Alþýðublaðið - 22.09.1935, Blaðsíða 4
SUNNUDAGINN 22. SEPT. 1935
GiliÆLA BlÖ Ml
| Iiæawjátl
| Copperfleld.
Gullfalleg og snildarlega
vel leikin mynd eftir skáld-
sögu Charles Dickens.
Sýnd í kvöld kl. 9 og á
alþýðusýningu kl. 614.
Barnasýning kl. 5:
FISKSALARNffi
með GÖG og GÖKKE.
STRÍÐIÐ VOFIR YFIR.
Frh. af í. síðu.
fundurinn að þeirri niðurstöðu,
a.ð tónninn í svarinu væri ekki
mjög óvinsamlegur og gera
msetti ráð fyrir að þetta væri
ekki seinasta svar Mussolinis.
Laval kvaðst álíta, að svarið
gæfi í skyn að Mussolini væri
enn fáanlegur til þess að ræða
málið á stjórnmálagrundvelli.
Á ráðherrafundinum vottaði
franska Táðuneytið Laval þakkir
fyrir þolgæði hans og hugrekki
í þágu friðarins.
Vonbrigði í Genf.
! Genf olli svar ítölsku stjórn-
arinnar mjög miklum vonbrigðum.
En hver á eftir öðrum létu
stjórnmálamenn þá von í ljósi,
að hér væri ekki að ræða um
úrslitasvar frá Mussolini.
Þjóðabandalagsráðið kemur að
öllum hkindum saman á mánu-
dag næstfcomandi, og gerir þá
fimm manna nefndin grein fyrir
því, að ekki hafi auðnast að fá
ítalíu til þess að fallast á tillögur
nefndarinnar. Nefndin heldur enn
fund í kvöld.
I Addis Abeba hefir svar ít-
ölsiku stjómarinnar vakið undrun
og reiði. Blöð í Berlí'n láta sem
þeim komi þetta nokkuð. á óvart,
en eina athuffasemdin, sem þýzk
blöð gera í dag við svarið, er
endurtökning á orðum Hitlers,
sem hann sagði á flökksþinginu i
Nurnberg: „Vér Idðum hjá oss
mál, sem oss koma ekki við.“
j Ráðherrarundux hefir verið boð-
aður í brezku stjðrninni næst-
komandi þriðjudag.
Stríðsundirbúningurinn
heldur áfram.
KALUNDBORG, 21. sept. (FÚ.)
Hernaðarundirbúningnum held-
ur áfram af kappi bæði á ítaliu
og Abessiníu. I gær komu 5200
nýir hermenn til Addis Abeba
og von á nýjum hersvieitum
þangað i dag.
Qrjótkast og skot-
hríð vegna trúar-
áhuga á írlandi.
LONDON í gærkveldi. (FO.)
1 Belfast á Írlandi urðu nokkr-
ar skærur í gærkveldi, og kvað
svo mikið að þeim, að hleypt var
af nökkrum skotum. Hópur
manna var á leið til samkomu-
húss safnaðarins í Greencastlie,
sean er útborg 'frá Belfast. Var
þá ráðist á hópinn, fyrst með
stedmkasti og síðan var n'jkkrum
Sikammbyssuskotum skotið áhann.
Einn maður varð fyrir skoti, og
dó hann á leið til sjúkrahússins.
VARHUGAVERÐ STARFSEMI.
FrL af 1. síðu.
i iðngreinum. Þaö er þvi hæpið
og ákaflega ótrúlegt, að hægt sé
að útvega unglingum héðan tnáms-
stað í dönskum atvinnufyrirtækj-
um.
Enda er tilgangur þeirra mannia
sem að þessu standa vafalaust
sá, að taka fé fyrii upplýsinga-
söfnun sína frá mömram, sem
trúa þeim.
VerðuT og að hafa gætur á þvi,
að þessum mönnum, sem sumix
hverjir eru þegar kunnir að mis-
jtlfnu framferði, takist ekki að
senda ungar stúlkur og pilta út
til Danmerkur í óvissu. Og ætti
lögreglan að telja sér gkylt að
láta fara fram rannsókn á starf-
semi þessara manna bæði hér og i
Kaupmannahöfn.
Bretar sampykk-
ja ekki útfærslo
norskn landhelg-
innar.
London 21. sept. Einkask. F.Ú.
