Alþýðublaðið - 08.02.1936, Blaðsíða 4
& wm, m>
H GAMLA BlÓ ■■
Stúlkan,
sem vildi eignast
miljónamæring.
Afar fögur og spennandi
talmynd eftir
ANITA LOOS.
Aðalhlutverkið skemtilega
leikið að hinni fögru
JEAN HARLOF,
ennfremur leika
Franckot Tone og
Lionel Barrymore.
Lögregluloringjar
teknir fastir í Wien
fyrlr pátttöku í félags
skap Nazista.
LONDON 8. febr. F.Ú.
í Vínarborg voru í gærkveldi
handteknir nokkrir leiðandi
menn í lögregluliði bæjarins og
á stjómarskrifstofunum, fyrir
{rátttöku í félagsskap Nazista.
Hefir verið upplýst, að innan
sumra stjórnardeildanna störf-
uðu Nazista-sellur.
Hefir þessi fregn vakið mikl-
ar æsingar í Austurríki, en þó
sérstaklega í höfuðborginni
sjálfri.
1 gær bar mikið á Gyðinga-
ofsóknum á Póllandi.
Sáttatilraun í Kjöt-
verkfallinu f London
LONDON, 7/2, (FO.)
Samband bnezkra fiutninga-
verkamanna heldur fund í kvöld
og -er það ætlan fundarboðenda,
að neyna að koma því til leiðar
við afgreiðslumennina á Smith-
fiield kjötmarkaðinum, að þeir
hverfi aftur til vinnu á mánudag,
tíl þess að gera auðveldara fyrir
um samninga. Leiðtogar verka-
manna lýsa þvi yfir, að þeir séu
alráðnfr í þvi, að hverfa ekki aft-
ur til vinnunnar fyr ®n þeir hafi
fengið kröfum sínum fullnægt.
Skotiill
Blað AlBfluflðkkstns á
Isafitði
1 er nauðsynlerrt öllum, sem
j vilja fylgjasi með
Í á Vestíiöröum
2
j Gerlst áskrifendur í afgreiðslu
j Alþýðublaðsins.
AEflýðumaða iua,
málgan Alpýðuflokks-
ins á Akureyri.
Remur ut einu sinni i
viku.
Aukablöð pegar með
parf.
Kostar 5 krónur ár>
gangurinn.
.4USTUR-A3ÍA.
Frh. af 1. síðu.
um milli Japana og Mongóiíu-
manna á þessum slóðum.
Hefir stjórn Sovét-Rússlands
hvað eftír annað borið fram
mótmæli út úr þessum óeirðum,
við japönsku stjómina, og
japanska stjómin svarað með
mótmælum, gegn yfirgangi
Mongóla.
Hersveitir þessar verða iátnar
leggja af stað þegar í dag, og
eru sagðar hinnar sömu, sem
voru í Chahar í desember.
SÝRLAND.
Frh. af 1. síðu.
beint gegn frönskum stjórnar-
völdum, en Frakkar hafa umráð
yfir Sýrlandi, fyrir hönd Þjóða-
bandalgsins.
Stúdentar þustu um göturn-
ar, brutu glugga í búðum og
veitingahúsum, réðust á spor-
vagna og bifreiðar og yfir höf-
uð alt, sem fyrir varð.
Herlið var kvatt á vettvang
til þes að dreifa óeirðarseggj-
unum.
Á Zansibar er nú alt með
kyrrum kjörum.
Nýstárleg bridge-
samkeppni.
LONDON, 8/2. (F04
Nýstárleg „bridge“-sarnkeppni
hófst í gær milli spilamanna i
London, Melbrurne og New York.
Spilin voru gefin í Melbourne,
og gjöfih síðan símuð til Lond-
on og N©w York.
Nefnd manna hefir verið skip-
uð til þess að fylgjast með því,
hvernig úr spilunutn er spilað af
spilamönnunum á hverjum staö.
og á hún að dæma um það, hverj-
ir fara bezt með sín spil.
Kjötverkfallinu í
London að verða
lokið?
