Alþýðublaðið - 22.08.1935, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 22.08.1935, Qupperneq 2
FIMTUD'AGINN 22. ágúst 1035. ALÞYÐUBLAÐIÐ Njésnari Hitlers eða Stalins? Þýzki nlósnarinn Franz Gllenke segir frá æfintýrum sinnm. VAR Franz Glienke njósnari fyrir Nazista? Eða var hann njósnari „fyrir rússnesku leynilögregluna ? Hvaða svar gefa lesendurnir við þessum spurningum, eftir að þeir hafa lesið eigin frásögn Glienkes um hið æfintýraríka líf sitt? Frásögn Glienkes byrjar á götuvígum Hamborgar 1918. Skýrt er frá dvöl hans í útlendingahersveitinm í Afríku. En þaðan fer hann með lesandann inn í innstu fylgsni hinnar pólitísku þýsku leynilögreglu og hinnar rússnesku GPU. Greinar Glienkes, sem birtast hér í blaðinu gefa einstætt tækifæri til að kynúast hinum myrkustu skúmaskotum Evrópu nútímans. III í rússnesku sendiherraskrifstof- unni. VEIM dögum síðar er ég kominn til Stokkhólms. Ég sný mér strax til rússnesku sendiherraskrifstofunnar og bið um viðtal við sendiherrann, frú Kollontay. Hún er á ferðalagi. Ég faj í þess stað að tala við um- boðsmann hans, eftir að ég hefi sannað fyrir sendisveitarritaranum að ég sé meðlimur í jKommúnista- flokki Þýzkalands. Umboðsmaðurinn er lítill mað- ur, og hann hlustar á frásögn mína með mikilli athygli. Ég sýni honum, auk meðlimsskírteinis míns heiðursskrrteini tii Rauðu hjálparinnar í Rússlandi og myndir af mér á ýmsum stöðum í Moskva. I stuttu máli skýri ég honum frá stjórnmálastarfi mínu, segi honum frá spurningunum 8 og sýni honum að lokum kort það, sem Tunze gaf mér um að ég væri starfsmaður Gestapo. — Spurningu hans um það, hvort ég geti nefnt nöfn nokkurra manna í Moskva, sem þekki mig, svara ég með því að nefna nöfn og heimilisföng félaganna Gernin, Dietrich og Bela Illes. Umboðsmaður sendiherrans lofar mér, að hann skuli síma réttum hlutaðeigendum í Moskva og spyrjast fyrir um leyfi fyrir mig til að ferðast um landið- Réttir hlutaðeigendur eru GPU. Dag eftir dag spyr ég á skrif- stofunni um það, hvort komið sé svar frá Moskva, en svarið er alt af það sania, ekkert svar. Það minkar óðum í buddunni minni. Ég hafði ekki reiknað með því að þurfa að dvelja dögum saman í Stokkhólmi. Ég hafði gert þá áætlun, að með því að selja ritvélina mína og nokkra aðra smáhluti gæti ég komist bagalaust til Rússlands. Loksins tilkynnir umboðsmað- urinn mér, að svar sé komið frá réttum hlutaðeigendum. Ég á að fara til Moskva eins fljótt og ég mögulega get. Ég útfylli þrjú spurnareyðublöð, skil eftir passa- •mynd mína og fæ ferðabréf inn í Sovét-Rússland. Ég verð sóttur á járnbrautarstöðina í Vloskva, ég á að eins að spyrja eftir félaga Meier. Nú eru góð ráð dýr. I budduna mína er komin svo mikil fjara, að ég get að eins greitt hótelreikn- inginn minn. Heller hafði gefið mér heimilisfang og sagt, að þangað gæti ég snúið mér, ef eitthvað óvænt bæri við. Ég sima til þessarar adressu og bið um peninga „vegna Piek-málsins", og svo bíð ég. Næsta dag er ekkert