Alþýðublaðið - 04.09.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.09.1935, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGINN 4. sept. 1935. ALÞTÐUBLAÐIÐ : ■ , '' vr i ' Til Aknreyrar alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. FRA akureyri sömu daga. BlVreiðastðð Steindðrs, Sími 1580. :Í5I%ÍWÁVAy>Jví; Y&'j&WÁSVAWw Reykicf MAYBL0SS0M VIRGINIA CIGARETTUR Mateno. Utan úr heimi berst nú hver íregnin annari meiri um þessar mundir. Á hverjum degi hlusta menn á útvarp sitt og lesa blöð sín með spenningi og forvitni. í pessu regni stórra tíðinda mætti vel fara svo, að mönn- um sæist yfir, sumt það, sem hér heima gierist og er pó merkilegt, miðað við aðstæður okkar og menningarástand. Hér á landi er mikill hópur manna, sem ekki gengur þess dulinn, að margbreytni tungumál- anna er hinn versti þröskuldur í vegi samstarfs og gagnkvæmrar kynningar pjóða á milli. Og nokkrir menn hafa öðlast skiln- ing á pví, að úr pessum vanda verður ekki bætt mema á þann veg einn, að vinna snjöllu og einföldu þjóðlausu máli á borð við esperanto viðurkenningu sem allsherjar-viðskiftamáli. Þessir menn eru ekki margir. En þeir hafa reynt að auka skiln- ing landa sinna á þessu mikla nauðsynjamáli fámennrar þjóðar. Nokkuð hefir áunnist, en mjög er þó fjarri því enn þá, að augu þjóðarinnar alment hafi látið opn- 'ast í þessu efni. Sumir vel metn- ir mentamenn, hafa og átt nokk- jurn þátt í að strá sandi í augu hennar, svo að hún öðlist ekki nýja og víða sjón á þýðingu hlutlausrar alþjóðatungu. Spegilmynd af hugsunarhætti þessara menningarfrömuða okkar litlu þjóðar er sú staðreynd, að árið 1933 kaupir höfuð allra bókasafna landsins, Landsbóka- safnið í Reykjavík, biblíusögur á Basic English, en ekkert rit á es- peranto. Þetta er tilraun, óvart gerð eða viljandi, til þess að þegja esperanto í hel. En esperainto verður ekki þag- hð í hel hér á landi. Við stönd- um orðið í of nánu sambandi við nálæg lönd til þess að þær menn- ingarhreyfingar, sem þar eru í stöðugum vexti, geti til lengdar farið algerlega fram hjá okkur. Og alt frá því að ágætismaðurinn iEinar í Nesi vakti athygli landa sinna á esperanto fyrir mörgum árum hafa verið hér menn, fleiri eðd færri, sem hafa skilið þýð- ingu þess fyrir menningu þess- arar jarðar og sótt þyrstum anda sínum svölun í brunn hugsjóna þess, menn, sem ekki hafa hikað við að leggja talsvert á sig til þess að fá aðra til að njóta þessa með sér. Ólöí í Herdísarvík les esperanto í sínum einangraða bæ milli hrauns og hafs og skrifast á við menn úti um öll lönd. Sigurður Kristófer Pétursson þýðir íslenzk ljóð á esperanto af mestu snild. Þorsteinn Þorsteinsson semur kenslubók í- málinu og gefur út og skrifar fjölda blaðagreina til að vekja menn. Séra Stefán á Staðarhrauni syngur Alt eins og, blómstrið eina og fleiri sálma Hallgríms á esperanto. Jón H. Guðmundsson brýzt félítill á es- perantoþing í Antwerpen og ræöst í að gefa út blað á es- peranto, — Islanda Esperantisto hét það, þéttprentaðar 8 síður, letrið grænt og með myndum, kom út 15. dez. 1931, þegar 72 ár voru liðin frá því að meistar- inn Zamenhof sá fyrst dagsins ljós. Ég skrifa bók um ísland og sögu þess