Alþýðublaðið - 23.08.1935, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 23. ágúst 1935.
ALÞÍÐUBLAÐIÐ
Prestafækkonin og_Uppsalastðdentinn.
Eftir séra Eirlk Helgason í Bjarnarnesi.
ALÞÍÐUBLAÐIÐ
TJTGEFANDI:
ALÞÝÐÚF'LOKKURINN
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÖRN:
Aöalstræti 8.
AFGREIÐSLA:
Hafnarstræti 16.
SlMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjóm (innlendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heima).
4905: Ritstjóm.
4906: Afgreiðsla.
STEINDÖRSPRENT H.F.
Barnaheimili.
EINA barnaheimilið, sem til
var í Reykjavík, brann í
fyrra vetur.
Fröken Þuríður Sigurðardóttir,
sem veitt befir þessu barnaheimili
forstöðu, hraktist með börnin inn
í Franska spítalann. Allar að-
stæður par voru óboðlegar fyrir
barnaheimili.
í vor varð þó Þuríður að fara
með börnin úr pessari lélegu
vistarveru, og þá fékk hún hús-
næði í húsum Oddfellowa við
Silungapoll, Þar er sæmilegur
staður til sumardvalar, en ó-
hæfur til vetursetu; enda fer
barnaheimilið þaðan í hau&t.
En hvert fer það þá? Þeirri
spurningu er ósvarað.
Reykjavíkurbær verður að reisa
barnaheimili.
Það er eitt hið ljósasta dæmi
þess hirðuleysis, sem ríkt hefir
hér um mannúðar- og menningar-
mál, að Reykjavíkurbær skuli
ekki eiga neitt barnaheimili. Þörf-
m fyrir slíkt heimili er svo ó-
tvíræð, að um hana verður ails
ekki deilt, enda mun vandfund-
inn bær á stærð við Reykjavík,
sem ekki eigi sæmilegt barna-
heimili.
Sennilega dettur mörgumjí hug,
að afsaka bæinn með fátækt hans,
en sú afsökun er þó að engu,
leyti frambærileg, allra síst þar
sem svo stendur á, að fé á að
vera fyrir hendi til þessara hluta.
Thorvaldsensjóðurinn.
Thorvaldsensfélagið hefir urn
langt skeið safnað fé til þess að
reisa barnaheimili hér í borginni.
Fé þetta er nú að mestu leyti i
vörslu bæjarins, og nemur alls
um 110 þús. kr. Af þessu er
ljóst, að engin afsökun er til
fyrir þeim óhæfilega drætti, sem
orðinn er á framkvæmd þessa
máls.
Minstu kröfur.
Barnaheimilið á Grund, sem
þrann í fyrra, var steinhús með
timburinnréttingu. Húsið brann
alt að innan, en veggir þess
standa lítið skemdir, og virðist
einsætt, að það myndi borga sig
að nota þá veggi.
Þær allra rninstu kröfur, sem
gerðar verða til bæjarins, eru því
þær, að hann láti nú þegar hefja
viðgerð á húsinu á Grund, þann-
ig, að Vorblómið geti fengið þar
finni í haust.
Þetta mál þolir enga bið; fram-
kvæmdir verða að hefjast strax.
Lyfsalar smjrglarar.
AÐ er almannarómur að
lyf jabúðir landsins hafi um
langt skeið framið hin herfileg-
ustu lagabrot í sambandi við
meðferð áfengis.
Nú hafa tveir lyfsalar lands-
ins verið staðnir að smyglun og
er það sennilega vonum seinna.
í 142—144. tölubl. Morgun-
blaðsins þ. á. er grein eftir Sigui>
bjöm Einarsson stud. theol. í Upp-
sölum. Greinina nefnir hann:
„Fækkun presta og afstaða kirkj-
unnar.“ Þetta virðist vera mjög
áhugasamur ungur maður og því
er ekki vert að láta honum al\eg
ósvarað.
