Alþýðublaðið - 20.05.1936, Blaðsíða 1
Aðeins
50 aura
pakkinn.
Örugt,
fijótvirkt.
Flntt í
Alpýðohúsið.
ititstjérn s
Inngangur frá Ingólfsstræti.
Afgreiðsias
Inngangur frá Hverfisgötu
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
XVII. ARGANGUR
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
MIÐVIKUD. 20. MAl 1936.
13. TÖLUBLAÐ
Fyrstu dómir í togaraijósnamál-
nnom vorn kveðnir npp í morgun.
Sfð njósnarar vorn dæmdir fi 44
þúsnnd króna sektir samtals.
JÖNATAN HALLVARÐSSON setudómari í togara-
njósnamálunum, kvað snemma í morgun upp dóm
yfir 7 af þeim mönnum, sem njósnir hafa sannast á
fyrir erlenda togara. Eru þetta fyrstu dómarnir í þess-
um víðtæku glæpamálum, en rannsókn þeirra verður
haldið áfram og má vænta fleiri málshöfðana út af
þeim innan skamms.
Ólafur Þórðarson í 2500 kr.
sekt og til vara 70 daga ein-
falt fangelsi.
Óskar G. Jóhannsson 5 þús.
kr. sekt og til vara 4 mánaða
einfalt fangelsi.
Af þeim mönnum, sem mál
hefir verið höfðað gegn er eftir
að kveða upp dóm yfir Páli Sig-
fussyni einum.
Allir eru þeir menn, sem bú-
ið er að dæma, dæmdir eftir 4.
grein landhelgislaganna nr. 5
1920, sem er svohljóðandi:
„Hver sá maður, er leiðbeinir
skipi við botnvörpuveiðar í
Þeir 7 menn, sem kveðin var
upp dómur yfir í morgun, eru
þessir:
Geir H. Zoega, Hverfisgötu
59.
Stefán Már Benediktsson, að-
stoðarmaður Geirs.
Þorgeir Pálsson, útgerðar-
maður, Lindargötu 19.
Stefán Stephensen, kaupmað-
ur, Bjarkargötu 4.
Pétur Ólafsson, Hverfisgötu
65.
Ólafur Þórðarson, Öldugötu
27.
Óskar G. Jóhannsson, Klapp-
arstíg 13.
Voru þeir dæmdir í þessar
ref singar:
Geir II. Zoega í 10 þúsund
kr. sekt og til vara 7 mánaða
einfalt fangelsi.
Stefán Már Benediktsson í
2500 kr. sekt og til vara 70
daga einfalt fangelsi. .
Þorgeir Pálsson í 8 þúsund
kr. sekt og til vara 6 mánaða
einfalt fangelsi.
Stefán Stephensen í 8 þúsund
kr. sekt og til vara 6 mánaða
einfalt fangelsi.
Pétur Ólafsson í 8 þúsund kr.
sekt og til vara 6 mánaða ein-
falt fangelsi.
Stranmurinn,
skjálftinn m
Nýja Dagblaðið.
Eftir Vilffl. Jódssob.
IJt af greinum mínum um
strauminn og skjálftann hefir
nú enn einn frömuður þeirra
mála hér á landi, Hallgrímur
Jónasson, gripið stirðan penna
og hafið langa ritgerð í Nýja
Dagblaðinu. Hann er vondur og
leiðinlegur og kemur auðvitað
hvergi nærri því efni, sem um
er deilt, og er það meira en
fyrirgefanlegt, því að á annan
hátt er málið nú óumdeilanlegt.
I fyrsta kafla greinar hans
er aðalinntakið það, að ég hafi
gert mig sekan um einhverja
óhæfu með því að ég hafi sýnt
Halldóri Kiljan Laxness réttar-
skjölin í straum og skjálfta-
málinu skagfirska. Því fékk ég
þegar svarað í Nýja Dagblað-
inu og gat þess, að réttarskjöl
væru opinber plögg, sem hver
og einn gæti átt aðgang að, að
Frh. á 4. síðu.
landhelgi við ísland, eða lið-
sinnir því við slíkar veiðar, eða
hjálpar hinum brotlegu til að
komast undan hegningu fyrir
þær, skal sæta sektum 5—15000
krónur“. En samkvæmt síðari
lögum eru allar sektir fyrir
landhelgisbrot innheimtar í
gullkrónum.
Allir þeir menn, sem nú hafa
verið dæmdir, hafa starfað að
njósnum og skeytasendingum
fyrir erlenda togara um lengri 1
eða skemmri tíma. |
Geir H. Zoega hefir frá því
í ársbyrjun 1934 verið umboðs-
maður fyrir nær alla togara frá
Grimsby, sem stunda veiðar hér
við land. Hefir hann játað, að
hann hafi rekið njósnir og ’
skeytasendingar í rúmt ár,
þegar málið kom upp í haust.
Alls voru þýdd skeyti til 13
Frh. á 4. síðu.
