Alþýðublaðið - 22.12.1935, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 22.12.1935, Qupperneq 1
ARABISK AR N Æ T U R, úrvals æfintýri úr Þúsund og einni nótt. Kr. 6.00. Góð jólagjöf. XVI. ÁRGANGUR SUNNUDAGINN 22. DEZ. 1935. 315. TÖLUBLAÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON g § tJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKÆRINN verkf allið er f yrírf ram tapað Bilaeigendnr fá engar tilslakanir h|á ríkisstfórninni og Alþingi. SérleyfishafarDir hata brotið sérleyfissamn- ingana og verða gerðir ábyrgir fyrir gað. ÞÖ að verkfall bifreiðaeigenda og bifreiðastjóra hafi enn ekki staðið nema einn dag, er þegar sýnt orðið að það hlýtur að enda með algerðum ósigri allra þeirra, sem til þess stofnuðu, enda kom það í Ijós, strax og verkfallið var hafið, að megn mótspyrna var á móti því meðal bifreiðastjóra sjálfra. Mun f jöldi þeirra þegar í upphafi hafa séð, að það getur engan árangur borið. __ Alþingi og ríkisstjórn munu ekki hvika í neinu frá teknum ákvörðunum, hvort sem hið svokallaða verkf all, sem háð er fyrir fjárhagslegum hagsmunum bifreiða- eigenda og pólitískum hagsmunum íhaldsins, stendur lengur eða skemur. Hins vegar mun verða látin fara fram rannsókn á því, hvort bifreiðaeigendur, sem bundnir eru samningum við ríkisstjórnina um sérleyfi til fólksflutninga, hafi ekki brotið af sér þá samninga með þáttöku sinni í verkfallinu. hefir fengið kærkomið tækifæri til þess að stöðva atvinnubóta- vinnuna og þar að auki alla vinnu við Sogið. 5. Að Aiþýðusambandið og þingmenn Alþýðuflokksins hafa heitið bifreiðastjórum aðstoð til þess að ná verulega bættum kjörum á margvíslegan hátt, svo sem með hækkuðu kaupi og betri sidpulagningu á þeim atvinnurekstri, sem þeir eiga lífsaf- komu sína uiidir. Að öllu þessu athuguðu lítur Alþýðusamband ísiands svo á, að verkfall þetta sé ósvífin árás á afkomu verkalýðsins og póli- tískt herbragð íhaldsmanna, nazista og kommúnista til þess að sundra hinum skipulögðu allsherjar samtökum verkalýðsins inn- an Alþýðusambandsins og hindra umbótastarfsemi Alþýðuflokks- ins, og skorar því á aíla meðlimi verkalýðsíélaga innan Alþýðu- sambandsins, að halda áfram störfum sínum, og styðja á engan hátt, hvorki beint eða óbeint þetta vanhugsaða og gerræðisfulla verkfall og árás þá, sem með því er gerð á atvinnuaukningu fyrir verkalýðinn í landinu.“ l Italir nndlibúa ðrðs ð Egiptaland frá Libyn. 0 ' E>eir hafa nú helmingi meiri her par heldur en Englendingar á Egiptalandi. Þegar verkfallið hófst í gær kl. 12 á hádegi kom það í ljós að fjöldi bifreiðarstjóra var mjög ófús að taka þátt í því. En þeim, sem fyrir verkfallinu stóðu tókst að stöðva þá með aðstoð allmargra nazista- og kommún- istastráka, sem flyktust um að- algöturnar og stóðu fyrir bílun- um. Lögreglan hafði engin af- skifti af þessum viðburðum enda mun enginn hafa óskað þess, aðrir en þeir, sem hafa vonað, að verkfallið gæfi tilefni til slagsmála á götunum. Engu að síður báru kommúnistar þau rakalausu og illkvitnislegu ó- sannindi út um bæinn í gær, að ríkisstjórnin hefði fyrirskipað að koma hér upp ríkislögreglu á ný. Alþýðublaðið getur full- vissað bæjarbúa um það, að það fleipur er gersamlega tilhæfu- laust. Þrátt fyrir samfylkingu íhaldsmanna, nazista og komm- únista á aðalgötum bæjarins, voru bílar í gangi í allan gærdag úti um bæinn og út úr honum, þótt allar fastar ferðir féllu nið- ur. Til slagsmála kom hvergi svo vitanlegt sé. Hins vegar gripu forráðamenn verkfallsins til þess úrræðis að taka hluti úr vélum ýmsra bíla, af ótta við það, að ekki væri hægt að stöðva þá á annan hátt. Fjöldi hestvagna sást á göt- unum allan síðari hluta dagsins og margir fluttu nauðsynjar sín- ar, kol og fleira á hestvögnum. Vinnandi bíl- stjðrnm er otað fram fyrir hags- mnnibilaeigenda Viðtal við Bjarna Bjarnason, fyrv.for- mann „Hreyfils“ Alþýðublaðið átti í gærkveldi viðtal við Bjama