Alþýðublaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 26. NÓV. 1935
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fraffltidai vinna.
Duglegur trésmiður getur fengið atvinnu við tre-
smíðaverkstæði í uppgangskauptúni nálægt
Reykjavík. Ef viðkomandi getur lagt fram dálitla
peningaupphæð, getur sameign komið til greina.
Skrifleg tilboð, merkt: „1935“, leggist inn á af-
greiðslu blaðsins fýrir 27 þ. m.
> ■
Kautpum
tómur flðskur
Frá og með mánudeginum 25. þ. rti. til föstudags
29. þ. m. kaupum við
1/1 fl. hvítar og dökkar,
1/2 fl. hvítar og dökkar,
með portvíns- og sherryflösku lagi.
Ennfr. lítersflöskur og 1/2 ltr. flöskur, hvítar og dökk-
ar. — Flöskunum verður veitt móttaka í Nýborg kl.
9—12 f. h. og kl. 1—5 e. h.
Áfengisverzlnn ríkisins.
w
Endurnýjun til 10 flokks er hafin.
Dregið verður 10. og 11. des.
2000 vinningar = 448900 krónur.
Stærstu vinningar: 50 þús., 25 þús., 20
þús., 10 þús., 5 þús.
Vinningar í 9. fl. verða greiddir daglega ki. 2—3
(nema á laugardögum) í skrifstofu happdrættisins
í Vonarstræti 4. — Vinningsmiðar séu áritaðir af
umboðsmanni.
Bifreiðar narraðar
tii HafaarfjarJar.
Um kl. 9 á föstudagskvöld var
hringt frá Hafnarfirði á þrjár bif-
reiðastöðvar hér í bænum og
beðið um að senda þangað, að
„Hótel Björninn“ vissa bifreiða-
stjóra.
Tveir bifreiðastjóranna hringdu
á „Hótel Björninn" og spurðu,
hvort þangað hefðu verið pantað-
ar bifreiðar. En þeir fengu þau
svör, að enginn gestur væri þar,
sem hefði beðið um bíl. Fóru þeir
því ekki suður eftir.
Þriðji bifreiðarstjórinn fór suð-
ur eftir, og var þá enginn á
„Birninum“, sem hafði beðið um
bíl.
Málið var kært til lögreglunnar.
og í gær tókst henni að hafa
uppi á manninum, sem hafði
hringt á bílana.
Maðurinn kvaðst hafa gert það
í ölæði og mun sleppa við sekt.
Aríhur Gook frá
Akureyri slasast.
Arthur Cook trúboði frá Akur-
eyri var á laugardags morgun
um kl. 10 á mótorhjóli skamt frá
Baldurshaga. Féll hann þá af
því og meiddist. Var hann flutt-
ur á Landspítalann og mun hafa
fengið heilahristing.
Kviknar í vél-
bát á Akranesi.
Á laugardaginn brauzt út eldur
í vélbátnum Ver, er stendur á
dráttarbrautinni á Akranesi. Verið
var að bræða stálbik með fram
stefnisröri bátsins, og var notaður
til þess gaslampi, og fór leldurinn
i gegnum rörið og inn í bátinn og
læsti sig um hann allan á svip-
stundu, enda var báturinjn votur
innan af olíú. '<
Margir vérkamenn voru þarna
nálægt, og hlupu þeir til að ná í
sjó til að hella á elditm, og hafði
þeim næstum tekist að slökkva
hann, þegar slökkviliðið kom.
Stýrishúsið og vélarhúsið sviðn-
aðí mikið að innan.
I bátnum var kassi með 800 lítr-
um af olíu, og hefði eldurinn
jkomilst í hann, er vafasamt, hvort
tekist hefði að bjarga öðrum bát-
um, sem stóðu þama hjá. — Har-
aldur Böðvarsson er eigandi báts-
ins. (FO.)
Bretar harðorð
ir í garð Japana
BERLlN 22. nóv. F.Ú.
Japönsk blöð eru um þessar
mundir mjög harðorð í garð
Breta í greinum sínum um á-
standið í Kína.
Enska blaðið Times segir um
undanfama atburði þar austur
frá, að Japan sé potturinn og
pannan í því öllu. Japan ætli
sér að stofna nýtt leppríki milli
Mansjúríu og Mið-Kína, segir
blaðið að Bretar verði að halda
fast fram kröfunni um jafnrétti
í Norður-Kína.
