Alþýðublaðið - 26.11.1935, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.11.1935, Síða 4
ÞRIÐJUDAGINN 26. NÓV, 1035. mm GAMLA' BIÖ m Regfna. Efnisrík og* velleikin mynd með Louise UUrích og Adolf Wolilbruck. Öíga Tscheckowa. ísfisksala, I gær seldu: Rán í Grimsby, 960 vættir fyrir 860 sterlingspund. Gieir í Grimsby, 800 vættir fyrir 922 sterlingspund. Tryggvi gamli 696 vættir fyrir 626 sterlingspund, og Gullfoss í North Shields, 464 vættir fyrir 375 sterlingspund, Verkakvennafél. Framsókn heldur fund í kvöld í lönó kl. 8i/2. Skipafréttir: Gullfoss og Goðafoss eru í Reykjavík. Dettifoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúar- foss fer frá Kaupmannahöfn í kvöld til Leith. Lagarfoss er á Idð til Hofsós frá Siglufirði. Sel- foss er í Gautaborg. ísland er væntanlegt til Kaupmannahafnar í dag. Drottningin fer frá Akur- jeyri í fyrramálið. KrlstrAn i Hamravik «g himnafaðirinn. Sýning á morgun kl. 8. SlÐASTA SINN. Aðgöngumiðar á 1,50 stæði, 2,25 sæti og 3 kr. svalir, seldir í dag frá 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Golafoss fer annað kvöld í hraðferð vestur og norður. Ömmdarf jörður og Hest- eyri áukahafmr. Gullfoss fer á Föstudagskvöld til Kaupmannahafnar. Hárlttur. Höfum fyrirliggj- andi margar tegundir, af okkar þekta og viðurkenda hárlit. Mismunandi liti og verð. Einnig fljótvirkan augnabrúnalit. Hár- greiðslustofa Lindís Halldórs- son. Tjarnargötu 11. Sími 3846. Gylling. — Viðgerðir. Jón Dahnannsson gullsmiður, Vitastíg 20. VEGGMYNDIE, Eanunar og iunramm anir, bezt á FEEYJUGÖTU 11 Sími 2105. SAMNINGAR STJÓRN- ARFLOKKANNA. Frh. af 1. síðu. 3. gr. Með því að innheimta á árinu 1936, gjald til ríkissjóðs af vör- um þeim, sem fluttar eru hingað til lands, og ekki eru undan- þegnar því í þessum lögum. Gjaldið skal greiða af innkaups- verði varanna, kominna um borð í skip, sem flytja á vörurnar bingað til lands.. Skal hlutaðeigandi lögreglu- stjóri, í Reykjavík tollstjóri, stimpla á þann hátt, er ræðir um í lögum nr. 75, 27. júní 1921, innkaupsreikninga yfir vörum- ar með þeim hundraðshlutum í gjald af innkaupsverðinu, sem hér greinir: 1. Með 2% stimplast reikn- ingar yfir allar aðrar vörar en þær, sem tilgreindar eru í 2., 3. og 4. tölulið hér á eftir, eða era sérstaklega undanþegnar sam- kv. næstsíðustu málsgrein þess- arar greinar. 2. Með 5% stimplast reikn- ingar yfir eftirtaldar vörur: Bif- hjól, fólksflutningsbifreiðar, blákka, borðbúnaður, annar en sá, er fellur undir 1 tölul. þess- arar gr. Burstavörar, búsáhöld allskonar, fægiéfni aliskonar, glervarningur, greiður, hrein- lætisvörur allskonar, húsgögn og húsgagnahlutar, kaffi, lásar, skrár, lamir og tilheyrandi, leir- varningur, olíulampar og til- heyraridi, postulínsvarningur, raflagningaefni allskonar, raf- magnsvörur allskonar, sykur, ræstiduft, sápa aliskonar, sápu- duft og spænir, skóflur. Smá- varningur úr alpakka, aluminí- um, beikalit, beini, blýi, eir, hvítmálmi, járni, látúni, málm- blendingi, steintegundum, tini og tré. Smíðaáhöld, snyrtivörar allskonar, sódi, speglar, stífelsi, straubretti, straujám, tau- klemmur, taurullur, tausnúrar, tauvindur, verkfæri allskonar, vogir og tilheyrandi, þvotta- bretti og þvottaefni allskonar. 