Alþýðublaðið - 04.09.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1935, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 4. sept. 1935. ALÞ7ÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ OTGEFANDI: OJÞÝÐteLOKKURINN RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: ASalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SIMAR: 4900—4906. 4900: AfgreiOsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. ViUijálmss. (heima) 4904: F. R.Valdemarsson(heíma). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÖRSPRENT H.F. KTlkmirndatakan. STARF Guðmundar Kambans viö kvikmyndatöku af laudi, pjóð og þjóðarháttum er mjög merkilegt starf. Allar líkur benda til þess, að myndatakan takist prýði’ega, enda hefir Kamban einskis ráðs látið ófreistað til þess að vinna verk sitt sem bezt. t gær fékk hann hina dönsku flugvél, sem hér dvelur, til þess_ að fljúga með sig yfir Reykjavík, Þingvelli, Geysi, Gullfoss og Hafnarfjörð, og tók hann myndir af öllum þessum stöðum. Hjá því getur ekki farið, að myndir þær, sem þannig eru teknar af þessum stöðum, verði margar mjög fagrar og veki mikla athygli. Vonandi tekst að koma mynd Kambans á framfæri til sýnis víða um heim, verður hún þá hin bezta auglýsing á landi voru sem ferða- mannalandi. Strlðið voflr jfíir. Það eru aðeins 17 ár síðan heimsófriðnum mikla lauk. Og enn þá þjást þjóðimar af af- leiðingum þess, enn eru þau sár ekki gróin, sem það veitti þjóð- um og einstaklingum. Fyrst eftir stríðið hrundu konungar og keisarar, aðalsætt- ir og herveldi. Ríki þeirra, sem höfðu komið stríðinu af stað og haldið því við, nært það með blóði miljóna og tárum miljóna kvenna og barna var lagt í rúst- ir í mörgum löndum. Hinir smáðu og þjökuðu urðu að taka við og fara að stjórna. Þeir ætl- uðu sér að stjóma með öðrum hætti en hinir höfðu gert. Þeir létu mannúðina ráða stjórnar- framkvæmdum sínum og gerð- um. Sviftu menn ekki lífinu fyr- ir þjóðfélagsstöður eða pólitísk- ar skoðanir, fengu mönnum verk að vina og kröfðust þess að friður, ró og regla ríkti í þjóðfélögunum og hafið væri viðreisnarstarf til að rækta þá akra, sem sundrað hafði verið, byggja upp það sem stríðið hafði brotið niður og græða þau sár sem ófriðurinn hafði veitt. En reynslan hefir sannað, að þeir vom á rangri leið. Reynsl- an hefur sannað, að með illu skal illt út drífa, að auðvalds- stéttimar varð að eyðileggja, gersamlega útrýma, ef þjóðirn- ar áttu ekki aftur að lenda í blóðugum hildarleik. Og árin, sem em liðin síðan friðarsamn- ingamir vom undirritaðir hafa verið éins og ófriðarár. 1 þjóð- félögunum hefir grimdin sigrað. Hatrið hefir unnið öll hefðar- sætin og mannvonskan hrósar sigri yfir gröfum mannréttinda og mannvina. Fasisminn er hin nýja stefna, sem leiðir til nýs stríðs. í dag spyr heimurinn þess eins hvort nýr ófriður brjótist út í dag eða eftir viku. Ef maður opnar útvarpstækið sitt og stillir á stöðvafnar á Svarað pvaðri ihaldsblaðama mn byrjnn sðitnnartimans. I eftirfarandi gnein, aem birtist í 15. tbl. Neista, blaði Alþýðu- flokksins á Si^lufirði, og er svar til íhaldsblaðsins þar, Siglfirðings, er rækilega sýnt fnam á, hvaða fleipur og endileysur íhaldsblöð- in öll hafa farið með, þegar þau eru að ásaka Síldarútvegsnefnd um hversu seint hafi verið byrjað að stalta. Birtist greinin hér orðrétt: „Blaðpeðið Siglfirðingur hefir