Alþýðublaðið - 20.05.1936, Blaðsíða 4
MIÐVIKUD. 20. MAM936.
M GAMLABIÖ 11
Skaggablið ástar-
innar.
SérkennUegasta leynilög-
reglusagan, er tekin hefir
verið.
Aðalhlutverkin leika:
CLAUDE KAINS
og MARGO.
Fréttablað. - Teiknimynd.
Börn fá ekki aðgang.
m
iffOiflBI
Slðasti vikinsirini
Eftir Indriða Einarsson.
Sýning á morgun kl. 8.
Lækkað verð.
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldir kl.
4—7 í dag og eftir kl. 1
á morgun. Sírni 3191.
SÍLDVEIÐI Á FAXAFLÓA.
Frh. af 1. síðu.
veiðar, fyrir Óskar Halldórsson,
kom í gær til Sandgerðis með
40 tunnur síldar og í dag með
87 tunnur.
Áður hefir báturinn veitt
mjög lítið. Síldin er fryst hjá
Haraldi Böðvarssyni & Co., og
á að nota hana til beitu við
Grænland í sumar. Síldin er
óvenju stór og feit, miðuð við
þennan tíma árs. Aðalbjörg fór
aftur á veiðar í dag.
Messað »
verður í fríkirkju Hafnar-
f jarðar á morgun kl. 2, ferming.
J. Au.
Munið:
BIFR0ST
Sími 1508.
Bílar allan
sólarhringinn.
Sisnl 1508
HraðferOli
Sameinaða í sumar eru nú byr j-
aðar og verða sem hér segir:
Frá Kaupmannahöfn annan
hvern sunnudag. Frá Keykjavík
til Vestur- og Norðurlándsins
annan hvern laugardag. Frá
Reykjavík til Kaupmannahafn-
ar annan hvern sunnudag.
Frá Leith annan hvern laug-
ardag. Fyrsta sinn 13. júní n.
k. Frá Reykjavík til Leith ann-
an hvern laugardag. Fyrsta
sinni 20. júní.
Skipa^fgrelðsia
Jes Zfmsein,
Tryggvagötu. Sími 3025.
STRAUMURINN, SKJÁLFT-
INN OG NÝJA DÁGBLAÐIÐ.
Frh. af 1. síðu. ,
ég hefði hvorki sýnt Halldóri ,
Kiljan Laxness né neinum öðr-
um þessi skjöl, heldur hefði
hann fengið að sjá þau á til-
hlýðilegasta stað, í sjálfu dóms-
málaráðuneytinu, og þó ekki
nema stutta stund, með því að
Einari H. Kvaran hafði verið
lofað að fá þau að láni.
Næsti kafli er einhverskonar
tilefnislaus geðvonzkuleg máls-
vörn fyrir tvo merka Englend-
inga, George Lansbury og
Hannen Swaffer, vegna afstöðu
þeirra til spíritismans. Við þetta
gerði ég stutta athugasemd, er
ég sendi Nýja Dagblaðinu í gær-
morgun og fékk loforð ritstjór-
ans fyrir, að birt yrði. En á
síðasta háttatíma í gærkvöldi
er mér tilkynt frá ritnefndinni,
að þessi athugasemd né frekari
athugasemdir frá mér við það,
sem Hallgrímur Jónasson kynni
að skrifa um þetta .mál yrðu
ekki teknar til birtingar í Nýja
Dagblaðinu.
Ég verð því að biðja Alþýðu-
blaðið að birta þessa meinlausu
athugasemd, sem er svohljóð-
andi:
Hallgrími Jónassyni eða öllu
heldur lesendum hans til íhug-
unar vil ég vekja athygli á því,
að ég hefi aldrei mælt aukatekið
orð — og þá ekki heldur niðr-
andi orð — um afstöðu George
Lansbury’s eða Hannen Swaff-
er’s til spíritisma eða dular-
fullra fyrirbrigða, og mundi
mér ekki detta í hug að fara
að leggja þar neinn dóm á,
fremur en ég færi að rekast í
skilningi þessara heiðursmanna
á skírnarsakramentinu eða
hinni heilögu kvöldmáltíð.