svar kom- ið, og skipið á að fara þá um kvöldið. Ég get enga peninga fengið hjá sendiherraskrifstofunni. Þeir segjast ekki vita hvern þeir eigi að rukka um þá, þegar þar að komi. Sjáið til, segir umboðsmaður- inn, við erum í miklum vand- ræðum með gjaldeyrinn. Ég veit ekki hvað við eigum að taka til bragðs. Viljið þér ekki reyna hjá Rauðu hjálpinni? Ég fer til Rauðu hjálparinnar. Þegar ég hefi sýnt þar ferðabréf mitt til Rússlands, fæ ég 10 krón- ur; meira segjast þeir ekki geta tótið. Svo sný ég mér til þýzku sendiherraskrifstofunnar og segi mínar farir ekki sléttar. Sendi- herrann símar tafarlaust til Ber- línar og eftir rúman klukkutíma fæ ég skeyti þaðan: Farið strax til sendiherraskrifstofunnar og sækið þangað peninga. Þegar ég sýni skeytið á sendi- herraskrifstofunni, fæ ég 50 krón- ur, og sama kvöld legg ég af stað um Ábo til Moskva. . Þegar ég kem á járnbraular- stöðina í Moskva býst ég við að tekið verði á móti mér af fé- laga Meier. En þrátt fyrir meira en klukkustundar bið kemur eng- inn „félagi Meier", og ég legg af stað upp á ritstjórn „Pravda" og þaðan tii skrifstofuhúss Komin- terns. Ég segi húsverðinunt nafn mitt og óska eftir samtali við félaga Cernin. Nokkru síðar fæ ég að tala við hann. Hjá G. P. U. Ég skýri frá tilganginum með ferð minni. Rek viðtal mitt við dr. Diehl orði til orðs, segi frá samtali mínu við Heller og legg öll kortin á borðið, samtímis því, sem ég bið G’ernin um að útvega mér samband við GPU. Cernin spyr mig, hvort ég hafi talað við nokkurn mann í Moskva um starf mitt. Ég neita því á- kveðið og hann svarar, að það sé ágætt. Eftir að ég hafði beöið þarna í hálftíma, fæ ég samband við GPU. Við förum út úr herberginu og höldum upp á fjórðu hæð. Þar hitttum við tvo gamla rússneska félaga, sem Cernin segir eitthvað við á rússnesku, en svo segir hann mér að segja alla sögu mína frá byrjun og það geri ég enn einu sinnf. Annar þessara Rússa er breiður og föngulegur maður. Hann minn- ir mest á Ukrainebúa. Hann horf- ir lengi rannsakandi á mig. Hinn er gerólíkur þeim fyrsta. Hann er aldraður, hefir hvítt hár og skegg. Mér finst eins og hann hljóti að vera lifandi (eftirmynd hins látna þýzka verkalýðsfor- ingja August Bebels. Hann ejr grannur og í bláum kamgarnsföt- um. Er ég segi sögu mína gleymi ég ekki .að segja frá því, að fé- lagi Meier hafi ekki sótt mig á járnbrautarstöðina. Þeir hlusta á mig af mikilli at- hygli. Oft grípa þeir fram í fyrir mér og láta mig útskýra einstök atriði. Loksins er ég búinn með sögu mína. Hvaða ákvörðun ætli þeir taki nú? Ég veit enn alls ekki hvort félögunum líkefr ákvörðun min um fið ganga í þjónustu Gestapo. Ég spyr þá báða mjög ákveðið um þetta atriði, því að það er aðalat- riðið fyrir mig sem kommúnista. Ef þeir álíta að ég hafi gert rétt, getur málið gengið sinn veg, en hafi ég rangt gert verð ég nú að hlýta þéim dómi, sem GPU kveð- ur upp yfir mér. Sá herðabreiði hristir höfuðið og segir: — Reynsla okkar er sú, að