vakið athygli fólks á því, hver þjóðarháski hafi verið að byrja ekki söltun fyr en gert var í ár. Því trúir enginn, sem þekkir, að blaðið sé fært um að vekja at- hygli á nokkru máli, jafnvel hversu merkiLegt sem það er. Hins ber líka að gæta, að blað, sem er alveg fyrirmunað að flytja nokkurt mál rétt, getur ekki vakið á sér þá athygli, sem af er látið í siðasta blaði Siglfirðings, því að blaðgreyið er þekt að fram- úrskarandi óvönduðum málflutn- ingi. / Verður hér þá vikið nokkuð að söltunartímanum og söltunar- hæfni síldar. Eins og öllum hér er kunnugt, varð síld snemma á þessari vertíð afar feit, og ef til vill að þvi leyti söltunarhæf. En aftur á móti var síldin átufull og hefði verið afar- vandmeðfarin, en væntanlega hefði lánast að verka hana sem hneinsaða síld eða þá fletja. En það er nú eins og oft áður, og á það eigi sízt við síldveiðarnar, að það er alíaf hægra að segja eftir á, hvað var það bezta. En þegar deilt er um nú, hvers vegna sé farið eftir mánaðardegi með byrjun söltunartíma, en eigi fitu- magni síldar, þá er það fyrst að meginlöndum Evrópu eða í Eng- landi er venjulegasta dagskrár- efnið kensla í vörnum gegn eit- urgasi, gegn loftárásum, eða haturþrungnar ofstækisárásir gegn einhverrri annari þjóð. Þetta er myndin af heiminum eins og hann er í dag. Allir búa sig undir nýtt stríð, allir her- væðast af kappi. Allir brýna Ijái sína til morða og mann- drápa. Ökrum verður sundrað á ný, miljónir drepnar, enn leggj- ast lönd í eyði. Sumir hugga menn með því að segja, að þetta séu fæðingar- hríðir hins nýja sem sé að fæð- ast, framtíðarþjóðfélagsins, þar sem hatrinu verði útrýmt og réttlæti ríki. Reynslan hefir tal- að til þeirra, sem eru friðarvin- ir, sem eru lýðræðismenn og andstæðingar auðvaldsstefn- unnar. Hún segir að aldrei verði hægt að skapa frið fyr en undirrót ófriðar verði skorin burtu: Auðvaldsstef nan með öllu, sem henni fylgir. Það er ótrúlegt að fasisminn sigri í því stríði, sem nú er að skella á, enda er stofnað til þess í krampakendum ofsa þess sem finnur að hann hefir þegar biðið ósigur og vill því heldur tapa í stríði, en án stríðs. Endurtekur sagan sig? Verður það stríð ,sem nú er að ríða yfir heiminn til þess að steypa drottnum og stríðs- spekúlöntum af veldisstólum sínum? Fær verkalýðshreyfingin aft- ur tækifæri til að framkvæma stefnu sína? Fær hún aftur frelsi til að starfa í þeim lönd- um, þar sem hún hefir verið lögð í rústir? Þessara spurninga spyrja menn nú um leið og þrumugnýr nýrrar styrjaldar fer yfir lönd- in. , /' N. | segja, að síldarsaltendur hér hafa I frá byrjun innleitt þessa hefð, þuðvitað í fullu samkomulagi við erlendu kaupendurna. Hafa er- lendir kaupendur, einkum Svíar, fengið inn í alla fyrirframsamn- inga seint og snemma, að síldin skuli söltuð eftir 25. júlí og í pjll- mörgum tilfellum) í úgúst og sept- ember. Svo mun og þetta hafa verið í ár. Búast má því við, að þótt leyfð hefði verið söltun 5.— 10. júlí, þá hefði ENGIN ALMENN SÖLTUN BYRJAÐ ÞÁ, vegna þess, að fyrirframsamningarnir hljóða upp.