Bjarnason, sem var formaður bifneiðastjórafélags- ins „Hreyfill“ frá því að það var stofnað og þangað til í fyrrinótt, að hann sagði af sér vegna á- gneinings innán félagsins um vefkfallið. „Ég vil fyrst og fremst," sagði Bjami, „leiðrétta þann misskiln- ing, sem ég befi orðið var við í bænum, að þeir einir bifreiðastjór- ar, sem vinna hjá öðrum, standi að verkfallinu. Verkfallið er ekki hafið vegna þeirra, því að benzínskatturinn, sem verkfallið snýst um, getur ekki á neinn hátt ient á þeim. Hér er um hagsmuni þeirra að ræða, sem eiga bílana, og af- staða mín og stjórnarinnar var því sú, að það væri ekki fyrst og fremst þeirra bifreiðastjóra, sem vinna hjá öðrum, að lýsa verkfallinu yfir, heldur bílaeig- enda. Það eru því hagsmunir at- vinnurekenda og bílaeigenda, sem hafa sigrað innan félagsins. Þeim hefir tekizt að nota hina vinnandi bifreiðastjóra fyrir sína hagsmuni í þessu máli og otað þeim út í verkfallið, en sjálfir standa þeir á bak við, hvort sem þeir vilja kannast við það eða ekki, enda munu sumir þeirra hafa fulla ástæðu til þess að hafa sig ekki í frammi. Atburðir þessara síðustu daga hafa yfirleitt fært mér heim sanninn um það, að bifreiða- stjórar, sem vinna hjá öðrum, og bílaeigendur, jafnvel þótt þeir eigi ekki nema einn bíl eða jafnvel part í bíl, eiga enga sam- leið.“ Til dæmis um heilindi at- vinnurekenda og íhaldsmanna í þessu máli, sagði Bjami blaðinu ennfremur frá því, að Eyjólfur Jóhannsson hefði lofað stuðn- ingi sínum við verkfallið, en þegar á átti að herða mat hann þó meira hagsmuni sína af því að selja mjólk í bæinn og sendi bíla sína austur í Mosfellssveit eftir kvöldmjólkinni. Sérleyfishafarnir hafa rofið samninga sína við ríkisstjórn- ina og verða gerð- ir ábyrgir fyrir. Meðal þeirra atvinnurekenda, sem ætla sér að hafa hag af þessu verkfalli, eru nokkrir hinna stærstu bundtiir sámningum við fí'kisstjórnina, þar eð þeir "hafa sérleyfi til fólksflutninga innan bæjar og utan. Þiessir stærstiu sérleyfishafar eru Strætisvagnar Rey'kjavíkur h. f., Steindór Ein- arsson, Bifreiðastöð Reykjavíkur og Bifreiðastöð íslands. Þessir bifreiðaeigendur hafa af skiljanlegum ástæðum reynt að láta líta svo út, að þeir væru ekki beint við verkfallið riðnir, og einn þeirra, Strætisvagnar, lýsti því mteira að segja yfir á fundi bif- reiðastjóranna í fyrrinótt, að hann stæði á leingan hátt að þvi, og að hann myndi halda uppi fólks- fiutningum, nema vagnarnir yrðu stöðvaðir af verkfallsmönnum. Hins vegar er kunnugt, að þeir hafa allir tékið þátt í undirbún- inigsfundum bifreiðarstjóranna og auðvitað ekki latt þá á nokkurn hátt, og vitað er, að sumir þeirra hafa beinlínis hvatt þá til verk- fallsins. 1 gær þegar stöðvunin fór fram, þurfti ekki nema einn eða ! tvo sendimenn frá forsprökkum verkfallsins til þess að þeir stöðvuðu alla bíla sína, enda þótt hjá hverjum einasta þeirra væru margir bifreiðastjórar, sem vildu halda áfram vinnu. I sérleyfissamningum þessara herra við ríkisstjómina eru ský- laus ákvæði um það, að þeim beri skylda til, „að fullnægja Frh. á 4. síðu. ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í gærkveldi. RÉTTARITARI enska ” blaðsins „Daily Tele- graph“ í Rómaborg hefir skýrt blaðinu frá því, að ítalska stjórnin sé að und- irbúa að senda nýjar her- sveitir vopnaðar bryn- vögnum til hafnarborgar- innar Benghasi í Libyu, á norðurströnd Afríku, hið allra fyrsta. Þessi undir- búningur er tekinn sem ó- tvíræð hótun af hálfu ítölsku stjórnarinnar um að ráðast á Egiptaland, ef olíubannið yrði samþykt gegn ítalíu. Það er ekki nákvæmlega kunnugt, hve mikinn her ítalir hafa nú í Libyu. En þeir, sem bezt þekkja til, telja, að hann muni vera helmingi stærri en sá her, sem Englendingar hafa á Egiptalandi. Mussolini vonar að geta seinna samið upp á Parísarskil- málana. Símsikieyti frá París herma, að embættismaður í ítalska utaurjk- ismálaráðuneytinu hafi