Alþýðublaðið - 21.11.1935, Page 4
FIMTUDAGINN 21. NÓV. 1885
■ G AMLA BIO ■
Strandið
hamingjusama.
Hrífandi og bráðskemtileg-
ur gamanleikur með músik
og söngvum.
Aðalhlutverkin leika:
Bing Crosby og
Carole Lombard.
El
Krlstrún í flamravik
ob hltnnafaðirinn.
Sýning í kvöld kl. 8
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar seldir
í dag eftir kl. 1.
„Sko8B2-Sseiiio“
eftir Matthías Jochumsson
Sýning á morgun kl. 8.
Aðgöngúmiðar seldir í
dag kl. 4-7 og á morg-
un eftir kl. 1.
Sími 3191.
Fljót afgreiðsla. — Tek að
mér, eins og áður, allar breyt-
ingar á raflögnum og nýjar
lagnir. Jón Ölafsson, lögiltur
rafvirki. Verkstæði Týsgötu 3.
Sími 1705.
I* 0« G« T*.
Fundur verður haldinn í Þing-
stúku Reykjavíkur annað
kvöld (föstudag kl. 8% síðd.)
Pétur G. Guðmundsson flytur
erindi: Starfshættir Reglunn-
ar.
uttwmmzimímí
Nýslátrað
folaldakjðt,
Kjötbúðin,
Týsgötu 1. Sími 4685.
mmmumimiu
mimmmsmimi
á morgun
í portinu hjá
Von Langaveg 55
mææææææægaaæ
Skugga-Sveinn
var leikinn á sunnudaginn við
svo mikla aðsókn, að næstum
allir miðar seldust daginn áður,
og margir urðu frá að hverfa.
Kl. 3 var nónsýning á Æfintýri
á gönguför, Sýndi Leikfélagið
pað í tilefni af 50 ára afmæli
stúkunnar Einingin og til ágóða
fyrir hana. — Annars hefðu ver-
ið tvær sýningar á Skugga-Sv.
pann dag. Næsta sýning á honum
verður á föstudaginn kl. 8.
AIÞÝSUBUBD
SVIK EYJÓLFS.
(Frh. af 1. siðu.)
„Reykjavík 16. nóv. 1935.
Vér höfum áður sent yður
afrit af skýrslum Sigurður Pét-
urssonar um rannsóknir hans á
mjólk mjólkurstöðvarinnar, þar
sem ’kom í ljós, að mjólkinni frá
plötupasteurnum var mjög ábóta-
vant. Vér óskuðum þá, við for-
stjóra yðar, að undinn yrði
bráður bugur að, að koma þessu
í lag, en samkv. samtali við Sig-
urð Pétursson er þetta óbreytt
enn, þrátt fyrir tilraunir þær, er
gerðar hafa verið til þess. Það
er því augljóst, að fá verður ný
tæíki hið bráðasta í stað þessa
plötupasteurs, og væntum vér, að
pöntun á þeim verði gerð nú þeg-
ar, þar sem svo lítur út sem
mjólkin sé a]ls ekki gerilsneydd
í áhaldi þessu, sem nú er. Vér
verðum að líta svo á, að yður
beri ekki greiðsía á öllu geril-
sneyðingargjaldi meðan svo er.
Mjólkursölunefndin óskar skil-
ríkja frá yður fyrir hádegi þ. 18.
þ. m. fyrir því ,að þér hafið gert
ráðstafanir til þess að panta það
sem með þarf í stað þess, sem
bersýnilega er óhæft til geril-
sneyðingar í mjólkurstöð yðar.
Virðingarfyllst.
, F. h. Mjóikursölunefndm.
Susinbjörn Högnason.
Til
Mjólkurfélags Reykjavikur.“
Bréf þetta sannar, eins og
menn sjá, að það liðu margir
dagar, frá því að E. J. var
kunnugt um að svik hans voru
orðin uppvís, þangað til að hann
gerði nokkuð til að stöðva þau,
og að hann gerði það ekki fyr
en hann var knúinn til þess af
Mjólkursölunefnd.
STRfÐIÐ
f ABESSINfO.
Frh. af 1. síðu.
nokkurn veginn vist, að hann sé
nú byrjaður ferðir sínar til vig-
stöðvanna og fari í flugvél. í (dag
er sagt, að flugvél hans hafi sést
á sveimi yfir Djidjiga, og er bú-
ist við, að hann hafi farið á fund
herforingja síns á þessum stöðv-
um, til að ráðgast við hann um
það, hvernig skuli haga mótstöðu
Abessiníumanna á þessum slóð-
um.
Fregn frá Addis Abeba herm-
ir, að Abessiníumenn séu að safna
liði milli Amba Alagi og Makale,
og að þeir muni ekki ætla að bíða
eftir því, að italir geri árás, held-
iur hefja sókn á hendur þeim, áð-
ur en þeir fari lengra suður í
landið.
Fí á bæjarst jó marf undi
i Hafnarfiiði i fyrra-
dag.
