Alþýðublaðið - 12.09.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.09.1936, Blaðsíða 3
LAUGARDAGINN 12. sept. 1936. ALÞÍÐUBLAÐIÐ RITSTJORI: F. R. VALDKMARSSON RITSTJORN: AlþýSataúsinQ, (Inngangur ír& Ingólfsstraatl) AFGREIÐSLA: AlþýSuhúBlmi. ílnagangur frá Hverflagöfu). SIMAR: 4900—4900. 4900: AfgreiOsia, auglýstogar. áíiOl: Rltstjöm (inuienOar frettíi) 4802: Ritstjöri. 4803: Vilfc). S. VilhjáJmsB. (helma) 49Q4{ JT. R. Valdemarason ifeeisiB; 42ðfi: Rltetjóm. tjif&ö: AfgrciOsia. ’Alþý&gpreotBmiðþíQ, MSigur Sjálf' stæðismanna1*. Byggingaiðnaðarmenn og verkamenin hafa nú fieng- i'ð hóílegum og rökstuddum kiröf- um sínum um irmflutning bygg- ingarefnis friamgiengt. Engum fær dulist, að það vair samhieldni -og sanngirni þiessaira tveggja stétta siem rieið bagga-í muniinn, enda mun þetta mál mjög stuðla að því, sem koma á, að ailir iðnaðairmenn og verka- mienn standi sem einn maður und- ir mieirkjum Alþýðusambands ls- lands. En blað hinna hrcirnandi stétta, stórkaupmanna og stóirútgierðar- manna, Miorgunblaðið, birrtir stað- leysu og öfgapólitík sjina í sam- bandi við þetta mál, í sinni ömub- legustu mynd. I gær fairast blað- inu þainnig orð: „Pað voiru Sjálf- stæðismienn siem báru kiröfurnar fram til siguirs í þessu máli.“ — Hér lar átt við kröfur iðnaðar- inaima og verkamanna um inn- flutning á byggingarefni. Nú skulum við athuga hviernig Sjáifsfæðismenn fara að því að biera kiröfur fram til sigurs. Fyrsta og helzta tillagan um inrn flutning. á byggingarefni, sem fram vair borin í gjaldeyris- og innflutnings-nefnd hljóðar upp á 600 þús. kr. Eini Alþýðuflokks- maðuiinn, Kjairtan úlafss-on, sem mættur var á þeim fundi beittf sér eindinegið fyrir þessari tillögu og greiddi henni atkvæði. Bjcirn Ölafsson greiddi henni einnig at- kvæði. I nefndinni eiga fimm mienn sæti, tillöguna vantaði því eitt atkvæði til þess að ná sam- þykiki. Pað atkvæði gat þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins lagt til, en honum þóknaðist að greiða at- kvæði gegn tillögunni og fella hana. Þannig fór Sjálfstæðisflokkuir- inn að því, að bera þiessa kiröfu fram til sigurs. Næst var boirin fraim tillaga um 400 þús. kr, Alþýðuflokfcsmaður, Kjiairtan ól- afsson 'Og Jón Clafsson greiddu henini atkvæði, Sjálfstæðismaður- inn Björn ClafBson gneiddi at- kvæði á móti henni; hún var felld á hans atkvæði. Pannig barðist Sjálfstæðisflokk- urinn fyrir þessari kröfu. Þetta eru skjalfestar staðreynd- ir og geymdar í bókum innflutn- ingsnefndar, og þær sýna og sanna, að Sjálfstæðismienn gátu komið því til leiðar, að innflutnmguirinn næmi, hvprt sem þeir vildu heldur 600 eða 400 þús kr., en þeiir kusu 150 þús. kr. Pannig bera þelr fram kröfuir verkamanna og iðnaðar- mamna til sigurs. Pað var fyrst, þegar formaöur Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, hafði aftur tekið sæ/ti í innflutn- ingsmiefndinni í stað Sjálfstæðis- maninsins Jóns ólafssonar, að kröfuir verkamanna og iðnaðar- manna náðu fram að ganga. Saga Sjálfstæðisflokksins á ALÞÝÐUBL’AÐIÐ Verkasklfting SJálfstæðlsmanna var eyðilðgð af Alþýðuflokknum. Fuutrðar verkamanna og iðnaðarmanna gerðn ákvarðanir BJðrns * Olafssonar og Jóns Olafssonar að engu með þvi að samðykkfa krðfur iðnaðarmanna. MorgunblaQið ósanninda- afhjúpað sem og rógblað. MORGUNBLAÐIÐ heldur enn áfram að biría tilhæfu- lausan þvætting og hreinar og beinar lygar um innflutning byggingarefnis til bæjarins. Ef al- menningi væri ekki þegar kunn- ugt um það, að Sjálfstæðisflokk- lurinn hefir gefist upp við að ræða mál á heilbrigðum grund- velli, þá