Utanríkismálaráðuneytið
brezka er nú að ganga frá svari
brezku stjómarinnar vi ð kröf-
um Norðmanna um útfærslu
norskrar landhelgi ’við norðan-
verðan Noreg. Hefir svarið ver-
ið samið í samráði við fiskimála-
og landbúnaðarráðuneytið. — 1
svarinu segir, að kvartanir
Norðmanna um það, að brezkir
togarar og annara þjóða tog-
arar spilli hrigningarskilyrðum
fiskjar, við Noregsstrendur, og
dragi þannig úr því aflamagni
sem norskir fiskimenn eigi kost
á, hafi við ekkert að styðjast.
Skýrslur um afla togara á þeim
veiðisvæðum, sem kröfur Norð-
manna nái til, sýnir, að það sé
meiri fiskur, en nokru sinni áð-
ur, á þessum miðum.
Mjólkursamsala á
Englandi eítir 1.
október.
LONDON í gærkveldi. (FO.)
Það er talið líklegt að nefnd-
in, sem skipuð hefir verið til að
rannsaka deiluna, sem risið hef-
ir út af fyrirkomulagi mjólkur-
sölu í Bretlandi geti ekki lokið
störfum fyr en vika er liðin af
október. Mjólkursalamir hafa
dregið athygli ráðuneytisins að
því, að mjólkursala er ólögleg
eftir 1. október nema samning-
ar komist á og hafa farið þess
á leit að ráðuneytið geri tillög-
ur að bráðabirgðasamningi.
Mjólkurverðlagsnefndirnar
halda hins vegar fram, að
þar sem mjólkursalamir hafi
verið ófáanlegir til þess að und-
irrita samning samkvæmt gild-
andi reglugerðum, sé þeim ó-
heimilt að lögum að selja mjólk
eftir 1. október. Hafa þeir lýst
yfir að samkvæmt gildandi
regiugerðum muni þeir sjáifir
taka mjólkursöluna í sínar hend
ur eftir 1. október.
Skemtun.
Félag afgreiðslustúlkna í braiuð-
og mjólkur-sölubúðum hefir
þkemtuin í Iðoló í kvöld, og befst
hún kl. 9. Til skemtunar verður:
Karlálíór alþýðu, söngur, upplest-
ur, danz, Helene Jónsson og Ei-
gild Carlsen, og að lokum danz
til kl. 3.
SKEMTUN:
A. S. B. (Félag afgreiðsulstúlkna í brauð- og mjólkursölubúðum)
verður í IÐNÓ í kvöld — sunnud. 22. þ. m. — og hefst kl. 9.
Skemtiatriði:
1. Karlakór Alþýðu.
2. Upplestur.
3. Danz: Helene Jónsson og Eigild Carlsen.
4. DANZ til kl. 3.
mr HLJÓMSVEIT AAGE LOKANGE.
Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó frá kl. 4 í dag. — Sími 3191.
Ýmsar fréttir
KALUNDBORG, 20. sept. FO.
Stormur hefir geysað við strend-
ur Englands og víðar í Vestur-
Evrópu í nótt og dag. Mörg skip
hafa leitað undan véðrinu til
hafna og befir nokkrum hlekst
á. Togara frá Floetwood varð
bjargað undan Maniareyju og
dreginn til hafnar í Dublin.
Brezkri skiemtiskútu hlektist á á
sömu slóðum og misti hún mann
fyrir borð.
Við vesturströnd Jótlands geys-
aði einnig stormujr í dag, ©g varð
að fresta flotahersýningu Þjóð-
verja í Norðursjónum vegna ó-
veöurs.
LONDON, 20. sept. FO.
Alment ier nú talið í Frakklandi,
að ráðherrafundur sá, sem hald-
inn verður á morgun, muini með-
al annars verða að taka fyrir mik-
ilsvarðandi innanríkismál. Stjórn-
arandstæðingar hafa mjög haft
sig í frammi á Frakklandi upp
á síðkastið, og hafa því risið
ýms vandkvæði heima fyrir hina
síðustu daga. Þar á meðal hafa
hafnarverkamerin gert verkfall í
ýmsum borgum.
LONDON, 20. sept. FO.
Jarðskjálfta varð vart í morg-
;un á ýmsum stöðum samtímis,
t. d. í Kew, Sidney og TOkio.
Varð aðalkippsins vart kl. 3 ár-
degis (eftir ísl. tima). Haldið er,
að jarðskjálftinn eigi upptök sín
í Norðanverðu Kyrrahafi.
LONDON, 20. sept. FO-
Framlkvæmdaráð Alþýðuflokks-
ins brezika tók gilda lausnar-
beiðni Sir. Stafford Cripps, en lét
jafnframt í ljós sorg sína yfir
því, að hann skyldi sjá sig neydd-
an til að láta af störfum fyrir
flokkinn. Lausnarbeiðni Ponsonby
lávarðax var eftir nökkrar um-
ræðux vísað frá og þingflúkkn-
um falið að gera út um hana.