þeg- ar einhver félaganna hefir reynt að fá að vita eitthvað með því að setja sig í samband við lög- regluna, þá hefir það verið lög- reglan, en ekki hann, sem hefir grætt á því. Félagarnir urðu svik- árar og gátu ekki annað. Og það voru ekki alt af verstu félagarnir, sem lentu í þessur heldur jafnvel oft á tíðum þeir hugrökkustu og beztu. Hvað viðvíkur þínu máli, þá er þar nokkuð öðru máli að gegna. Það eru mjög mikil með- mæli með þér, að þú fórst undir eins til rússnesku sendisveitarinn- pr í Stokkhólmi og síðan er þú komst hingað beint til félaga Cer-, nin. Þittt mál getur orðið stórmál og mjög þýðingarmikið fyrir okk- ur. Við þessi orð er eins og þung- um steini sé velt frá hjarta mínu. Ég hafði gert rétt. Starf mitt getur orðið til gagns fyrir hreyfinguna! Ég hefi aldrei á æfi minni mikl- þst í hjarta mínu, en ég get ekki neitað því, að á þessu augnabliki var eins og í gegnuin æðar mínar streymdi nýtt blóð, sein yki mér þor og efldi mig að nýjum lífs- krafti. Hinn herðabreiði tekur aftur til máls. Hann segir að einn félag- anna, sem hafi mikla reynslu í svona málum, muni taka mig að sér og tala nánar við mig. Svo bendir hann á eldri félagann. Samtalinu er lokið. Ég og Cernin snúum aftur niður í vinnustofu hgns. Ég er mjög hræúður og ég spyr Cernin hvort þetta hafi verið mjög háttsettir félagar, sem ég hafði talað við. — Þeir eru ekki aðeins háttsett- ir trúnaðarmenn GPU, heldur mjög háttsettir menn i opinberu iífi, svarar hann. Við tölum dálítið saman enn. Cernin segir mér það mjög á- kveðið, að það sé mjög nauðsyn- legt, að sem allra fæstir fái að vita, að ég sé í Moskva. Meðan við erum að tala saman hringir síminn. Annar ■ GPU-maðurinn vill fá að tala við mig. Cernin fylgir mér út á ganginn og þar er þá hinn fyrir. Saman göngum við út úr húsi Kominterns. Við förum í bíl og stefnum til Rauða torgsins. Á leiðinni spyr félaginn mig að því aftur, hvern- ig á því standi, að ég hafi ekki hittt félaga Meier á járnbrautar- stöðinni. Þegar við erum næstum því komnir að Hotel Metropol, stanzar billinn. Þar hittum við mann í skinnjakka. Þetta er fé- lagi Meier, segir félagi minn. Hann mun sjá um alt þínu máli viðvíkjandi. — Hvar býrðu? er fyrsta spurn- i ing Meiers, og þegar ég segi hon- | um að. ég hafi fyrst komið til borgarinniar í morgun og hafi enn ekki fengið neitt herbergi, segir Meier: [ — Þar er skýringin á öllu sant- | an, ég bjóst við þér fyrir tveim- ur dögum og hefi leitað þín á , öllum hótelum: í Moskva. Félagi Meier kemur mér nú fyr- J ir á Hotel Evropa. Síðar verð ég j að segja honum alla sögu mína. Stórkosttegum vopnabirgðum er smyglað til Abessiníu, þrátt fyrir allt vopnasöiubann. ÆfintýraiuenB& og braskarar frá ðilum iðsd- nm taka pátt í vopnaflntnÍEignnnm. PARIS í ágúst. (FB.) Meðan stjórnmálamenn Evrópu reyna að finna einhver ráð til þess að koma til leiðar, að styrj- öld milli ítala og Abessiníumanna verði afstýrt, flytja Italir herlið og hergögn til nýlendna sinna