Alþýðublaðið - 15.10.1935, Síða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1935, Síða 3
PRIÐJUDAGINN' 15. OKT. 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ TJTGEFAJNDI: M.ÞYÐUFLOKKURINN RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: ASalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4606. 4900: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R.Valdemarsson(heixna) 4905: Ritstjóm. 4906: AfgreiSsla. STEINDÖRSPRENT H.F. Lesstolir Ifrir sjð- menn. SJÓMENNIRNIR koniB I tiuga- og hundraða-tali til ver- stöðva eins og Sandgerðis, Kefla- vikur, Vestmannaeyja og Siglu- fjarðar, þegar atvinnuvon er á þessum stöðum. Pað ræður af lfkum, að sá að- búnaður, sem þeir njóta á þessum stöðum, er ekki sem beztur. Hús- næði þeirra er venjulega þannig háttað, að heill hópur manna sef- iar í einu litlu herbergi, og það er alt það húsnæði, sem þeim er ætlað í llandi. Petta er nú ef til vill notandi, þegar á sjó gefur og landvistin er bundin við stuttan svefntíma, en þegar ógæftir eru og sjómenn- irnir verða að hafast við í! landi dögum saman, þá fullnægir slílkt húsnæði engan veginn þieim 'kröf- um, sem gera ber vegna þeirra manna, sem yfirgefa heimili sín til þess að leita sér, sínum og þjóðarbúinu bjargræðis. Af þessum sökurn er það, að innan skamms þurfa að koma vistleg hýbýli í öllum þeim ver- stöðvum, sem sjómenn leita til frá heimilum sínum, þar sem allir aðfcomumennirnir geta eignast heimili, þiegar landlegur eru. Á slíkum heimilum ber að leggja mjög mikla áherzlu á snotur húsakynni og góða um- gengni. Heimilið alt þarf að bjóða þann þokka, að allir ver'ði þar fyrir góðum áhrifum. Og hvað á svo að hafa fyrir stafni á slíkum heimilum? Fyrst og fremst ber að beina mönnum að lestri og fræðiiðkun- um; það á að kenna mönnium að lifa í andlegum félagsskap við hina beztu rithöfunda; af þessum sökum má kalla þessi heimili les- stofur. Ekki útilokar þó þetta að stundaðar verði skemtanir eins og skák og spil á þessum heim- ilum, alt það, sem talist getur heilbrigð dægradvöl, ætti að eiga þar friðland. Það er ástæðulaust að tala meira um þörfina fyrir þessar stofnanir, hún er öllum auðsæ, en þá kemur að hinu, á hvern hátt þetta verði framkvæmt. Að því ber að stiefna, að þessar stofnanir eignist sí|n 'eigin hús, en fyrst um sinn kynni að rnega fá fyrir þar hentugt leiguhúsnæði, og er sjálfsagt að hlýta því. Kostnaðinn, sem af þessu leiddi, rnætti greiða með því, að hver bátur í verstöðinni greiddi til lesstofunnar nokkurt gjald, og er engum efa bundið, að útgerðar- menn myndu fúsir til þess, jafn- vel þó að þröngt sé í ári; síðan ætti hlutaðeigandi bæjarfélag eða hreppur og ríkið að leggja fram það, sern til vantaði. Því er nú hér með sfcotið til útgeröarmanna og verkalýðsfé- laga í áður, nefndum verstöðvum, að athuga nú þegar hvað slíík les- stofa myndi kosta á hverjum stað, og hvort ekki sé kleyft að korna þeim á fót,, þegar fyrir komandi vertíð. Tilrannir til nræjahalds á alhingi. R«eða Jónasar (Guðmundssonar ð lang« ardaginn út af kæru Bændaflokksins. „Ég skal ekki lengja umræður nrjög, úr því sem komið er. En við mál hv. síðasta ræðumanns virðist mér fram komið nýtt við- horf i málinu. Hv. 2. landkjor- inn er sem sé dkki farinn úr Bændaflokknum, að þvi er virð- ist. Flokkurinn virðist hafa mis- skilið málið, eins og líka kjör- bréfanefnd. Hann er í Bænda- flokknum enn, að