Alþýðublaðið - 25.10.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.10.1935, Blaðsíða 1
Aðeins 2krónur á mánuði ko:>tar Alþýðublaðið. Berið það saman við verð og gæði annarra blaða. Þeir, sem borga 2 krénrar á mánnðl fyrir Alþýðublaðið geta auk þess tekið þátt í verð- launasamkeppninni nm 4200 krónur og unnið 500 krónur í pen- ingum, eða aðra góða jóla- gjöf. XVI. ÁRGANQUtt „ FÖSTUDAGINN 25. OKT. 1035. 266. TÖLUBLAÐ ÁT7nii..ini-,lil-;r«ir<.h«iiá'Tlt~iV'n -...a. ....................... .............. .................................- á*...■■ ......................................—- RITSTJÓRI: F. R. VALDEBAlíSSON tJTGEFANDI: ALÞVÐUFLOKKURINN Brauðahækkun bakarameist* aranna er ósvifin okurtilraun. Verð á rúgmjðii hefir ekki hækkað heldur lækkað að miklum mun frá síðustu áramótum. Braoöaverðið verðnr að lækka aftur negar i stað. Hissoliii «111 gera^ enda í stiiðinn. Samningar upp á skilmáia Þjóðabandaiagsins? Heil herdelld fiegar flutt heim frá Libyn. ABESSINÍUMAÐUR Á LEIÐ TIL HERSTÖÐVANNA Sonur hans ber vopnin og farangurinn. STJÓRN Bakarameistaraíélags Rvíkur birti í Morgunblaö- inu í gær afsakanir sínar fyrir þeirri verðhækkun á brauðum og brauðvörum, sem bakarameistar- ar skeltu á hér i bænum sl. mánudag. I stjórn Bakarameistarafélags- ins munu vera Guðmundur Ól- afsson formaður, Sveinn Hjart- arson og Gísli ólafsson, en svo undarlega bregður við, að þessir herrar setja ekki nöfn sín undir greinina í Mgbl., enda munu þeir hafa til þess fullgildar ástæður. Verðhækkunin, sem eins og Al- þýðublaðið hefir áður skýrt frá er komin á í öllum brauðgerðarhúsum í bænum, nema Alþýðubrauðgerðinni og brauðgerð Kaupfélags Reýkjavík- ur, nemur 5 aurum á hvert rúg- brauð og normalbrauð (U/s kg. og 114 kg.), 5 aurum á hvert hveiti- brauð (‘/2 kg.) og 3 aurum á /4 kg., 2 aurum á hvern snúð og vínarbrauð, 20 aurum á hvert kg. af tvíbökum, og 10 aur. K hvert kg. af kringlum. Þessa gífurlegu og gersamlega ástæðulausu verðhækkun reyna bakarameistararnir að réttlæta með skýrslu um ve<) á mjöl- vöru, sem á að sýna að það hafi hœltkað síðan um síðustu áramót, en þá neyddust bakarameistiar- arnir til að lækka verð sitt nokk- uð vegna samkeppninnar við Al- þýðubrauðgerðina. En þessi skýrsla bakara- Gunnar M.Magnuss verður yfirkennari við Austurbæjar- skólann. Kenslumálaráðuneytið feldi í dag úrskurð út af kæru frú Aðalbjargar Sigurðardóttur út af deilu meirihluta bæjarstjóm- ar og meirihluta skólanefndar, um veitingu yfirkennarastöðu við Austurbæjarbarnaskólann. Eins og kunnugt er, samþykti meirihluti skólanefndar að veita Gunnari M. Magnúss stöðuna, en meirihluti bæjarstjómar kaus Gísla Jónasson í stöðuna. Úrskurður kenslumálaráð- herra var á þá leáð, að kosning bæjarstjómar skyldi vera ógild og skólanefnd skuli ráða hverj- um staðan skuli veitt. Ekkert samkomu~ lag enn íhúsgagna- sveinaverkfallinu. mmmtm Sainkomulagstilraunir í hús- gagnasveinaverkfallinu héldu á- fram í gær og í nótt án þess; að samkomulag næðist. Samkomulagstilraummum mun þó verða haldið áfram í diag. meistaraima er F Ö L S U 8, og í henni er svo ósvífin lygi, að furðu gegnir að menn, sem eiga afkomu sína undir því trausti, sem viðskiftamenn bera til þeirra, skuli leyfa sér að bera slilkt fram opinberlega sér til málsvarnar, Verð á rúgmjöli hefir t. d. EKKI HÆKKAÐ síðan um síðustu áramót heldur LÆKK- AÐ að mikluin mun. Heildsöluverð á rúgmjöli í innkaupi beint frá útlöndum var í jan.