Alþýðublaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmai 1936næsti mánaðurin
    mifrlesu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Alþýðublaðið - 19.05.1936, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1936, Síða 1
Aðeins 50 aura pakkinn. Örugt, fljótvirkt. Ritstjóm: Inngangur frá Ingólfsstræti. XVII. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGINN 19. MAl 1936 112. TÖLUBLAÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTÖEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN AVgreiðsla: Inngangur frá Hverfisgötu. Flutf I Alpýðnhúsið. Wlnna vlð rafvlrkjnn á | St]Óm SÍldai¥erk IsaSirði byrjar I dag. Rafveitan verður fullgerð fyrir næstu áramót. Italskt bléðveldl I Abessiiíi. Þeir sem ekki láta vopn sin af hendl við Itall eru umsvifalaust skotnir. Badoglio rekur erlenda blaðamenn úr landi til að geta leynt sannleikanum. VINNA við rafvirkjun Fossár fyrir ísa- fjarðarbæ og nágrenni hófst í morgun og byrj- uðu um, 40 verkamenn að vinna við undirbúning verksins, vegagerðir og brúarsmíði. Verður þetta stærsta raf- veita, sem nú er í smíðum hér á landi, önnur en Sogsvirkjun- in. Samningar liafa verið undir- ritaðir undanfarna daga við verktaka og efnissala, sem eru raftækja- og verkfræðingafirmu í Danmörku og Svíþjóð. Samningana hafa Guðmund- ur Hagalín bæjarfulltrúi og Höskuldur Baldvinsson raf- magnsfræðingur undirritað fyr- ir hönd bæjarstjórnar. Gert er ráð fyrir að öllu verk- inu verði lokið urn næstu ára- mót. „Skánska Cementg juter iet‘ ‘ leggur fram efni í stíflur við Fossavatn, undirstöður og um- búðir um vatnsleiðslur og þrýsti pípur, brú á Fossá og alt útlent byggingarefni. Ennfremur allar vinnuvélar og hefir félagið á hendi alla verklega stjórn þess hluta verksins. Þetta fæst fyrir 150 þúsundir króna. A.S. Finshyttan leggur til 600 hestafla Pelton-túrbínu uppsetta og uppsetningu á öðr- um rafmagnsvélum í húsin fyr- ir 24 þúsundir króna. Sænskt raftækjafirma hafði lagt fram tilboð upp á 85 þús- undir króna í rafal, 520 kw. stöðvarspennu, allar leiðslur og rafvirki í stöðvarhúsið, allan útbúnað spennustöðva, há- Nokalli á Halanum h S Kveldúlfstogarar llBlia bundoir. FIM M Kvöldúlf stogarar liggja bundnir við hafnar- garðinn mfeðan aðrir togarar moka aflanum upp vestur á Hala. Togarinn Garðar frá Hafnar- firði fekk 145 tn. á 5 dögum á Halanum. Bragi fekk 50 poka af rígaþorski á einum sólarhring. Kári fekk 80 tunnur, en varð að hætta vegna þess að hann liafði ekki fengið nóg af kolum til úthaldsins og var því orðinn kolalaus. Þeir fimm Kvöldúlfstogarar, sem liggja liér eru Skallagrím- ur, EgiII Skallagrímsson og Snorri Goði, allir búnir að liggja hér í 8 daga, Gulltoppur, búinn að liggja hér í 6 daga og Þór- ólfur í 4. Auk þeirra liggja hér Geir og Hilmir. Sjómenn segja að mokafli sé á Halanum. Ufsi veiðist á 80— 100 faðma dýpi, þorskur á 125 —135 og karfi á 140 faðma dýpi. spennulínurnar og jarðstrengi á milli spennustöðva. Samningar tókust ekki við þetta félag. 