eigin sögn, því að hann hefir ékki verið rekinn þaðan. Að mjnsta kosti liggja engin skjöl eða skilriki fyrir mn það, að hann hafi verið reldnin. Þess verður að krefjast, að það komi skýrt fram, hvort hv. þm. er farinn úr flokknum eða ekki. Hér virðist vera um heimiliserjur að ræða innan Baandaflokksins, og annað ekki. Hitt er annað, að þegar út í þetta mál er komið, þá er eðli- legt að rætt sé um það frá þvi sjónarmiði, hvaða afleiðingar sbkur ágreiningur sem þessi get- ur haft í framtíðinni. Hv. 2. land- kjörinn er ekki eini aðili málsiins, því 'að hér á þingi sitja nú 11 landkjörnir þingmenn, og ef til vill fjölgar þeim enn seinna meir. Petta tekur því til þeirra allra. I þessu sambandi hefir margt verið fært fram, en ég vil þó aðeins minna á þrjú af þeim at- riðmn, sem komu frá hv. 10. landkjörnum og hv. framsögu- manni minniblutans. t fyrsta lagi: Hv. 10. landkjör- inn virðist líta á uppbótarþing- sætin sem persónulega eign flokkanna. Hann heldur því fram, að landkjörnir þingmeinn verði að haga sér eftir því siem flokks- stjórnin eða flokkurinn ákveður. Ef þetta er rétt, þá er um tvær tegundir þingmanna að ræða, aðra sem bundin er við vilja fámennrar fl okksklíkú, hvaða flokld sem hún kann nú að til- heyra. Þessi tegund þingmanina ex algerlega réttlaus, því að sam- kvæmt skilningi hv. 10. land- kjörins eru þessir þingmenn svift- ir rétti þeim, sem öllum þing- mönnum er veittur samkvæmt 43. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem telkið er fram, að þingmenn séu eingöngu bundnir við persónulega skoðun síina. En með hvaða valdi er þá þessi réttur tekinn af sum- um þingmönnum ? Háttvirtur 10. landkjörinn sagði enn fremur, að uppbótarþingmieim bæru enga ábyrgð gagnvart á- kveðnum kjördæmum. Hann ætti sízt að segja þetta, með tilliti til þess, hvernig hann er sjálfur kominn inn á þingið. Landkjömir þingmenn koma inn eftir því, hversu háa atkvæðatöiu þeir fá í kjördæmum, og ráða flokkarnir þvi engu um það, hverjir kom- ast aö sem uppbótarþingmenn. Einu þingmennirnir, siem flokk- arnir bera algerða ábyrgð á, eru þeir, sem raðað er á flokkslista. Við hv. 10. landkjörinn, sem báðir emm komnir á þing með sama hætti, vitum þetta vel. Pað er því rangt hjá honum, að upp- bótarþingraenn séu ekki líka þing- menn ákveðinna kjördæma. Eins og hv. 2. landsk. tók greinilega fram, gera kosninga- lögin og stjórnarskráin ráð fyr- ir þvi, að landkjörstj. úthluti uppbótarsætum milli flokkanna í hlutfalli við það, hvernig atkvæði hafa fallið. Við annað er auðvitað ekki hægt að miða. Hvað vitum við t. d. um það, hvaða breyt- ingar kunna að hiafa orðið á hugsunarhætti þjóðarinnar frá því um síðustu kosningar? Pað gæti t. d. vel hafa farið svo, að Bændaflokkurinn hefði tapað fylgi, en öðrum flokkum aukist fylgi. En hvaða vit væri í því að leggja þá ímyndun til grundvall- ar fyrir breytingum, sem gerðar væru á s'kipun þingsins? Land- kjörstj. á að skifta milli flokka uppbótarsætum eftir því sem rétt- ast verður metið að kosningum afstöðnum, en hún getur auðvit- að ekki fylgst með þeim breyt- ingum, sem kunna _að verða á fylgi flokkanna alt kjörtímiabilið. Ég vil að þessu sé slegið föstu, því að ég er sjálfur einn af þeim, sem hér eiga hlut að máli. Al- þýðuflokknum gæti t. d. dottið í hug að reka mig, af því að ég vildi haida fast við mína persónu- legu skoðun í einhverju máli. Ég beini því