þjóðhátíðarárið 1930, á esperanto vitanlega, til þess að sýna erlendum mönnum, að við hér á sögueynni starblínum ekki svo á frægðarljóma fornaldarinn- ar, að við séum skilningslausir á kröfur nútímans og ómóttæki- legir fyrir nýjum menningar- straumum, svo sem alþjóðamáls- hreyfingunni. Þórbergur Þórðar- son gleymir sjálfum sér við samn- ingu esperanto-orðabókar, og hann skrifar Alþjóðamál og mál- leysur, bók, sem fáir nenna að lesa, en er engu að síður merki- legt rit, og mun þess á sinum tíma minst forráðamönnum memi- ingarsjóðs til lofs, að þeir höfðu áræði og framsýni tii að brjóta þvert af við þá stefnu, sem straumur smekks og álits almenn- ings fellur í, og gáfu út bókina. Og í síðustu viku senda fáeinir öreigar með Þorstein Finnbjörns- son í hópsbrjósti út fjölritað es- perantobiað, sem þeir ætla að láta koma út einu sinni í mánuði hverjum. MATENO heitir þetta nýja blað. Það orð þýðir morgunn. Sex síður er það að stærð og sæmilegt að frágangi. Það er ritað bæði á ís- lenzku og esperanto. I því hefst esperantonámskeið, er Þórbergur ritar, og þarf þá ekki að efa að það er vel gert. Smásaga ör- stutt er þar eftir Jón H. Guð- mundsson, frumsamin á esper- antó. Sagan er skratti sniðug, en sérstaklega er þó vert að geta þess, að him er rituö á frábær'- lega léttu og lipru máli, en það er nauðsynlegt í blaði eins og þessu, sem talsvert verður lesið af nemendum í esperantó. Fleira er í blaðinu, og skal þ*ess eins getið hér, að á forsíðunni er es- perantóþýðing af alþjóðasöng jafnaðarmanna, enda eru það rót- tækir alþýðumenn, sem að blað- inu standa. En ekki er það neitt verra fyrir því. Útkoma þessa nýja blaðs er einn af þeim atburðum hér heima, sem lítið lætur yfir. sér, en er þess þó maklegur, að eftir hon- um sé tekið. Og það verða fleiri en esperantistar einir, sem vilja sjá blaðið, en esperantistarnir vilja það auðvitað allir. Þeir, sem ekki eru esperantistar, en hafa skilning á samvinnu þjóða, kynn- ingu og góðri sambúð, bg hug- leiða nauðsyn þessara hiuta ekki sízt fyrir fámennar þjóðir, þeir N t EPLI og melónur, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. TOMATAR hvítkál, gulrætur og gulrófur, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. HILLUPAPPÍR fæstí Kaupfélagi Reykjavíkur. KARTÖFLUR góðar og ódýrar, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Sparið peninga! Forðist ó- | þægindi! Vanti yður rúður í [ glugga, þá hringið í síma 1736, ! og verða þær fljótt látnar i. veita þessari tilraun höfuðstóls- lausra alþýðumanna tíl að vikka sjóndeildarhring sinn og annara verðuga athygli og sjálfsagðan stuðning. Þeim öllum óska ég þess, að þeir hljóti bonan tnatm- on. Ölafur Þ. Kristjárisson. Happdræíti Háskóla Íslands. í DAG er síðasti endurnýjunardagur íyrir 7. flokk. Dregið verður 10. september. 