1 þess stað standa yfir samn- ingar við firmað L. Knudsen í Kaupmannahöfn um sömu hluti og tilboð hins sænska firma hljóðaði upp á, en stærri rafal, með tilliti til framhaldsvirkjun- ar, eða um 800 kw. Þá stóð til að semja við firmað Bang & Pingel í Kaup- mannahöfn um vatnsþrýstipíp- ur o. fl. fyrir 85 þús. ísl. kr. Enn er þó ekki búið að undir- skrifa samninga við það, en samningar standa yfir. Rafmagnsstöðin á að verða 600 kw. stöð. VERKAMENN í Vestmanna- eyjum stöðvuðu í gær- morgun útskipmi á óverkuðum saltfiski, sem flytja átti úr þorpinu til verkunar. Þessi stöðvun var gerð í þeim tilgangi að knýja fram aðgerðir af hálfu ráðamanna bæjarins til þess að bæta úr atvinnuleysi verka- fólksins í Eyjum. Atvinnuástandið í Vest- mannaeyjum er með versta móti, eins og eðlilegt er, eftir vertíðina, sem brást svo að segja alveg. Eftir kröfum verkalýðsins í Vestmannaeyjum, sem sá að íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn inni ætlaði ekkert að gera til bjargar, kaus bæjarstjórn svo- kallaða bjargráðanefnd og voru kosnir í nefndina íhaldsmenn- irnir Ástþór Matthíasson, Ólaf- ur Auðunsson, Sigfús Scheving, Alþýðuflokksmaðurinn Páll Þorbjarnarson og kommúnist- inn Jón Rafnsson. Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um að nefndin kæmi saman var enginn fundur haldinn fyr en loksins í gærkveldi, er verka- menn höfðu stöðvað útflutning á 1500 skippundum af fiski, er h.f. Akurgerði í Hafnarfirði hafði keypt, í samráði við Hafn- arfjarðarbæ og átti að verka fiskinn í Hafnarfirði. Stöðvuðu verkamenn í Vest- mannaeyjum útflutning fiskjar- ins beinlínis í þeim tilgangi, að knýja fram fund í bjargráða- nefndinni og fá hana til að taka einhverjar ákvarðanir, meðal annars um það, hvað mikið af fiskinum mætti fara, án þess að atvinna verkafólksins liði við það. Hins vegar hafði Ástþór Matthíasson lýst því yfir á bæj- arstjórnarfundi, að fiskurinn yrði verkaður í Vestmannaeyj- um, og gat keypt hann, einmitt smiðjanna lull- skipuð. Þérarlim Egilsoii út- gerðnrmiiðof1 i Hafn« arlirðl teknr sæti Sigorðar Kristjáms- sosaar komsáls. Atvinnum A laráð- IIE R R A skipaði á sunnu- daginn Þórarin Egilson út- gerðarmann í Hafnarfirði til þess að taka sæti í stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins í stað Sigurðar Kristjánssonar kon- súls á Siglufirði, sem var neydd- ur til þess af Ólafi Thors og öðr- um forráðamönnum Sjálfstæðis- flokksins að segja af sér því starfi, tveimur dögum eftir að hann hafði tekið við því. Eftir að miðstjórn Sjálfstæð- Frh. á 4. síðu. þess vegna fyrir lægra verð (18 aura kg.). Á fundi bjargráðanefndar i gærkveldi gerðist ekkert — og meirihlutinn neitaði að svara nokkrum spurningum verka- fólksins. í fyrra voru verkuð í Vest- mannaeyjum um 23 þúsund skippund. Aflinn á vertíðinni nú var um 30 þúsund skippund. Af því er þegar farið frá Vest- mannaeyjum 500 skippund til Seyðisfjarðar, 430 skippund til Reykjavíkur, um 300 skippund til Kaupmannahafnar og verið er að skipa út 1400 skippundum til Englands. Við þetta bætist svo 1500 skipp. til Akurgerðis og um 