af hinu mesta kappi og hraða öllum undirbúningi undir styrjöldina sem mest þeir mega. Abessiníumenn standa ólíkt ver að vígi. Þeir eiga ekki land að sjó. Aðeins ein járnbraut er í land- inu og hún er eign Frakka. Mikið) af hergögnum til Abessiniumanna hefir að vísu verið flutt þessa leið, en aðstaða þeirra til þess þð ná í skotfæri er á allan hátt rniklu erfiðari en ítala, að því sleptu, að ýmsar þjóðir hafa bann- að útflutning vopna til Abessiníu. En það er opinbert leyndarmál, að miklum hergagnabirgðum er smyglað inn í landið, þrátt fyrir ótal erfiðleika, sem við er að stríða. Æfintýramenn hvers kon- ar, uppgjafasmyglarar og alls konar lýður hefir fengið þarna nýja og gróðavænlega atvinnu- grein, og þeir eru margir hinir hreyknustu af því ,að geta hjálp- að Abessiníumönnum á þennan hátt. Haile Selassie hefir hálfa millj- ón manna reiðubúna til þess að berjast móti ítölum, og takisthon- um að ná í nóg vopn og skot- færi, getur hann sent 900 000 menn móti hinum ítalska her, sem hann býst við að geri innrás í landið til þess að svifta það sjálfstæði. Abessiníumenn vantar flugvél- ar, skriðdreka, fleiri vélbyssur o. m. fl., sem óhjákvæmilegt er að nota í nútímahernaði. Haile Se- lassie hefir sent fulltrúa til vopna- verksmiðja og flugvélaverksmiðja í ýmsum löndum og leitað fyrir sér um aðstoð. Þeim hefir gengið erfiðiega, þar sem bannað hefir verið að flytja út hergögn. Þeir hafa boðið gull — gullsand úr námum síns auðuga lands — fyrir hergögn. Og þrátt fyrir allar neit- anir og erfiðleika hefir þeim orð- ið talsvert ágengt. Vopn og skot- færi eru nú flutt í störum stíl til Abessiníu með leynd. Skip hlað- in vopnum og skotfærum frá ýms- um höfnum Evrópu hafa farið um Suezskurðinn til stranda A- fríku, til franska Somalilands og brezka Somalilands með „vörur" til Abessiníumanna, en „vörurnar" hafa oft verið hergögn. En auk þess hafa smyglararnir verið á feröinni með sín skip, Armeníumenn, Þjóðverjar, Grikk- dr o. s. frv. I smáskútum sinurn hafa þeir flutt vopn og skotfæri til óþektra staða, þar sem menn í þjónustu Abessiníustjórnar koma þeim áleiðis, yfir sandauðnir og fjöll og klungur. Hergagnabirgðirnar eru fluttar á úlföldum eða þær eru bornar á bakinu óravegu. Það er ótrúlegt hvað Abessiníumenn geta lagt á sig í þessum ferðum, en þeir. kvarta ekki. Sjálfstæði lands jþeirra er í hættu. Smyglarnir hafa — Þessi átta spurningarmerki þín eru til reynslu, en sestu nú við og skrifaðu mér skýrslu um alt málið. Að því loknu get ég tekið mínar ákvarðanir. Og hann bætir því við að bezt sé, að ég fari ekkert út í næstu átta daga. Þegar hann fer réttir hann mér 200 rúblur, sem ég á að greiða fyrir mig á hótelinu. (Næst: GPU fær Glienke verk- efni að vinna í Þýzkalandi.) leigt ónotuð flutningaskip, lysti- snekkjur, fiskiskútur, — alt er notað, sem notað verður. Hvarvetna eru sendimenn Abes- ^iníukeisara, í Arabíu, Egiptalandi og víðar, og alls staðar njóta þeir aðstoðar þjóðflokkannja í þessum