hér með til landkjörinina fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hvort þeir vilji eiga það yfir höfði sér, að fám-enn klíka í Sjálfstæð- isflokknum svifti þá þingdæmi, hvenær sem hún vill losna við þá. Ég þekki -enga kosna sam- kundu, ekkert fulltrúaráð eða fé- lagsstjórn, þar sem anniað eins og þetta geti átt sér stað, þar sem allir meðlimirnir hafi -ekki sama rétt. ,En hér á Alþingi er ætlast til, að 11 þingmenn séu eins kon- ar þrælar, en hinir frjálsir menn. Þessum 11 mönnum á svo að vera hægt að útskúfa eftir boði fámennrar klíku og fá nýja og auðsveipari þræla í stiáðinn. Hv. frsm. meiri hl. sýndi fram á það áðan, að . engin ákvæði væru til í stjórnarskránni, sem réttlættu þetta, enda skil ég ekki, að nokk- ur þingmaður Sjálfstæðisflokks- nema þá hv. þm. V.-Skaft., vilji verja slíkt athæfi s-em þetta. (Jón A. J.: Hvað er í brezka þinginu?) Við erum að tala um íslenzka þingið núna. Af því, sem haldið hefir v-erið fram, er aðeins eitt, sem ég get viðurbent að hafi við nokkur rök að styðjast. Það er tilvitnunin í 133. gr. kosningal. Hún hljóðar svo: „Nú hefir Alþingi úrskurðað ó- gilda kosningu þingmanns, sem kjörbréf hefir fengið í kjördæmi eftir almennar alþingiskosningar, og uppkosning hefir farið fram (sbr. 142. og 143. gr.) og skal þá landskjörstjórn, ef samanlagðar atkvæðatölur þingflokka og þing- mannatala þeirra gefa nú ástæðu til sliks, leiðrétta fyrri niðurstöð- ur um úthlutun uppbótarþing- sæta, jafnvel þótt landkjörinn þingmaður missi við það umboð sitt.“ Þetta er eini staðurinn, þar sem ráð er fyrir því gert' að landkj. þingmaður missi umboð sitt, en þetta á aðeins við um uppkosn- mgu í kjördœmi pegar ejtir al- mennar kosnmgar, og þá er það ekki þingsins, beldur landkjör- stjórnar, að framkvæma slíkar leiðréttingar. Ég vil endurtaka það, að frá mínu sjónarmiði~ nær það ekki nokkurri átt, að þingmenn sé'u því misrétti beittir, að þeim sé s'kift í tvo hópa, þar sem annar hópurinn hefir fult frelsi, en hinn er undir strangasta iaga og kúgun. Kosn- ingalögin ætlast til, að reynt sé að jafna misrétti í oaítkvæðamagni að kosningum nýafstöðnum, en svo verður það að fara eftir at- vikum, hvernig flokkafylgið kann að breytast á kjörtímabilinu og hvernig fer um afstöðú einsta'kra þingmanna. Ef flokkamir geta ekki skapað það disciplin, sem gerir þ-eim fært að halda í hem- ilinn á þingmðnnum sinum alt- kjörtímabilið, þá verða þ-eir sjálf- ir að bera afleiðingarnar af þvf, að jafnvægið raskast. Hv. þm. V.-Skaft. sagði, að það gegndi nú öðru máli um Sjálf- stæðismenn en hina, að því er ag- ann snerti. í Sjálfstæðisflokkin- um væii svo sem ekki mikill agi, þar gæti hver vaðið uppi eins og honum sýndist, og haft sínar skoðanir. En í stjórnarherbúðun- um væri aginn meiri og kúgunin frekari. En ég hlakka til að sjá, hvemig þeir greiða atkvæði, hin- ir landkjörnu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, hvort þeir vilja samþykkja að verða s-ettir skör lægra en aðrir þingmenn eða notia sér þetta mikla flokksfrelsi til að koma i veg fyrir slíkt. Hvort þeir með atkvæði sínu vilja stuðla að því að gera sjálfa sig að eins konar þingþrælum, sem í öllu séu lægra settir en aðrir þingm-enn. Hafi nokkur löggyjf verið sett hér á landi, sem talist getur visir til að koma á þræla- haldi, þá er það sú löggjöf, sem hér er um að ræða, ef skilja ber hana eins og Sjálfstæðisflokkur- inn