LONDON, 8/2. (FO.)
Þrátt fyrir þær staðhæfingar
verlcamanna við Smithfield kjöt-
markaöinn i London, að þeir
muni sitja við sinn keip þar til
atvinnuveitendur hafa orðið við
kröfum þeirra, er alment. gert ráð
fyrir, að verkfallinu muni lokið
um heigina.
Samkomulagstilraunir eru nú í
höndum flutningaverkamarena, og
ern þeir andvígir verkfaliinu.
Frá Ólafsvík
verða gerðir út 10 opnir vél-
bátar á þessari vertið, eða jafn
margir og i fyrra. — Bátarnir
hafa nú róið öðru hvoiu undan-
farna daga, en aflað litið.
Alt Heidelberg
var leikið í gærkveldi fyrir
troðfullu húsi og við ágætar við-
tökur. Næsta leiksýning verður á
þriðjudagskvöld.
Skipafréttír:
Gullfoss fór frá isafírði um há-
degi í dag tii Önundarfjarð!a!,:.
Goðafoss fer vestur og norður i
kvöld kl. 9. Dettifoss er á Leið
til Hull frá Vestmannaeyjum. Brú-
arfoss fer til útlanda í kvöld.
Lagarfoss kom til Vestmannaeýja
um hádegi í dag á leiö til út-
landa. Selfoss er á leið til Vesb
mannaieyja frá Leith. ísland fór
frá Leith kl. tæpl. 3 í gær áleiöis
hingað. Esja og Súðin eru í
Reykjavík.
Verð á blautum fiski.
Vélbátamir i Sandgerði, sem
seldu afla sinn í „Eldborg“, fengu
9 aura fyrir kg. af slægðum
þorski, en 16 aura fyrir kg *af
ýsu. Alis seldu 16 bátar í skipið
um 130 8málestir, Á þriðjudag
var hæstur afli í Sandgerði á bát
23 sMppþUhd.
MÞÝDDBIABIB
STRÍÐIÐ I ABESSINllJ.
I DAG
Frh. af 1. síðu.
Olíubami til-
gangslaust án
pátttöku Banda-
rikjanna.
OSLO 7. febr. F.B.
Séríræðinganefndin í Genf
hefir, að því er símfregnir
herma, komist að þeirri niður-
stöðu, að það muni ekki ná tíl-
gangi sínum að koma á flutn-
ingabanni á olíu og benzíni tíl
ítalíu, án jiátttöku Bandaríkj-
anna. (NRP).
Frakkar semja
nm störkostleg
olinkanp í Rúm-
enin.
LONDON, 8. febr. FB.
Frá París er símað, að ríkis-
stjórnir Frakklands og Rúmeníu
hafi gert roeð sér nýjan viðskifta-
samning.
Vekur ]>aö eftirtekt, að sam-
kvæmt samningnum er gert ráð
fyrir, að Frakkar kaupi afarmikið
af olíu af Rúmenum, sem af-
hendist þar sem kaupandinn til-
tekur, og eru Frakkar því ekkii
skuldbundnir til þess aö nota olí-
una heima fyrir, heldur geta þeir
ráðstafað henni á annan hátt.
Hafa Frakkar skuldbundið sig til
þess að kaupa af Rúmenum 200
þúsund smálestir á ári af hráolíu.
Rúmenar ætla að kaupa af
Frökkum ýmis konar vörur fyrir
jafnmikið fé og Frakkar kaupa
af þeim.
Enn ftemur inniheldur samn-
ingurinn ákvæði um skuldavið-
skifti Frakka og Rúmena. Hafia
Rúmenar undirgengist skilmáia
viðvíkjandi greiðslu á skuldum
sínum i Frakklandi.
(United Press.)
Alþýðufræðsia
Guðspekifélagsins.