2400 skipp., sem verið er að semja um sölu á til Eng- lands. — Þetta er samtals 6530 skipp. og ætti þá að verða eftir álíka fiskmagn og verkað var í byrjun í fyrra. Verkafólkið hefir ákveðið að stöðva útskipun á fiskinum, þar til bjargráðanefndin hefir gefið svar sitt, en því hefir hún neit- að enn sem komið er. Mobafii í drapét í Vesímaiaaepjam. Fiskfisriim seldar fiyrir gott verð á staðnnm. OKAFLI var í gær í Vest- mannaeyjum í dragnót og fjölgar óðum þeim bátum, sem stunda þær veiðar. Er gert ráð fyrir að um 20 bátar stundi veiðarnar næstu daga. Allur aflinn er seldur ensk- um manni, sem kaupir hann á staðnum. Undanfarin ár hafa Vest- mannaeyingar sent nótaafla sinn sjálfir til Englands og selt hann þar, en nú selja þeir hann á staðnum fyrir mun betra verð en undanfarin ár. EINKASKBYTl TIL ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPM.HÖFN í morgun. ÍMSKEYTI frá Djibouti hafa það eftir ferða- mömmm frá Addis Abeba, að ítalska herstjórnin í Abessiuíu gangi nú að því með ógurlegri grimmd, að afvopna landslýðinn. AIIs staðar er látin fara fram leit að vopnum, og þeir, sem neita að láta þau af hendi eða verða uppvísir að því að hafa leynt þeim, eru nmsvifalaust skotnír. Það hefir komið fyrir, að tugir Abessiníumaima hafa af þessum ástæðum verið teknir af lífi í einu. Samtals hafa þegar rnörg hundruð verið skotnir síðan „friðurinn hófst“, eins og Mussolini komst að orði. Itölsku fréttirnar geta ekki um þessi blóðugu hryðjuverk, en þær segja frá því, að ná- kvæm leit hafi farið fram að vopnum í mörgum héruðum Abessiníu með þeim árangri, að stórkostlegar vopnabirgðir hafi verið gerðar upptækar. Bara í Addis Abeba hefir Itölum tekist að hafa upp á 156 vélbyssum, 51 fallbyssu, þar á meðal nokkrum af allra nýjustu gerð, 7853 rifflum, 80 skamm- byssum, fjölda mörgum flutn- ingsbílum og miklum birgðum af benzíni og margs konar öðru efni. I Harrar og héraðinu þar um- hverfis hafa ítalir gert upp- tækar 140 vélbyssur, 32 fall- byssur, og 9000 riffla. Þúsundir af vopnuðum Abes- siníumönnum eiga að hafa gengið ítölum á hönd til þess að bjarga lífinu, ennfremur f jöldi presta og annara embætt- ismanna. Fréttariíara „Timesu o. íl. blaðamönnum vísað úr landi. Til þess að hindra það, að sannleikurinn berist út um blóðveldi ítala í Abess- iníu, hefir Badoglio mar- skálkur vísað mörgum er- lendum blaðamönnum úr landi, þar á meðal frétta- riturum enska heimsblaðs- ins „Times“ og frönsku fréttastofunnar „Agence Havas“. Jafnframt tilkynti marskálk- urinn, að framvegis yrði aðeins þeim fréttariturum leyft að senda fréttir frá Abessiníu, sem hefðu verið í fylgd með ítalska hernum í styrjöldhmi. Raunverulega eru allar skeytasendingar frá Abessiníu undir ströngu eftirliti ítölsku herstjórnarmnar. Frá Rómaborg er símað, að þar hafi verið tilkynt opinber- lega, að Ciano greifi, tengda- sonur Mussolini, sem var einn af aðalforingjum loftflotans og eiturgasárásanna í Abessiníu- stríðinu, hafi verið sæmdur æðstu nýlenduorðu Ítalíu, sem nefnist Stella d’Italia. Jafn- framt