Alþýðublaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 1
Að vinna fyrir nútímann er gott. Að vinna fyrir eftirkomend- urna er betra. Hvort tveggja þetta gerirðu ef þú ert starfandi kraftur í Kaupfélagi Keykjavíkur. RirSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XVI. ARGANGUR. FÖSTUDAGINN 23. ágúst 1935. 214. TÖLUBLAÐ Nýir kaupendur fá ALÞÝÐUBLAÐIÐ ókeypis til næstu mánaðamóta. ler heim i himdraðateii «m helgina. ^nna iReykSk Hvaða ráðstafanir gerir bæjaiv stjérn til að greiða fyrir pvi? U JÖLDI fólks býst nú til heimferðar frá Siglufirði og Iiefir pantað farmiða með skipum, sem fara þaðan um helgina. Það fólk, sem ætlaði að fara um síðustu helgi en hætti þá við er nú aftur orðið órólegt og fer með næstu skipum, nema því meiri síld komi. Óðinn fór í morgun með 60 manns til Akureyrar og Dalvík- ur og fer aftur í fyrramálið með fólk til Siglufjarðar og Húna- flóa. Gullfoss fer annað kvöld frá Siglufirði með fólk til ísafjarð- ar og Reykjavíkur og kemur einnig við í mynni Patreksf jarð- ar með fólk þangað. Fjöldi fólks hefir þegar pant- að far með þessum skipum. Með Esju 27. þ. m. er búist við að fólk fari til Austfjarða. Síld veður grunt á Húnaf lóa, Venus fær 300 tunnur. Logn og blíða var á Siglufirði i morgun, en engin síld kom pang- að í nótt. Rétt fyrir hádegið í dag kom þó skeyti til Siglufjarðar um að Venus væri á leiðinni með 300 tunnur, sem hún hefði fengið vestur á Húnaflóa. Skeyti frá síldarskipunum í rnorgun sögðu, að mörg þeirra hefðu séð síld vaða vestur á Húnaflóa, en hún var svo grunt, að ekki var hægt að kasta fyrir hana. Meistaramót í. S. I. í frjálsum ípróttum, 44 keppendur frá 6 íþrótta- félögum. Nokkur skip höfðu þó fengið slatta af síld, en ekki svo mikið, að þau kæmu inn með hana. Fulltrúaa* Alpýðn- f lokksius i bæfar* ráði leffgja fram tiilogur ®im ráð- stafanir af hálfu bæfarins til hfálp ar silðarvinnU" féibi. Þar, sem búast má við því, að síldarfólk f ari að koma hing- að í bæinn í stórum stíl þá og þegar munu fulltrúar Alþýðu- flokksins í bæjarráði hreyfa því á fundi bæjarráðsins í dag, að athugað verði á hvern hátt verði best greitt fyrir þessu fólki af hálfu bæjarstjórnar. Munu þeir Stefán Jóh. Ste- fánsson og Jón Axel Pétursson bera fram tillögu um, að skipuð verði 5 manna nefnd til að und- irbúa tillögur um þetta mál. Nœsta mót noiv árið 1939 Einkaskeyti til FÚ. KAUPMANNAHÖFN, 22/8. Á hjúkrunarkvennamótinu í Kaupmannahöfn var samþykt að halda næsta mót norrænna hjúkrunarkvenna í Reykjavík árið 1939, og var formaður ís- lenzka hjúkrunarkvennafélags- ins, frú Sigríður Eiríksdóttir, kjörin á fundinum til að vera formaður Norræna hjúkrunar- kvennasambandsins næstu fjögur ár. Fundur sálsýkislækna hófst í Stokkhóími í gær. Fundur sálsýkislækna hófst í dag í Stokkhólmi. Meðal þeirra, sem þar halda fyrirlestra er dr. Helgi Tómasson á Kleppi. Fjalla Epindor verðor leikinn í hanst i Noregi Einkaskeyti til FÚ. KAUPMANNAHÖFN,22/8. Leikrit Jóhanns Sigurjóns- sonar, Fjalla-Eyvindur, verður leikið í haust í Norske Teatret í Oslo. Frumsýningin verður