Einar H. Kvaran hafði hins-
vegar lýst afstöðu þessara póli-
tísku flokksbræðra minna til
lækningaleyfislöggjafar í Bret-
landi á þann hátt, að ég hélt
mig hafa ástæðu til að játa það
sem sorglega staðreynd um
áleitni heimskunnar, þegar um
skottulækningar er að ræða og
lagasetningu til tryggingar
gegn þeim, að jafnvel jafnað-
armenn gætu verið fífl.
Nú hefir það verið upplýst í
málinu, að Einari H. Kvaran
hefir orðið það á, að skýra
rangt frá efni lækningafrum-
varps þess, er hann taldi, að
George Lansbury og Hannen '
Swaffer hefðu meðal annara
barist svo hatramlega og að
mér virðist heimskulega á móti.
Er því enganveginn óhugsandi,
að eitthvað hafi farið á milli
mála einnig um afstöðu þessara
tilgreindu manna til frumvarps-
ins. Þar sem ég hefi nú lýst því
yfir, að sjálfur hefði ég engan
þátt viljað eiga í samþykt þessa
brezka frumvarps, má vel vera,
að okkur George Lansbury og
Hannen Swaffer greini minna á
um skottulækningalöggjöfina
en Einar H. Kvaran vildi telja
mér trú um.
Og víst mundi engan gleðja
það meira en mig, ef mér gæf-
ist tilefni til að taka aftur þessi
óstillingarorð mín í garð jafn-
aðarmanna — sem raunar eru
skyldugir til að vera allra
manna skynsamastir. En það
stendur aftur öðrum enn nær
en mér að hryggjast yfir því,
að Hallgrímur' Jónasson auglýsi
það nú betur en gert hefir ver-
ið, að í þessum málum hljóti
spíritistar að vera fífl — og sé
ég þó ekki, að það sé algerlega
óhjákvæmilegt.
TOGARAN JÓSN ARARNIR
DÆMDIR.
Frh. af 1. síðu.
togara frá honum, en símlykill,
sem hann afhenti við rannsókn
málsins, gekk að skeytum til 9
þeirra.
Þeir, sem störfuðu að rann-
sókninni gátu auk þess þýtt
skeyti til f jögurra annara tog-
ara, og hefir Geir ekki véfengt,
að þær þýðingar séu réttar, en
skeyti, sem þýdd hafa verið á
sama hátt og Geir virðist hafa
sent til belgiskra togara, vill
hann ekki viðurkenna að séu
rétt þýdd.
Þorgeir Pálsson hefir njósn-
að fyrir 5 brezka togara, sem
vitað er um. Hann varð umboðs-
maður fyrir félagið H. Mark-
ham Cook Ltd.,í Grimsby á ár-
inu 1935, En áður hafði hann
njósnað fyrir þrjá brezka tog-
ara, sem Páll Sigfússon hafði
verið fiskiskipstjóri á.
Pétur Ólafsson og félagar
hans, Stefán Stephensen og
Ólafur Þórðarson, hafa njósnað
og sent skeyti til 4 togara, sem
eru eign útgerðarfélagsins
„Rinowia Steam Fishing Co.“
í Grimsby, frá því á miðju ári
1934. Ólafur Þórðarson var að-
eins aðstoðarmaður um stuttan
tíma.
Óskar G. Jóhannsson njósn-
aði fyrir togarann ,,Vin“.
Qeorg Qíslason í
Vestmannaeyjum
dæmdur í morgum.
Jón Hallvarðsson bæjarfógeti
í Vestmannaeyjum kvað upp
dóm í dag yfir Georg Gíslasyni,
kaupmanni, og var hann dæmd-
ur í 8 þús. kr. sekt og til vara
í 4 mánaða einfalt fangelsi.
Hann hefir eins og Óskar Jó-
hannsson njósnað einkum fyrir
togarann ,,Vin“.
SLYS I VESTM.EYJUM.