á að síldin sé veidd eftir 25. júlí, eða þá EINGÖNGU ÁGUST OG SEPTEMBERVEIDD. Verður síldarsaltendum heldur eigi gefið að sök, þó að þeir hefðu látið söltun þá undir höfuð leggjast, því að þótt allir þeirra, (en það voru fæstir þeirra), sem höfðu þá náð í tunnur og salt, hefðu nú saltað, við skulum segja 50 þús. tunnur af snemmveiddri júlísíld, og afli haldist úr og með 25. júlí, þá er ábyggilegt, að er- lendu kaupendurnir hefðu heimt- að ágústsíld eða að öðru leyti eftir því sem samningarnir hljóð- uðu upp á, og hefði þá snemm- saltaða síldin getað orðið verð- lítil, jafnvel þó að vel feit væri. Og hvað hefði Siglfirðingur þá sagt? Hann hefði barið öllum bæxlum og kent Síldarútvegs- nefnd um þessi mistök. En eins og áður er sagt, þá er svo afar- gott að segja stundum eftir á, hvernig þietta og þetta átti að vera. Það gera venjulega allir LITLIR spámenn. Siglfirðingur var í 23. tbl. að læða því inn hjá fólki, að Síldar- útvegsnefnd væri um að kenna, að eigi væri búið að salta ein ósköp, en eins og að framan er lýst, eru það atvinnurekendurnir, síldarsaltendurnir, sem hafa kom- ið þessari hefð á, að miða byrjun1 söhunar við 25. júlí, og samnings- bundið þetta. Það verður og að minna á, að eftir miðjan júlí veiddist sama og engin síld. Skip, sem koinu inn 18.—21. júlí, komu flest með gamla slatta af bræðslu- síld. Hefði því átt að salta eitt- hvað til muna af síld, þurfti að byrja eigi seinna en 7.—10. júlí, en áður ier sýnt hverjir annmarkai; á því voru. Enda eru flestir síld- arsaltendur þeirrar skoðunar, að óhyggilegt hefði verið að byrja fyr en venjulega. Hins vegar vill Neisti að öllu leyti taka undir það, að pað er alveg sjálfsagt að bmda söltiunartímann við fitu- magn síldar, en eigi við mánaðar- dag. En til þess að það sé hægt, verða aðrar aðstæður að vera fyrir hendi en í 'sumar. T. d. roega ekki sölusamningarnir hindra það, ekki vera tunnuskortur, enda ætti ekki að koma að sök, þótt tunnur kæmu hingað til Norður- lands hálfum mánuði fyr en ver- ið hefir, og verður að treysta því, að Síldarútvegsnefnd vinni að þvi að breyta söltunartímiai þannig, að söltun sé miðuð við gæði síldar en eigi við mánaðar- dag. Hinir erlendu kaupendur verða að skilja þetta og haga sínum samningum eftir því. En í þetta skifti þýðir hvorki fyrir Siglfirðing eða aðra að deila á neina út af því, hvað seint var byrjað að salta, nema þá það skipulag, sem verið hefir á sölu íslenzkrar síldar á erlendum markaði hingað til, og þá hefð, sem skapast hefir hér norðan- lands með söltunartíma og allan undirbúning undir söltun." íslenaskn knattspyrnu" mennlrnlr í Þýskalandi. Brot ur ferðasögu eftir Pétur Sigurðsson Föstudaginn 23. ág. var flokkn- um boðið að skoða verksmiðjur firmans Simens & Halske í Sie- jnensstadt í einu úthverfi borgar- innar. Verksmiðjur þessar eru gríðarstórar og mikilfenglegar, og vinna 70 000 manns í þeim. Okkur var tekið þarna mjög. 'vel og sýndax 2 aðalbyggingarnar og að því loknu boðið til miðdegisverð- ar. En auk verksmiðjuhúsanna sá- um við íþróttahúsið ög íþrótta- velli verksmiðjanna og þótti mik- ið til koma. Þetta firma lætur sér mjög ant um líkamlegt uppeldi verkamanna sinna, og til dæmis um það var okkur sagt, að iðn- nemarnir væru sendir upp á þak til þess að anda að sér hreinu lofti og látnir fara í bað áð,ur en þeir mötuðust á vinnustaðnum. Hjá þessu fyrirtæki eru mörg i- þróttafélög og flestar íþrótta- greinar iðkaðar. Við sáum t. d. verðlaunagrip, sem verkamenn Siemens höfðu unnið, þegar þeir •sigruðu í boðhlaupi gegnum Ber- lín, sem var með svipuðu móti sem ferþrautin heima: hlaup, hjólreiðar, róður og sund. Fim- leikasalurinn var mjög snotur, og var