Sigurbjörn Einarsson stud. the-
lol. í Uppsölum byrjar grein sína
á þeirri fjarstæðu, af fljótfærnis
fumi að ég hygg, að segja að
frumvarp það um fækkun presta-
kalla, sem komið er frá launa-
málanefnd, sé gert til þess, að
rétta við fjárhag ríkissjóðs. Ég
vona að minsta kosti að hann
hafi lesið frumvarpið og dæmi
ekki um það óséð og óþekt. Það
er satt, frumvarpið gerir ráð fyr-
ir mikilli prestafækkun, en það
gerir jafnfrámt ráð fyrir hækk-
uðum launum til presta. Það gerir
meira að segja ráð fyrir það mik-
illi launahækkun, að með engu
móti gæti sparast nema tiltölu-
lega lítil upphæð á ári hverju, og
þessi upphæð ætlast nefndin þó
ekki til að sé spöruð, heldur að
hún gangi á einhvern hátt til
prestanna og starfsins, svo sem
til örðugleikauppbótar o. fl.
Varasamt má það nú heita, að
byrja ritsmíð á svona hæpinni
röksemdafærslu, eins og Sigur-
björn Einarsson stud. theol. í
Uppsölum gerir, það gefur rnanni
grun um, að sá, sem það gerir,
sé tæplega nógu athugull til þess,
að á bonum sé verulegt mark tak-
andi'. Og það ber þá líka sattt að
segja víðar á þessu santa; í gnein-
inni, að það er ekki nógu vel
vandað til röksemdanna. Á ein-
um stað segir t. d.: „Ef íslenzka
þjóðkirkjan á að geta haldið þeirri
aðstöðu til forgöngu í andlegum
málum, sem hún hefir haft í marg-
ar aldir, þá er ekki fært að
þröngva kosti hennar meira en
orðið er.“ Ef greinarhöf. hefði
látið sér nægja að tala um for-
göngu kirkjunnar í trúmálum að-
eins, þá hefði strax verið nokkru
nær. En samkvæmt almennri mál-
venju, þá þurfa nú trúmál og
andleg mál ekki endilega að vera
eitt og hið sama. Til andlegra
mála teljast hvers konar menn-
ingarmál, og ég ætla lesendur
þessa blaðs svo viti borna, að
þeir eins og Sigurbjörn Einarsson
ifetud. theo.l. í Uppsölum viti, hvað
þar er átt við. En það er satt,
kirkjunnar menn hafa lagt drjúg-
an skerf til andlegra mála hér á
landi á liðnum öldum, og enda
til verklegra mála líka, jafnvel
þótt slept sé skrítlunni um það,
að Jón Steingrímsson hafi stöðv-
að Skaftáreldana. En svo er fyrir
að þakka, að fræðslumálum okk-
ar íslendinga er nú orðið það
Það er ljóst að lyfsalar gegna
hinum mestu trúnaðarstöðum,
og ætti því að vera augljóst, að
er þeir gerast brotlegir við lög
landsins ættu þeir að missa lyf-
salaréttindin.
Ríkið á að taka lyfjasöluna í
sínar hendur.
Annars er rétt að minna
á það, að öll almenn rök falla
undir þá skoðun að ríkið eitt
eigi að annast lyf jasöluna.
En við þau almennu rök bæt-
ist svo hér, að við höfum hrak-
lega lyfsalastétt, sem um langt
skeið virðist hafa haft það höf-
uð áhugamál að spilla heilsu
landsmanna með sprúttsölu.
Það á ekki að verða bið á því
að ríkið taki alla lyf jasölu í sín-
ar hendur.
fram farið, þrátt fyrir alt það,
sem á skortir í þeim efnum, að
við prestarnir erum ekki órðnir
einir um það lengur, að leiðbeina
i andlegum efnum. Ég fyrir mitt
leyti vona það, að myrkur van-
þekkingarinnar færist ekki svo
mjög yfir þjóðina aftur, að hún
verði upp á prestana eina komin
í þeim efnum. Og ég vænti þess,
að Uppsalastúdentinn sé mér sam-
mála um það.