Annað kvöld ki, 9 flytur Hall-
grímur yfirkennari Jónsson fyr-
irlestur í húsi Guðspekifélagsins
um andlegar lœknmgar. Hallgrím-
ur er fróður í þessum efnum og
vel máli farinn, og má því vænta
fræðandi og skemtilegs erindis
um þetta mál. Mun því marga
fýsa að hlusta ó erindi þetta,
með því og að atburðir nokkrir
hafa upp á síðkastið vakið rnenn
til umhugsunar um andlegar
lækningar og sálarrannsóknamái-
ið yfir höfuð. Aðgangur að er-
indimi er ókeypis og allir vel-
komnir meðan húsrum leyfir
G.
Pabbi okkar er piparsveinn
heitlr myndin, sem Nýja Bíó
sýnir um þessar mundir. Er það
sænsk tal- og tón-mynd, og hefir
henni verið líkt við myndina „Við,
sem vinnum eldhússtörfin". Að-
alhlutverkln leikfl: Birgitt Teng-
roth, Olaf Wennerstrand, Allan
Bahlin og Ása Clausen.
Dagsbrúnarmenn.
Flundur á morgun kl. 2 í K.-R,-
húsinu. Fjölmennið.
Gullbrúðkaup
áttu í gær hjónin Jóhannes V.
Sveinsson kaupmaður og Guðiaug
, Bjððrnsdóttir, Freyjugfötu 6.
NEfcturlælkmr er Guðmuredur
Karl Pétursson, Landsspítalanium,
sími 1774.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfsapóteki.
OTVARPIÐ:
19,20 Útvarpstríóið: l'ríó í Es-dúr
(10 tiibrigðf), eftir Beet-
hoven.
19,45 Fréttir.
2u,15 Útvarp frá Laugarvatns-
skóla,
22,15 Danslög (til kl. 24).
Bifreiðastjérar
sýknaðfr af ölvunar-
ákæru vegna blóð-
rannsókna.
í gær var kveðinn upp dómur
í lögreglurétti yfir tveim bílstjór-
um, sem kærðir höfðu verið fyrir
að aka bílum undir áhrifum vins.
Voru bílstjórarnir sýknaðir af
ákærunni, þar siem blóðrannsókin
sýndi, að áfengismagn i blóði
þeirra var undir 0,5 %o.
Er þetta í fyrsta sinn að dómur
í áfengismálum er bygður á blóð-
rannsókn hér á landi.
Blóðrannsóknina framkvæmdi
Jóhann Sæmundsson læknir.
Athugasemd
hefir blaðinu borist frá stjóm
Strætisvagna h.f., þar sem hún
skýrir frá því, að bréf, sem hún
hafi skrifað nefnd þeirri frá
bæjarráði, sem falið var að at-
huga reikninga félagsins hafi
ekki komist til skila og muni
hafa misfarist af einhverjum
ókunnum ástæðum. Þegar
stjómin hafði frétt það að
nefndinni hefði ekki borist bréf-
ið sagðist hún hafa tekið saman
annað bréf og sent bæjarverk-
fræðingi það á miðvikudaginn.
Alþýðublaðið vill ekki neita
stjóm Strætisvagna h.f. um að
birta þessa einkennilegu skýr-
ingu, en álítur hins vegar að rétt
væri fyrir hana að grenslast eft-
ir því hvað orðið hafi af hinu
týnda bréfi, þar sem í því munu
vera rekstursreikningar félags-
ins síðasta ár og önnur skjöl,
seni sýna rekstur og hag félags-
ins.
Messur
í þjóðkirkjunni í Hofnarfirði á
morgiun kl. 11, barnaguðsþjónusta.
Kl. 2 séra Friðrik Friðriksson pne-
dikar (altarisganga).
Hitinn vex aftur
Hitinn fier aftur vaxandi, og eru
það gleðitíðindi fyrir alla. Nú
er hvergi frost á landinu, alls
staðar biti, og mestur hér í
Reykjavík, 9 stig. í Bolungavík
eru 6 stig, 3 stig á Akuieyri og
8 í Viestmannaeyjum. Það varð
ekkert úr slyddunni á Vestfjörð-
um, sem betur fór, og í dag seg-
ir Veðurstofan, að útlit sé fyrir
stinningskalda á sumnan eða
suðaustan og rigningu um alt
Suðvesturiand, Faxaflóa, Biei&a-
fjörð og Vestfirði, en sunnangolu
og þíðviðri xun Norðausturland
og sunnan kalda og rigningu á
SuðaustUTÍandi. I dag verður raf-
magniö „normalt“ og öii útvarps-
og rafmagns-tæki verða því full-
komlega í góðu lagi þess vegna.