látið svo um mælt, að ítalsika stjómin muni ekki senda neitt svar við frið- artillögum Lavals og Hoares eftir þietta. Hins vegar muni Musso- lini gera kröfu til þess í fram- tíðinni, þ'egar til friðarsamninga toemur, að þiessar tillögur verði troknar upp aftur sem samnings- gmndvöllur. Abessiníumenntóku 10 skriðdreka og 28 vélbyssur herfangi í orustunum við Takasse. Símstoeyti frá London segja, að stjómin í Addis Abeba hafi gefið út opínbera yfirlýsingu um, að Abiessiníumenn hafi unnið stór- jsigur í byrjun þessarar viku hjá Enda Selassia, skamt vestur af Afcsum, nekið ítali á flótta og tefcið mikið herfang. Er ’talið, að hér muni átt við orusturnar, sem fram hafa farið við Takassefljótið. í tilkynningu stjómarinnar í Addis Abeba segir, að Abes- siníumenn hafi tekið 7 Itali, auk margra innfædra manna frá Erithreu, til fanga, og náð 10 skriðdrekum, 28 vélbyssum, 2 vopnuðum flutningavögnum og 2 úlföldum á sitt vald. Aðrar fréttir frá Abessiníu segja, að hersveitir Abessiniu- manna séu komnar inn í úthveifi MakaLeborgar, og eigi hermeam Ras Seyoums þar og í umhverfi borgarijnnar í stöðugum og blóð- ugum skærurn við ítalska herinn. STAMPEN. Fjórir útlendingar reknir frá Addis Abeba fyrir njósnir. KALUNDBORG, 21. des. FO. Fjórum útlendingum hefir verið vísað á brott úr Addis Abeba, vegna þess að þeir eru grunaðir um að reka njósnar- starfsemi fyrir Itali. Ekkert er látið uppi um þjóðemi þessara manna, né heiti. Gríska stjórnin leit- ar ráða h já V enizelos LONDON, 21. dez. FB. Frá Aþenuborg er símað, að Geoig konungur og Demerdzis forsætisráðberra ætli að kalla alla leiðtoga stjórnmálaflokkanna í landinu á sinh fund, þ. á. m.< Venizelos, til þess að leita álits þeirra um, hverju svara skuli orð- semdingu Breta um aðstoð, «f Italir skyldu ráðast á brezka flot- ann á Miðjarðarhafi, vegna skuld- bindinga, sem af leiði fram- kvæmdum í samræmi við sátt- mála ÞjóðabandaLagsins. (United Press). . Hauptmann verður lífiátinn 13. janúar. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í gæikveldi. AÐ hefir nú verið ákveðið fyiir fult og alt, að Bruno Hauptmann, sem dæmdur var fyr- ir ránið á bartii Lindberghs, skuli tefcimn af lífi í rafmagnsstólnutn þ. 13. janúar næst komandí. STAMPEN. Masaryk fær full forsetalaun æfilangt. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í gæikveldi. ^OIMSKEYTI frá Prag hierma, ^ að þing Tjiekkóslóvakiu hafi i dag samþyfct í einu hljóði, að Masaryk fyrrverandi forseti, skuli halda fullum forsetalaunum æfi- lansl. STAMPEN. Danski landmæl- ingamaðurinn P. P. Jensen látinn. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í gæikveldi. ANDM ÆLINGAMAÐURINN P. F. Jensen, oberstlautinant, andaðdst skyndilega I dag 65 ára að aldri. STAMPEN. Stjórn Alþýðusambands Islands kom saman á fund í gærkvöldi og samþykti þar í einu hljóði eftir- farandi ávarp til verkalýðsins: Avarp til verkalýðsins frá Alpýðasambandi Islands. „1 tilefni af verkfalli því, sem bifreiðaeigendur hafa hafið, Iýsir Alþýðusamband Islands þessu yfir: 1. Að verkfallið er ólöglegt, þar sem það er hafið þvert ofan í lög og reglur Alþýðusambands Islands. 2. Að verkfallið er ekki hafið út af verkakaupi eða vinnu- kjörum bifreiðastjóra, heldur er það fyrst og fremst pólitískt og er því beint gegn löggjafarvaldinu. 3. Að verkfallið stefnir að því, að draga stórkostlega úr framlögum til atvinnubóta og aiuiara opinberra verklegra fram- kvæmda og er því beinlínis árás á hagsmuni megin þorra þeirra manna, sem mynda Alþýðusambandið. 4. Að verkfallið er undirþúið og skipulagt af fjandmönnum verkalýðsins, atvinnurekendum og flokki þehra, Sjálfstæðisflokkn- um með aðstoð kommúnista og nazista, í þeim tilgangi að rjúfa samtök verkalýðsins og undirbúa þannig árás á þáu með Iauna- lækkunum og stöðvun atvinnutækjanna, eins og nú þegar hefir sýnt sig, þar sem íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.