hefir greifanum verið veitt gamla rómverska tignar- nafnið ræðismaður. Synir Mussolinis, Vittorio og Bruno, sem einnig voru í Abess- iníu, í hæfilegri fjarlægð frá orustuvöllunum, verið gerðir að hundraðshöfðingjum í fasista- hernum. Itaíir vilja kaupa Djibouíi og járn- brautina til Addis Abeba. Fréttastofa Reuters tilkynn- ir, að ítalska stjórnin hafi far- ið þess á Ieit við frönsku stjórn- ina, að hún seldi henni liafnar- borgina Djibouti í Franska Somalilandi og járnbrautina Frh. á 4. síðu. LONDON 18. maí. F.U. FJÖGUR MORÐ hafa verið framin á göt- um Jerúsalemsborgar á þremur dögum. Á laugardagskvöldið var skotið á hóp Gyðinga, sem kom frá því að horfa á kvikmynd, og voru þrír menn drepnir, en tveir særðust. Árásarmennirnir komust undan, og hefir ekki tekist að hafa upp á þeim. í dag fanst kristinn maður af austurrískum ættum skotinn til bana á einni af aðalgötum borgarinnar, og er nú hafin leit að banamanni lians. í blöðum Gyðinga er lcvartað undan því, að stjórnarvöldin beiti ekki nægilegri hörku við Araba, og að Gyðingar, Bretar og aðrir Evrópumenn geti ekki verið öruggir um líf sitt eða eignir, sökum þess, hve linum tökum er tekið á þessum mál- um. Thomas nýlendumálaráðherra tilkynti í brozka þinginu í dag Bylting i Bóliviu. Ný stjórn mynduð með stuðningi her- manna og verka- manna. LONDON 18. maí. F.U. IBOLIVlU í Suður- Ameríku hefir verið gerð stjórnarbylting, án blóðsúthellingar. Hinn nýi stjórnarf orseti er ofursti af þýzkum ætt- um. Stjórnin fylgir jafn- aðarstefnunni, og hefir þegar gert ráðstafanir til þess að koma í fram- kvæmd ýmsum breyting- um í anda þeirrar stefnu. í tilkynningunni um stefnu- skrá sína segir hún meðal ami- ars, að á bak við byltmguna standi „verkalýðurinn, sem hafi neyðst til þess að taka þátt í ófriðnum við Paraguay, á með- an auðvaldið hirti launin af blóðsúthellingum þeim, sem það hafði stofnað til“. að konungleg rannsóknarnefnd yrði skipuð til þess að komast að hinum raunverulegu orsök- um óeirðanna í Palestínu, með það fyrir augum, að eyða þeim orsökum. Bre/kt herlið frá Egiptalandi komið til borgarinnar. LONDON 18. maí. F.B. Æsingar fara enn í vöxt í Jerúsalem. Brezka herliðið, sem sent var frá Egiptalandi til Palestínu, er nú komið til Jerúsalem og fleiri borga. Þegar ein herdeilda þessara gekk um göturnar í Jerúsalejn vakti það mikla æsingu. Var þetta skozk herdeild og fór fyr- ir fylkingu þeirra sveit belg- pípnaleikara. Eru einkum Arabar gramir yfir því, að Bretar senda aukið herlið til Paleatínu. Frh. á 4. siðu. ?@rkamenn í kestmannaeyjnm stoðva flutninn á óverkoðnm Mi B|argrálai&e£iid IhaMsIns gerlr ekkert til að hæta úr atvlnnn- leyslnu í Vestmannaeyjain« FjiSgnr morð á 3 dðgnm I Jerásalem. Arabar reyna að hindra innflutning Gyðinga með blóðugum hryðjuverkum. Enskn jrfirvoldln ráða ekki við neitt

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar: 112. Tölublað (19.05.1936)
https://timarit.is/issue/52947

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

112. Tölublað (19.05.1936)

Gongd: