Alþýðublaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.10.1936, Blaðsíða 2
PÖSTUDAQINN 16. OKT. 1036. A11ÞÝ Ð UB U A BID LAUGARDAGINN 24. október næstkomandi, fyrsta vetrardag, fer fram almenn atkvæðagreiðsla í Rangárvallasýslu um það, hvort stofna skuli héraðsskóla í Rangárþingi samkvæmt frumvarpi til Iaga frá síðasta alþingi. Ungur bóndasonur á Rangárvöllum hefir sent Alþýðublaðinu eftirfarandi grein um málið: Almenn atkvæðagrelðsla i Rangárvalla- sýslu 1. vetrardag um skólamál héraðsins. Ungur bóndasonur lýsir skoð- U mvS unum sínum á málinu tZZZZTTS. Sfí héraðinu hafa haft vinnusnapir við þessi verk svo sem vikutíma á hverju vori og tnega illa viö að missa vinnu þessa, þó léleg sé. Komist vinnuskylda á, verður vinna þessi tekin af bændum. Hr. B. V. gerir ráð fyrir vax- andi einyrkjabúskap; þá er gott fyrir sýslufélag hvert að eiga (leturbr. B. V. Sbr. „eiga Islend- inga og nota þá“, eins og einn skoðanabróðir hr. B. V. komst að orði í Mgbl. hér um árið, fyr- ir munn yfirstéttarinnar íslenzku) árlega flokk ungra manna til að vinna þau verk, er einyrkinn hef- ir ekki tíma til.“ Það er víst ætl- ast til að einyrkinn sé fjáður vel, fyrst hann á aÖ taka „flokkungra mannia“ í þjónustu sina. Sam- kvæmt lögunum „skulu undan- þegnir skylduvinnunni allir þeir, er innan 18 ára aldurs hafa tekið próf í héraðsskóla í annari sýslu. Sömuleiðis allir þeir, er stundað hafa nám innan 18 ára í gagn- fræðaskólum eða mentaskólum.“ Hér er beint stefnt að því, að þeir unglingar, sem eru á vegum ríkra aðstandenda, KOMIST HJÁ að inna af hendi þegnskylduvinnuna. Ætli þeir þurfi ekki að læra hlýðni, stundvisi og reglusemi? Önnur meginástæðan fyrir nauðsyn skylduvinnunnar er hin siðbætandi áhrif þeirra tegundar vinnu, að dómi B. V. Ekki mun þó reynsla fengin, er sanni þessa kenningu hr. B. V„ heldur þvert á móti. Hugsum okkur tvo 20 manna vinnuflokka að sýsluvega- gerð hér í héraðinú. Öðrum flokknum stjórnar verkstjóri þar til skipaður af oddvita í hlutað- eigandi hreppi, og vinna menn þar fyrir kauptaxta settum af sýslunefnd, kr. 0,65 pr. klst. -f 17 aur. fyrir hest og 10 aurar fyrir kerru, ef þessir hlutir eru notaðir. I hinum flokknum er unnið undir stjórn siðameistara frá héraðsskóla Rangæinga, og vinna þar allir kauplaust með „réttindum". I fyrnefnda flokkn- Á ýmsu hafa Rangæingar meiri áhuga en skóla- og mentamálum. Þó eru undantekn- ingar frá reglunni í því efni. Þar á meðal er herra Björgvin Vigfússon, fyrrverandi sýslumað- ur Rangæinga, nokkrir sýslu- nefndarmenn m. m. Sýslunefndm, með hr. B. V. í fylkingarbrjósti, hefir, að því er hún sjálf segir, háð sjö ára stríð fyrir stofnun héraðsskóla í Rangárþingi. En árangur er enn harla lítill. En eins og þrautseig- urn og hugprúðum bardagamönn- um 'sæmir, hafa þeir ásett sér að gefast ekki upp, heldur hefja nýja sókn og sigla málinu heilu i höfn, jafnvel þótt það kosti annað sjö ára strið, unz hinu mikla takmarki er náð: alhliða mentun héraðsbúa, sem hafa þá m. a. öðlast hin siðbætandi upp- eldisáhrif þegnskylduvinnunnar, lært þar m. a. hlýðni og auð- sveipni