Alþýðublaðið - 12.03.1936, Side 3
FIMTUDAGINN 12. MARZ 193ð
XLÞÝÐUBtAÐIÐ
NtTJA BlÖ
Verkamenn og jafnaðarmenn
í Danmörku hylla Alpýðu-
samband íslands.
ID A G bárust ritara Alþýðusambands Islands, Stefáni Jóh.
Stefánssyni, eftirfarandi heillaóskaskeyti af tilefni 20 ára
afmælis sambandsins:
Alþýðusainband fslands, Reykjavík.
Kaupmannahöfn, 12. marz 1936.
Á tuttugu ára afmæli Alþýðu sambands íslands, allsherjar-
samtaka verkamanna og jafnaðarmarma á fslandi, sendir Jafn-
aðarmannasambandið í Danmörku því sína bróðurlegu kveðju
með þakklæti fyrir ávaxtaríkt starf í þágu sósialismans, beztu
óskir um glæsilega framtíð og góða samvinnu milli bræðrafiokk-
anna og bræðraþjóðanna á íslandi og í Danmörku.
Th. Stauning, Alsing Andersen, Hedtoft-Hansen, €., Kliiwer.
Alþýðusamband fslands, Reykjavík.
Kaupmannahöfn, 12. marz 1936.
Hjartanlegar hamingjuóskir á tuttugu ára afmælmu og
beztu óskir um áframhaldandi vöxt og viðgang verkalýðsfélag-
anna og Alþýðuflokksins á Islandi. Lifi eining verkalýðssamtak-
anna bæði þjóðlega og alþjóðiega.
Landssamband verkalýðsfélagamia í Danmörku.
Chr. Jensen.
Alþýðusamband íslands, Reykjavík.
Kaupmannahöfn, 12. marz 1936.
Til hamingju með tuttugu ára starfið. Lifi sósialisminn.
H. P. Sörensen, „Social-Demokraten“.
Önnur heillaóskaskeyti, sem Alþýðusambandinu hafa borizt
í dag, verða að bíða þess að vera birt þangað til á morgun.
Ummæll Moismannaona
Frh. a® 1. sfðvs.
Peíer Ibbetson.
Lista-vel gerð kvikmynd,
eftir einni fegurstu en ein •
kennilegustu ástarsögi
heimsbókmentanna, skáld-
sögu
GEORGE DU MAURIER.
Aðalhlutverkin eru fram-
úrskarandi vel leikin af:
GAKY COOPER,
ANN HARDING og
DICKIE MOORIO.
Bönnuð börnum inn'an
14 ára.
Karlakór Eeykjavíkur.
Alí Mdelfeerg
Sýning annað Itvöld
kl. 8.
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar sel. ;ir í Iðnó
frá kl. 4—7 í dag og eftir
kl. 1 á morf ;un.
Aðgöngumiðasíni ': 3191.
2307 er símanúrr. srið hjá
Ódýru fiskbúðinni, Kh pparstíg
8. —
Svartlið-
arnir.
Spennandi talmynd sam-
kvæmt hinni frægu leyni-
lögreglusögu eftir „Sap-
per“ um æfintýri og af-
reksverk lögregluhetjunn-
ar RuUdog Drammond.
Aðalhlutverkin leika:
Ralph Richardson
og Ann Todd.
Saga þessi hefir komið út
í íslenzkri þýðingu í Sögu-
safninu og hlotið miklar
vinsældir.
Börn fá ekki aðgang. 1
Bálfaraíélag fsiands.
Innritun nýrra félaga í Bókaverzlun
Snæbjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00
ÆfitiLlag kr. 25,00. Gerist félagar.
Geri við alskonar heimilisvél-
ar og skrár. H. Sandholt, Þórs-
götu 17. Sími 2635.
Nýtízku kvendragtir og
frakkar eru saumaðir fyrir
sanngjarnt verð. Höfum einnig
á lager kvöldblússur og pils.
Tízkan, Lækjargötu 8, sími
4940.
Otto N. Þorláksson, Jónína
Jónatansdóttir, Ölaf ur Friðriks-
son, Helgi Björnsson skipstjóri,
Ágúst Jósefsson, Davíð Krist-
jánsson o. fl.
Á þessu þingi voru samþykt
lög fyrir sambandið og stefnu-
skrá og starfsemi næstu mánað-
anna ákveðin.
