Alþýðublaðið - 27.11.1935, Blaðsíða 1
-41 ’griRÉ? virði
& lS'9 í völdum
munum
frá viðurkendustu sérverzl-
unum höfuðstaðarins, fá
kaupendur
ALÞÝÐUBLAÐSINS,
fyrir jólin.
RITSTJÓKK: F. B. VALDEMARSSON
tJTGEFANDI: ALÞVÐUFLOKKURINN
XVI. Á.RGANGUR
MIÐVIKUDAGINN 27. nóv. 1935.
296. TÖLUBLAÐ
1 Ol krónur
í peningum
ALjc»VÐUBLADSIN S
í verðlaun f á kaupendur
fyrir að svara nok^rum
spurningum.
Alpýðntrjragingarnar
auka öryggi verkaiýðsins.
Frnmvarp Alpýðnflokksins er
grnndvðllurinn, er bygt verður á.
Fjölmennur fundur í Verkakvennafélaginu lýsir fylgi
sínu við Alþýðufíokkinn og trausti á ráðherra hans.
VERKAKVENNAFÉLAG-
IÐ FRAMSÓKN hélt fjöl-
meiman fund í Iðnó í gærkveldi
og samþykti þar ályktun um
frumvarp Alþýðuflolíksins til
alþýðutryggingá, sem felur í
sérr‘ þakkir tii flokksins og
traustsyfirlýsingu á ráðherra
hans.
Fundur Verkakvennafélags-
ins Framsókn í gærkveldi í
Iðnó var mjög fjölmennur.
Hófst hann með umræðum
um atvinnuleysismál verka-
kvenna og urðu miklar umræð-
ur um þau. Að þeim loknum
voru samþyktar ályktanir.
Var önnur þeirra áskorun á
þingmenn Alþýðuflokksins, að
þeir beittu sér fyrir því, að viss
hluti af fé því sem áætlað væri
til atvinubóta yrði ætlað at-
vinnulausum konum, sem hafa
fyrir heimilum að sjá. En hin
var endurtekin áskorun til bæj-
arstjómar frá félaginu um hjálp
til atvinnulausra kvenna, en
bæjarstjórnin hefir hundsað þær
kröfur félagsins alt til þessa.
Haraldur Guð-
mundsson talar um
Alpýðutryggingarn-
ar.
Haraldur Guðmundsson at-
vinnumálaráðherra flutti á
fundinum langt og ítarlegt er-
indi um alþýðutryggingarnar,
sem nú ná fram að ganga á
yfirstandandi þingi. Tók hann
hvern tryggingarlið fyrir sig og
lýsti honum. Fyrst lýsti hann
slysatryggingunum og síðan
sjúkratryggingunum, elli og ör-
orkutryggingunum, atvinnu-
leysistryggingunum og síðast 6.
kafla frumvarpsins um ellilaun
og örorkubætur.
I lok erindis síns sagði Har-
aldur Guðmundsson, að hann
liti á þetta frumvarp, sem stór-
kostlega réttarbót handa alþýð-
unni í landinu.
Með þessu frumvarpi væri
lagður grundvöllur, sem á yrði
bygt á næstu árum. Frumvarp-
ið væri að ýmsu leyti ekki eins
og hann og Alþýðuflokkurinn
hefði kosið, en það væri þó mik-
ið spor í rétta átt.
Er Haraldur hafði lokið er-
indi sínu urðu miklar umræður
um frumvarpið og fjölda fyrir-
spuma varð ráðherrann að
svara. Konumar, sem til máls
tóku vom sammála um það, að
frumvarpið væri til stórkost-
legra bóta fyrir alþýðuna, en
ýms ákvæði þess gagnrýndu
þær og þó sérstaklega ákvæðið
um dánarbætur til þeirra bama,
sem missa foreldri sitt, en um
það atriði er enn ekki fyllilega
ákveðið.
Að umræðum lqjmum var
HARALDUR GUÐMUNDSSON
samþykt svohljóðandi ályktun
í einu hljóði:
„Fjölmennur fundur í V. K.