löndum. Þeim verður vel ágengt. Heimurinn hefir samúð með Abes- siníu, en mestrar samúðar njóta þeir hjá öðrum skyldum þjóðum og þjóðflokkumi í Afríku og Asíu. Vopnin og skotfærin eru smygluð inn frá Sudan og Egiptalandi. Abessiníuher hefir tiltölulega fá- um mönnum á að skipa, sem kunna að fara með vélbyssur, en þeir eru allir ágætar riffilskyttur. Þegar styrjöldin hefst má bú- ast við, að Haile Selassie hafi 500 000 menn reiðubúna, en Italir 400 000, þar af um 100 000 inn- fædda hermenn frá Eritreu og ítalska Somalilandi, sem eru æfð- úr í að fara með vélbyssur, hand- sprengjur o. s. frv. Én Abessiníu- menn bíða ekki ósigur — ef þeir þá bíða ósigur — vegna þess, að þeir hafi lélegri hermenn. Italir sigra þá ekki, að áliti margra sér- fróðra manna, nema með flug- vélaárásum og eiturgasi, en það er jafnvel dregið í efa, að hvaða' notum slíkt komi í hernaði í A- bessiníu. En svo er hin mikla spurning, sem aðeins er ósvarað: Komi til styrjaldar — eigast A- bessiníumenn og Italir við einir — eða flækjast fleiri þjóðir inn í styrjöldina? (Or frétttabréfi Richards D. Mc- Millans, fréttar. UP.) Skip sigiir á hval og sihidnr af taon- nm haasinii! Einkaskeyti til FÚ. LONDON í gærkveldi. Farþegar á skipinu „Duchess of York", sem kom til Liverpool i dag frá Montreal, liöfðu frá ó- venjulegu atviki að segja. Á miðju Atlantshafi rendi skipið inn í fimmtíu feta langan hval, og festist hann á stefni skipsins. Trésmið skipsins, sem var undir þiljum, heyrðist vera lamið á stefnið með heljar krafti, ogsendi hann þegar boð um það til skip- stjórans, og var vélin stöðvuð. Sást þá hvalurinn fastur á stefn- inu. Ekki var hægt að losa skipið við hvalinn, fyr en vélin var sett í gang aftur á bak. Hafði skipið VKKKIFÍI þiUINM Barnasokkar í öllum stærðum frá 1,55 par. Hosur, Hálfsokkar og Sportsokkar. Silkisokkar í miklu úrvali. Verzl. „Dyngja“. Höfum fengið svört efni í Peysufatasvuntur. Afarmikið úrval af allskonar svuntu og upphlutsskyrtuefnum, t. d. ljós Georgette á 11,25 í settið, sér- lega falleg. Verzl. „Dyngja“. Millipils við peysuföt altaf fyrirliggjandi. Verz!. „Dyngja“. Prjónasilkið í peysuföt er komið aftur. Einnig ekta silki í peysuföt, aðeins 64,75 í fötin. Spegilflöjel í peysuföt frá 57,50 í fötin. ,Verzl. „Dyngja“. Afarmikið úrval af einlitum krepe de chine í kjóla og blúss- ur, frá 2,75 mtr. — Verzl. „Dyngja“. Bálfarafélag Islands. Innritun nýrra félaga í Bókaverzlun Snsebjarnar J ónssonar. Árgjald kr. 3.00 Æfitillag kr. 25,00. Gerist félagar. REGNHLIFAR teknar til viðgerð- ar á Laufásveg 4. Málaflutningur. Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson, hæstaréttarmálafkn. Ásgeir Guðmundsson, cand. jur. Austurstræti 1. Innheimta. Fasteignasala. NÝÍB KAUPENDUR FÁ ALÞYÐUBkAÐIÐ ÓKEYPIS til næstu mánaðamóta. ♦ Kaupið bezta fréttablaðið. þá sniðið hausinn af hvalnum, og sáu farþegar hann hverfa í djúp hafsins. :ÍME:JIÍIS1mBIBÍSWÍÍIí1ÍÍÍÍ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.