Ræðismannsskrifstofan i Addis
Abeba hefir þegar fyrir alllöngu
gert ráðstafanir til þess, að flytja
burtu þá brezka þegna úr Abes-
siníu, sem þess kynnu að óska.
Mjög fáir brezikir þegrair hafa
að svo komnu farið þess á leit,
að hagnýta sér þær ráðstafanir.
Frá Filipseyjum kemur sú
fregn, að forseti eyjanna hafi lýs-*
yftr því, að hann óski eftir því,
að Fllipseyjar fái upptöku í
Þjóðabandalagið, og að hann
muni leita samþykkis Bandarikja-
stjórnaxinnar til þess. (FO.)
KHÖFN, 21. sept. (FO.)
Borgarstjórn Oslo-borgar er í
þann veginn að taka nýtt lán,
16 millj. króna að upphæð, og
verður því aðallega varið til
ýmsra verklegra framkvæmda í
borginni.
Frumsýning á Fjalla-Eyvindi
Jóhanns heitins Sigurjónssonar
fer fram í norska Leikhúsinu í
Oslo á þriðjudaginn kemur.
Mörg tilboð koma nú fram um
síld veidda á Islandsmiðum bæði
frá Danmörku og Svíþjóð. Norð-
menn hafa selt dálítið af síld til
Bandarikjanna.
Kaupmannahafnarblöð birta í
dag viðtöl við dr. Lauge Koch
um notkun lauga og hvera á ís-
landi.
Sú fregn gengur í dlag i Kaup-
mannahöfn, að vegna hækkandi
verðlags á hráefnum ýmsum
muni verzlunarmálaráðherra
Dana, Hauge, leggja fyrir þingið
víðtækar tillögur ium verðlagseft-
irlit.
Kvenfélagið Hrigurinn
hefir í dag stóra hlutaveltu í
K.-R.-húsinu.
Hlutavelta
hefír 8t. Eíningln i Templara-
þúsíau l áag.
1 DAO
Næturlæknir er í nótt Páll Sig-
urðsson, Garðastræti 9, simi 4959.
Næturvörður er í nótt í Reykjét-
víkur- og Iðunnar-apóteki.
OTVARPIÐ:
10,40 Veðurfregnir.
11,00 Mtessa í dómkirkjunni (séra
Friðrik Hallgrímsson).
14,00 Bach-tónleikar (plötur),
15,00 Tónleikar (frá Hótel Is-
land),
18,45 Barnatími: Sögur Önnu
litlu (Þóroddur Guðmunds-
son kennari).
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Tónleikar: Gömlu danzam-
ix (plötur).
20,00 Fréttir.
20,30 Erindi: Fornir trúarleyndar-
dómar (dr. Jón Gíslason).
21,00 Schubert-tónleikar (plöfur):
a) Strengjafjórleikur (Dauð-
inn og stúlkan. b) Hljóm-
íkviðan ófullgerða, nr. 8 i
h-moll.
22,00 Danzlög 61 kl. 24.
Á MORGUN:
Næturlæknir er í nótt Jón G.
Nikulásson, Lokastíg 3, sími 2968.
Næturvörður er í nótt í Reykja-
vikur- og Iðunnar-apóteki.
OTVARPIÐ:
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfiegnir.
19,00 Tónleikar.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Tónleikar (plötur): Her-
göngulög frá ýmsum lönd-
um.
20,00 Fréttir.
20,30 Erindi: Ástand og þrosfci ís-
lenzku skóganna (Hákon
Bjarnason skógræktar-
stjóri).
21,00 Tónleikar: a) Alþýðulög
Útvarpshljómsveitin. b)
ESinsöngur (Sigurður Skag-
fíeld). c) Bellini-tónleikar
(plötur).
Talsverd sildveiði ð
Faxaflöa.
KEFLAVÍK 21. sept. F.Ú.
I Keflavík var í dag norska
fisktökuskipið Fantoft og tók
2200 pakka af fiski til Portúgal.