1 yfirliti Veðurstofunnar segir, að
víðáttumikil lægð sé fyrir suð-
vestan Jsland, en háþrýstisvæði
yfir Norðursjónum. Ef regnið og
hlýindin haldast, fier grasið að
vaxa á Arnarhóli, eins og Tóm-
as segir.
,Skálholt* er
komin út f
Englandi.
í Morning Post 17. jan. er get-
ið skáldsögunnar „Skálholt" eftir
Guðm. Kamban, ásamt öðrum
bókum, í bókafiegn eftir D. S.
Mieldrum.
Sagan heitir í hipni tensku þýó-
ingu „Thie Virgin of Skalholt".
og ier þýðingin gerð af Evelyn
Ramsden, Útg. eru Nicholson and
Watson, og er verð bókarinnar
8 s.hiillings og 6 penqe.
I Bournemouth Daily Echo og
Evening Herald hefir birzt grein
eftir Kathieen Conyngham Greene
|um Island. Er í greininni rætt um
Island sem lendingarstað fyrir
fiugcælar o. m. fl. (FB.)
Höfnin:
Arinbjörn hersir fór til Eng-
lands í gær„ Kolumbus kom í
gær. Ólafur Bjarnason korp í (gfeer.
Enskur togari, s-ein var hér til
viðgerðar, fór í gær. Norska
fraktskipið Brú kom í morgun
log á að fiana í slipp.
fH: mmmm
WWmlmÍ
JIIIFJELUS KTUITÍDI
Skngga-Sveinn
Sýning á morgun kl. 8.
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar seldir í
Iðnó í dag kl. 4—7 og
á morgun eftir kl. 1.
Sími 3191.
wsm NÝJA Blð ■■
Pabbi okkar er
piparsfeian.
Bráðskemtileg sænsk tal-
og tón-skemtimynd.
Aðalhlutverkin leika:
Birgith Tengrot,
Olof Winnerstrand,
Allan Bohlm
og fegurðardrotning
Evrópu, danska leikkonan
ASA CLAUSEN.
Jafnaðarmánnafélag Islaiids
heldur framvegis fundi sína í
Baðstofiunni í Iðnskólanum uppi,
Míenn eru b«ðnir að athuga þetta.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnfr Skugga-Svein annað kvöld
Kl. 8 fyrir lækkað verð.
P
t
lc
Danzleik
heldur glímufél. Ármann
í Iðnó í kvöld kl. 9y2 síðd.
Hljómsveit
Aage Lorange.
Llóskastarar.
Ballónakvðld.
Aðgöngumiðar f ást á af gr.
Álafoss og í Iðnó, eftir kl.
4 í dag.
Skemtið ykkur í Iðnó í
kvöld.
Hér með tilkynnist, að jarðarför
Hafliða Jóhanns Jóhannssonar
fer fram mánudaginn 10. febrúar og hefst með bæn frá Sjúkra-
húsi Hvítabandsins, kl. 1,30 e. h.
Aðstandendur.
ALDÝÐUFRÆÐSLA 6D9SPEKIFÉL&6SINS:
Fyrirlestur um
ANDLEGAR LÆKNINGAR
fiytur
Hallgrfimor Jóosson yfirkennari
í Guðspekifélagshúsinu annað kvöld kl. 9. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir.
Dngiegar stálkur,
sem eru vanar að sauma vandaðar kven-
kápur og dragtir, óskast strax.
ANDRÉS ANDRÉSSON, Laugaveg 3.
Ágæt fataefni
nýkomin.
G. Bjarnason & Fjeldsted.