væri þessi framkoma aðalblaðs flokksins algerlega ó- skiljanleg. Pað er rétt fyrir menn að rifja enn einu sinni upp gang málsins í innflutningsnefnd, eins og gerðabók nefndarinnar sýnir hann og bera það svo saman við frá- sagnir Morgunblaðsins. Á fundi nefndarinnar 2. þ. m. eru mættir: Kjartan Olafsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins. Sjálfstæðismenn- imir Bjöm Ólafsson stórkaup- maður, Jón ólafsson alþingismað- ur og L. Kaaber bankastjóri. Og Skúli Guðmundsson fulltrúi Framsóknarflokksins. Bjöm Ólafsson ber fram tillögu um að veita 600 þús. kr. gjaldeyx- isleyfi fyrir byggingarefni. Kjartan ólafsson greiddi at- kvæði með því, en Jón, Kaaber og Skúli á móti. Tillögu um 400 þús. kr. og síð- ar um 300 þús. kr. greiða Björn Ólafsson, Kaaber og Skúli at- kvæði á móti. Sjálfstæðismennimir höfðu því verkaskiftingu um að drepa alt. Morgunblaðið segir í gær, að „valdhafamir" hafi krafist þess að ekki væri veitt leyfi fyrir nema 150 þús. kr. Hvaða valdhafar? Fóru þeir Jón Ólafsson og Bjöm Ólafsson, sem urðu þess valdandi, að ekki fékst viðunan- leg lausn á málinu, eftir skipun ríkisst jórnarinnar ? Það er ótrúlegt ,að svo hatram- ir íhaldsmenn, sem þeir em báðir, hafi gert það; enda er þetta venjuleg Morgunblaðslýgi. Pað er staðreynd ,sem ómögu- legt er fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða blað hans að ljúga sig frá, að Sjálfstæðismennirnir í gjald- eyrisnefnd réðu því einir, að inn- flutningsleyfi fékst ekki fyrir meiru en 150 þús. kr. 2. þ. m. Ög jafnframt er það sannað, að fulltrúi Alþýðuflokksins var með öllum tillögunum og gerði alt sem í hans valdi stóð til að tryggja atvinnu iðnaðamianna og verkamanna, en var ofurliði borinn af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins! þessu sviði er í sem fæstum orð- um þannig: Fyrst setur hann fram kröfur án alls rökstuðnings (Bjöm Ólafs- son) og lætur sína eigin menn fella þær (Jón Ólafsson). Svo er : ríkisstjórnin skömmuð fyrir verk J Jóns Ólafssonar. Þegar Alþýðuflokkurinn síðan leitar álits dómbærra manna — byggingaiðnaðarmanna — um þessi mál og ber sanngjarnar og j rökstuddar kröfur þeirra fram til sigurs, þá rekur Sjálfstæðisflokk- urinn upp siguróp. Petta geta menn nú kallað staðleysupólitík í lagi, En hvað gerist svo næst i málinu? Fyrir atbeina Alþýðusambands- jns og! í samvinnu við það semja iðnaðarmenn rökstuddar kröfur, sem þeir senda gjáldeyrisnefnd í þeim tilgangi að fá fyrri ákvörð- un nefndarinnar breytt. Og nefndin heldur fund i fyrra- dag um málið. Hverjir mættu á þessum fundi? Á fundinum mættu Jón Bakl- vinsson og Kjartan Ólafsson; L. Kaaber og Skúli Guðmundsson. Hvoragur Sjálfstæðismannanna. Jón Ólafsson né Bjöm Ólafsson, sóttu þennan fund. Gjaldeyrisnefnd samþykkir á þessum fundi að verða við kröf- um Alþýðusambands íslarids og Iðnsambands byggingarmanna. Er það tilviljun ein sem ræður því, að málið fær alt aðra af- greiðslu á þeim fundi ,þar sem hvorugur Sjálfstæðismannanna mæta? Nei, alls ekki. Lúðvig Kaaber greiddi atkvæði gegn þessari lausn málsins! P5S 1 þessu máli er Morgunblaðíð staðið að tilhæfulausum ósann- indum. Það hefir ekki vílað fyrir sér að bera fram rakalausa lýgi i þeim eina tilgangi að breiða yfir þau svik, sem fulltrúar flokksins og blaðsins í gjaldeyr- isnefnd hafa framið gegn iðnað- anuönnum og verkamönnum. Pað segir beinlínis, að Alþýðu- flokkurinn hafi gert það, sem Sjálfstæðismenn hafa gert, og Sjálfstæðismenn gert það, sem Alþýðuflokksmenn hafa gert. Þetta er svo sem ekki neitt meira en annar ruglingur í Morg- íunblaðinu, en