Alþýðublaðið - 27.11.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.11.1935, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGINN 27, nóT, 1B35. m O AMLA Blö B Óskilabarnið. (Livets Kameval.) Tilkomumikil og efnisrík talmynd, sem gjörist með- an hið árlega kameval- stendur yfir í Nizza. Aðalhlutverkin leika: hinn frægi leikari Ivan Mosjoukine og Tania Fedor. Kaupum hreinar LÉREFTSTUSKUR Steindórsprent h.f. LEIIFJEUIÍ lETUiílPI Kristrán i Hamravik 08 'himnafaAirinn. Sýning í dag kl. 8. SÍÐASTA SINN. Aðgöngumiðar á 1,50 stæði, 2,25 sæti og 3 kr. svalir, seldir í dag eftir kl. 1. Sími 3191. „Skoaga'SveiiiD“ eftir Matthías Jochumsson Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Sími 3191. Nýjar vonir um Kingsford-Smith. LEP. 25. nóv. FÚ. Frá New Delhi kemur fregn, sem á ný vekur vonir um, að Kingsford-Smith kunni að finn- ast. Svo stendur á þeirri fregn, að forstjóri flugvallarins í New Delhi hefir fengið skeyti frá starfsmanni við flugstöðina á Victoria Point að fundist hafi flugvél með annan vænginn brotinn í skógi um 90 enskar mílur (146 km.) suður af Vic- toria Point. Ef fiagmaðarinii á iifi aostar i Siam ? LONDON, 26. nóv. FÚ. Fregn sú, sem borist hefir flugmálastjóra Indlands, frá Ioftskeytastöðvarstjóranum á Victoria Point — en það er höfði allra syðst á Burma, austanvert við Bengalflóa, og um 150 kílómetra í norður frá Takuapa, þar sem námumenn sögðust hafa orðið varir við flugvél morguninn, sem Char- les Kingford Smith tapaðist — eru á þá leið, að hann hafi frétt frá síamiskum þorpsbúum, að nýlega hafi flugvél lent nálægt Pua-vatni, með annan vænginn brotinn. í henni hafi verið tveir menn, og sé annar fótbrot- inn, en hinn ómeiddur. Menn vona, að hér sé um á- reiðanlega fregn að ræða, og að þar sé um Sir Charles og félaga hans að ræða. Fyrirskipanir hafa verið gefnar um að grensl- ast nánar eftir því, sem hér segir frá. ALÞÝÐUTRYGGING- ARNAR. Frh. af 1. síðu. inn) að samþykkja á yfirstand- andi Alþingi frumvarp til laga um alþýðutryggingar, frumvarp til framfærslulaga og frumvarp til laga um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, þvi að félagið álítur nefnd frum- vörp til stór-mikilla bóta, þótt þau í sumum efnum gangi skemra en félagið æskir. Vilji Framsóknarflokkurixm ekki vinna að afgreiðslu þess- ara mála á þessu þingi, telur félagið fulla ástæðu til fyrir Alþýðuflokkinn að slíta sam- vinnu við hann“. SLYS. Frh. af 1. síðu. sem ter í framhaldi af Njar&argöt- unni. Konan leiddi við hlið sér tvö börn, 5 ára pilt og 8 ára gamla stúlku. Konan gekk út á annari vegbrúninni en teipan var úti á götunni. Pegar konan var komin svp sem miðja vegu suður í Skerjafjörð, .om piltur á Ijóslausu reiðhjóli á fleygiferð og skelti telpunni um koll, og féll hún í götuna. Meidd- ist hún töluvert á höfði. Pilturinn kastaðist af hjólinu og féll út fyrir veginn. Hann reis þegar á fætur og reið af stað, án þess að tala eitt orð við kon- una. Konan hefir kært málið til lög- reglunnar, og er það í rannsókn. FRAKKLAND. Frh. af 1. síðu. kveðið að skora il alla föðurlands- vini á þingi, að meta fjármálin meira en nokkurt aninað mál. Alþýðufl. heimtar stjórnarskifti. Jafnaðarmenn hafa staðfest þá fyrirætlun sína, að fella Laval. Blað þeirra, „Populairie“, skorar á alla jafnaðarmenn að safna liði, og fullyrðir, að fasistafélögin séu í undirbúningi með að köma með mikinn mannsöfnuð til Parísar á fimtudaginn. Gullstraumnum heldur <enn á- fram úr Frakklandi. I gær var 7 millj. sterlingspunda virði af gulli flutt úr landi, og er það hið mesta, &em orðið hefir á ein- um degi BRAZILÍA. Frh. af 1. síðu. útlanda, og hefir látið slíta tal- og ritsíma-sambandi við mikinn hluta Norður-Brazilíu, er einkar erfití að fá þaðan áreiðanlegar fréttir um uppreistina, og hvernig sakir standa. Stjórnin segist hafa yfirhöndina í Pemambuco, en í gær var „Zeppelin greifa“ ekki leyft að koma þar í