Eftir langa óveðurstíð lögðu
margir reknetabátar af stað á
veiðar í gærkveldi. Þessir bátar
hafa í dag komið með síld til
Keflavíkur: Bragi með 53 tunn-
ur, öðlingur með 43, Kári með
22, Huginn fyrsti með 73, Hug-
inn annar með 62, Stakkur með
38, Fylkir með 68, Fram með
14, Arinbjöm með 51, Bjarai
Ólafsson með 66, Freyja með
72, og Jón Þorláksson með 74
tunnur. Þegar fréttaritari talaði
við fréttastofuna kl. 17 var vél-
báturinn Árni Ámason að koma
að hafskipabryggjunni með 220
tunnur síldar. Skipstjórinn,
Kristixm Ámason, segir svo frá,
að hann hafi lagt net sín í gær-
kveldi 20 sjómílur í vestur af
Sandgerði og hafi verið þar
mikil síldaráta og mikið af fugli
og sú mikla smokkganga, sem
verið hafi fyrir nokkmm dög-
um mimi vera gengin hjá. I dag
er bezta veður og allmargir rek-
netabátar famir út til veiða.
Frá Siyiofirði.
SIGLUFIRÐI 21. sept. F.Ú.
1 dag var fyrsti góðviðrisdag-
urinn á Siglufirði síðan á mið-
vikudag í síðastliðinni viku. —
Reknetabátar frá Siglufirði, sem
vom á veiðum í dag fengu að-
eins nokkrar síldar í net sín. —
Togarinn Skallagrímur er vænt-
anlegur í kvöld af Halamiðum
og Tryggvi gamli í fyrramálið.
Þeir stimda karfaveiðar. Karfa-
vinslan hefst á Siglufirði ann-
að kvöld.
Leiðrétting.
I frétt í blaðinu í gær um
vatn, sem hafði horfið við
Vatnajökul hafði dýpt vatnsins
misprentast. Átti að standa 200
metrar, en stóð 20 metrar.
Hákon Bjarnason
skógræktarstjóri flytur erindi
í útvarpið annað kvöld um á-
stand og þroska íslenzku skóg-
anna.
Iogölfnr Jðnsson
cand. juris fyrv. bæjarstjóri.
Allskonar lögfræðisstörf, mál-
færzla, innheimta, samninga-
gerðir, kaup og sala fasteigna.
Bankastræti 7 (næstu hæð yfir
Hljóðfærahúsinu). Sími 3656.
Viðtalstími kl. 5—7 sd.
W
með áfastri
verzlunarbúð,
til sölu nú þegar.
Nánari upplýsingar gefur
Hallur Dorleifsson,
Barónsstíg 65. - Sími 2444.
NYJA BIÓ
iloga os Milijónirnar!
Þýzk tal- og tónmynd
efnismikil, spennandi og
snildarvel leikin af hinum
ágætu leikumm,
Brigitte Helm og
Willy Eichberger.
Sýnd kL 7 og 9.
Volga i björtn báli
Þessi stórfenglega bylting-
armynd verður sýnd kl. 5.
(Lækkað verð).
Síðasta sinn.
HOTEL BORG
í dag kl. 31/2 til 5 e. h.
Hijómleikar.
undir stjórn
Einar Coreili.
Leikskrá lögð á borðin.
uummxxmimm
Skóli minn
verður í vetur á
LAUFÁSVEGI 7.
Sigríður Magnúsdóttir
frá Gilsbakka.
Sími 2416.
Á saumastofunni
Skólafólk. Gott og ódýrt fæði
fæst í Lækjargötu 8, gengið inn
frá Skólabrú.
í Suðurgötu 3 er dömuhöttum
breytt eftir nýjustu tízku, einn-
ig breytt um lit.
Málaflutningnr. Samningagerðir
Stefán Jóh. Stefánsson,
hæstaréttarmálaflm.
Ásgeir Guðmundsson,
cand. jnr.
Austurstræti 1.
úmheimta. Fasteignasala.
líaupið Alþýðublaðið.
I. O. G. T.
St. Framtíðin nr. 173 heldur
fund mánudaginn. 23. þ. m.
kl. 9.
StAlkur
geta komist að að læra kápu-
kjóla- og léreftasaum. Kent
verður að sníða og máta í
kvöldtímum. — Einnig getur
vön stúlka komist að.
SAUMASTOFAN, Suðurgötu 3.
RÚLLUGARDÍNUR.
Beztar og ódýrastar.
Helgi Sigurðsson.
Grettisgötu 21. Sími 3930.
•/.» *.«/. •*,«/.» ».*/. • *.
Símasfcráin 1936.
Leikmót Olumpíimefndarinnar
verður haldið á lþróttaviellinum
í dag kl. 2. Þar keppa allir beztu
íþróttamenn bæjarins og auk þess
nökkrir ágætir íþróttamenn utan
af landt
Vegna undirbúnings símaskrár fyrir næsta ár eru
símanotendur beðnir að senda ritstjóra símaskrár-
innar skriflega breytingar og leiðréttingar við staf-
rófsskrána og atvinnuskrána fyrir 1. október næst-
komandi.