Frh. af 1. síðu.
Astvaldur var hræðilegur út-
lits, er hann náðist, alblóðug-
ur og marinn og höfuðkúpan
brotin.
Ekki sér mikið á hinum
drengnum. Hann var blóðugur
og marinn, en ekki hefir enn
tekist að finna, hvort hann sé
brotinn. Er þó talið, að hann
sé meiddur innvortis.
Fyrir neðan, þar sem dreng-
irnir hröpuðu voru nokkrir
drengir. Hafa þeir og Sigurjón
verið yfirheyrðir og hefir einn
borið það, að hann hafi hróp-
að til þeirra, hvað þeir væru
að gera og hefði Ástvaldur þá
svarað: „Við erum að ná í
hvannir."
Ástvaldur er þriðji maðurinn,
sem hrapar til dauða í Vest-
mannaeyjum á tæpu ári.
U. M. F. Velvakandi
efnir á morgun (uppstigning-
ardag) til ferðar í Raufarhóls-
helli. Félagar tilkynni þátttöku
til stjórnar eða ferðanefndar.
Hjónaband.
I dag verða gefin saman í
hjónaband af lögmanni ungfrú
Svanfried Valtýsson og stud.
jur. Friðrik A. Diedo.
Ég skal svo ekki fipa frekar
fyrir lesendum Nýja Dagblaðs-
ins þenna lundilla fréttamann,
og bið þá vel að njóta nöldurs
hans.
Vilm. Jónsson.
1 DÆB
Næturlæknir er í nótt Jón
Norland, Skólavörðustíg 6 B,
sími 4348.
Næturvörður er í Reykjavík-
ur- og Iðunnar-apóteki.
Veðrir: Hiti í Reykjavík 10
stig. Yfirlit: Hæð yfir austan-
verðu Atlantshafi, norður yfir
Island. Lægð við suður-Græn-
land. IJtlit: Hæg suðlæg átt.
Þykkviðri. Sumstaðar dálítil
rigning eða súld.
ÚTVARPIÐ:
19,20 Hljómplötur: Ungverskir
danzar.
19,45 Fréttir.
20,15 Erindi: Englendingar í
Vestm.eyjum, II (Sigfús
M. Johnsen, hæstarétar-
ritari).
20,40 Hljómplötur: Sönglög
eftir Schubert.
21,05 Erindi: Úr sögu hjúkr-
unarmálanna, IV (frú
Guðný Jónsdóttir).
21,30 Orgelleikur úr Dómkirkj-
unni (Páll Isólfsson).
22,00 Hljómplötur: Nútíma-
tónlist (til kl. 22,30).
Alþýðublaðið
kemur ekki út á morgun
(uppstigningardag), en í stað
þess á föstudaginn.
Félag ungra jafnaðarmanna
fer til Stokkseyrar á morgun
og heldur fund þar. Flytja þar
ræður: Jón Magnússon, form.
F. U. J„ Erlendur Vilhjálms-
son, Jón Guðlaugsson og Sig.
Einarsson, alþingismaður. Upp-
lestur: Pétur Pétursson, Gísli
Friðbjarnarson. Á milli verður
sungið. Lagt verður af stað kl.
10 f. h. frá Alþýðuhúsinu.
Talkórsæfing
í Alþýðuhúsinu í kvöld kl.
8y2."
Karlakór Alþýðu
æfing í kvöld á venjulegum
stað. Áríðandi að allir mæti.
Tónleikarnir
i dómkirkjunni verða endur-
teknir annað kvöld kl. 8Y2 í síð-
asta sinn. Syngur þar blandað-
ur kór undir stjórn Sigfúsar
Einarssonar. Páll Isólfsson leik-
ur á orgel.
Skipafréttir:
Gullfoss kom til ísafjarðar í
dag. Goðafoss er á leið til Vest-
mannaeyja frá Hull. Dettifoss
fer í kvöld til útlanda. Brúar-
foss er í Kaupmannahöfn. Lag-
arfoss er í Kaupmannahöfn.
