Alþýðublaðið - 03.09.1935, Blaðsíða 1
Að vinna fyrir nútímann
er gott.
Að vinna fyrir eftirkomend-
urna er betra.
Hvort tveggja þetta gerirðu
ef þú ert starfandi kraftur í
Kaupfélagi Reykjavíkur.
XVI. ÁRGANGUR.
PRIÐJUDAGINN 3. SEPT. 1935.
223. TÖLUBL'AÐ
RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON
ÍJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
Sljrs við Ljósafoss
i Sofli ð soanodaa.
Elísabeí Signrðardðttir
veitingakona drnkknar.
Það, slys vildi til í Ljósafossi
í Sogi á sunnudag, að Elísabet
Sigurðardóttir, eigandi „Heitt og
kalt“, drukknaði í fossinum, og
hefir líkið ekki fundist enn.
Elísabet hafði farið austur á
laugardagskvöld og dvalið þar
Englendíngar Dykjast ekkert víta nm samninga
Abessiniukeisara og ensk-ameríska félagsins
Hion dularfulli samningamaður hvarf í gær á leiðinni til Kairo.
Enski Miðjarðarhafsflotinn fer ðt frð Malta fll heræfinga
aðfaranótt sunnudags. '
Um kl. 7 á sunnudagskvöld
ætlaði hún ásamt Árna Daníels-
syni verkfræðingi að, fara yfir
Sogdð rétt fyrir ofan fossinn, og
fóru þau á smábát.
Fljótt á að líta virðist áin ekki
vera straumþung þarna. Vatnið
virðist vera lygnt óg líða hægt
áfram, og fossinn sést ekki það-
an, nema á örlitlum b’letti, og
er þar eins og örli fyrir stein-
nibbu.
Áin er þó afar straumþung
þarna og mikið af hringiðum.
Þegar þau Elísabet og Árni
voru komin tæplega miðja vegu
út á ána, greip straumurinn bát-
inn og hringsneri honum, og bar
hann jafnframt óðfluga að foss-
brúninni.
Tóku þau þá það ráð að kasta
sér úr bátnum. Náði Árni i stein-
nibbu og hékk þar, en Elísabet
hvarf ásamt bátnum niðffl fyrir
fossinn.
Árna var bjargað von bráðar.
Leitað hefir verið að líki Elísa-
betar, en sú leit hefir verið árang-
urslaus enn sem komið er.
fiogin síldveitfi.
Reknetabátarnir ern
aO hœtta velðnm.
EINKASKEYTI TIL
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
SIGLUFIRÐI í morgun.
Engin síldveiði er hér fyrir
norðan.
Reknetabátarnir eru allir að
hætta veiðum og búa sig til
heimferðar.
Með Goðafossi fóru héðan í
fríu fari um 280 manns til
Reykjavíkur.
Fréttaritari.
Á 5. hundrað mál-
verk eru á sýningu
Kjarvals.
Hin mikla Kjarvalsýning var
opnuð á sunnudaginin kl. 2 í
Mentaskólanum.
Eru á sýningunni á 5. huindrað
myndir, en hún er í kenslustof-
unum á fyrstu hæð skólans og
í göngunuiru
Við opnun sýningarinnar var
mikill mannfjöldi saman kominn.
Fyrstur talaði forsætisráðherra,
en síðan talaði Guðm. Finnboga-
son landsbókavörður. Því næst
flutti Þorsteinn Gíslason lista-
manninum kvæði, en að því búinu
söng Karlakór Reykjavíkur undir
stjóm Sigurðar Þórðaxsonar.
Að ræðunum loknum þakkaði
Kjarval.
Var athöfninni útvarpað.
Sýningin er mjög tilkomumikil
og nauðsyn fyiir alla listelskandi
rtwm að sækja hana.
EINKASKEYTI TIL
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖPN í morgun.