Hðggorasta
fyrlr sunnan
Makale.
LONDON, 22. nóv. FO.
Bæði Italir og Abessiníumenr
telja sig hafa unnið sigra í dag.
Italir segjast hafa unnið talsvert
á á norður-vígstöðvunum, en
Abessiníumenn segja hins vegar
aÖ orusta hafi orðið við fjallið
Amba-Salama, sem er ©kki all-
langt frá Makale. Hafi Abessiníu-
menn komist beggja vegna við
hinn ítalska her og hafi slegið
þar í höggorustu og Italir beðið
ósigur.
Það er haft tftir Abessiníukeis-
ara, að honum hafi fundist mjög
til um hugrekki og ágæta fram-
komu hermanna sinna, er hann
kom til Harrar, Djidjiga og Dag-
gah Bur. Eftir þessu að dæma
eru þá allar þessar borgir enn í
höftdum Abessiníumanna. Keisar-
inn sæmdi marga hermienn heið-
ursmerkjum.
Italir segja, að fyrsti flugmað-
urinn úr liði þeirra, sem fallið
hafi, hafi farist á mánudaginn var
í Makale. Hann var jarðaður í
dag.
Svar Breta við orð
sendingu ítala af-
hent.
LONDON, 22. nóv. (FB.)
ítalski sendiherrann í London,
Grandi, kom í heimsókn í dag í
utanríkismálaráðuneytið brezka
og afhenti Samuel Hoare utan-
ríikismálaráðherra honum orð-
sendingu frá Bretastjórn, og er í
henni neitað að fallast á röksemd-
ir þær, seim fram eru bornar í
mótmælaorðsendingu Itala út af
refsiaðgerðunum.
(United Press).
Norðmenn kvarta
yfir samkeppni fs-
lendinga í Portúgal.
KAUPM.HÖFN 22. nóv. FÚ.
Nýja norska fiskimálaráðið
hefir verið kallað á fund í Osló,
til þess að ræða ýms mál, sem
mjög .varða fiskveiðar og fisk-
verkun Norðmanna.
Fiskimálaráðið hefir kjörið
tvo menn, til þess að semja við
stjórnina um ráðstafanir við-
víkjandi fiskútflutningi Norð-
manna til Spánar, Portúgal og
Kúba. Leggja Norðmenn mikla
áherslu á hvert tjón þeir bíði af
samkepni af hálfu Islendinga á
markaðinum í Portúgal og telja
að Islendingar standi betur að
vígi með togaraveiðar sínar og
gengi peninga sinna, sem sé
lægra en gengi norskrar krónu.
Stjórnin i Búlgaríu
hefir beðist lausnar
LONDON, 23. nóv. FB.
Fregn frá Sofia í dag hermir,
að búlgarska ríkisstjórnin hafi
beðist lausnar. Orsökin er talin
óánægja út af drætti, sem orðið
hefir á því, að stjórnarskráin væri
endurskoðuð, eins og lofað hafði
verið, en lausnarbeiðnin mun
einnig standa í sambandi við
fjármálin.
Riaskoff fjármálaráðherra sagði
af sér nýlega sökum þess, aÖ
honum hafði misheppnast að
koma í framkvæmd fjárhagsleg-
um viðreisnaráformum.
(United Presa.)
IMAAUGLYllNGAR
ALtttiaBLf.éims
Telpupeysur allar stærðir,
sérstaklega fallegar og ódýran
Verzl. „Dyngja“.
Silki- og ísgamssokkar frá
2,25 par. Bómullarsokkar 0,95
par. Silkisokkar í úrvali frá 2,90
par., misl., og 1,75 par., svartir.
Barnasokkar, sérlega góðir, frá
1,55 par. Hosur á böm.
Verzl. „Dyngja“.
Kvenbolir í úrvali frá 1,75
stk. Kvenbuxur á 2,25. Sokka-
bandastrengir, breiðir og mjó-
ir.
Verzl. „Dyngja“.
Tvistar í Svuntur og Morgun-
kjóla, góðir og ódýrir. Tilbúnir
Morgunkjólar.
Verzl. „Dyngja“.
Kjóla- og Blússusilki frá 2,25
mtr. Georgette í Kjóla og Blúss-
ur frá 2,80 mtr. Nýkomið svart,
nýtt efni í Kjóla og Upphluts-
skyrtur.