400 vinningar — samtals 88400 krónur. ITGLEYMIÐ EKKI AÐ ENDURNÝJA. Verðlœkkun, nýjar kartðflur á 15 kr. karfan, 50 kg. Drífandi, Langavegl 63, Sfmi 2393. BERTA RUCK : r I stolnu I I 4 flíkum. — Nú, jæja, þér eruð uppteknar? sagði. hr. Harrison hvíslandi og á sinn viðbjóðslegasta hátt. Ég ætti svo sem ekki áð vera neitt undrandi, þó að þér, sem eruð svo falleg stúlka, fáið marga aðdáendur og þeir bjóði yður út til skemtunar á kvöldin. Ég skal þá gefa yður frí í kvöld, þá fáið þér líka nógan tíma, til að undirbúa það, að fara út með mér. En, bætti hann við. með áherzlu, munið það, að ég vonast eftir yður á morgun, og ég vil ekki að það bregðist, munið það: annað kvöld klukkan 8. —- Ekki á morgun, sagði Júlía, sem fanst að sér ætlaði að verða flökurt af viðbjóði, ég . . . — Þér eruð skynsöm ung stúlka, hugsa ég. Ég vona, íað þér skiljið hvernig aðstaða yðar er, hvislaði hr. Harrison aftur. — Þér vitið, að ég er steinn til stórræðanna, meðan ég ier ánægður, en ég líð engum þeð, að ganga fram hjá mér og forsmá mig’, að minsta kosti engum hér í verzluninni. Ég ræð yður því til, ungfrú Ackroyd . . ., ágætt, þér skiljið mig, býst ég við. Jæja Jcþá, annað kvöld klukkan 8. Svo sneri hann sér við og hvarf inn í næstu deild. Hún roðnaði af reiði, og þó fann hún, að hún var varnarlaus í viðureigninni við þennan þorpara. Hún fann, að hana langaði að myrða hann. Og án þess að hún vissi um það sjálf, hafði morð- fýsn skinið út úr hinu fallega litla andliti hennar, er bn leit fraroan í Harrison, þegar hann mæiti síðustu orðin. Aftur óskaði hún þess heitt og innilega, að hún gæti stungið hníf inn um jakkabrjóstið hans. Og um leiö og henni datt þetto í hug, þá flaug annað í hug hennar, annað, sem var enn ómögu- legra, enn óframkvæmanlegra. Ó, ef hún að eins ætti einhvern að, einhvern sem gæti hjálpað henni, stóran, sterkan bróður, geðstóran, kraftalegan unnusta, jafnvel þó hann væri ekki fágaður eða mentaður, bara að hann gæti reglulega lamið svinið hann Harrison, svo að hann biði þess aldrei bætur. Ó, ef það væri aðeins Kægt að sparka svíninu út úr búðinni við Oxford street! En hún var einstæðingur, hún stóð alein og óstudd. Og jnú varð hún að taka á móti því, sem margar ungar stúlkur verða að þola, sem líta sæmilega út: Svivirðilegan húsbónda, sem æt!aði að neyta þess aflsmunar, sem hann hafði, þar sem hann réði yfjr atvinnu hennar, til að neyða hana til að Iáta að vilja sínum. Já, hann ætlaði að segja henni upp stöðunni, ef hún gerði ekki alt, sem hann vildi. Hún vissi hvað það þýddi, ef hún léti ekki að vilja hans. Hún yrði rekin úr búðinni og fengi er^gin meðmæli. Þetta er himinhrópandi óréttlæti, hugsaði Júlía og beit litlu tönnunum sínum "jrétt samaan. Þegar hún nokkru síðar hafði skiftÞ um föt og þaut út:á götur stórborgarinnar, fanst henni að hún vær ieins og dýr, sem hefði verið lokkað í ;gyldru, sem ó- mögulegt vær iað losna úr. Hún vissi eiginlega ekkert hvert hún fór. Hún gekk hratt, beint af augum. Höfuð hennar var fult af hinum fráleitustu hugsunum, eitthvað varð hún að gera, henni fanst það vera sama sem sjálfsmorð að þiggja boð þessarar snuðrandi hýenu, sem læddist fleðuleg kringum hana í búðinni. En hvað átti hún að gera? Hvert átti hún að snúa sér? Hún gat tengan beðið um gott ráð, enginn gat huggað hana, ekki einu sinni eína vinstúlkan semhún átti, Sally. Sally var farin. Sally! Um leið og hún mintist hennar, datt henní alt i einu dálítið í hug, sem var svo stórfenglegt, að hún nam skyndilega staðar og gleymdi stað og stund. Hvers vegna ætti ég ekki