-febr. í ár kr. 18,74 pr. 100 kg., en nú í október kr. 15,86 og hefir þannig LÆKK- Al) um nærri 3 krónur. Verð þetta er samkvæmt reikn- ingum frá Blegdams Möile í Kaupmannahöfn, sem bakara- meistarar geta fengið að sjá, ef þeir óska þess. Og samkvæmt uppiýsingum frá firmanu H. Benediktsson & Co. var heildsöluverð af lager hér ’f bænum kr. 20,50 um síðustu ára- mót, en nú kr. 19,50, svo aí jafnvel á því verði hefir orðið nokkur læktoun, þótt Íú lækkun, sem orðið hefir á heimsmarkað- inum, komi ekki fram til fulls, fremur eii í öðrum tilfiellum, þar sem íslenzkir heildsalar eru ann- ars vegar. Þessi verðlækkun á T NÓTT um kl. 5Vs var hringt á slökkvistöðina og tilkynt, að eldur væri í skúr, eign Geirs Sigurðssonar fyrverandi skip- stjóra, og stendur skúrinn bak við húsið á Vesturgötu 2G. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang, logaði út úr norðaustur- horni hússins, og hafði eldurinin því flögrað víða um, en litlum skemdum valdið, nema á þessum stað. Slökkviliðinu tókst fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Skúr þessi er 9,30 sinnum 4,35 m. að stærð og^í honum vom ým- is konar matvæli og 'áhöld til- heyrandi útgerð og enn fremur dáUtill timburhlaði. Ekkert eldfæri er í skúrnum og ekkert rafmagn og enginin hafði fardð með eld i s'kúrnum í gær- kveldi. Er því álitið, að hér sé um íkveikju að ras'ða. Lögreglan hefir í allan morgun verið að rannsaka Upptök elds- ins, en enga sennilega ástæðu fundið fyrir upptökvn hans. Málí'ð er í framhaldsrannsókn. rúgmjöli er meir ,en nóg til þess, að vinna upp á mðti þeirri lítils háttar hækkun, sem orðið hefir á hveiti nú síðustu vikur. En það .er annað, sem sýnir, að í stjórn Bakarameistarafélags Reýkjavíkur eru menn, sem leyfa sér að ljúga til um verð á korn- vörukaupum sínum, eins og þeim býður við að horfa í hvert skifti, til þess að réttlæta það verð, sem þeim þóknast áó setja á vörur sínar: í skýrslu sinni í ^Morgunblaðinu í gær segja þessir herrar, að verð á rúgmjöli um áramóCt í fyrra hafi verið kr. 13,00, en í sams konar skýrslu, sem þeir gáfu i sáma blaði 22. jan. sl., sögðu þeir að þá væri þetta verð kr. 17,00! Hvoru eiga menn að trúa? Hvor- ugu, þvi að hvorttveggja er lygi. En þetta atriði eitt nægir til að sýna, að þeir 3 menn, sem sitja í stjórn Bakarameaistarafélags Reykjavíkur, eru 3 ósvífnir dón- ar, sem ekki svífast þess að ljúga upp ástæðum fyrir þeirri verð- hækkun, sem þeir algerlega að á- stæðulausu skella á almenning í Reykjavík. Verðhækkun sú, sem bakara- meistarar hafa nú skelt á Reykvíkinga er gersamlega á- Frh. á 4. síðu. Önnur íkeikja á Vesturgötu 24. Nokkru síðar en eldurinn kom jipp í skúrnum, kom eldur upp undir tröppum bak við Vestur- götu 24, og virðist þar einnig hafa verið um íkveikju að ræða. ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgun. USSOLINI virðist nú leggja meiri og meiri áherzlu á það að gera enda á stríðinu í Abessiníu. — Mjög áreiðanlegar heim- ildir segja að hann hafi þegar við frönsku og ensku stjórnina boðizt til að semja frið upp á skil- mála, sem eru í öllum að- alatriðum þeir sömu, sem fimm manna nefnd Þjóða- bandalagsins stakk upp á í Genf, áður en vopnavið- skiftin byrjuðu. Hinsveg- ar er það talið mjög vafa- samt, að Abessinía vilji nú fallast á að veita