í fyrra dag var bæjarstjórnar-
fundur í Hafnarfirði. Þetta var
það helzta, sem gerðist:
Koísið var í áfengisvarnanefnd.
og hlutu kosningu: Guðmundur
Jónasson, Jóhann Tómasson, ól-
afur Thordarsen, Sigurgeir Gísla-
son, Kristinn Magnússon og Guð-
rún Einarsdóttir.
Fyiir fundinum lá erindi frá
Sigurgeir Gíslasyni um fjárstyik
úr bæjarsjóði til Góðtemplara-
reglunnar í Hafnarfirði í tilefni
af 50 ára afmæli hennar. Erind-
inu var visað til fjárhagsnefndar.
Þá var úthlutað ellistyik og
komu til úthlutunar 5912,02 kr„
og var þvi skift milli 210 gamal-
menna.
70 ára afmæli
á á morgun Guðjón Brynjólfs-
son verkamaður, Baldursgötu 3.
Kristrún í Hamravík
verður leikin í kvöld við lækk-
að verð. Næsta sýning verður á
sunnudagskvöld.
Mænuveikin
eykst á Akureyrii
Barnaskðlanam hefir
verið lokað.
Barnaskóla Akúreyrar var lok-
pð í gær og ákveðið að honum
skuíi vera lokað fyrst um sinn í
eina viku vegna mænusóttar.
Hafa þrjú ný tilfelli af mænu-
sótt komið.
Uni 30 tilfelli hér f
bænnm.
Alþýðublaðið átti í morgun tal
við Magnús Pétursson héraðs-
lækni og sagði hann, að alls
væru nú mænusóttartilfellin hér
í bænum orðin rúmlega 30.
En síðan síðasta tilfellið kom
upp, eru nú liðnar rúmar tvær
vikur.
Maðnr tekinn
fyrir áfengissölu
við iögreglustöðina
Nýlega voru lögregluþjónar á
söngæfinga í hinni nýju lögreglu-
stöð og sáu þá út um glugga að
maður nokkur var að selja á-
fengi í Hafnarstræti.
Nokkrir lögregluþjónar brugðu
þegar við og tóku manninn fast-
an.
Heitir hann Axel Þorsteinsson
og á heima á Bakkastíg 5.
Hefir hann nú verið dæmdur
í 500 króna sekt og 15 daga fang-
elsi.
Verkbanu og
vei kfall vlð hðfgglna i
Glasgow.
LONDON, 20/11. (FO.)
Fjögur þúsund hafnarverka-
jnenn í Glasgow hafa neitað að
hverfa aftur til vinnu með þeim
skilyrðum, sem atvinnurekendur
við höfnina setja, ien atvinnurek-
endur buðu þeim, að vinna skyldi
hafin aftur, gegn því, að verka-
menn hættu smáverkföllum, sem
ekki væru ákveðin af hafnar-
verkamannasambandinu, og gegn
því, að þeir tjáðu sig ánægða
með núgildandi vinnusamninga.
Þau skip, sem hafa beðið af-
jgreiðslu í Glasgow síðan í gær-
morgun, fara ef til vill til Liver-
pool, ef verkbanninu verður ekki
þflýst í nótt. Eitt þeirra er haf-
sikip, nýkomið frá Indlandi, með
3000 smálesta farm.
Um það bil, sem verið var að
senda þessa frétt, barst fregn um
það, að atvinnurekendur hefðu
lofast til þess, að láta vinnu hefj-
ast aftur á föstudagsmorguninn.
gegn því, að hafnarverkamenn
vildu ganga inn á það, að stofna
ekki til verkfalla nema með sam-
þykki verkamannasambandsins.
Sonja Henie fær
ekki að sýna skaufa-
listir sínar á Italíu!
KALUNDBORG, 20/11. (FÚ.)
ítalska stjórnin hefir lagt bann
við þvi, að íþróttamenn og lista-
menn frá þeim ríkjum, sem taka
þátt í refsiaðgerðunum, megi
vinna fyrir sér með list sinni á
Italiu, eða koma opinberlega fram
fyrir peninga.
Norska stúlkan Sonja Henie,
sem er heimsmeistari í skauta-
hlaupi, er fyrsti listamaðurinn,
sem bann þetta hittir, en hún var
fyrir nokkru komin til Italíu til
þess að sýna þar listir sínar.
1 DAG
Næturlæknir er í nótt Hall-
dór Stefánsson, Lækjargötu 4.
Sími: 2234.
Næturvörður er í nótt í
Reykjavíkur og Iðunnarapóteki.
Veðrið: Hiti í Reykjavík 8 st.
Yfirlit: Grunn lægð fyrir suð-
vestan og vestan land. tJtlit:
Suðaustan og austan kaldi.
Rigning öðru hvoru.
ÚTVARPIÐ:
15,00 Veðurfregnir.
19,20 Þingfréttir.
19,45 Fréttir.
20.15 Erindi: Trúarbrögð
Abessiníumanna (Sig-
urður Einarsson).
20,40 Útvarpshljómsveitin
(Þórarinn, Guðmundss.):
Norræn lög, eftir Selim
Palmgren.