Alþýðusambandið var ekki
háreist eða völd þess mikil í
byrjun, en það sýndi sig, að
jarðvegurinn fyrir slíka starf-
semi var til og Alþýðusamband-
ið óx hraðfara. Starfsemin var
aðallega fólgin í tvennu, að
vinna þau félög, sem til voru,
til þess að ganga í sambandið
og stofna ný félög þar sem
ekkert var áður fyrir. Þetta
hvoru tveggja var mjög erfitt
og þegar ég lít yfir þetta 20 ára
starf þá verð ég að viðurkenna,
að erfiðleikarnir hafa verið
geysilegir og alveg ótrúlegt að
það skuli hafa tekist að sigrast
á þeim flestum, en það skal ég
líka taka fram, að það hefir tek-
ist fyrir þær fórnir, sem alþýð-
an hefir lagt á sig og það geysi-
mikla starf, sem þúsundir al-
þýðumanna um landið alt hafa
látið í té. Hér í Reykjavík bar
þó lengi framan af mest á starf-
semi Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna, en það breyttist er
árin hðu og Alþýðusambandið
efldist.
Eins og ég gat um áðan voru
línurnar milli minna pólitísku
flokka ekki skýrar um það leyti,
sem alþýðusambandið var stofn-
að. Varð það meðal annars því
valdandi að t. d. Sjálfstæðis-
flokkurinn leytaði kosningasam-
viimu við verkamannasamtök-
in og að sú samvinna tókst t. d.
1916. Auk þessa töldu margir,
að sósíalistisk verkalýðsstarf-
semi ætti hér engan jarðveg, og
tóku því stofnun sambandsins
ekki alvarlega, en brátt kom að
því, að línurnar skýrðust og þá
um leið hófst andstaðan og bar-
áttan harðnaði, enda komu fyrir
tveir atburðir, er skerptu stétta-
baráttuna, sjómannaverkfallið
1916 og baráttan fyrir togara-
vökulögunum. Verkalýðsfélög-
in fóru nú að gera hærri og á-
kveðnari kröfur og þeim var
altaf mætt af hálfu atvinnurek-
endanna með ákveðinni and-
stöðu, er leiddi oft til verkfalla,
sem um leið var svarað með
verkfallsbrjótum, hvítu liði og
lögreglu. En verkamenn létu
bart mæta hörðu og lenti oft í
hreinum og beinum slagsmálum.
Þeta stafaði af því, að andstæð-
ingar verkalýðssamtakanna
trúðu því, að þeir gætu lagt þau
í rústir, en eftir að þeir hafa nú
sannfærst um að þetta er ekki
hægt hafa slíkar vinnudeilur
ekki verið eins harðvítugar.
Enda er Alþýðusambandið nú
orðinn öflugasti félagsskapur-
inn í landinu og ákvarðanir þess
eru sem lög fyrir meira en heil-
an tug þúsunda manna um land
alt.
Við höfum rekið starfsemi
okkar með stefnu að settu
marki og að því marki hefir ver-
ið unnið hiklaust í þessa tvo ára-
tugi. Hver alþýðumaður getur
sagt sér það sjálfur hvernig
kjör alþýðunnar væru ef AL-
þýðusambandsins hefði ekki
notið við bæði í verklýðsmálum
og stjórnmálum. Alþýðusam-
bandið hefir líka staðið af sér
alla storma og jafnvel þá, sem
lamað hafa alþýðusamtök ann-
ara landa, og má í því sambandi
nefna sprengingarstarfsemi
kommúnista, sem alveg hefir
verið kveðin niður hér.
Það er ekki hægt í stuttu við-
tali að telja upp öll þau mörgu
mái, sem Alþýðusambandið hef-
ir beitt sér fyrir og hafa mark-
að tímamót í baráttu alþýðu-
samtakanna. En í mnri starf-
semi sambandsins hafa það ver-
ið merkustu viðburðirnir, er
sambandið stofnaði dagblað, Al-
þýðublaðið, 1919, setti á fót
skrifstofu fyrir sig, réði fastan
erindreka og sérstakan fram-
kvæmdastjórar enda hefir sam-
........ — ...—■
bandið verið mjög heppið í vali
fastra starfsmanna sinna.