NSKA stjórnin og ensku
blöðin láta svo sem þau
hafi miklar áhyggjur út af því
ástandi, sem skapast hefir við
samningsgerð Abessiníu og hins
ensk-ameríska auðfélags.I hátíð
legri yfirlýsingu, sem stjórnin
hefir gefið út, stendur að stjórn-
in hafi enn ekki fengið neina
staðfestingu á þessari frétt, en
að hún hafi þó þegar álitið
nauð.synlegt, að tilkynna sendi-
herrá Englendinga í Addis
Abeba, að slíkt sérleyfi sé ekki
hægt að veita nema að und-
angegnum samningum miUi
Englendinga, ítala og Frakka,
samkvæmt annari grein samn-
ings þeirra um Abessiníu frá
árinu 1906. Enska stjórnin hefir
samkvæmt þessu fyrirskipað
sendiherranum, Sir Sidney
Barton, að skýra Abessiníu-
keisara frá því, að England óski
þess að sérleyfisveitingunni
verði frestað, ef fréttin um
hana skyldi reynast rétt.
Frá Washington er símað, að
jafnvel þótt Bandaríkjastjórn
standi ekki á bak við sérleyfis-
samningana muni hún þó ekki
að sínu leyti taka neina afstöðu
á móti þeim. Hins vegar verði
auðfélagið, sem að þeim stend-
ur, að starfa upp á eigin á-
byrgð og eigin áhættu, og
stjórnin skoði það ekki sem
neina skyldu sína, að verja
hagsmuni þess í Abessiníu.
Sérleyfissamningarnir
munu vekja tortryggni
gegn Englandi í Genf,
segja frönsku blöðin.
Frönsku blöðin eru þeirrar
skoðunar, að sérleyfissamning-
arnir muni vekja tortryggni
gegn Englandi og áformum þess
í Genf, og hafa hinar alvarleg-
utsu afleiðingar í för með sér.
Aðalblöðin segja að það geti
ekki verið neitt efamál, að það
séu fyrst og fremst Englend-
ingar, sem standi að sérleyfis-
samningunum.
Spurningin, sem nú vaknar,
er þessi: Hvað gerir England,
ef ítalskur her fer með ófriði
inn í þau héruð Abessiníu, sem
nú skyndilega hafa verið keypt
af Englendingum?
Hið rétta andlit enska
heimsveldisins sýnir sig
á bak við Þjóðabandalags-
grímuna, segja ítölsku
blöðin.
ítalir froðufella af reiði yfir
herbragði Englendinga og
Bandaríkjamanna í Abessiníu.
Hve óslökkvandi hatur er búið
að æsa upp á Italíu gegn Eng-
mm
iiiiii
ENSKI MIÐJARÐARHAFSFLOTINN Á HÖFNINNI í MALTA.
landi út af AbessiníumáJinu má
bezt sjá á því, að ítölsku blöðin
ráðast eingöngu á England í
sambandi við sérleyfissamning-
ana, en minnast varla á Banda-
ríkin.
Englendingum er lýst sem
upphafsmönnum ,,ránsins‘“. —
Blaðið „Lavoro Fascista“ skrif-
ar grein um samningana undir
fyrirsögninni: „Hið rétta and-
lit enska heimsveldisins sýnir
sig á bak við Þjóðabandalags-
grímuna. England gleypir hálfa
Abessiníu í einum munnbita“.
Blaðið „Tribuna" skrifar:
„Þegar Englendingar tala um
Krist, þá meina þeir bómull, og
þegar þeir tala um Þjöðabanda-
lagið, þá eiga þeir við olíu.“
Blaðið „Giornale d’ Itaha“ vill
ekki trúa því, „að England hafi
gert sig sekt um svo ægilegt
fán í Abessiníu" fyr en oþinber
staðfesting sé komin á því frá
ensku stjórninni.
Símskeyti fró Róm herma, að
„Hver er maðurinn, aem gleypti
öll auðæfi Abessiniu svo að segja
fyrir nefinu á Mussolini?“ spyrja
heimsblöðin svo að segja einum
rómi í dag.