F. Framsókn, haldinn 26. nóv.
1935, lýsir ánægju sinni yfir
frumvarpi Alþýðuflokksins um
alþýðutryggingar og framgangi
þess máls á yfirstandandi þingi.
Jafnframt þakkar funduriim
ráðherra Alþýðuflokksins, Har-
aldi Guðmundssyni, fyrir bar-
áttu lians fyrir þessu máli fyrr
og nú.“
Verkameon 1 Hafn-
arfirði heimta al-
Hýðntrygginiaroar
án breftinga, sem
skemma það.
Fjölmennur fundur í V.M.F.
„Hlíf“ í Hafnarfirði, samþykti
, eftirfarandi:
j Framvörp þau um alþýðu-
tryggingar, er þingmenn alþýðu-
i flokksins flytja nú á þessu
þingi, telur félagið spor í rétta
átt, enda þótt að félaginu þyki
á margan hátt fullskamt geng-
ið. Vill félagið fastlega mæla
með því, að lög þessi nái fram
að ganga á þessu þingi. Félagið
vonast til svo góðs af „Fram-
sóknar“fIokknum, að hann
gangi í lið með Alþýðuflokkn-
um um lausn málsins, án þess
það spillist í meðferðinni í þing-
inu.
Jafnaðarmannafélag
Hafnarfjarðar lýsir
íylgi sínu við frv.
um alþýðutrygging-
arnar.
Á fundi í Jafnaðarmanna-
félaginu í Hafnarfirði 21. nóv.
1935 var eftirfarandi tillaga
samþykt í einu hljóði:
„Jafnaðarmaimafélagið í
Hafnarfirði skorar á stjórnar-
flokkana á Alþingi (Alþýðu-
flokkiim og Framsóknarflokk-
Frh. á 4. síðu.
360 manns
f atvlnnn"
bötavinnu
fráVimtndegl
Á fundi bæjarráðs í gærkveldi
var samþykt að f jölga í atviimu-
bótavinnunni frá næsta fimtu-
degi um 60 manns.
Vinna þá í atvinnubótavinn-
uimi frá næsta fimtudegi »360
manns.
Piltnr ferst
af slysi i
Lelrn i gær.
HÖRMULEGUR atburóur skeði
\ í gær skamt frá Hrúðunesi í
Leiru.
Piltur, 15 ára gamall, Einar að
nafni, sonur Helga bónda í
Hrúðunesi, var að flytja mjólk
á hestvagni til Kieflaví'kur.
Pegar komið var skamt upp
fyrir Hrúðunes, fældist hesturinn.
og fór vagninn yfir piltinn.
Var læknir sóttur til Keflavíkur
þiegar í stað, en er hann kom að
Hrúðunesi, var pilturinn dáinn.
Hafði honum blætt inn í lungun.
Faslstar safna vopnnðn liði til Parisar.
„Alþýðufy!kingin“ myndar vopnað varnarlið
í öilum verkamannahverfum borgarínnar.
Bliðngir viðbnrðir jflrvofandi á morgnn.
SIjs af reiðhjóli.
Piltur á Ijóslausu
reiðhjóli ekur á telpu
svo að hún meiðist
töluvert á höfði.
1 gærkveldi um kl. 7 var kona
að fara héðan úr bænum suður í
Skerjafjörð, og gekk hún götuna,
Frh. á 4. siðu.
EINKASKEYTI TIL ALÞVÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgnn.