Italíu þau hlunnindi, sem gert var ráð fyrir þar. Því að það þykir bersýnilegt, að aðstaða hennar og sigur- vonir í stríðinu batni eftir þetta með hverjum degi, sem líður. Engu að síður er útlitið nú friövænlegra en það befir verið um langan tíma. Það þarf ekki annað en minna á það, að Musso- lini hafnaði fyrir mánuði síðan með hroka og ofstopa öllum sam- komulagstillögum fimm manna nefndarinnar, sem nú virðast ætla að verða sá grundvöllur, sem friður verður saminn á. Hann hefir að vísu ekki opinber- lega gengið inn á þær .ennþá, en heimflutningur. hersins frá Libyu og margt annað sýnir, að hainn er þegar á undanhaldi. Og flestir gera sér vonir um það, að Ábes- sinía hlýti málamiðlun Þjóða- bandalagsins, þegar á herðir. Enyir stórvlðburðir ð viostððvunum. Fréttirnar frá Abessiníu eru mjög óljósar, og virðist svo, sem sterkt eftirlit sé með öllum skeyt- um þaðan. Þó bendir alt til þess, að alvarleg vopnaviðskifti eigi sér ekki stað sem stendur. STAMPEN. Mussolini slær und- an: Ein herdeild llutt heim frá Libyu. LONDON 25. okt. F.B. Samkvæmt símfregnum frá Rómaborg hefir verið tilkynt opinberlega, að flutt hafi verið hehn til ítalíu frá Libyu ein herdeild, en eins og kunnugt er fóru ítalir að senda herlið til Libyu fyrir nokru í mótmæla- skyni gegn varúðarráðstöfun- þeim, sem Bretar háfa gert í Miðjarðarhafsflotastöðvum sín- AÞENUBORG 25. okt. F.B. STJÓRNARBYLTING liefir brotist út á eyjunni Krít og hefir Grikklandsstjórn brugðið við og gert víðtækar ráðstafanir til þess að bæla nið- ur uppreisnina, sem virðist hafa verið vel skipulögð og vera haf- in af mildum krafti og með mikilli þátttöku eyjarskeggja. Hefir stjórnin sent þangað þrjá tundurspilla og 2000 hermenn, vel vopnum búna. Það eru lýð- veldissinnar á Krít, sem standa fyrir uppreisninni, og hefir ey jan lengi verið bækistöð hinna beztu og einlægustu lýðveldis- siima, sem Grikkir hafa átt, enda óttast stjórnin mjög, að uppreisnartilraunin kunni að Ákvörðunin um lieimflutning herdeildarinnar þykir ásamt fleiru benda til að Mussolini sé nú sáttfúsari orðinn en hann var til skamms tíma. (United Press). Bretar kalla engin herskip helm úr Miðjarðarhafinu fyrst um sinn. LONDON 24. okt. F.B. Samkv. áreiðanlegum heim- ilðum hefir Bretastjórn tekiö þá ákvörðun, að kalla ekki heim neitt af herskipum þeim, sem nú eru á Miðjarðarhafi, að minsta kosti ekki eins og stend- ur. (United Press). hafa þau áhrif, að lýðveldis- sinnar um alt Grikkland risi gegn stjórninni. Orsökin til byltingartilraun- arinnar er án vafa áform koib ungssinna um að endurreisa konungsveldi í landinu. Fyrir andstæðingum konungsvaldsins á Krít vakir, að koma áformum konungssinna fyrir kattamef, en jafnvel þótt þeim tækist ekki að koma af stað byltingartil- raim um gervalt Grikkland, er talið, að Krítarbúar muni neita allri samvinnu við framtíðar- konungsstjóm í Grikklandi og lýsa yfir sjálfstæði Krítar, en af því gæti leitt innanlandsstyrj- öld, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. (United Press). MYNDIN ER TEKIN 1 GÆR, SJA GREIN á 3. SíÐU. fkvelkjnr í nótt 1 skúr á VestargBtu 26 og undlr trdppum á Vesturgötu 24. Lðgreglan hefir enn ekki haft upp á pelm sem kvelktn fi. um. Uppreisn á eyjunni Krfit gegn stjórn konungssinna fi Apenu. Sý borgarastyrjSId yfirvofaodi ð Grlkhiaodi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.