, en í þeim sáust engin merki íbúa. Hann furðaði sig á því, hve alt var hljótt, hvergi raddir, hvergi hundgá, hvergi gengið um dyr né opnaðir gluggar. Hann sá svalir, sem náðu með endilangri hölliinni, og á þeim net til að halda mýbiti burtu og öðrum skordýrum, sem frýnast kynnu í Ijósin. Þarna upp gengu þeir upp breiðar birkitröppur, og þá voru beint framundan svo miklar og þungar dyr, að þær líktust helzt kastalabakhurð. Svarti Roger opnaði þær og þeir gengu inn í dauflýsta forstofu, þar sem höfuð feldra veiðidýra gláptu ofan af veggjunum. Þá bárust og léttir slaghörputónar að eyrum þeirra. Davíð leit á Svarta Roger. Hallarherrann brosti, hann vár hnakka- kertur og augu hans glóðu af stolti og gleði, þegar hann heyrði hljóðfærasláttinn. Hann sagði ekkert, en lagði hendina á handlegg Carrigans og leiddi hann í áttina t l hljóðfærasláttarins. Þeir Ba- teesé og Joe Clamart höfðu orðið eftir við inngang forstofunnar. Davíð gekk á loðfieldumj, Lveggjunum glampaði á fágaðan sedrus- við og birki. Þeir komu nú að lokuðum dyrum, sem Syarti Roger opnaði hljóðlega eins og hann væri hræddur um að trufla þann, sem lék á -hljóðfærið. Þeir gengu inn og Davíð stóð á öndinni af undrun. Þetta var stór salur, þrjátíu feta langur og litlu mjórri, prýðilega upplýstur^ angandi villiblómailmi, búinn furðulegustu þægindum- I öðrum endanum var arinn og yfir honum stóreflis elgshöfuð með augum úr gleri. Nú reis persónan við slaghörpuna á fætur og D-avíð brá illilega þegar hann sá, að það var ekki Marie-Anne. Þetta var grönn stúlka og fögur í hvftum kjól, lampaljósin skinu á gullið hár hennar. „Carmin," sagði Svarti Roger. Stúlkan við slaghörpuna snéri sér nú við og varð dálítið bylf við hina óvæntu rödd, og Davíð stóð nú augliti til auglitis við Carmin Fanchet. Aldrei hafði hann séð hana fegurri. Hún var engli lík í hinum mjallhvíta kjól, með gullglampandi hár og, stór og björt augu — og þegar hún ’ i á hann færðist bros yfir rauðar varir hennar. Uá, hún brosti til l,wis — stúlkan, sem vissi, að hann hafði flutt bróð- ur hennar í gálgann, konan, sem stolið hafði Svarta Roger frá annari konu. Hún þekti hann samt, það var hann viss um, þekti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.