er þó öllu meira áberandi, þar sem blaðið verður svo óheppið að gera beinlinis ruglingiun í sjálfu sér að „sen- sasjón"! Iðnaðarmenn og verkamenn hafa nú fengið sæmilega lausn á þessu máli. Árangurinn af samstarfi sam- taka verkamanna og iðnaðar- manna mun kenna báðum það, að ef þeir bindast þannig sam- tökum um öll mál, þá er þeim i sigurinn vis, hvað svo sem hin ! nautslega andstaða íhaldsmannaj | og stórkaupmanna verður öflug og hvaða lygum sem Morgun- biaðið beitir. DRAGIÐ úr olíueyðslu yðar H IN nýja, soralausa Gargoyie Mobiioil veitir yður þessa kosti: (ö Minni olíueyðslu @ Soralausa vél (§| Minni þynningú í hitum (§| Auðveldari gangsetningu. Hin nýja Gargoyle Mobiloil er miklu drýgri, vegna þess að hún er hrein og soralaus. Hún smyr vélina yðar rækilega, án þess að sót eða bik setjist í legur og buliuhylki, og þér munuð sjá yður til ánægju, að viðgerðarkostnaður stórminkar. Hættið þér við gömlu olíuna í dag og látið hina nýju Gargoyle Mobiloil á vélina, og þá munuð þér fyrst komast að raun um, hvað keyrsla getur verið ódýr. Þannig lítur vent- Hér má sjá hreint Hhúsið” útZfiegar vnntilhús, smurtmeð notuð ei%venjulegj“ hínni nýju soralausu olla. Gargoyle Mobiloil. soralctusa olían Gargoyle MoMloil Olíuverzlnm íslandsh.f. Aðalsalar á íslandi fyrir VACUUM OIL COMPANY Garðyrkjuuámskeið á LaagarvatDi. (Nl.) Að minnast garðyrkjunám- skeiðs á Laugarvatni, án þess að geta hins fjölhæfa og listfenga kennara og félaga, Ragnars sjálfs, er ekki unt. Er við komum, tók hann á móti okkur með þeirri prííð- mensku og alúð, sem honum er svo eiginleg — og þúaði okkur öll. Held ég þó, að hann hafi einskis i mist af virðingu sinni þar fyrir. Að sjálfsögðu muna allir, sem Ragnari kynnast, ró- lega, hávaðalitla kímni hans, sem verkar svo vel á umhverfið. En undir allri kímninni býr djúp ai- vara hins hugsandi manns. I starfinu var hann lífið og sál- in. Hann var alls staðar og ávalt starfandi og leiðbeinandi eftir þörfum, en lét annars alla starfa svo sjálfstætt, sem kostur var á. Hann lagði rika áherzlu á vand- virkni og fallegan frágang, og ég. furðaði mig á, hve fljótur hann var að koma auga á jafnvel smá- vægilegustu mistök. Sjálfur gekk hann að hverju starfi með okk- ur, en hann vann bara drjúgum meira. Að morgni var hann á- valt kominn fyrstur til starfs og kvaddi það síðastur að kvöldi, og sjaldan tók hann fullan matmáls- tíma. Aldrei heyrði Ág hann blóta, og á öllum ruddahætti hef- ir hann sjáanlega megnustu óbeit. Aldrei sá ég hann reykja eða dýrka Bakkus, enda mun hann að reglusemi og ýmsum háttum vera til fyrirmyndar. Pess má líka geta, að ég varð þess varla var, að nokkurt starfsfólk á Laugarvatni hefði tóbak um hönd og því síður áfengi. Einnig veitti ég því athygli og þótti merkilegt, að jafnvel gestir virt- ust hliðra sér hjá neyzlu áfengis ög tóbaks. Með öðrum orðum: Það virðist vera að skapast sá menningarandi á Laugarvatni, sem fordæmir notkun þessara heilsu-, siðferðis- og menningar- fjandsamlegu nautnalyfja. Væri vel, ef slíkur andi gæti skapast við allar okkar menta- og upp- eldisstofnanir, alt frá bamaskól- anum til háskólans. í gegnum uppeldi og einungis gegnum upp- eldi, sem byrjar á byrjuninni, tekst að bjarga þjóðinni frá „ci- garettum" og „svartadauða". Auk Ragnars sást ainnair maður á Laugarvatni, Guðm. Claf’sso'n kiennari, seint og snemma að Bfarfi. A sumrum fiegtra þeir umhverf- ið og auka lifandi inj!d. Og á vietrum býzt ég við, að þieir af sömu sál og sarna kappi yrki hug þeirrar æsku, siem sækir þettai glæsilega skólasehir, ssm eir svo viel í sveit