vill vera láta, og er það vel við eigandi, að hann skuli beita sér fyrir slíkum málstað." læonsött er rénnn á Húsavlk HÚSAVÍK, 13/10. (FÚ.) Mænusóttin virðist í rénun á Húsavik: Engir nýir hafa sýkst. Sláturtíð í Húsavík er-nú lokið. Alls var slátrað 15114 sauðfjár. Dilkar reyndust léttir, meðalvigt kroppa var 12,82 kg. Skipið Surprise hefir legið í Húsavik undanfarið og keypt nýj- an fisk til útflutnings. Afli hefir verið fnemur fregur og beitulítið. Skriðuföllin í Ding- eyjasýslu. Frá Húsavík er einnig skrifað 8. þ .m.: Til viðbótar fréttáskeyti frá 2. þ. m. um skemdir í J3árðar- dal af skriðuföllum, hefir Páll H. Jónsson hreppstjóri á Stóru- Völlum skrifað mér 4. þ. m.: „Skriðuföll urðu mikil í Hlíð- skógalandi.(sem er nýbýli íStóru- vallalandi). Á túnum urðu miklar skemdir og nyrzt í landinu féllu svo stórar skráður, að iun í dal- inn teptust allir flutningar þeim megin fljótsins og svo mikill vöxtur hljóp í Skjálfandafljót, að lóreitt varð í fleiri daga. Að aust- 1 þnverðu í dalnum féllu og smá- skriður, og varð túnið á Sigríðar- stöðum fyrir nokkrum skemdum af þeirra völdum.“ (FÚ.) Hreindýr í bygðum Þá hafa — segir fréttaritari — Kelduhverfingar sagt mér, að hreindýr hafi haldið sig út við hæ/! í Kelduhverfi í |alt sumar og hefst það enn við innan girðingar í búfjárhögum. Hefir verið reynt að handsama það, en ekki tekist. (FÚ.) Athygli skal vakin á auglýsingu Giag fræðaskólans í Reykjavík í 'bla linu í dag. Skólinn yerður sétt á morgun í Frakkneska spítala úm. Gagnfræðaskðlinn í Reykjavík hefir meiri aðsókn en nokkrn sinni áðnr. fiOUl við Iagimar Jóosson, skðlasíjóra. GAGNFRÆÐASKOLINN i Reýkjavík á stöðugum og vaxandi vinsældum að fagna. Skólinn hefir nú starfað í 7 ár, og aldrei Iiefir aðsókn að honum verið önnur eins og hún er nú. Slíólinn hefir þó verið á sífeld- um hrakhólum með húsnæði í þessi 7 ár, sem hann hefir starf- að, og geta allir skilið að það hlýtur mjög að hamla starfsemi hans. Alþýðublaðið snéri sér í gær til skólastjórans, Ingimars Jónssonar, sem eins og kunnugt er er einn af frumherjum verk- lýðshreyfingarinnar hér á laindi, og spurði hann frétta um skólann, sem hann veitir svo prýðilega forstöðu. Ingimar Jónssyni fórust meðal annars orð á þessa leið: „Aðsóknin að Gagnfræðaskól- anum hefir aldrei verið önniur eins og hún er nú. Nú hafa sótt um skólaveru til mín’ rúmlega 200 unglingar. í fyrra vetur dbru neiruendur alls 155. Sérstaklega er eftirtektarvert hvað margir hafa sótt um upptöku í fyrsta bekk, þeir eru um 100. Það sýnir að aðsóknin að skólanum fer hraðvaxandi." Og hvernig fer með húsnæði fyrir skólann í vetur? Þú hefir alt af verið á hrakningi með hann? „Já, skólinn hefir verið á hrakn- ingi. Fyrstu tvö árin var hann í Stýri’mannaskólanum og síðustu fimm í Kennaraskólanum, og þó ekki að öllu ieyti, Þessi ár hafa verið mikil þnengslaár, því að rúmið fyrir tvo skóla í einu húsi hefíx verið alt of lítið. Með þeirri aðsókn, ,sem nú er að skólanum, hefði verið algerl-ega ómögulegt að koma honum fyrir í Kennaria- skólanum, og um.tima leit út fyr- ir að ég yrði að vísa f jölda ung- linga frá skólavist sökum þrengsla og húsnæðisvandræða. Úr þessu hefir nú ræzt þannig, að bærinn lánar Franska spítal- ann, og verður skólinn þar. Er nú verið að lagfæra þar ýmislegt undir skólahaldið.