k STANDIÐ á Frakklandi verður ískyggilegra
með hverjum degi, sem líður. Það er ekki annað
sjáanlegt, en að blóðug borgastyrjöld brjótist út allra
næstu daga. Símskeytin frá París segja að fasistafé-
lögin hafi gert ráðstafanir til þess að flytja alt það lið,
sem þau eiga á að skipa á Norður-Frakklandi, til höf-
uðborgarinnar í dag, og sé allt útlit fyrir að þau séu
að undirbúa vopnaða uppreisn á fimtudaginn, þegar
þingið kemur saman. Hinsvegar hefir „alþýðufylking-
in, þ. e. a. s. Alþýðuflokkurinn, Kommúnistaflokkur-
inn og vinstri armur sósíalradikalaflokksins, ákveðið
að stofna vopnaðar varnarsveitir í verkamannahverf-
mn höfuðborgarinnar, „rauða beltinu“ svonefnda, og
verða þær hafðar til taks nótt og dag í fundarhúsum
verkamanna. „Rauða slökkviliðið“, varnarlið, sem
verkamenn haía haft með sér frá fyrri tímum, hefir
einnig verið kallað saman. Allsstaðar eru flautur og
klukkur til taks til þess að kalla þessi varnarsamtök
verkalýðsins til vopna, ef fasistafélögin skyldu gera al-
vöru úr hótunum sínum.
Gera fasistafélögin
tilraun til brjótast til
valda í París á
morgun?
Parísarblaðið „L’Oeuvre“
birti í morgun upplýsingar um
fyrirætlanir fasistafélaganna,
sem vakið hafa gífurlega eftir-
tekt úti um allan heim.
Blaðið segir, að stjórn, „Eld-
krossanna“ hafi gert hreina og
beina áætlun um vopnaða upp-
Ofrlðarbættan fer yax«
andi milli Breta og Itala
ÞJóðsfJórnin hefir í hyggju að banna
sðin á oiíu, kolum, Járui, stáli tii Ital iu
LONDON 27. nóv. F.B.
HIÐ nýja ráðuneyti Stanley
Baldwins kemur saman í
dag í fyrsta sinni til þess að
ræða um hvort ráðlegt sé að
leggja bann við útflutningi á
olíu, kolum, stáli og járni til
ítalíu. Fullnaðarákvörðun um
þetta mál mun þjóðstjórnin þó
að líkindum fresta, sökum þess,
að afleiðingin gæti orðið styrj-
öld milli Italíu og Bretlands,
en brezka stjórnin vill ekki
nema til neydd gera ráðstafan-
ir, sem slíkt leiddi af, og í öðru
lagi vill hún sjá hverju fram
vindur í Frakklandi, hvort Laval |
stenzt árásir þær, sem hami \
fyrirsjáanlega verður fyrir, er
þingið kemur sarnan á morgun.
(United Press).
Sigurgleði í Abess-
iníu.
LONDON, 27. nóv. FB.
Fregnir frá Addis Abeba herma,
að Italir hafi orðið að hverfa frá
Gorahai, eftir að Abessiníumenn
hö?ðu gert snarpa árás á borglna.
Abessiníumenn telja þennan sigur
sinn mjög mikilvægan, því að
þeir hafa náð á sitt vald aftur
vatnslindum, sem hiefðu orðið
Itölum mjög mikilvægar, hefðu
þeir getað haldið þeim, en auk
þess hiefir sigurinn mjög hrest
við Abessiníunnenn og aukið þor
þeirra.
Stjórnarvöldin i Addis Abeba
eru mjög fagnandi yfir sigrinum
og halda þvi fram, að með því
að ná Gorahai úr höndum Itala,
hafi Abessiníumenn eyðilagt
fimmtíu og fímm daga hemaðar-
aðgerðir Graziani hershöfðingja í
Ogaden. Hafa Italir mist þar úr
höndum sér mikið landsvæði, sem
þeir höfðu haft mikið fy;rir að
leggja undir sig.
(United Press.)
Abessiníu bannað að
nota járnbrautina til
Djibouti tii herflutn-
inga.
OSLO, 26/11. (FO.)
Franska félagið, sem á járn-
Frh. á 4,- síðu.
reisu á fimtudaginn, þegar þing-
ið kemur saman. Það sé ætlun
fasistanna að gera áhlaup á
þinghúsið, ná byggingum ráðu-
neytanna og anuara stjórnar-
stofnana á sitt vald, taka prent-
smiðjur og ritstjómarskrifstof-
ur verkamannablaðanna og
frjálslyndu blaðanna herskildi
til þess að hindra útkomuþeirra,
og mynda ógnarstjórn í París.