Selfoss er á leið til útlanda.—
Drottningin kemur væntanlega
annað kvöld. Island fer frá
Leith á morgun. Esja var á
Hólmavík kl. 6 í gær. Súðin var
á Patreksfirði kl. 6 í gærkvöldi.
Mæðradaguriim
er næstkomandi sunnudag. —
Verða merki seld þann dag á
götum bæjarins. Merkin verða
afhent sölubörnum seinni part-
inn á laugardaginn og allan
sunnudaginn í Þingholtsstræti
18.
Leiðrétting.
1 leiðara blaðsins í gær átti að
standa: „samur er Jónas í
bankaráði og utanríkismála-
nefnd, söm er krafa kjósend-
anna o. s. frv., en ekki „sömu-
leiðis er Jónas í bankaráði o. s.
frv.“ eins og misprentast hefir.
ABESSINÍ A.
Frh. af 1. síðu.
Pósti fri sendiherra
Bnglendinga stolið
úiCjárnbrautinni á
leið til Djibuti.
Þá hefir einnig spurst, að
póstpoki, með ýmsum mikils-
varðandi stjórnmálalegum skjöl
um frá sendiherra Breta í
Abessiníu til stjórnarinnar á
Englandi, hafi tapast úr járn-
brautarlestinni milli Addis
Abeba og Djibouti, og hefir
sendiherranum sömuleiðis ver-
ið falið að grenslast eftir því,
hvort þetta muni vera rétt, og
hvernig á hvarfinu standi, að
svo miklu leyti, sem í hans valdi
stendur.
Iljónaband.
Á laugardaginn voru gefin
saman í hjónaband Þórunn
Elísabet Björnsdóttir frá Reyð-
arfirði og Björgvin Jónsson bif-
reiðarstjóri. Heimili þeirra er á
Sjafnargötu 8.
NYJA BIÖ
Éfg elsk
alt
kvenfélk.
Jan Siepnra.
»»»»»»»»»»»»>:<
Pantið í tíma, í síma 3416.
Kjötverzlun Kjartans Milner.
Flugvél til síldveiða.
Ráðgert er að norska eftir-
lisskipið „Fridtjof Nansen“
hafi flugvél meðferðis í sumar
í eftirlitsför við Island. Verður
hún notuð til síldarleita.
Þökkum öllum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát
og jarðarför
Guðbjargar Brynjólfsdóttur.
Guðjón Bjarnason, börn, tengdabörn og barnabörn.
Alúðarþakkir fyrir samúð auðsýnda við fráfall og útför
Kristínar heitinnar Guðbrandsdóttur
Foreldrar og systur.
Tónleikarnir
í Dómkirkjunni verða endurteknir annað kvöld — uppstign-
ingardag — kl., 8x/2.
SÍÐASTA SINN.
Biandainr feér
Söngstjórn: Sigfús Eiuarsson.
Orgelleikur: Páll Isólfsson.
Aðgöngumiðar á 1 krónu seldir á venjulegum stöðum og við
innganginn.
í fjarveru minni
í sumar gegnir hr. læknir Sveinn Gunnarsson Iæknisstörfum
mínum.
Dauíel Ffeldsted.
Hagbeit.
Þeir, sem vilja taka að sér hestagæzlu fyrir Hesta-
mannafélagið Fák, í sumar, sendi tilboð til Dan. Daníels-
sonar eigi síðar en 25. þ. m.
Falltrúaráðsfondnr
verður í Baðstofu iðnaðarmanna föstudaginn 22. maí,
kl. 8Y2 síðdegis.
Dagskrá:
Reikningar Alþýðuhússins Iðnó.
Ýms þýðingarmikil flokksmál.
Áríðandi að fulltrúar mæti. Stjórnin.
Ódýrt: ísl. smjör kr. 1,50 kg. smjörlíki 75 au., egg 95 au. % kg. Drífandi Laugaveg 63, sími 2393.
Munið kvöldskemtun F. U. J. kl. 9,30 í Iðnó. Aðgöngumiðar frá kl. 4 í dag.