höfn, þótt farþegar biðu við ströndina, og búist við að loftskipið myndi þurfa að fara til Rio de Janeiro. Svo virðist, sem Port Natal sé algerlega á valdi uppreistar- manna, en þamgað hafa nú verið send tvö beitiskip og deild úr loftflotanum hefir verið fyrir- skipað að aðstoða beitiskipin í árás á borgina, ef uppreistar- menn ©kki gefist upp. ABESSINlA. Frh. af 1. síðu. brautina milli Djibuti og Addis Abeba, hefir endurtekið þá ósk sína við stjórn Abessiníu, að hún noti ekki jámbrautina til þess að flytja hermenn og hergögn. Telur félagið, að ef það verði gert lengur, noti Italir það sem átyllu til þess að kasta sprengjum á brautina og eyðileggja hana. ILHBDBUDIB Tvð innbrot, en lítið pýfi. I fyrri nótt var farið inn í mjólfcurbúðina á Týsgötu 8. Hafði verið farið inn um glugga á her- bergi, sem er við búðina, og far- ið þaðan inn 1 búðina, en glugg- inn var ekki kræktur aftur. Inin- brotsþjófurinn stal úr skúffu í búðinni um 40 krónum í skifti- mynt. Mun lögreglan þegar hafa haft upp á þeim, sem framdi inn- brotið. í nótt var gerð tilraun til að brjótast imi í verzlunarbúð V. Poulsen á Klapparstíg. Hafði verið farið inn í tvö smá- hús bak við verzlunarbúðina, en þar var ektoert fémætt, aðeins járnrusl. Síldveiðin heldur á- fram á Eyrarbakka. (Frá fréttaritara Alþýðublaðsins.) EYRARBAKKAf í borgun. Sildveiðin hér á Eyrarbakka hófst fyrir mánuði og heldur enn áfrain, en er mjög misjöfn dag frá degi. Fjórir trillubátar stunda veið- arnar og einn stærri bátur. Mest veiði á bát hefir verið 300 tunnur. Hæsti hlutur sjómanna er á fjórða hundað krónur. Tíð hefir verið góð og gæftir á- gætar. Attlee major end- urkosinn leiðtogi Alpýðuflokksins á pingi. LONDON, 26. nóv. FB. Attlee majór hefir verið end- urkosinn leiðtogi Alþýðuflokks- ins í neðri málstofunni. (United Press). Þingið kom saraan i gær. LONDON, 26. nóv. FB. Þingið kom saman í dag í fyrsta skifti eftir almennu þing- kosningarnar, sem fram fóru í yfirstandandi mánuði. Fitzroy var endurkosinn for- seti neðri málstofunnar, en því næst var fundum frestað til næstkomandi þriðjudags, er venjuleg fundarstörf byrja. — (United Press) . ÓKEYPIS SKÓLABÆKUR Frh. af 3. síðu. Það er að athuga, að með sam- þykt þessara tillagna er ekki lög- 'leidd nein einokuin á útgáfu náms- bóka, ekki heldur löggiltra náms- bóka til bamafræðslunnar. Til- gangurinn er, að sjá fyrst og fremst öllum skólaskyldum börn- -im að því er kalla má ókeypis fyrir þeiih námsbókum, sem á hverjum tíma <eru nauðsynlegar að mati fræðslumálastjómarinnar. Ef fólk vill kaupa aðrar bækur eða fleiri bækur, er það hverjum einum frjálst og þá vítalaust að hafa þær á boðstólum. 70 ára er í dag ekkjan Oddný Guð- mundsdóttir, Suðurgötu 48 í Hafnarfirði, I DAO Næturlæknir er í nótt Gísli Pálsson, Garður, sími 2474. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apoteki. Veðrið: Hiti í Reykjavik 0 stig. Yfirlit: Djúp lægð um 1000 km. suðvestur af Reykjanesi á hreyf- ingu norðaustur eftir. Otlit: Suð- austan-stormur og rigning, þeg- ar líður á daginn. OTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Framtið lífsins og dauðans (dr. Helgi Pjet- urss). 20,40 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21,05 Erindi: Nýjungar í náttúm- fræði (Ámi Friðriksson náttúrufr.). 21,30 Hljómplötur: a) Kvintett í Es-dúr, eftir Beethoven. b) Lög, leikin á oelló. (Hljómsveit dr. Mixa fellur niður.) Norska stjórnin höfðar mál á hehd- ur Quisling. OSLO, 26/11. (FO.) Innanríkismálaráðuneytið norska og hinn opinberi ákærandi hafa orðið sammála um að hpfða mál á hendur major Quisling, foringja þjóðernissinna, fyrir ræðu, sem hann hélt fyrir sköxnmu. Skauta- og skíðafélag Hafnar- fjarðar ætlar að hafa kynn- ingarkvöld að Hótel Bjöminn annað kvöld kl. 8 Islenzkt atvinnulíf frá hagf ræði- legu sjónarmiði, nefnist fyrir- lestur, sem Fil. lic. Erik Lund- berg frá Stokkhólmi flytur í Kaupþingssalnum annað kvöld kl. 8 y2. Fyrirlesturinn er hald- inn á vegum Norrænafélagsins. Próf. Paasche flutti fyrirlestur um Matthías Jockhumsson í norska útvarp- ið á 100 ára afmælisdegi skálds- ins. Líkti hann honum við Bjömsson. Trúlofun sína hafa opinberað ungfr. Odd- ný Eiríksdóttir, Barónsstíg 10 og Öskar Árnason Bergstaðastr. 