Þá er ein fullyrðing Sigurbjörns
Einarssonar sú, að í þessum til-
lögum felist yfirlýsing um, „að
kirkjan sé óþörf stofnun, sem
þjóðin geti verið án sér að skað-
lausu“. Þetta er ályktun, sem er
alveg óheimilt að draga af þeirn
forsendum, sem fyrir liggja. Til-
lögurnar eru reistar á því, að síð-
an síðast voru sett lög um þetta
efni, en það var 1907, þá hafi
staðhættir og samgöngutæki
breyzt svo mjög á landi hér, að
nú sé full ástæða til að taka fulf
tillit til þeirra breytinga þegar
um skipun prestakalla er að
ræða. Sem dæmi get ég nefnt
Rangárvallasýsluna austanverða.
Fyrir fáum árum voru þar óbrúuð
vatnsföllin: Þverá, Affall, Álar og
Markarfljót og svo Jökulsá áSól-
heimasandi í sýslumörkum. Þiessi
vötn öll gátu verið þær torfærur,
að illkleyft væri yfir að komast,
jafnvel þó brýna nauðsyn bæri
til; enda var það svo, að Þverá,*)
Álar og Jökulsá skiftu prestaköll-
um og Affall skifti sóknum. Nú
eru öll þessi vötn brúuð og jiað
hefir heyrst, að þeir, sem á þess-
um slóðum búa, treysti svo mjög
sámgöngubótunum, að þeir séu
farnir að miða búskap sinn við
það, að geta komið afurðunum frá
sér daglega og það alt vestur að
Ölfusá.
Að vísu hefi ég grun um það,
að tillögur liaunamálanefndar séu
ekki alls staðar á góðum rökum
reistar, en ég verð hins vegar að
játá það, að ég er ókunnugur
staðháttum nema í Skaftafiells-
sýslum og Rangárvallasýslu aust-
anverðri, og ég vil ekki taka af-
stöðu til þeirra hluta, sem ég ekk-
ert þekki.
Annars skilst mér á hr. Sigur-
oirni Einarssyni stud. theoh í
Uppsölum, að prestum íslenzku
þjóðkirkjunnar megi að meina-
íausu fækka eitthvað talsvert, þó
það að hans áliti eigi að vísu ekki
að vera skipulögð fækkun, heldur
gerð eftir persónulegum dutlung-
um einhvers, sem hvergi er nefnd-
ur. Um mig segir hann t. d., að
mér hafi tekist að vera prestur
á annan áratug án þess að vaxa
til skilnings á eðli og tilgangi
prestdómsins. Og hann grunar að
þeir séu fleiri íslenzku prestarnir,
sem ieru með því markinu brend-
ir. Hann segir svo enn fremur:
„Slíkir prestar eru vitanlega að-
gerðalausir og óþurftarlimir, hvar
sem er á jörðinni." Af síðustu
orðunum skilst mér nú helzt, að
hann telji að „öxin og jörðin“
muni geyma okkur bezt. En hvað
sem því líður, þá er það auðsætt,
að allra þessara presta má kirkj-
an vel án vera, og það er þó. vísfi
*) Nokkrir bæir framan Þverár
bru þó í Breiðabólsstaðarsókn og
enn aðrir í Oddasókn, en þegar
þau sóknamörk voru sett, mun
Þverá ekki hafa verið sá farar-
tálmi, sem síðar varð. En að
ekki varð gerð breyting á, er á-
gætt dæmi þess, hvað heimskan
er fiastheldin á það, að vilja ekki
taka tillit til breyttra staðhátta
þegar um skipun prestakalla er
að ræða.
talsverð prestafækkun, eftir því
sem Uppsalastúdentinum segist
sjálfum frá, ef þar til teljast allir
þeir prestar, sem gegna einhverj-
um opinberum störfum öðrum en
prestsstarfinu.
Nú og sumir þeir, sem hvað
stífast hafa lagt á móti prestlap
fækkun, svo sem þeir guðfræði-
kennararnir Sig. P. Sivertsen og
Ásmundur Guðmundsson, hafa
verið til með að ganga inn á
það, að verksvið prestanna væri
of lítið eins og er og því lagfi.
til að þeir væru gerðir að barna-
kennurum jafnframt. Það vantajr
því ekki að þær rekist nokkuð á,
skoðanir þeirra manna, sem and-
mæla .prestafækkuninni. Það eina,
sem séð verður að þeir séu alveg
sammála um, er það, að prestaír
megi ekki upp í bíl koma.