ein- hverntíma í september. Námssamningi slitið með dómi vegna þess að meistari kallaði nemandann idiot og eskimóa og lét hann haf a ofiangan vinnutíma Þ Meistaramót 1. S. S. í fr'jálsúm íþróttum hefst á Iþróttavellinum á morgun kl. 5,45 síðdegis. Keppendur veröa 44 frá 6 fé- lögum, meðal annars frá Vest- mannaeyjum, Hafnarfirði og Borgarfirði. Auk þess sendir Ár- mann, K. R. og í. R. beztu menn sína á mótið. Kept verður annað kvöld í þessum grein'um: 100 metiia hlmpi, 9 keppendur, spjótkasti, 6 keppendur, 800 metiji hlaupit, 6 keppendur, prístökki, 4 keppend- ur, krinylukasti, 6 keppendur, 5000 metna hlaupi, 6 keppendur, 4x100 metra bodhlaupi, 5 sveitir keppa. Orvalsíþróttamenn takia þátt í mótinu, og má vænta bezta ár- angurs. Má nefna t. d. borgfirzka hlaupagarpinn Gísla Albertsson, Sigurð Sigurðsson, hinn efnilega stökkmann frá Vestmannaeyjum, Daníel Loftsson og bræðurna Hafstein og Júlíus Snorrasyni frá Vestmannaeyjuni, Hallstein Hin- riksson frá Hafnarfirði, auk Reyk- víkinganna, Garðars Gislasonax, Sveins Ingvarssonar, Sverris Jó- hannessomar, Karls Vilmundarson- ar og Gísla Kærnestied. AÐ er alkunna að hér í bæn- um hefir það lengi viðgeng- ist, að meistarar, sem hafa tek- ið pilta til náms, hafa kornið fram við þá eins og þeir væru á- nauðugir þrælar þeirra. Piltarnir hafa svo að segja eng- in réttindi haft og orðið að þola það möglunarlaust, að vera settir skör lægra en allir aðrir vinn- andi nienn. Þeir hafa oft orðið að vinna yfirvinnu, án sérstakrar aukagreiðslu og steinþegja, þó að þeir væru svívirtir með hinum verstu ókvæðisorðum fyrir hvert handtak, sem þeir hafa gert. Þetta ástand hefir viðgengist hjá mörgum meisturum, bæði . vegna vanþekkingar piltanna og aðstandenda þeirra, og eins vegna hræðslunnar við atvinn'uleysið. Sem betur fer, er nú smátt og smátt að verða breyting á þessu. Má það fyrst og frernst þakka sveinafélögunum, sem í mörgum iðnaðargreinum hafa nokkuð eft- irlit með kjörum nemanna, og eins hiefir löggjöfin breyzt og skapað nemunum meiri rétt en þeir áður höfðu. Auk þess hefir þekking nemanna sjálfra á að- stöðu sinni vaxið mikið og sjálf- stæðishvöt þeirra sömuleiðis við vaxandi alþýðusamtök og völd þeirra. r Fyrir nokkru hljóp einn nemi hér í bænum frá meistara síh'um, og krafðist meistarinn samstundis af lögreglustjóra, að. hann sæi urn að neminn yrði fluttur til hans, þar sem hann hefði hlaupið að ástæðulausu úr náminu. Þessari kröfu svaraði neminn toeð ásökunuml í jgarð meistarans, og fékk gerðardómur, sem heim- ilt er samkvæmt •nemendalögun- m að set'ja í svona málum, mál- ið til meðferðar. Ragnar-Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra, var oddamiaður gerð- ardómsins. Pilturinn tilnefndi Stefán Jóhann Stefánsson, en meistarinn F. A. Kerff bakara- meistara. Við vitnisburð hafði það komið í ljós, að meistari hafði m. a. kallað nemandann idiot, eskimóa, afkomanda eskimóa o. s. frv. En auk þess hafði hann látið nemann vinna eftirvinnu og helgidagavinnu. (Frh. á 4. síðu.) ÚTI FYRIR DOWNING STREET 10. Baaiar Þjóðabaodalagið