Að síðustu vil ég segja þetta
um framtíðina:
Alþýðusambandið stendur nú
orðið á svo traustum grundvelli,
að honum verður ekki haggað
úr þessu. Alþýðusambandið
mun halda áfram að hafa vax-
andi áhrif á afkomu verkalýðs-
ins og þar með á afkomu allr-
ar þjóðarinnar. Aður var það
eingöngu miðað við verkalýðinn
og stétarlegar dægurkröfur
hans. Nú er öll starfsemin mið-
uð við það, að verkalýðurinn
taki völdin í landinu og stjórni
því fyrir atbeina Alþýðusam-
bands lslands.“
SIGUKJÖN A. ÖLAFS-
SON, ALÞINGISMAÐUR:
IGURJÖN Á. ÓLAFSSON,
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur sagði meðal ann-
ars:
„I 20 ár hafa í dag landssam-
tök íslenzka verkalýðsins lifað.
Þann 12. marz 1916 var Al-
þýðusamband Islands stofnað.
Sjómanafélag Reykjavíkur, er
þá hét „Hásetafélag Reykjavík-
ur“ var eitt meðal þeirra félaga,
er stofnuðu það, þá 4 mánaða
og 20 daga gamalt. Fram á
þenna dag hefir Sjómannafélag-
ið verið annað öflugasta félag-
ið í þeim samtökum. Við sjó-
mannafélagar getum því horft
aftur í tímann og glaðst yfir
þeim árangri, sem náðst hefir í
þróun verkalýðshreyfingarmnar
fyrir atbeina Alþýðusambands-
ins og sem við sjálfir höfum ver-
ið með í að skapa. Sambandið
hefir haft mörg og erfið hlut-
verk með höndum öll þessi ár.
Það hefir vakið verkalýðinn á
hinum ýmsu stöðum til vitund-
ar um mátt sinn og rétt, stofn-
að félög á stöðum, þar sem ekk-
ert var til, verndað þau og
hjálpað til betra líft, til meira
starfs, það hefir skapað sam-
starf og skilning milli hinna
ýmsu félaga og ólíkustu starfs-
greina. Með mætti hiima eldri
og stærri félaga hefir það knúið
í gegn hagsmunamál hinna
smærri og óþroskaðri. Það má
með sanni segja að það hafi ver-
ið vemdari hinna veiku og
smáu, gegn drottnunarvaldi og
yfirgangi þeirra, sem völdin
hafa haft og fjármagninu ráð-
ið. Innan þjóðfélagsins er sam-
bandið búið að viirna sér það
traust og álit meðal verkalýðs-
ins, að enginn karl eða kona
innan hinna félagslegu samtaka
mundi óska að það hyrfi úr sög-
unni, nema hinir fáu meðal ang-
urgapanna, er fremstir standa
meðal kommúnistanna, svo mik-
ið hagsmunasamband er Al-
þýðusambandið fyrir hvern ein-
asta vinnandi mann og konu. I
20 ár hefir það verið að vinna
sér þetta traust. Fyrir óþrjót-
andi elju einstakra manna,
markvissa, gætna og vitra for-
ustu, fyrir trúnað og fómfýsi
margra verkalýðsfélaga við þá
stóru hugsjón, að sameina allan
verkalýð, hefir þetta tekist.
1 dag gleðjumst við öll, sem
verkalýðssamtökunum unnum,
yfir sigmm þeim er sambandið
hefir unnið, yfir því feikna
starfi, sem það hefir int af
hendi, í þágu íslenzka verkalýðs-
ins, öll þessi ár, yfir því sjálfs-
trausti er það hefir vakið í
brjóstum þúsunda karla og
kvenna með boðun um mátt
samtakanna, boðun um nýja
lífsstefnu, er sækir fram til
betra og fullkomnara lífs fyrir
hina smáðu og hrjáðu.
1 nafni Sjómannafélags
Reykjavíkur þakka ég Alþýðu-
sambandinu alla veitta aðstoð á
liðnum árum, holl ráð og leið-
beiningar, góða samvinnu og
næman skilning á þörfum og
kjörum sjómanastéttarinnar.
Óska ég og vona að það traust,
sem hún hefir ávalt notið og
þau áhrif, sem hún hefir haft
á málefni sambandsins megi
haldast um ókomin ár.
í dag óska ég og allir unnend'iu'
alþýðusamtakaima þess, að næstm
20 árin færi veifcalýðmvm ekki
minni sigm en hin liðnu 20 órin
hafa gert, og Alþýðuaambandið
færi alþýðunni í landimi ekki
minna menningarstarf á næstu
tviehmu' tugunum en það hefir
gert á þeim tíma, sem liðinn er.“
JÖHANNA ^
EGILSDÖTTIR:
TÓHANNA EGILSDÓTTIR, for- '
nxaður V, K. F. Framsófcn,
sagði: {
„Verfcakvennafélagið „Fram-
sófcn“ ex eitt af þeim félögum, er
myndaði Alþýðusamband islands
árið 1916 og hefir alla tíð síðan
tielkið virkan þátt í störfum þess
og stefnu og verið talið eitt af
steiíkustiu þáttum f samstarö, al-
þýðunnar.