Annars er það nú um prestana
og störf þeirra að segja, að sem
stendur eru flestum prestum ætl-
uð mikil aukastörf auk prests-
skaparins. Til sveita að minsta
kosti eiga þeir að vera bændur
jafnframt, og þeir eiga helzt að
vera með mikið af huganum við
búskapinn, því að öðrum kosti
getur hann vitanlega ekki gefið
þá viðbót við tekjurnar, sem
nauðsynleg er til þess að á þeim
verði lifað. Ég held því að það
væri samrýmanlegra ætlunarverki
prestanna, að þeir hefðu víðara
starfssvið og þá um leið hærri
laun fyrir, ef þeir gætu svo slepfi
búskapnum, jafnvel þótt þeir yrðu
að mannskemma sig á því að
setjast upp í bíl við og við.
Sigurbjörn Einarsson stud.
theol. í Uppsölum segir, að með-
al kirkjunnarmanna hafi ver-
ið furðulega hljótt um þessi mál.
Þetta er alveg satt. Það vantar
þó ekki, að nokkuð hafi verið
til þess gert, að fá prestana til
þess, að tjá sig andvíga tillög-
um launmálanefndar, og nokkr-
ir hafa þegar gert það. En mér
finst talsvert á skorta að í þeim
andmælum hafi verið hrifning
Uppsalastúdentsins og ég get
mér þess til, að í rauninni hafi
ýmsir prestar verið á báðum
áttum og séu jafnvel enn. Út
um landið, víðsvegar, hafa hins
vegar verið samþykktar tillög-
ur, sem eindregið mótmæla
pretsafækkun almennt, en með
því að ýmsar af þeim tillögum
og e. t. v. flestar, fjalla um
prestakallaskipunina í heild, en
ekki að hver héraðsfundur bindi
sig við sitt afmarkaða svæði, þá
er ekkert mark á þeim tillögum
takandi, sökum þess, að víðast
hvar mun það vera svo, að eng-
inn fundarmanna viti neitt um
ástæður og staðhætti nema á
litlum hluta landsins. Þó vil ég
geta þess, okkur Austur-Skaft-
fellingum til verðugs hróss, að
við skoruðumst undan því, að
taka afstöðu til þess, sem við
ekki þekkjum og töldum tillög-
ur launamálanefndar til bóta,
að því er þetta hérað snertir,
miðað við það, sem verið hefir
nú undanfarin ár.
Loks er svo ein fullyrðing
.Uppsalastúdentsins, sem ég ekki
get látið fram hjá fara, án þess
að gera athugasemdir við. Hann
segir svo: „Heilög kirkja Krists,
þekkir sitt hlutverk.og veit vel
um gildi sitt á jörðinni". Það
má vel vera að höf. trúi þessu
sjálfur, að þetta sé svona, en
hafi hann nýlega lesið sína
kirkjusögu, þá veit ég að hann
man það, að rannsóknarréttur
miðaldanna var kirkjuleg stofn-
un, galdrabrennur áttu stoð
sína í kirkjunni fyrst og fremst
og sjálfur Lúther lét sér það
sæma, að segja, að nú væri
hægt að þjóna himninum, með
því að brenna og myrða í stað
þess að biðja. En Uppsala-
stúdentinn segir, ef til vill, að
alt þetta heyri liðnum tíma til,
og nú sé kirkjan vitrari og betri
en fyr á tímum var. En nútím-
inn á sín vandamál við að stríða,
eins og allir tímar hafa átt. Þau
eru alt af einhver til þó þau
séu ef til vill ekki eins í dag og
þau voru í gær. Og yfirleitt virð-
ist mér svo, að kirkjan sé alt
af á eftir tímanum með úrlausn-
ir sínar og viðhorf. Hún á vitan-
lega að vera sem lýsandi eld-
stólpi á undan, en hún er það
venjulega ekki. Hún er oftast
fylgandi því sem er, hversu ilt
og rotið sem það er, og hún
f jandskapast við það sem er að
koma.