Hann heitir F. W. Rickett, 47
ára gamall, búsettur "í London, á
sumarbústað í Newburry og hefir
um þessar mundir á leigu höll í
Norður-Wales, þar aem k jna hans
dvelur ásamt þremur börnum
þeirm.
Síðan áiið 1928 hefir hann feng-
ist við steinolíuverzlun hjá fé-
laginu „British Oil Development
Company".
Hann talar 10 tungumál eins og
innfæddur maður og hefir fierðast
hér um bil lum allan heim. Ann-
ars er hann mjög lítið þektur
opinberlega, enda vill hann helzt
ekki láta minnast á sig í blöð-
unum.
Fjármálamennirhir í London
vita ekki, eða réttara sagt þykj-
ast ekki vita, hverjir standi að
baki1 samninga Ricketts, og hin
hehnsfrægu steinolíufélög, svo
ISAá. __
i ítalskía stjórnin haldi því fram,
að sérleyfissamningarnir feli í igér
hrein og bein samningsrof af
hálfu Englendinga og hún muni
af tilefni þess snúa sér beint til
ensku stjórnarinnar.
Abessiníukeisari neit
ar að afturkalla sér-
\
leyfis-veitinguna.
Ensku blöðin halda því ein-
róma fram, að eftir kröfu ensku
stjómarinnar til Ras Tafari um
að afturkalla sérleyfisveiting-
una, geti ekki verið lengur
neinn vafi á einlsggni Englands
í Abessiníumálunum. ,,Það er
ekki enska stjórnin, sem stend-
ur á bak við Rickett“, segja
þau.
Hins vegar fullyrti fréttarit-
ari „Times“ í Addis Abeba, að
hann viti það með vissu, að það
komi ekki til mála að Abessin-
íukeisari afturkalli sérleyfis-
veitinguna. STAMPEN.
sem „Standard Oil“ og „Sacony
Wacuum Oil“, „Iranian Oii“ og
„Irak Petroleum Company“ neita
þvi, að þau standil í nokkru sam-
bandi við þennan dularfulla stein-
olíuburgeis.
Rickett er horfinn!
ElNKASKEYTl TIL
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN á hádegi.
Nýkomið símskeyti frá
London segir að Rickett hafi
í gær horfið á leyndardómsfull-
an liátt.
Það var búist við því, að
hann kæmi til Kairo á Egifta-
landi frá Addis Abeba á mánu-
dagskvöld. Hótelherbergi liöfðu 1
verið pöntuð og feiknin öll af j
pósti biðu hans þar. !
Það var tilkynnt á mánudags- j
morgun, að Rickett væri farinn
ljós, að Rickett var ekki með
henni.
Símskeyti frá London geta
þess einnig, að Rickett hafi sagt
áður en hann fór frá Englandi
til Abessiníu, að hann byggist
ekki við að sjá London aftur
í lifanda lífi Hann ætti alveg
eins von á því að verða myrtur
á laun í Abessiníu.
Meðan á samningunum stóð
í Addis Abeba hafði hann stöð-
ugt fjölment varðlið leynilög-
reglumanna um sig.
1 enska utanríkisráðuneytinu
er það nú kunnugt að Rickett
var eltur af njósnurum alt af
meðan hann var í Addis Abeba.
Kveikt í ftölsku skipi
í Kaupmannahöfn ?
í nótt kviknaði í hinu gamla
Ameríkuskipi Sameinaðafélags-
ins, „United States“, sem lá hér
á fríhöfninni og varð úr mikið
bál. Fjöldi slökkviliðsmanna
kom á vettvang og tókst þeim
við illan Ieik að slökkva eldinn.
Sterkur grunur leikur á því, að
kveikt hafi verið í skipinu.
„United States“ hafði fyrir
nokkrum vikum verið selt til
Italíu til niðurrifs, en alment
var áiitið, að ætlunin væri að
nota það fyrst um sinn til her-
flutninga til Afríku.