Blaðið fullyrðir ennfremur, að
„EIdkrossarnir“ hafi búið til
lista yfir þá menn, sem fyrst
eigi að taka af lífi, og séu ekki
aðeins verkamannaforingjarnu’
heldur og f jöldi núverandi og
fyrrverandi ráðherrar þar á
meðal. Stjórn „EIdkrossanna“
hafi ákveðið að nota ekki fall-
öxi til þess, þar eð það myndi
taka of langan tíma, heldur
drekkja andstæðingum sinum í
Signufljótinu.
Hið pólitíska andrúmsioft í
París er þrangið af sprengiefú-
m Hvað lítið, sem fyrir kem-
ur, getur hleypt öllu í bál og
brand.
STAMPEN.
Alpýðuflokkurinn
heimtar að upplausn
fasistafélaganna sé
látin sitja fyrir öllu
öðru.
LONDON, 26. nóv. F0.
Franska stjómin kom saman á
ifund í dag, til þess að ræða um
hvemig verjast skyldi árás þeirri,
sem ráðgert er pð jafnaðarmenn
hefji á hendur stjórninni, er þing
kemur saman á fimtudaginn kem-
ur. Á sama tíma, sem ráðuneytis-
fundurinn var haldinn, héldu jafn-
aðarmenn ehmig fund.
Stjórnin hefir ákveðið að leggja
alla áherzlu á fjármálin og hin-
ar geysi-örðugu f járhagskringum-
stæður, og krefjast þess, að þau
mál gangi fyrir öllum öðmm. —
Jafnaðarmenn eru hins vegar al-
ráðnir í að krefjast þess, að upp-
lausn fasistafélaganna komi fyrst
til umræðu. Veltur það nú á at-
kvæðum radikalsósíalista, hvorum-
betur veitir. Herriot hefir hótað
að að segja af sér formennsku
flokksins ,ef hann tekur á sig þá
ábyrgð, að fella stjórn Lavals.
Opinber tilkynning var gefin út
að ráðherrafundinum loknum, og
segir stjórnin í tilkynningunni, að
þegar hafi verið gerðar ráðstaf-
anir til þess aÖ undlrbúa það,
að dregið yrði úr starfsemi fas-
istafélaganna, og þeim verði gert
erfiðara um flokkadrætti og
kröfugöngur. Stjórnin hefir á-
Frh. á 4. síðu.
Hppreisn i Braziliu.
Margar borgir f Norðnr-Brazilfa
eru á valdi nppreisnarmanna.
LONDON 26. nóv. F.U.
INORÐURFYLKJUM Brazil-
íu hefir brotist út upp-
reisn gegn stjórninni, og fara
uppreisnarmenn vopnuðu ..liði
gegn stjórnarsiimum og yfir-
völdunum. Mælt er, að þeir hafi
náð á sitt vald nokkrnm bæjum
og borgum, og hrakið stjórnar-
herinn á brott. S|jórnm í
Brazilíu hefir lýst landiö í hern-
aðarástand, og liefir forsetan-
um verið veitt aukið vald.
Stjórnin pykist eiga
í öllum höndum við
uppreisnarmenn.
LONDON, 26/11. (FO.)
Svo «r að sjó, sem uppretst-
inni í Brazilíu sé að verða loki
og muni stjórninini takast að bæ
hana niður. Tvö beitiskip ha:
verið send gegn uppreistarmön:
unum, en þeir sýnast vera eim
steikastir í Pernambuco og nor
ur Rio Grande. Stjómarherl
hefir einnig sezt um uppreista
mennina, og er búist við að þ.e
verði bráðlega að gefast upp.
Símasambandi sllti
við mikinn hluta
Norður-Brasilía.
LONDON, 27/11. (Fl
Þar sem Brazilíustjórn he
stranga ritskoðun á öllum fré
um, sem sendar eru þaðan
'PQIS '{7 b 'qij