að gríp aþað tækifæri, sem nú hefði boðist Sally, en of seint? Hvers vegna ætti ég ekki að fara til þessaarar frænku hennar og láta hana halda að ég sé Sally? Hún þekti hana ekki. Enginin af frændum hennar þekti hana. Þeir hafa aldrei séð hana. Og hún vill ekkert hafa saman við þá að sæída. Já, hún hafði meira að segja sagt þetta sjálf í »norg- un, áður en hún fór, og sagt henni að segja frændum sínum, ef hún rækist einhvern tíma á þá, að hún væri dauð. Það þarf aldrei Það komast upp. Sally myndi aldrei koma upp um hana, þó að hún kæmist að því, hvað hún hafði gert. Hvers vegna á ég ekki að leggja í hættuna? Fjórdi kapítuli. TÆKPFÆRIÐ Júlía gekk yfir Traíalgar Square og í áttina íil skemtigarðs- ins, þegar þess^ri hugsun skaut upp í huga hennar. Hún rankaði fyrst við sér, hvar hún var, er hún gekk fram hjá grindverkinu við Buckingham Palaoe. Ungir roenn, sem gengu fram hjá henni, litu eftirtektaraugum á hið fallega litla andlit hennar. En veslings litla Júlía tók ekkert eftir því. Hugur hennar var allur annars staðar. Drottinn minn, hún var rétt komin til Chelsea! Heimilisfang frænku Sally kom upp í huga hennair: „319 The Embankment, Chelsea.“ — Jú, ég fer þangað, sagði Júíía við sjálfa sig, full af örvænt- ingu. Ég geri það, hvers vegna ætti ég ekki að gripa þetba eina tækifæri, sem mér býðst? Það þýðir hamingju, gleði og heimili. Ég hefi fullan rétt á að mega njóta þessara gæða. — En bú hefir epgan rétt til að látast vera önnur en þú ert, sagði Iitii, mjúk rödd við hana einhvers staðar inst inni. Það var ródd samvizkunnar, sem nú ætiaði að koma til skjalanna. Það væri rangt, rangt, og þú veizt það sjálf, að það er rangt. Ef þú gerðir þetta, værir þú orðin svikari, glæpakvendi. Þú getur ekki gert þetta. — Ég ér neydd til að gera það. Júlía reyndi að gera samvizkuna rólega. Mér hefir borist tækifæri upp* í hendurnar á elleftu stundu. Engum verður það að meini þó ég grípi það. Ég frem engan glæp gagnvart Sally. Hún er gift og farin veg allrar veraldar. Hún hefir mann sinn til að verja sig. Hún myndi aldrei taka þessu tækifæri, jafnvel þó að hún g(æti það. Hún sagði það, já, hún ságði það sjálf. En ég, ég er einmana og vinasnauð. Enginn hjálpar mér. Ég hefi engin meðmæli. Ég get ekkert farið. — Þq getur sagt henni sannleikann, mótmælti rödd samvizk- unnar henni. Þú getur farið til ungfrú Travers *og sagt henni aJ t af léfta um Sally, alt sem hana langar að vita um barn bróður síns, svo getur þú sagt henni þína eigin sögu. Þú þarft ekki að fara til hennar undir fölsku flaggi. Ef til vill verður hún fegin að geta hjálpað þér, þar sem þú ert vinstúlka Sally. Það er á'reið- anlegt, að hún hjálpar þér eitthvað. — En ef hún nú ekki gerði það? Heldra fólk ér yfirléitt alls ekki hjálpsamt, hugsaði Júlía, þegar hún kom út í jEmbankm*ent qg sá alla ljósadýrðina, sem er meðfram Thamesánni og skapa um. hana ramma. Hvernig get ég vitað um þáð, hvað úngfrú Travers segir við mig, hvað hún hugsar um mig, hvernig hún tekur (mér. Það er dálítið annað að bjóða bröðurdóttur sína velkomna inn á heimili sitt en ókunnuga stúlku, sem enginn veit neih déili á. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.