Verzl. „Dyngja“.
1/1 — 1/2 — 1/4 TUNNUR
af úrvals spaðkjöti altaf fyrir-
liggjandi. — SAMBAND lSL.
SAMVINNUFÉLAGA. — Sími
1080.
Munlð síma 1974, Fiskbúðin
Hverfisgötu 37. Ávalt nýr fisk-
ur. Sólberg Eiríksson.
Sparið peninga! Forðist ó-
þægindi! Vanti yður rúður í
glugga, þá hringið í síma 1736,
og verða þær fljótt látnar í.
Borðið í Ingólfsstræti 16. —
Sími 1858.
Permanent-hárliðun. Höfum
3 mismunandi tegundir af
permanent, Wella, — Eugen, —
Zotos. — Getum því gjört alla
ánægða. — Hárgreiðslustofa
Lindís Halldórsson, Tjamar-
götu 11. Sími 3846.
BEBTA BUCK:
í stolnu
34
I Ȓku
Júlía hugsaði meö sjálfri sér, hve undarlegt það væri, að Phd
skyldi fara inn í vinnustofuna, þar sem hann naumast gat komist
hjá því, að hugsa til hennar, um sama leyti og hún sá í Nisaa
mynd af honum; í an-sku blaði. Mynd af honum ásamt skátadrengj-
unum hans. Og þessi mynd hafði fengið hana til að ákveða það
í eitt skifti fyrir öll, að slíta sambandi sínu við herra Charles.
— Pað er líka dálítið annað, sem ég verð að segja yður, ungfrú
Júlía, sagði Bennett. — Ég kom inn í vinnustofuna, án þess að
herra Chanoery tæki eftir því. Hann saí við skrlfborðið, þar sem
ungfrú Travers var vön að sitja, og þar sem hún sat, þeg,ar húirj
andaðist. Þér munið eftir þvi, að hún var að teiknu mynd af
yður, um það leyti sem hún andaðist.
— Já, já, Bennett, sagði Júlía dálítið óþolinmóð, því að hún
þoldi ekki að vera mint á þennan hræðilega dag.
— Þér vitið, ungfrú, að litla myndin var fest við teikniborðið,
alveg eins og ungfrú Travers hafði gengið frá því. Ég sá herya
Cha-noery bsa myndina frá og fara með hana. *
— Tök hann myndina með sér? hrópaði Júlía upp yfir sig.
— Erpð þér alveg viss um það, Bennett?
— Alveg viss um það, ungfrú, svaraði Bennett með einkenni-
legu augnaráði. /
— Jæja; hvað sögðuð þér við hann? spurði Júlía og reyndi
að sýnast róleg.
—- Ég sá hann losa hana frá teikmiborðinu og kyssa bana, áður
en hann staikk henni í vasa sinn, svaraði Bennett alvarlega, um
leið og hún horfði rannsóknaraugum í andlit húsmóður sinnar.
Júlía Ackroyd snéri sér undan, til þess að dylja roðann á
andliti sínu. Hjarta heninar sló ört. Phil hafði talið ómaksins vert,
að koma hingað og stela mynd af henni.
Hann hafði kyst hana, áður en hann stakk hanini í v.asa sinn.
Honum stóð þá okki á sama um myndina af hcnni.
Tilfinningin, sem hún hafði bælt niðri um tíma, lét nú afíur á
sér bæra; hún hafði elskað hann og álitið, að honum stæð’ alveg
á sama um hana.
Júlía varð að reyna mikið á sig, til þess að sýnast róleg, þegáx
hún svaraði:
— Já; ég man það núna, Bennett, að ungfrú Travers hafði
ákveðið, að hann fengi eina af myndum sínum, og auðvitað hefir
hann valið þá myndina, sem hún var seinast að mála, rétt áður
en hún dó. Herra Chancery lítur vafalaust á þetta sem brúðkaups-
gjöf frá henni, því að ég held, að hann ætli að gifta sig bráðlega.
Júlía hafði það á tilfinningunni, að hún mætti til með að fél
Bennett til þess að hætta að horfa á sig þessu einkennilega
augnaráði.
En Bennett svaraði enn þá drýgindalegar:
— Gifta sig! Ó! nei; ég held, að herra Chancery hugsi ekki til
að gifta sig, nema ...
Hún þagnaði.