31. Knattspyrnufélagið „Fram“ byrjar innanhússæfingar í kvöld kl. 9 í hinu nýja húsi Jóns Þorsteinssonar. Hjónaefni. S. 1. laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Vilborg Bjamfriðsdóttir frá Efri-Steins- mýri í Vestur-Skaftafellssýslu og Láms Hjaltalín frímerkja- kaupmaður í Reykjavík. Skipafréttir: Gullfoss er í Hafnarfirðx, Goða- foss fer vestur og norðjuir í Ikvöld kl .8, Dettifoss er á leið til Ham- borgar frá jíull, Brúarfoss er á leið til Leith frá Kaupmanna- höfn, Lagarfoss er á Sauðárkróki. Selfoss er á leið til Antwerpen frá Gautaborg. Drottningin fór frá Akureyri kl. 9 í morgun áleiöis til Siglufjarðar. ísland er á leið frá Leith til Kaupmannahafnar. Esja var á Akureyri í gær. Súðin var við Liðandisnes í gærkveldi. Fjárhagsáætlun Isafjarðar fcemur til 1. ximr- á bæjarstjómarfundi á föstudag. KristrAn í Hamravík Einkennileg ákvörð un Leikfélagsins. Kristrún í Hamravik var sýnd hér í leikhúsinu á stuxnudags- kvöld fyrir troðfullu húsi og við ágætar viðtökur. I dag auglýsir svo Leikfélagið, að lei^ritið verði sýnt i kvöld kl. 8 í sidasta stnn. Mun mörgum finnast þetta all<einkenni- leg ráðstöfun, að ætla sér að hætta sýningum leikritsins, sem sýnt er næst áður fyrir fxxllu húsi. Niðurstöðutölur tekju og gjalda megin eru 500 813 kr. Otsvör hækka nokkuð og eru áætluð 220 þúsund krónur. Ríkarður Jónsson sýnir í Oddfellowhúsinu 42 höggmyndir, þar á meðal myndir af ýmsum þektustu mönnum þjóð- axiimar, stjórnmálamönnum, skáld- um o. s. frv. Sýningin er opin kl. 10—12 og 1—9 daglega. NÝIR KAUPENDUR FÁ ALMBDBlABIÐ ÓKEYPIS til næstu mánaðamóta. ♦ Kaupið bezta fréttablaðið. NYJA BI6 ■ H Bjarteyg (Bright Eyes). Gullfalleg og skemileg amerísk tal- og tónmynd. Aðalhlutverkið leikur eft- irlætisbam allra kvik- myndavina, litla stúlkan Shirley Themple. Aðrir leikar eru: Lois Wilson, James Dunn, o. fl. 2 sýningar í kvöld, kl. 7 og 9. — Barnasýning kl. 7. Hoi*nafjarðarkartöflur fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Vekjaraklukkur góðar og ó- dýrar fást í Kaupfélagi Reykja- víkur. Sveskfnr stórar og góðar (án olíubragðs) fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. I. O. G. T. ST. EININGIN nr. 14. Fundur í í kvöld á venjulegum tíma. Hagnefndaratriði. Blaðið Ein- herji. — Kvikmyndasýning (Iþróttamyndir). — Félagar fjölmennið. er besst. Drðttarvextir falla á fimta — og síðasta — hluta ótsvara yfirstandandi árs um næstu mánaðamót, nóvember og desember. Dráttarvextir af eldri útsvörum og ótsvars- hlutiim hækka frá sama tíma. BÆJARGJALDKERINN I REYKJAVlK. Aðvornn. „Upplýsingaskrá kaupsýslumanna", yfir skuldir viðskiftamanna hinna ýmsu verzlana hér í bænum, svo sem við mátvöru. verzlanir, vefnaðarvöruverzlanir, klæðskera, skóverzlanir, brauða- búðir, kolaverzlanir eða önnur verzlunarfyrirtæki, sem fallnar eru í gjalddaga, og einnig þær skuldir, er hefir verið samið um, en ekki fengist greiddar, verður gefin út fyrri part desember- mánaðar. Eru því þeir, sem skulda áðurnefndum verzlunarfyrirtækjum, aðvaraðir um, að greiða skuldir sínar eða semja um gx-eiðslu á þeim fyxir 5. desember, því að öðnim kosti mega þeir búast við að nafn þeirra verði tekið upp í vanskilaskrána og fá lánsynjanir hjá þeim verzlunum, sem skrána hafa í höndum, einkum ef skuldin er gömul og skuldastaðir fleiri en einn hjá sama manni. Þeir viðskiftamenn, er gefnir voru upp í síðustu vanskilaskrá, en hafa síðan greitt eða samið um skuldir sínar, verða dregnir út í þessari skrá. ■ i f.h. „Upplýsingaskrár kaupsýslumanna" Skrá»etjari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.