Tveir drengir hrapa
30 faðma í bfargi i
Westmanmaeyjnm*
Annar þeirra iézt litlu síðar,
en hinum er vart hugað iif.
UM kl. 3 í gær varð það
slys í Vestmannaeyj-
um, að tveir drengir
hröpuðu niður þverhnýpt
bjarg og lést annar þeirra
nokkru síðar, en hinn er
enn meðvitundarlaus og
er honum varla hugað líf.
Báðir voru drengirnir
fermdir síðastliðinn sunnu
dag og voru þeir 5 saman
að leika sér að því að
klifra í bjarginu.
Fimm piltar, allir á ferming-
araldri, fóru í gær að aflíðandi
hádegi upp í svonefnt Klif, sem
er fjall vestan til á eynni, rétt
innan við bæinn.
Fóru þeir að leika sér að því
að klifra í fjallinu fyrir ofan
svokallaðan Hvannakór. Alt í
einu mistu 2 þeirra fótfestu og
hentust niður þverhnípt bjarg-
ið, úr um 30 faðma hæð, en
fyrir neðan er brekka með
lausagrjóti.
Þessir drengir hétu Ástvald-
ur Guðmundsson í Miðbæ og
Ágúst Ingi Guðmundsson á Há-
eyri. Voru þeir báðir fermdir
síðastliðinn sunnudag.
Þeir voru þrír, sem stóðu
saman uppi og var þriðji dreng-
urinn Sigurjón Jónsson í Eng-
ey. Alt í einu hleypur Ástvald-
ur út á grastó á dálítilli nibbu
og Ágúst Ingi með honum, en
Klifið í Vestmannaeyjum.
Krossinn sýnir staðinn, þar sem
drengirnir hröpuðu.
í sama vetfangi brast hún og
drengirnir steyptust niður.
Er drengirnir hröpuðu, hróp-
uðu hinir drengirnir á hjálp og
þusti fólk að í sömu svipan.
Var báðum drengjunum náð
og voru þeir með lífsmarki.
Voru þeir fluttir í sjúkrahúsið,
en annar drengurinn, Ástvald-
ur, lést 15 mínútum eftir að
hann kom þangað. Hinn dreng-
urinn, Ágúst Ingi, hefir enn
ekki fengið meðvitund.
Ástvaldur Guðmundsson var
sonur ekkju í Miðbæ og fórst
faðir hans með Halldóri Gunn-
laugssyni. Frh. á 4. síðu.
| 131 fat eftir 9 |
daga. í
i Mor gunblaOið jeyir nm;
: af lafréttirnar og Kveld- i
j úlfstogaramir kreyfa:
sig ekki.
TOGARINN „Gylfi“ kom |
til Patreksfjarðar í |
< gær fullur af fiski, svo að |
segja eingöngu þorski. Hafði j
: hann 131 fat eftir 9 daga :
; ÚtÍVÍSt. |
„Sviði“ kom til Hafnar- ■
< f jarðar í gær með 116 tn. :
; og hingað komu „Tryggvi :
: gamli“ með 90 föt og „Gyll- :
: ir“ með 115.
; Von er á „Arinbirni :
< hersi“ um hádegi í dag.
< Allir hafa þessir togarar :
: verið á Halanum.
Morgunblaðið steinþegir
um þessar miklu aflafréttir, :
til að reyna að dylja ræfils- :
• skap og athafnaleysi Kveld- :
úlfsmanna, sem láta togara :
; sína liggja bundna sömu :
; dagana og aðrir togarar ■
• moka upp aflanum.
170 manns
vinna nú að
karfavinslu á
Fiateyri.
Mokafll af karfa.
IGÆR kom togarinn „Há-
varður fsfirðingur“ með
101 tonn af karfa til Flateyrar
og 10 tonn af þorski. Var hann
afgreiddur undir eins og fór
aftur út í gærkveldi. Togarinn
„Sindri“ kom í morgun með
100 tonn af karfa og 10 tonn
af þorski. Fer hann aftur á
veiðar í dag. „Þorfinnur“ er
væntanlegur í dag.
170 manns vinna nú að karfa-
vinslunni á Sólbakka, en f jölg-
un mun aftur verða við vinn-
una næstu daga.
109 kr. 1 hlnt á
dag í Eyiiffl.
Dragnótaveiðarnar halda
áfram í Vestmannaeyjum með
fullum krafti, og f jölgar bátum,
sem stunda þær, með hverjum
degi.
Allir bátar öfluðu ágætlega í
gær og sagði fréttaritari Al-
þýðublaðsins, að afli hafi verið
svo mikill undanfarna daga og
verðið svo gott, sem fæst fyrir
hann, að þeir sem stunda veið-
arnar hafa haft um 100 kr. í
hlut á dag undanfarna daga.
Mikil veðurblíða er í Vest-
mannaeyjum.
Síldveiði tiyrjuð
í Faxafióa.
Vélbáturinn Aðalbjörg úr
Reykjavík, sem undanfarinn
mánaðartíma hefir stundað síld-
Frh. á 4. síðu.