Milli V. K. F. „Framsókn“ og
Alþýðusambandsins hefir alla tið
verið hið ákjósanlegasta sam-
starf, og hefir félagið notið margs
bonar stuðnings Alþýðusam-
bandsins á undanförniun árum
þegar það hefir þurft þess með.
Til þess að sem beztur árangur
náist af störfum veifcalýðsfélag-
anna til hagsbóta fýrir verkalýð-
inn og alla alþýðu, þá er lifsnaiuð-
syn að góð sameining ríki inaan
hvers einstaks félags og milli té-
laganna. Og um fram alt að hver
einasti einstaklingur geri sér
ljóst, að hin eina sanna samfylk-
ing verkalýðsins og alþýðunnar í
landinu er: Alþýðusamband
tslands.
V. K. F. „Framsókn" óskar Al-
þýðusambandi Islands til ham-
ingju með 20 ára afmælið, og
vonar, að starf þess megi verða
jafn giftudrjúgt í framtíðinni eins
og það hefir verið hingað til.“
GUÐM. Ö.
GUÐMUNDSSON:
UÐM. Ö. GUÐMUNDSSÖN,
formaður verkamannafé-
lagsins Dagsbrún, segir:
„Við Dagsbrúnarmenn mun-
um í dag minnast Alþýðusam-
bands Islands í tilefni af 20 ára
forustu þess, í öllum sameigin-
legum málum verkalýðsins og
alþýðunnar allrar, hér á landi.
Með stofnun Alþýðusam-
bandsins hefst sá þáttur í sögu
alþýðusamtakanna, sem gert
hefir þau að heilsteyptasta og
áhrifamesta félagsskap í land-
inu; undir forustu þess hafa
kjör alþýðunnar batnað stór-
kostlega frá því sem áður var.
Vegna forustu og stuðnings
Alþýðusambandsins hafa hin
smærri verkalýðsfélög út um
landið getað bætt kjör meðlima
sinna svo mikið, að í stað von-
leysis, sem áður var, horfa þeir
nú bjartari augum á framtíðina.
Undir forustu þess hafa alþýðu-
félögin í hinum stærri kaupstöð-
um landsins tekið að sér for-
ustuna í öllum sameiginlegum
málum kaupstaðarbúa.
Við Dagsbrúnarmenn höfum
með samstarfi en undir forustu
Alþýðusambands Islands, gert
verkamannafélagið Dagsbrún
að ósigrandi félagsheild reyk-
vískra verkamanna.
Verkamannafélagið Dagsbrún
þakkar Alþýðusambandinu 20
ára trausta forustu fyrir bætt-
um kjörum íslenzkrar alþýðu
og heitir því fylsta samstarfi
og stuðningi reykvískra verka-
manna á ókomnum árurn í bar-
áttunni fyrir fullkomnum sigri
hinna vinnandi stétta.“
Frh. á 4 síðu.
Konan mín,
Vaígeréur Tómasdóttir,
andaðist á Landsspítalanum í gær.
Bjarni Benediktsson.
Félag nngra jalnaðarmanna
heldur fund annað kvöld (föstud.) kl. 8% e- m. á Hótel Skjald-
breið.
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Erindi: Pétur G. Guðmundsson.
3. Upplestur: K. G.
4. ? ? ?
5. Önnur mál.
Félagar fjölmennið! STJÓRN F. U. J.
Mesta og
falI@R«ste
úrwalið
af allskonar
bólstruðum
húsgögnum.
3.
Hðsgagnaverzlun Bejrhjaviknr.
Sfúkrasamlag Reykja-
viknr tilkynnir:
Á fundi, sem haldinn var í Samlaginu 1. þ. m. var
þetta meðal annars ákveðið: Að til þess að mæta
tekjuhalla síðastliðinn árs, greiði hver hluttækur sam-
lagsmaður kr. 3.00 í aukagjald. Þess er fastlega vænst
að samlagsmenn greiði gjald þetta sem allra fyrst,
og helst fyrir lok þessa mánaðar.
Stjórn S. R.
ftaupið Alpýðublaiíii.