.Voru það t. d. kirkjunnar menn,
sem fluttu bindindishreyfinguna
hingað til lands? Nei, þeir áttu
þar engan þátt í og það vantap
vist talsvert á að þeir séu henni
allir fylgjandi enn, og er hún þó
orðin meir en 50 ára gömul hér.
Voru það prestar, sem komu hing-
að með sósíalismann? Nei, nei.
Meira að segja veit ég ekki betur
en að flestir prestar landsins séu
honum fjandsamlegir enn, og er
þó þar um að ræða þær úrlausnir1
á þjóðfélagsvandamálum samtíð-
arinnar, sem „heilög kirkja Krists"
hefði átt að beita sér fyrir ef hún
hefði þekt hlutverk sitt og vitað
um gildi sitt á jþrðinni. En því
er ver, hún þekkir það ekki og
þvi verða aðrir að taka upp merk-
ið það, sem hún hefir öldumsam-
an svikist um að bera. Og svo
að farið sé út fyrir landsteinana
okkar, hvað er þá að segja um af-
stöðu þessarar heilögu kirkju
Krists til friðarstarfseminnar ? Eru
það kirkjunnar nienn, sem geng-
ið hafa þar ötullegast að verki?
Nei, öðru nær. Á stríðsárunum
létu kirkjur ófriðarþjóðanna ekki
sitt eftir liggja um það, aðhvetjia
tíl manndrápanna.
En alt þetta kemur ekkert mál-
inu við, vill Uppsalastúdentinn ef
til vill segja. Jú, þetta kemur
einmittt máUnu við. Ef kirkjan
ekki skilur sinn vitjunartíma, ef
hún ekki er fær um að vera
eldstólpinn, sem fer á undan, þá
á þjóðin sannarlega ekkert við
marga presta að gera. En ef á
lúnn bóginn að prestar íslenzku
þjóðkirkjunnar reynast að vera
þeir menn, sem skilja hlutverk
kirkjunnar á hverjum tíma og fá
færi á að ganga að starfi sínu
heilir og óskiftir, þá er ég ekk-
ert hræddur fyrir Jpeirra hönd,
þó að starfssviðið verði eitthvað
stækkað. Það hefir verið sagt um
marga mæta menn, að orkaj
þeirra hafi vaxið með viðfangs-
efnunum. Ég vil vona það um
íslenzka presta, að sú verði reynd-
in um þá sem flesta, og það því
fremur, ef þeir í framtíðinni fá
að ganga óskiftir til verks.
En eins og áður segir, þá er
þó höfuðatriðið það, að kirkjan
sé á undan og vísi veginn og sé
því verki vaxin. Enn sem komið
er mun hún oftast hafa drattatst
á eftir og togað í, og ég sé ekki
betur en að án slíkrar kirkju geti
þjóðin vel verið.
Bjarnanesi, 5. ágúst 1935.
Eiríknr Helgason.
María Markan
söngkona fór með Dettifossi
í fyrradag áleiðis til Hamborgar
Lyra
fór til Bergen í gær.
Fundur í
Félagi járniðnaðarmanna
í kveld kl. 8 í Goodtemplarahúsinu, uppi.
Dagskrá:
1. Andradeilan.
2. Stjórnin segir frá gangi málsins.
Stjórnin.
Nýslátrað dilkakjot.
¥ ^ *. *
Nýtt nautakjöt. Frosið dilkakjöt. Hangikjöt.
Nýtt grœnmetlt
Tómatar, Blómkál, Hvítkál, Agúrkur,
Selleri, Rauðbeður, Gulrætur, Sítrónur.
Nýtt rjómabússmpr,
Bögglasmjör og Ostar.
Herðnbreið,
Fríkirkjuvegi 7.
Sími 4565.
Tilkynning
frð Nýjo bifreiðastððivni, Rvib. Sími 1216.
Nýr bíll, 18 manna Studebaker, fer alla
daga, helga sem rúmhelga, til Keflavíkur,
Garðs og Sandgerðis. Það eru tvímælalaust
beztu sæti, sem hægt er að fá á þessari leið.
Hinn alkunni og vinsæli bílstjóri ÞÓRÐUR
HELGASON keyrir bílinn.
Bifreiðastöð S. Bergmann,
Keflavík. — Sími 15.