21,05 Lesin dagskrá næstu
viku.
21.15 Upplestur (Böðvar frá
Hnífsdal.
21,30 Tónverk Markúsar Krist-
jánssonar (Einar Mark-
an, Gunnar Sigurgeirs-
son og Baldur Andréss.).
Danzlög.
Borgarafundur
áfNorðfirði sam-
pykkir áskorun
til Alpingis.
NESKAUPSTAÐ, 20/11. (FÚ.)
LMENNUR borgarafundur
var haldinn í Neskaupstað
síðastliðið laugardagskvöld að
tilhlutun Vemlýðsfélags Norð-
fjarðar. Fyrsta dags’krármál var
sundhallarmál bæjarins. Samþykt
var að Skora á þingmenn kjör-
dæmisins að beita sér fyrir 6000
kr. fjárveitingu á næstu fjárlög-
um gegn jafnháu framlagi frá
Neskaupstað.
Annað dagskrármál var sjáv-
arútvegsmálin.
Samþykf var áskorun um af-
nám Verðjöfnunar- og Markaðs-
leitarsjóðsgjalds og endurgreiðslu
þeirra gjalda. Skorað var á al-
þingi að veita 250 þús. kr. styrk
úr Bjargráðasjóði til viðreisnar
sjávarútveginum og bjargar al-
þýðu á Austfjörðum.
Samþykt var áskorun til þings
og stjórnar þess efnis, að hlut-
ast verði til um að gjaldeyris-
nefnd láti útgerðarmönnum í té
nægan gjaldeyri til fiskilínu-
kaupa erlendis, ög um að fiski-
eigendur á Austfjörðum fái leyfi
til að flytja fisk til Norðurlanda
og annara hugsanlegra markaðs-
staða.
Þriðja dags’krármál var ríkis-
útgáfa skólabóka.
Samþykt var áskorun til al-
þingis um að afgreiða lög í !sa:m-
ræmi við tillögur Vilmundar Jóns-
feonar 1 þvi máli. J
Loks var samþykt að krefjast
þess, að % hlutar tökna ríkis-
sjóðs úr Neskaupstað renni í fiæj-
arsjóð safcir fjárhagsvandræða
bæjarins. Fundurinn var mjög
fjölmennur og stóð frá kl. 20 um
kvöldið til kl. 3 um nóttina.
Heimild frt. útv. i Neskaup-
stað, en heimild hans frá fundar-
stjóra og fundarritara.
Alls-herjar félags-
shapar allra fiski-
maona verðnr
stofnaðnr í Noregi.
OSLO, 20. nóv.
Nefnd sú, sem verzlunarráðu-
neytið skipaði til athugunar á
ýmsum málum viðvíkjandi fisk-
veiðunum, leggur m. a. til, að ali-
ir fiskimenn, sem taka þátt í fisk-
veiðunum við strendur landsins.
verði þáttakendur í þeim félags-
skap fiskimanna, sem stofnaður
er samkvæmt lögum þar um, ier
innihalda ákvæði um sölu, rekst-
ur og innkaup. Meirihluti nefnd-
Isfisksala.
Þórólfur seldi í Hjull í gær 900
vættir fyrir 770 sterlingspund.
NYJA BlO HH
Þeir sem guðir-
nir tortíma.
Stórfengleg amerísk tal-
og tónmynd,
arinnar leggur til, að innflutn-
ingsbannið á fiski verði g-ert víð-
tækara og einnig bannaður inn-
flutningur á lifandi fiski. E.nn
fremur að verzlunarráðuneytið
skipi fimm manna nefnd, sem sjái
um útflutning og sölu á lifandi
fiski. Loks er lagt til, að skipuðj
verði nefnd manna til þess að
athuga og koma fram með til-
lögur um aukna notkun síldar-
mjöls og fiskmjöls (torskemel)
utan lands og innan.
Bifreiðastj.fél. „Hreyfill“
heldur fund í Iðnó uppi kl.
12 i nótt, en e’kki á Hótel Borg
eins og auglýst var.
Áðvörun.
Ég aðvara hér með foreldra
barna um, að iáta ekki börnin
sín hlaupa fram fyrir bíla. Ég
hefi oft séð ljótt í því efni. —
Oddur Sigurgeirsson, Odd-
höf ða.
II eftirtektarverð bók.
Skáldsaga eftir GUNNAR M. MAGNÚSS.
Þetta er stórmerkileg bók, lýsing á lífi og kjörum
ungra og gamalla, fátækra og ríkra Reykvíkinga
um aldamótin.
188 bls. — Kostar aðeins 4 kr.
Notið eingðngo
SVEA
eldspýtnr.
Fást í oiinm verzlnnnm
Hárvötn A, V. R
Eau de Portugal
Eau de Cologne
Eau de Quinine
Bay Rhum
Isvatn
Reynið þau og sannfærist um gæðin.
Smekklegar umbúðir.
Sanngjarnt verð.
AFENGISVERZLUN
RIKISINS