Það átti að fara af stað til
ítalíu einhvern allra næstu
daga. STAMPEN.
Abessinia hefir þegar
fengið eina miljón dollara
frá ensk-ameríska auð-
félaginu.
LONDON, 2. sept. F.Ú.
Enn er ekki upplýst til fulls
hvað Abessiníukeisari á að fá
í sérleyfisgjald, en kunnugt er
um það, að hann hefir þegar
fengið eina miljón dollara til að
útbúa her sinn og kaupa vopn.
Stendur keisarinn nú í samning-
um um vopnakaup víða um
lönd.
frá Khartum á Suður-Egifta- j Eden í París á leið til Genf.
Iandi áleiðis til Kairo, en þegar
flugvélin frá Khartum kom til
Kairo á mánudagskvöld kom í
LONDON, 2. sept. F.Ú.
Anthony Eden kom til París-
Frh. á 4. síöu.
Hver er hinn dularfulli maður sem
gerði samningana við Ahessiníu?
h
Enski Miðjarðar-
hafsflotinn sendur
út frá Malta til her
œfinga.
EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBL.
KAUPMANNAHÖFN í moigun.
Enski Miðjarðarhafsflotinn
hefir verið sendur út frá Malta
til heræfinga.
Undanfarna daga hefir hann
legið á höfninni í Malta og byrgt
sig upp að vistum og skotfær-
um.
Þessar heræfingar enska Mið-
jarðarhafsflotans eru teknar
sem svar Breta við hótunum
ítala.
STAMPEN.
Stðrkoitleflsr
herœfingar á
jÞýzkalandi ag
Frakklanái.
LONDON, 2./9. FÚ.
Heræfingarnar í Þýzkalandi
byrjuðu í dag í Hannover, og
verður HitLer sjálfur viðstaddur
heræfingarnar, sem eru hinar
mestu, sem fram bafa farið í
ÞýzkaLandi síðan fyrir ófriðinn
mikla. Er herinn búinn öllum hio-
um nýjustu tækjum.
Hjá Marne á Frakklandi hófust
einnig beræfingar í morgun, og
áttust við tvær sveitir franskra
hermatma. Er sagt, að þessar her-
æfihgar séu einnig hinax 'umfaings-
mestu, sem haldnar hafa verið í
Frakklandi síðan fyrir ófrið.
Frönsku hersveitirnar eru búnar
400 brynvögnum, sem allir hafa
útvarpssenditæki og viðtæki.
Hvorutveggja heræfingarnar
eiga að standa yfir í viku.
Tvö innbrot
i nótt.
í nótt var brotist inn á tveimt®
stöðum hér í 'bænum1,: í Nýja Bíó
pg í Hafnarkaffi.
Brotist hafði Verið inn í Nýja
Bíó frá Austurstræti og rúða brjt-
in austan megin við aðoldymar.
Einnig hafði verið brotist inn í
aðgöngumiðasöluna og leitað þar
að einhverju fémætu, en árang-
urslaust.
Engin tilraun hafði verið gerð
til að komast upp í skrifstjfuna.
Inn í Hafnarkaffi hafði verið
farið um opinn glugga, en engu
stolið nema skiftimynt, sem var
í borðskúffunni.
Útvarpið til Banda-
ríkjanna tókst vel.
2./9. FO. ,,
Af skeytum, sem útvarpinu og
forsætisráðherra hafa borist í
dag, verður séð, að útvarp til
j Ameriku í gær hefir tekist mjög
vel.
! Sú nýbreytni fylgdi útvarpi
i þessu, að þar sem Geysi var lýst í
samtali um Island, var útvarpað
! fossaföllum Geysis sjálfs.
Svo hljóðandi þakkarskeytí hafa
útvarpinu borist í cjag:
„Hjartans þakkir; allir stór-
hrifnir. Valdimar Björnssoh, Min-
neapolis.“
i Frk á 4. síðu.