Italín að helja strið gegn Abessiníu fyrr en eítir prfa mánnði? England firamfylgir Þlóðabandalagssátt-málannin til þess ýtrasta ElNKASKEYTl TIL ALPÝÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgun. A LLUR heimurlim beið í gær í spemitri eftir- væntingu fréttanna írá Downing Street 10 í Lon- don, þar sem enska ráðu- neytið var saman komið til þess að taka afstöðu ti! þeirra viðburða, sem gerð- ust á þríveldaráðstefnunni í París og ákvarðanir um framtíðarafstöðu Eng- lands. Alment eru menn þeirrar skoðunar, að það sé undir ákvörðunum þessa fundar komið, hvort ný heimsstyrjöld brýzt út í nánustu framtíð eða ekki. Hin opinbera yfirlýsing, sem gefin var út að fundinum lokn- um, segir mjög lítið um það, hvaða ákvarðanir hafi verið teknar. Þó leynir það sér ekki á orðalagi hennar, að England er ákveðið í því, að fylgja fast fram orðum og anda Þjóða- bandalagssáttmálans í Abessin- íumálinu. Það mun gera kröfu til þess, að Þjóðabandalagið leggi blátt bann við því, að ítalía fari með ófriði á hendur Abessiníu, fyrr en allar samningaleiðir hafa reynst ófærar. Ennfremur, að þSð banni Italíu, einnig eftir það, að hefja árás á hendur Abessiníu nema að undangeng- inni opinberri stríðsyfirlýsingu með þriggja mánaða fyrirvara, eins og Þjóðabandalagssáttmál- inn til skilur. Það virðist koma mjög flatt upp á Mussolini, hve fast Eng- land sækir það, að Þjóðabanda- lagið geri rétt sinn og skyldur gildandi í þessu máli. Frakkland er auðsjáanlega enn á báðum áttum, hvorn að- ilann það eigi að styðja á fundi Þjóðabandalagsráðsins. Þó virð- ist svo, að það muni verða of- an á, að fylgja kröfum Eng- lands. STAMPEN. Spfritns tli apötekanna er smyglað inn undir fðtskum vöruheitum. ÞAÐ hefir orðið uppvíst, að tveim apotekum hér á landi hefir verið sendur spíritus frá Danmörku undir fölskum vöru- heitum. Eigendur þessara apóteka eru Scheving Thorsteinsson, eigandi Reykj-avíkur Apóteks, og Ole Bang, lyfsali á Sauðárkróki. Scheving Thorsteinsson var fyr- ir nokkru kærður fyrir slíkan inn- flutning. Hafði hann fengið lyfja- sendingu, sem kölluð var á fak- túru og íláti „Tinctura Auranti", en tollþjónunum þótti hún grun- sanileg, og var sendingin fengin Efnarannsóknarstofu ríkisins til rannsóknar, sem kornst að raun urn að þetta var 96 gráðu spíri- tus. 12. julí sl. tók tollvörðurinn á Akureyri brúsa úr Lagarfossi, og átti brúsinn að fara til Ole Bang lyfsala á Sauðárkróki. Á faktúru var þessi vara kölluð efni í brjóstdropa, en við rannsókn 5com\ í ljós, að í brúsanum voru 50—60 lítrar af spíritus. Lögréglunni hér hefir verið sent málið á hendur Sch. Thorsteins- son til rannsóknar. Sendandi beggja þessara send- inga er firroað „Nordisk Droge“ í Kaupmannahöfn, en umboðs- maður þess hér er Svend A. Johansen umboðssali. England leyfir fyrst um siim engan vopnaflutning til Abessiníu LONDON, 23. ágúst. F.B. Það hefur vakið eigi all litla undrun í Bretlandi, að brezka stjórnin hefur, á fundi þeim, sem hún hélt í gær, ákveðið að halda uppi fyrst um sinn banni því, sem lagt hefur verið á út- flutning vopna og