þar einnig leiksvið og útbún- aður til að sýna kvikmyndir. Gólfið var með þeirri gerð, sem fyrirhuguð var PNýja barnaskól- anum, en fimfekakennararnir heima töldu fráleita og hættulega, og var húsið þó nýlegt. Búnings- herbergi og baðklefar mjöghrein- legir 'Og fallegir. Knattspyrnuvell- ir voru þarna, og eru 8 knatt- spyrnulið fullorðinna í knatt- spyrnudeildinni, tennis og yfirleitt allar íþróttagreinar. Sérstakt klúbbhús var þarna með lesstof- um, þar sem félagarnir gátu lesið, teflt og spilað, húsið var all- stórt, nýlegt og fullkomið að öllu leyti. Þar var danzpallur úti og danzsalur inni, og var okkur sagt, að danzað væri á hverjum mið- vikudegi. Alt var þarna hreint og fágað og svo vel um gengið, að það vakti aðdáun allra. Verka- mennirnir greiða 3 mörk á ári fyrir að vera í íþróttafélagsskapn- um og verða. aðnjótandi allra þéssara hlunninda; að öðru leyti er alt þetta kostað af Siemens- fyrirtækinu. Okkur kom saman um, að vellirnir, fimleikahúsið og klúbbhúsið væri alveg mátulegt handa Reykjavík. Frá Siemensbænum fórum við beint á útvarpssýninguna miklu. 3 dögum áður hafði hluti af henni brunnið, en nú var búið að koma öllu fyrir aftur. Þar töluðum við í útvarp og þökkuðum fyrir mót- tökurnar og sungum lag fyrir miklum fjölda áhorfenda, og voru margir feimnir við þetta, en það slarkaði samt. Um kvöldið var lagt af stað frá Berlín til Mainz í svefnvögnum, og komum við þangað kl. að ganga 8. Þar var teltið á móti okkur af fulltrúum borgarinnar og SA og farið með okkur um borgina í bíl. K1 .9 var stigið á skip og siglt niður Rin í skínahdi sólskini, norður til Bonn. Þetta er talinn fegursti hluti Rínardals- ins, og er ekki ofsögum sagt af fegurð landsins. Áin fellur þarna í þröngum dal með bröttum klettahlíðum beggja vegna, og teygir vínviðurinn sig upp hlíð- arnar, en efst á klettabrúnunum gnæfa rústir af gömlum riddara- borgum eins og valshreiður, og þaðan hugðu víkingar þeir, sem þarna bjuggu, að ferðum kaup- manna eftir fljótinu, og hremdu þá síðan eins og valur rjúpu. Straumhart er fljótið, en umferð geysimikil og sífeld tilbreyting fyrir augum alla leið. Um kl. 5 komum við til Bonn, og tók borgarstjórinn á móti okkur I ráðhúsinu og gaf okkur mynd til endurminningar um borgirna. Eft- ir svo sem 10 mín. dvöl í ráð- húsinu var farið í bíl til Köln, eftir hinum fræga bílvegi (Auto- strasse), sem er 24 km. langur og kostaði margar milljónir marka. Vegurinn er 16 m. breið- ur og mesti bratti er 2 á móti 100, en víðast ekki nema 0,5 móti 100. Ekki er hægt að aka inn á veginn nema á einum stað á milli borganna, allir þvervegir (um 30) eru leiddir undir eða yfir bílbraut- ina. Vegurinn er eingöngu gerður fyrir bílaumferð á milli borganna, og er ekið með afskaplegum hraða. 1 Köln var tekið á móti okkur með kostum og kynjúmi í fáðkús- inu og móttökunum útvarpað, og gaf c borgarstjórinn flokknum mynd af borginni til minja, en blaðið Kölnische Zeitung bók um borgina, og fylgdu nokkrarhljóm- plötur. Stollwerk-verksmiðjurnar gáfu hverjum okkar súkkulaði- pakka og ilmvatnsverksmiðja (4711) gaf okkur ilmvatnsglös, svo að við fórum frá Köln hlaðnir gjöfum. Við komum líka inn í dómkirkjuna í Köln, sém er fræg- (ust kirkja í Þýzkalandi, bæði fög- ur og stórkostleg. Kl. rúmlega 10% komum við til Oberhausen, og voru þúsundir manna á járnbrautarstöðinni að taka á móti okkur. 