“ Verður þetta gott húsnæði? „Við fáum fjórar góðar fcensiu- stofur móti súðri, og með því að tvísetja í þær verður hægt að koma öilum fyrir, sem sótt hafa um aðalskólann. Hins vegax er alveg óvíst, hvort hægt verður að koma öllum fyrir, sem sótt hafa um kvöldskólann." Er skólinn ekki sæmilega settur þarna fyrir bæinn? „Jú, sæmilega. Fyrir þéttbýlustu bæjarhverfin er beldur styttra jþangað en í Kenúariaskólann. Og- svo hagar vel til með það, að leikfimikenslan verður í hinum nýja íþróttaskóla Jóns Þorsteins- sonar, sem er skamt fyrir vestan við sömu götu, Lindargötuna." Hve margir verða k-ennararnir? „Við verðum fjórir fastir 'kenn- arar og auk þess um 10 stunda- kennarar. Það er nauösynlegt að hafa fjölment og gott starfslið. Unglingarnir, sem sækja skóianú, eru allir á aldrinum 14—17 ára, og ég hefi hagað námi þeirra þannig, að það verði þeim að sem allra rnestu gagni fyrir þá í lífinu. Ég hefi lagt öllu meiri á- herzlu á það en hitt, að miða námið við það, að unglingarnir héldu námi áfram, í æðri skólum. Þó hafa námssveinar úr Gagn- fræðaskólanum gengið undir próf í Mentaskðlanum og staðið sig prýðilega." Það er mikil nauðsyn fyrir Gagnfræðaskólann að eignast eigið húsnæði. „Já, á því veltur alt. Það hefir alt af staðið til að hafist yrði handa með byggingu skólahúss, en alt af hefir strandað á ein- hverju. Lóðin undir skólahúsið er líka ákveðin. Hún er sunnan við Austurbæjarbarnaskólann á prýðilegum stað. Á fjárlögunum fyrir þetta ár eru líka áætlaðar 30 þúsundir króna til byggingar- innar frá ríkinu, en áætlað er að ríkið leggi henni um 90 þúsundir króna, og nú bíð ég eftir því einu, að hafist verði handa.“ Eftir að blaðið hafði átt þetta viðtal við Ingimar Jónsson, fór blaðamaður með honum til að líta á hið nýja skólahúsnæðji í fúanskia spítalanum. Voru þar maxgir m-enn að vinna að ýmis fconar breytingum á húsnæðinu, og virð- ist það verða hið bezta í alla staði og rúmgott um skólann og nemiendurna, ekki einiungis inni í skólanum, heldur og einnig úti, því að stór garður er um húsið eins og kunnugt er. 1 franska spítalanum var í fyrra bamales- stofa, og komu þangað um 100 börn á dag, og í vetur og vor var þar einnig Barnaheimilið Vor- blómið, svo að menn sjá að þetta gamla og á sínum tíma veglega hús er orðin uppeldisstofnun fyr- ir æskulýðinn í höfuðstaðnum. Það er þó auðséð, að Gagn- fræðaskólinn sprengir fljótt þetta húsnæði utan af sér og er í jialun og veru búinn að því áðiur en hann tekur við því, og ber því mikla nauðsyn til þess, að hafist verði handa með byggingu gagn- fræðaskólahúss hið allra fyrsta. Helene Jónsson ogEgildCarlsen héldu mikla danzsýningu fyrra sunnudag, sem þótti takast prýði- lega. Áhorfendur voru svo marg- ir, að fleiri komust ekki í húsið, og var danzendum, Hielene og Carlsen og nemendum þeirra, sér- staklega þeim yngstu, tekið ákaf- lega vel. Krónuútgáfan nefnist útgáfustarfsemi, siem er nýbyrjuð hér í hænum. Koma út þrjár arkir í ein'u, og eru í öðru heftinu, sem Alþýðublaðið befir séð, nokkrar smásögur eftir fræga höfunda, og eru sögumar skemti- legar og sumar mjög „spienn- andi“. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík verður settur miðvikudaginn 16. október í Franska spítalanum. Nemendur í öðrum og þriðja bekk mæti kl. 2 síðdegis. Nemendur í fysta bekk mæti kl. 4 síðdegis. Kvöldskólanemendur mæti á föstudag 18. okt. kl. 7 síðdegis. SKÓLASTJÓREVN.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.