skotfæra frá Stóra-Bretlandi bæði til ítalíu og Abessiníu. Er almennt litið svo á, að þetta eigi að vera vinahót í garð ítalíu, rétt á meðan Þríveldasambandið láti stjórnmálamenn sína gera eina atrennu enn að því, að koma á samkomulagi í Abessiníudeil- unni. Á sama fundi samþykkti brezka stjórnin það enn á ný, að kvika hvergi frá þeim ásetn- ingi sínum, að halda Þjóða- bandalagssáttmálanum fast til streitu og að halda uppi eins nánu sambandi við frakknesku stjórnina um Abessiníumálið eins og frekast væri unt, uns Þjóðabandalagsráðið kæmi sam- an til fundar. Á fundinum var og útrætt um þau þrautaráð er grípa skyldi til í máíinu og jafnframt var sir Samuel Hoare falið að gera all- ar ráðstafanir viðvíkjandi sam- komulagstilraunum, enda var ekki ákveðinn neinn nýr stjórn- arfundur áður en Þjóðabanda- lagsráðið kæmi saman til fund- ar. Eiisku ráðherrarnir fóru aftur í sumarfrí. Að loknum stjórnarfundi fór Stanley Baldwin forsætisráð- herra til baðstaðarins Aix les Bains á Suðaustur Frakklandi og MacDonald lagði um leið af stað til Skotlands, en aðrir ráð- herrar fóru aftur í sumarleyfi sitt, sem þeir vegna fundarins höfðu orðið að hverfa heim úr. Sir Samuel Hoare en einn eft- ir af ráðherrunum, og hefst hann við svo skamt frá London, að hann á auðvelt með að vera í stöðugu og nánu sambandi við utanríkismálaráðuneytið brezka Íi'ítiir hafa í hótunum við Þjóðahandalagið. LONDON í gærkveldi. (FÚ.) í „Popolo d’ Italia“ í dag er brug'öiö upp hræðilegri mynd af þeim afleiðingum, sem það myndi hafa í för með sér, að Þjóða- bandalagið beitti refsiákvæðum sáttmálans gegn ítalíu. Þá myndi ítalía, segiir í greininni, ekki hlíf- ast við því, að hefja eyðileggj- andi stríð á landi, í sjó og í lofti, slíkt sem aðeins hraustþjóð getur háð, þegar hún er reitt til reiði. Stórkostlegar hersýningar við landamæri Austurríkis Innan skamms eiga að hefjast stórfeldar hersýningar í Norður- ítalíu, við landamæri Austurrikis, og ætlar Mussolini að stjórna þeim sjálfur. Er álitið, að megin- tilgangurinn sé sá að sýna, a'ð It- alía hefir nægan herafla heima fyrir, þótt hún hafi sent mikið lið til Afríku. Enskur stórbanki neitar að fram- lengja ítölsk lán. OSLO, 22. ágúst. FB. Samkvæmt fregn í News Chronicle hefir einn af stærstu bönkum Englands neitað að framlengja lán þau, sem Italía hefir fengið í bankanum. i Hafnarverkfall PlymoHth á Enolandi. LONDON 22. ágúst. F.B. Hafnarverkamenn í Plymouth gerðu skyndiverkfall í dag, sem nær til 200 manna. Fara þeir fram á að mönnum í hverjum vinnuflokki sé f jölgað, en vinnu- veitendur halda því fram, að tala verkamanna í hverjum flokki sé ákveðin með samn- ingum. Þrjú skip hafa orðið fyrir töfum af þessum orsökum, er búist við, að franska skipið Champlain, sem væntanlegt, er frá New York á morgun tefj- ist enn í Plymouth, en för þess hefir seinkað vegna verkfalls- ins á dögunum í Le Havre. Félag járniðnaðarmamia heldur fund í kvöld kl. 8 í Góðtemplarahúsinu, uppi. Dag- skrá: Andradeilan, stjórnin seg- ir frá gangi málsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.