— Haldið þér það ekki? spurði Júla blátt áfraxnl, — Ég I.efl
altaf álitið, að herra Chanoery væri leynilega trúlofaður ein-
hverri stúlku í Devonshire.
— Ó, nei, ungffnú; þaðheld ég ekki, sagði Beunett ákveðið. Égi
gerðist svo djörf að segja við hann ,að ég vonaðist eftir að sjá:
hann kvæntan innan skamms. En hann svaraði mjög alvarlegur,
að hann myndi víst ekki kvænast fyrst um sinn. 1
— Jæja, svaraði Júlía kæringarlaus. — Bennett; mér finnast
þessi blóm vera orðin nokkuð gömul. Þér skuluð fara með þau
niður; en ég skal fara út og kaupa ný blóm.
Hún hljóp út í hneina loftið og kældi brennheitar kintiarnar.
Phil ætlaði ekki að gifta sig. Hann var ekki einu siinni trúlofaður
ungu stúlkunni í Devonshire. Phil var sorgbitinn. — Phil hafði
rænt mynd af henini.
Júlía þorði varla að vona. Hún þorði naumast að hugsa um,
hvað þetta þýddi.
Hún kom heim méð fangið fult af blómum og hjartað fult af
gleði.
Meðan á miðdegisverði stóð, hljómaði þessi setning stöðugt í
eyrunum á henni: „Phil stal; Riynd af mér!“ Og um leið fór hún
> að hugsa um það, hve einmana hún væri í þessu fallega húsi, sem
hún hafði á glæpsamlegan hátt erft eftir Isobel Travers.
En hve alt var hér þögult og eyÖilegt nú! ,
Til þess að sleppa við þennan tómleika, ákvað Júlía að heim-
sækja frú Loftus eftir miðdegisverð.
Frú Loftus vissi ekki enn þá, að Júlíá var komin aftur. Og
Júlía vonaði, að frú Loftus hefði einhverja hugmynd um það,
hvort Philip væri í London eða iekki.
— Frú Henderson! Ég hefi ákveðið að heimsækja frænku
mína, frú Loftus. 1 kvöld verðið þér að skemta yður við nýju
bækurnar frá lestrarfélaginu.
Þegar Júlía, skömmu seinna, gekk niður þrepin, sveipuð dökkri
kápu, og út í bílinn, grunaði hana ekki, hversu þýðingarmikið
kvöld þetía yrði fyrir hana.
Þegar hún kom að hinu stóra húsi frú Loftus í Kensington, sá
hún sér til mikillar undmnar, að Ijós var í öllum gluggum og
rnikill gleðskapur var þar á fierðum. Hún heyrði hljóðfæraslátt
út um dyrnar a aagstofunni, par sem hún haíði siðast att tal
við Charles Miniver. Hinir áfengu tónar danzlagsins bárust til
eyma Júlíu.
— Drottinn minn dýri! Það er ómögulegt, að hér sé danzleikur?
sagði Júlía?
— Nei, nei, vina miln! Það er enginn danzleikur, að eins
barnaskemtun, svaraði frú Loftus, sem kom nú og bauð Júlíu
velkomna.
— Hvernig líjður þér, Júlía? Þú lítur svo vel út. En hve það
var gaman ,að sjá þig! Ég átti ekki von á, að þú kæmir fyrr þh
með vorinu. En það var gaman að sjá þig aftur. Þetta er enginn
danzleikur, vina mín! Enda hefðum við ekki getað farið að
sfcemta okkur strax eftir lát ungfrú Travers. En börnin hefðu
orðið fyrir svo miklum vonbrigðum, ef þessi skemtun þeirra
hefði fallið niður.
— Já, tautaði Júlía. Hún fylgdi frúnni eftir upp breiðu þrepiin,
sem lágu að dagstofiudyrunum.
ÖIl húsgögnin höfðuverið flutt út úr dagstofunni, og gólf-
ábreiðan hafði verið tekin, og á gólfinu danzaði hópur kátra
barna. >
Hinar litlu dætur frú Loftus, sem áttu að vera brúðarmeyjar
Júlíu, voru klæddar sem fiðrildi.
— Þessir litlu angar hafa svo gaman af þessu, sagði frú Loftus
ánægð. Veizlan hófst kl. hálf fjögur, og minstu börnin hafa þegar
verið sótt. Hér hefir töframaður skemt þeim, og bráðum leikur
annar listamaður listir sínar. Hvaða búningur finst þér fallegástur?