Enskt herlið heldur vðrð
um vegiua til Jerúsalem.
Hryðjuverk og verkfðll Araba
gegn Gyðlngum halda áfram.
LONDON 19. maí. F.Ú.
INN Gyðingur hefir í dag
verið myrtur í Jerúsalem.
Herlið og lögregla halda vöi*ð
á veginmn milli Jerúsalem og
Haifa, og einnig á veginum frá
Jerúsalem til Jaffa. Eru allir
vagnar, sem um veginn fara,
rannsakaðir. Eltki hefir enn
tekist að hafa upp á þeim, sem
valdir kunna að vera að morð-
um þeim, sem framin hafa ver-
ið á götum Jerúsalemsborgar
síðan á laugardagskvöld, en
þau eru nú orðin fimm alls.
Vegna langvarandi verkfalls
í hafnarborginni Jaffa, hefir
stjórnin gefið samþykki sitt til
þess, að Tel Aviv sé notuð sem
hafnarborg fyrst um sinn. Hef-
ir verið gerð þar bráðabirgða-
bryggja, og uppskipunarbátur
fluttur þaðan frá Haifa. Arab-
ar lögðu þegar af stað út á
höfnina og ætluðu sér að sökkva
bátnum, en lögreglan elti þá og
kom í veg fyrir það, að þeim
tækist að koma ætlun sinni í
framkvæmd.
Tilkynningu James H. Tomas
nýlendumálaráðherra Breta um
að konungleg rannsóknarnefnd
yrði sett á laggirnar til þess að
rannsaka orsakir óeirðanna í
Palestínu, þegar er þeim yrði
lokið, hefir mælst illa fyrir þar
í landi, bæði meðal Araba og
Gyðinga.
Gyðingar segja, að réttur
þeirra til að setjast að í föður-
landi sínu verði ekki véfengd-
ur, og að um það snúist deil-
an. Arabar segja, að sú ákvörð-
un, að bíða með rannsóknina
þar til óeirðunum sé lokið sam-
rýmist ekki kröfu þeirra um að
tekið sé fyrir innflutning Gyð-
inga til Palestínu nú þegar.
Rýja spánska stjörn-
in fær transtsyfir-
lýsingn.
LONDON í morgun. F.B.
Fregnir frá Madrid herma, að
hin nýja stjórn Casares Quiroga
sem mynduð var eftir að Azana
tók við ríkisforsetaembættinu,
hafi farið fram á það við þjóð-
þingið, í gær, að það vottaði sér
hollustu.
Greiddu 217 þingmenn at-
kvæði með traustsyfirlýsingu til
stjórnarinnar, en 61 á móti.
Englendingar og Frakkar
eru oísöttir af ítöisku
yfirvöldunum fi Abessinfu.
Frönskum presti vísað úr landl, ensk-
ur hjúkrunarmaður tekinn fastur.
EINKASKEYTl TIL
ALÞÝÐU BLAÐSINS.
KAUPM.HÖFN í morgun.
TALIR halda áfram að vísa
útlendingum í Abessiníu úr
landi og eru það aðallega Eng-
lendingar og Frakkar, sem
verða fyrir því.
I viðbót við fréttaritara
„Times“, „Agence IIavas“ og
fimm aðra, sem vísað var úr
landi um síðustu helgi, hefir nú
frönskum presti, Jarousseau að
nafni, sem árum saman hefir
starfað í Harrar, verið skipað
fyrirvaralaust, að hafa sig á
burt úr landinu.
STAMPEN.
Englendingur tekinn
fastur í Diridawa.
LONDON 19. maí. F.Ú.
Þá hefir borist óstaðfest
fregn um það, að enskur mað-
ur, að nafni Mr. Bonner, starfs-
maður við aðra Rauða Kross-
sveit Breta í Abessiníu, hafi
verið handtekinn í Diridawa, en
þangað hafi hann verið kominn
á leið til Aden til þess að leita
sér lækninga við hundabiti. Er
óttast, að líf hans sé í hættu,
ef fregnin er sönn, og hefir Sir
Sidney Barton, sendiherra
Breta í Abessiníu, verið boðið
að rannsaka málið.
Frh. á 4. síðu.
Japanskir
sverðsmiðir
senda Hitier
sverð að gjöf.
Einkaskeyti til Alþýðublaðslns
Kaupmannahöfn í morgun.
Símskeyti frá Tokio í
Japan herma, að sjö full-
trúar sverðsmiðafélagsms í
Gifu, í grendinni við Hag-
orga, hafi á þriðjudaginn
afhent sendiherra Þjóðverja
í Tokio dýrmætt, japanskt
sverð, sem á að vera gjöf
frá þeim til Hitlers.
Sverðinu fylgdi bréf og er
það orðað þannig:
„Við Japanir, sem lítum
upp til foringja hinnar þýzku
þjóðar, færum honum þetta
sverð sem tákn japansks
hugsunarháttar, og vonmn,
| að það verði til þess að
| styrkja vináttu Japana og
j Þjóðverja.“
STAMPEN.