3. Með 10% stimplast reikn- ingar yfir eftirtaldar vörur: Fatn- aður alls konar, band, gam og tvinni alls konar, kakaó, kyddvörur, sagó, skófatnaður annar en gúmmískófatnaður, smá- vamingur á og til fata, svo sem tölur, krókapör, smellur, spenn- ur, leggingar, tvinni, sinúrnr og teygjubönd. Sýróp, te, vefnaðar- vörur og vefnaður alls konar. Þó er vefriaður og fatnaður, sem til- greindur er í viðskiftasamningi við Breta, undanþeginn • þessum lið, svo lengi sem sá samningur er í gildi. 4. Með 25% stimplast reikn- ingar yfir eftirtaldar vörur: Á- vaxtamauk, ávaxtasulta, ávextir niðursoðnir, ávextir nýir, ávext- ir þurkaðir, brjóstsykur, grænmeti niðursoðið, grænmeti nýtt, græn- meti þurkað, gullvarningur, gull og silfur óunnið, hljóðfæri og músíkvörur, lakkrís, leðurvörur, platínuvarningur, silfurvarningur, úr og klukkur, Vörur úr gull-, silfur- og platínu-pletti. Undanþegnar viðstkiftagjaldi eru vörur þær, er nú skal greina: Áburðarefni, akkeri og akkeris- festar, baðlyf, blýsökkur, drátt- artaugar fyrir plóga og herfi, endursendar íslenzkar afurðir, endursendar tómar umbúðir, fisk- ábredður, fiskilínur, fiskinet, fisk- mottur, forardælur. frystivélar, fræ og trjáplöntur, girðingarefni, grastóg, hafragrjón, hafrar, not- aðir heimilismunir manna, er flytja vistferlum til landsins og hafa verið minst eitt ár búsettir erlendis, heyvinsluvélar, hrífur, hrífutindaefni, hrísgrjón, húðir saltaðar, kjöttunnur og efni í þær, kjötumbúðir, kol, landbúnað- arvélar, ljáir og blöð, lóðarbelgir, lóðataumar, lóðate&wr. lóðaröngl- UnBDBUB I D4G FUNDUR F. U. J. Frh. af 1. síðu. Fyrir unga Jafnaðarmenn töluðu Guðjón B. Baldvinsson og Pétur Halldórsson. Fyrir F. U. K. Ásgeir Bl. Magnússon og Áki Jakobsson og fyrir þjóðemissinna Hélgi Jónsson, Jón Aðils og Finnbogi Guðmundsson útgerðarmaður frá Gerðum. Hvorkí ungir Framsóknar- menn né ungir Sjálfstæðismenn tóku þátt í umræðunum. Umræðumar snerust fyrst og fremst um einræði og lýðræði og ofsóknir fasista og nazista gegn andstæðingum þeirra. Fundurinn fór mjög vel fram og urðu umræður f jöragar, en að þeim loknum var samþykt á- lyktun gegn fasismanum, sem mun verða birt hér í blaðinu á morgun. Má fullyrða, að rúmlega 400 manns hafi greitt atkvæði með þessari ályktun en 73 atkvæði voru á móti. Tillaga frá nazistunum var drepin með sama atkvæðahlut- falli. Margt af ungu fólki sótti um upptöku í Félag ungra jafnaðar- manna. ar, lýsistunnur og efni í þær, manilla, mjaltavélar, mótorvélar, netagarn, netakork. netakúlur. notaðir munir, sem sendir hafa veriö til aðgerðar, plógar og herfi, prjónavélar, rúgmjöl, rúgur, sáð- vélar, salt, saumavélar, síldar- tunnur og efni í þær, síldarkrydd, sláttuvélar, smjörpappír, steinolía, umbúðastrigi, venjulegur farang- ur farþega, varahlutir til móíor- véla, veiðarfæri og efni í þau, vélaolíur í tunnum og brúsmn, vörpugarn, vörpuhlerar, vörpu- járn og vörpur. Enn fremur eru undanþegnar viðskiftagjaldi vör- ur þær, sem tilgreindar eru í aug- lýsingu um viðskiftasamkomulag milli Islands og sameinaða kon- ungsríkisins Stórbretalands og Norður-Irlands, nr. 106, 29. júni 1933, þó ékki lengur en sá samn- ingur er í gildi. Verði ágreiningur um flokkun- ína, fellir fjármálaráðherra um það fullnaðarúrsfcurð. 4. gr. Lög þessi raska að engu leyti gildandi Iögum um verðtoll. Á- kvæðin um sýning iinnkaupsreikn- inga í 1. gr. Iaga nr. 5, 3. apríl 1928, svo og ákvæðiri í gildandi reglugerð um verðtoll og ákvæði 4. til 15. gr. laga nr .54, 15. júní 1926 og 4. gr. laga nr; 11, 2. juní 1933 skulu gilda, eftir því sem við á, um gjald samkv. 1 gr. þessara laga. Sérstök skilagrein skal gerð fyrir þessu gjaldi. Fjármálaráð- herra getur með reghigerð sett nánari fyrirmæli um greiðslu við- .skiftagjaldsins af vörum, sem sendar eru til landsins í pósti, og um annað, er snertir framkvæmd laganna, og má í reglugerðinni ákveða sektir fyrir brot á henni. 5. gr. Lög þessi öðlast glldi 1. janúar 1936. Þýzki sendikennarinn, dr. Iwan, flytur í kvöld há- skólafyrirlestur um „Deutsche Meereskiiste". Fyrirlesturinn hefst kl. 8,05 og er lokið kl. 8,50. 1 Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apoteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Heilbrigðismál, IV: Um sullaveiki, II (Páll Sig- Surðsson læknir). 20,40 Einleikur á fiðlu (Þórarinn Guðmundsson). 21,05 UpplestúP: „Hér skeður aldrei neitt“ (Þorsteinn Ö. Stepbensen leikari). 21,30 Hljómplötur: Danzlög. FRAKKLAND. Frh. af 1. síðu. um sammngaumleitmmm við Hitlerstjórnina, en samþykkja varnarsamri- inginn við Sovét-Rássland hið allra fyrsta og leita aftur náinnar samviimu við England. 1000 milljónir franka í gulli teknar út ur Frakklandsbanka á laugardaginn. Gullflóttbin úr Frakklands- banka heldur áfram í enn þá stærri stíl en áður. Bara á laug- ardaginn voru teknar út úr bankanum 1000 miljónir franka í gulli, eða hærri upphæð á ein- um einasta degi heldur en alla vikuna á undan! Forvextir hafa enn verið hækkaðir um 1% eða úr 5 upp í 6%. Frönsk ríkisskuldabréf liafa fallið stórkostlega í verði. Laval virðist þó enn ekki haf a gefið upp alla von um að geta bjargað stjórn sinni frá falli. Hann treystir á misklíð flokk- anna og býr sig undir harða bar- áttn þegar þing kemur saman. STAMPEN. Örstutt athugasemd. „CuðspeMfélagið sextugt“ birt- Ist hér í blaðinu 24. þ. m. Höfðu málsgreinar þessar fallið úr: „Ég hefi hlýtt á messur frjálskatólskra manna, kropið niður og neytt hins beilaga brauðs drottins kærleik- ans. Ég hefi verið við bænir Mú- hameðstrúarmanna, er þeir féllu fam á sandinum við Níl og til- báðu Allah“. Vestmenn heitir nýútkomin bók um land- nám íslendinga í Vesturhteimi, eftir Þorst. Þ. Þorsteinsson. Sjúkrasamlag Eeykjavíkur biður þess getið, að eins og áður hefir verið auglýst, verða þeir samlagsmenn, sem ætla að skifta um lækna tim næstu ára- mót, að hafa tilkynt það til skrif- stofu samlagsins fyrir 1. dezem- ber næst komandi. Koma verður með kvittanabækur, um leið og skiftin eru tilkynt. Ekki tekið á móti símatilkynningum. Súðin fór frá Kaupmannahöfn í gær- mogun áleiðis hingað. Bókasafn „Anglia“ í brezka konsúlatinu er opið á sunnudaginn kl. 6—7, og á miðvikudaginn kl. 3—10 e. h. íkviknun í „Rúllu & hleragerðinni44 í gærkvöldi. í gærkveldi kl. 7,45 var slökkvi- liðið kvatt inn að „Rúllu & hleragerð" Flosa Sigurðssonar. Þegar þangað kom, var eldur í þaMnu á húsinu að norðamverðu. Þatóð var stoppað með sagi. Var strax komið fyrir tveim slöngum. Varð að rjúfa þatóð töluvert, og er það því allmikið síkemt. Um eldsupptökin er ekM víst ennþá, en álitið er, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Höfuin: Lyra kom í gærkveldi. Venus var sóttur á Skerjafjörð í gær. Gulltoppi var lagt á Skerjafirði í gær. Waldorf fór’ héðan í gær. mm níja biö Bjarteyg (Bright Eyes). Gullfalleg og skemileg arixerísk tal- og tónmynd. Aðalhlutverkið leikur eft- irlætisbarn allra kvik- myndavina, litla stúlkan Shirley Themple. Aðrir leikar era: Lois Wilson, James Dunn, o. fl. I. O. G. T. MORGUNSTJARNAN nr. 11, Hafnarfirði. Fundur aimað kvöld, miðvikudag, kl. 8:1/2. — Inntaka nýrra félaga. Afmælis- nefndin leggur fram prógram. Síðasti fundur fyrir afmælis- hátíðina. — Fjölmennið! Tðknm á mátl nýjum meðlimiun daglega, en getum ekki vegna gjaldeyrishafta selt utanfélagsmönnum. Pðntnnarfélag verkamanna Skólavörðustíg 12. Sími 2108. vantar að Heilsuhælinu á Vífilsstöðum frá 15. febr. 1936. Umsóknir, ásamt venjuleg- um upplýsingum, sendist Stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Arnarhvoli, íyrsr 1. janá- ar n. k. Stjórnarnefnd ríkisspltalanna. Seljinm i helldsðln smjör og osta fi*á M|álknrl9ái MéamnMiia. Sláturfélag Suðurlands. Hðlsfjalla hangikjot tökum við úr reyk daglega nú og framvegis. ____ Þetta verður langbezta jólakjötið og ómissandi á hverju heimili. Munið að biðja kaupmann yðar um HÖLSF JALLA-HAN GIH JÖT. Samband ísl. samvinnufélaga. Sími 1080. Félag styrkpega I Reykjavik. Fundur verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna, þriðjudag- inn 26. nóv. kl. 8 síðdegis. Fundarefni: I Hafnarfirði heldur O. Fnenning samikomú í kvöld kl. 8 í Góðtemplarahús- inu. Allir hjartanlega velkomnir. Esja fór frá Sauðárkróki kl. 7 í (gæír- kveldi. 70 ára varð í gær Oddfreður Odds- son Lokastíg 18. Sjómannastofan Norðurstíg 4. Kristileg sam- koma í dag kl. 6 e. h. Allir vel- komnir. 1. Sýnd mynd. 2. Félagsmál. 3. Erindi. K. P. 4. Gas og rafmagn. Félagsmenn hafi með sér nýja meðlimi upp í skírteini sitt. og greiði nokkra aura Stjórnhi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.