sett, að það veiitirj skilyrði eigi síðu:r til líkamllegxiaSr en aindlegrasr þjálfuinar. Að athuguðu máli held ég mér, sé óhætt að fullyrða, að Ragnsiri sé sá starfsamasti, sbemmtilieg- aisti og bezti húsbóndi, siem ég til þessa befi eignaist, og veit ég að fleiri munu svo mæla. Við, sem námskelðið sóttum, voruim bæði útr sveit og frá sjó og úr öllum landshlutum. Öll munum við að líkindum nota þá þekkingu, er við öfluðum að Laugarvatni. Og flest munu miðla öðrum af henni og stuðla að áhuga og skilningi á garðBefct í slnu umhverfi. Áiiángur slikra námskeiða lerðuir . því hvorki mældur né veginn. Pað eltt or víst, að> í kjolfar slflkina námskeiða síq l!r aukin og fjöltöeytíari garð- rækt, sem styðuir að fjárhagslegri afkomu, beilbrigði og sjálfstæði þjóðarinnair — velmejun heimar. Til slíkra námsfcieiða þarf því að stoína, þar sem aðstaða e? bézt, í hverjum landsfjórðungi. Jafn- HÚSSTÖRF. Stúikurl, sem hafa í hyggju að taka að sér aðstoðar- störf á heimilum hér í bænum á komandi vetri, ættu í tíma að leita til Ráðningarstofu Reykja- víkurbæjar, þar eru úrvals stöður við hússtörf o fl. fyrirliggjandi á hverjum tíma. Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar, Lækjartorgi 1, sími 4966. Geri við saumavélar, alis kon- ar heimilisvélar og skrár. H. Sandholt, Klapparstíg 11. Símí 2635. Hvers vegna koma iögin um rikisút* gáfu námsbóka ekki til fram- kvæmda? Þiegar Iögin um ríkisútgáfu inámsbóka voru samþyikt á al- þingi, hugðu ilestir, að þau y.rðu iátin koma til framkvæmda eins og önnur lög. En nú er sagt, að það eigi að dragast til næsta áns að framfcvæma þau. En hvað veldur drættinum? Æskilegt væri, að Alþýðublaðið vildi upplýsa al- menning um það. Margir fátæklingar v'ierða að senda böm sín hálf-svöng í skó’t!- ann. Og svo koma þesai sömu börn heim> til sín og segjast eiga að koma með þessa og hina bók- ina, eða aura fyrir bók eða öðrum pkólanauðsynjum. En á fátæfcum bamaheimilum em oft engir p>en- ingar til, og þau verða að fara í ; skóiann næsta dag peninga- e&a bókalaus. Börn og unglingar fá oftast að kenna nógu sniemma á stéttamun inum í þjóðfélaginu og beyskju fátæktarinnar, þó þeim sé ekfci byrlað þetta eitur, um !>eið og þau setjast á skólabieik.kinn 7 og 8 ára gömuí Barmkcrl. Pegar frv. um ríkisútgáfu námsbóka var borið fram á þing- inu háustið 1935, var til þess ætlast, aö lögin kæmu til fram- kvæmda haustið 1936. Frv. féll á þessu þingi eins og kunnugt er og náði ekki samþykki fyr en á næsta þingi, eða á síðastliðnu vori, en þá var vitanlega of naumur tími til, að útgáfan gæti hafist fyrir þetta skólaár, enda stendur það í sjálfum lögunum, að þau komi ekki til fram- kvæmda fyr en haustið 1937. Fá- tækir bamamenn geta þakkað í- haldsmönnum fyrir dráttinn, og hjálpendum þeirra í Bænda- flokknum og Framsóknarflokkn- um, sýnilegum og ósýnilegum, —• eins ‘og fyrir svo margt annað. Gismondi kauplr harðfisk frá Noreig KAUPMANNAHÖFN, 10/9. (FU.) ítalska fisksölufimiað Gismon- di stendur nú í samningum við Norðmenn um að kaupa 2000 smálestir af harðfiski frá Norður- Noregi fyirir 12,58 h\erja vog (20 kilo) fob. framt því, þumfa kaupstaðabúar | að fágarðsvæðitilafnotameðsem beztum kjörum og eiga kost leið- heininga. Síðast og ekki síst þurfa bamá og u:nglingakennara:r að greiða garðyrkjunini \iej með þ.d aö færa hana inn í vos!St,aríið. — Garðyakjan er iekki einungis hag- nýt, beldur keftr hún líka má;kið uppeldisliejt giidi. Þeirriar hliðax niiun ég við tækifæri minnast í Öðru sambandi. 1 £f/ 12.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.