1 morgun var ekið með okkur um borgina og sýnt ráðhúsið, en það er nýtt og í funkis-stíl, og hvergi hefi ég séð fegurð þess nýja stíls betur en hér. I Oberhausen eru yfir 190 þús. ibúar og borgih í hröð- um vexti, og eru margar funkis- byggingar hér: járnbrautarstöðin, aðalpósthúsið, hótelið, sem við búum í. Einnig var farið með okk- ur á íþróttavöllinn, sem er mjög fallegur og rúmar um 40 þús. áhorfendur, við hliðina á honum er barnaleikvöllur og sundlaug. Kappleikurinn hófst kl .4, og voru áhorfendur um 5000. Heitt var í veðri, en sólarlaust. Urslitin urðu betri en áður (8 :2), og voru okk- ar mörk gerð á 40- og 42. mín. fyrra hálfleiks, en þá höfðuÞjóð- verjar fengið 4 mörk áður. Björg- vin skoraði fyrra markið á nokk- uð löngu skoti, hitt Jón Magnús- son eftir að hafa fengið knöttinn fallega fyrir markið frá Friðþjófi. Mjög höfðu Þjóðverjar yfir- höndina, og hér var betri samleik- ur en í Dresden og Berlín, en aftur hertu þeir sig ekki eins að skora mörk. I kvöld bauð borgin okkur til kvöldverðar, og var öllum gefin mynd til minja um komuna. Mót- tökurnar voru eins vingjarnlegar og alúðlegar og annars staðar. Oberhausen er verksmiðjubær og mikill mökkur yfir bænum, enda liggja hér margir stórbæir þétt saman á litlu svæði, iðnaðarborg- Irnar í Ruhr, Essen (um 700 000), Dusseldorf, Dortmund (um 1/2 millj. hvor), Duisburg, Krefeld, Gelsenkirchen, Hamborn, Boc- hum, Solingen o. fl., og eru sum- ar þeirra vaxnar saman; búa hér um 5 millj. á litlu svæði. Þrátt fyrir þetta er hreinlegt hér í Ob- erhausen, eftir því sem um er að gera, og sést af öllu, að fólkið er atorkusamt og þrifið. v. Wickede hefir verið með okkur frá Berlín, dr. Erbach tók á móti okkur í Köln, en fór heim til sín í gær og kemur svo aftur til Hamborgar. Fulltrúi knatt- spyrnusambandsins var með okk- ur á leiðinni milli Mainz og Köln, en síðan í Bonn hefir forstjóri Norræna félagsins í Rinarlöndum verið með okkur. P. S. Merkilegar fornminj- ar óþekktra dýra og mörghundruð ára gamalla manna- byggða fundnar í Austur-Af ríku. LONDON, 2./9. FU. Ðr. Louis S. B. Leakey, einn af helztu fornminjafræðingum Breta er nýkominn til Nairobi i Kenya- nýlendunni á austurströnd Afríku, úr vísindalegum leiðangri til Tan- ganyikalands. Þar fann hann leyfar af áður óþektu dýri, sem svipar mest til kindar, en befir verið á stærð við vísund og mælst 6 fet milli horna. Þá fann hann einnig leyfar af mastodon, ná- lægt Eyasi vatni. Loks kom Dr. Leakey til forn- borgarinnar Angaruka, sem ítalsk- ur vísindaleiðangur sagði frá fyrir mánuði síðan. I henni eru um 4000 steinhús, sem komið er fyrir é þrepum í Lrekku og virðist hafa verið aðsetur afrikansks kyn- flokks fyrir um það bil 500 árum. Dr. Leakey hitti ítölsku vís- indamennina á ferðalagi sinu, og bar sig samah við þá um rann- sóknir sínar í borg þessari. lagéller JónssoD cand. juris fyrv. bæjaratjóri. Allskonar lögfræðisstörf, mál- færzla, innheimta, samninga- gerðir, kaup og sala fasteigna. Bankastræti 7 <næstu hæð yfir Hljóðfærahúsinu). Sími 3656. Viðtalstími kl. 5—7 sd. Til Akureyrar Á tveimur dögum: Á einum degi: Aila þriðjudaga, fimtudaga, laugar- daga Hraðferðir um Borgarnes, alia þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð Islands. Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. #

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.