hugarfarsins, sem kvað vera full þörf. Frumvarp til laga um héraðs- skóla með skylduvinnufyrirkomu- lagi, samið af hr. Björgvin Vig- fússyni, hefir verið til meðhöndl- unar hjá allmörgum urn garð gengnum þingum og jafnvel hlot- ið. blítt andlát, þar til á siðasta, þingi , að það náði samþykki „háttvirtra þingmanna". Leikur nok.kur grunur á, að meira hafi þar um ráðið greiðasemi þing- manna við hinn vinsæla höfund frumvarpsins, en áhuginn fyrir framgangi góðs málefnis. Er þá fengin hin ákaft eftir- sótta heimild alþingis til stofn- unar ‘héraðsskóla í Rangárþingi méð þegnskylduvinnutilhögun. En nú á málið eftir að ganga í gegn um annan hreinsunareld: Þrír fjórðu hlutar kjósenda í héraði verða að samþykkja stofn- un skólans. — Atkvæðagreiðsla um mál þetta fer fram fyrsta vetrardag í ár. Sjálfsagt er, að Rangæingar kynni sér málið vel, áður en þeir gefa sinn úrskurð. Hafa þeir til þess all-góða aðstöðu, því flutn- ingsmaður málsins, hr. B. V., hef- ir verið svo hugulsamur að gefa hverju heimili í isýslunni eitt ein- tak af sérprentuðu útvarpserindi sínu um skólamálið, er hann nefnir: „Skipulagsbundið þjóðar- upþeldi" (ásamt vel heppnaðri mynd af höf. á fyrstu síðu). — Þar er „planið" lagt fram, „auk- íð og endurbætt". Skulu nú gerðar nokkrar at- hugasemdir við „planið“. Þejgar í fáði er að koma á fót nýjum stofnunum, spyrja gætnir ménn, sem ekki vilja flana út í heitt að ófyrirsynju, fýrst og fremst um kostnaðinn, hvort stofnunin muni bera sig fjárhags- lega o. s. frv. Sennilegt er, að slíkum mönnum þyki kostnaðar- áætlunin við hinn fyrirhugaða héraðsskóla Rangæinga all-frum- leg og máske ekki allskostar fullnægjandi. Áætlunin lítur þannig út: „Tekjur og gjöld skulu standast á“. — Svo mörg eru þau orð. Skal fyrirtækjum, er stofnuð kunna að vera, bent á þetta handhæga form, ef bág- lega tekst að hafa tekju- og gjalda-tölurnar nokkurn veginn jafnar. Þá skal vikið að því ,sem er mergur þessa máls: þegnskyldu- vinnufyrirkomulaginu, sem alt „planið" er bygt á. Hér er þegnskylduvinnuhug- myndin vakin upp af hr. B. V. í ofurlítið breyttri mynd, sem að vísu skiftir ekki máli. Islendingar hafa jafnan verið andvígir þegnskylduvinnu, og þeir munu vissulega kveða niður þann draug, hvenær sem hann stingur upp hausnum. Hr. B. V. telur skylduvinnu- fyrirkomulagið bráðnauðsynlegt, einkum af tveim ástæðum. Sú fyrri er, að menn geta unnið af sér skólagjaldið með 7 vikna vinnu á vori, „svo jafnvel ör- eiginn ,sem engan eyri hefir i búddunni ,getur notið skólans“. Þetta kallar hr. B. V. skylduvinnu gegn skólaréttindum. Skal nú vikið að því fám orðum, í hverju þau „réttindi" eru fólgin. Reiknað með hinu rausnar- lega(!) kaupi, er sýslunefnd Rang- æinga þóknast að skamta bænd- um við vegavinnu, kr. 0,65 pr. klst., verður kaup fyrir 7 vikna 'vinnu (fæði dregið frá) kr. 210,00. Skólagjald við flesta héraðsskóla á landinu, þar sem skólagjald annars er tekið, mun vera um 100 kr„ og munu margir ungling- ar eiga fullerfitt að greiða það. En Rangæingar eiga að borga á þriðja hundrað krðna og þykir vel boðið! 1 stað þess, að menn hafa unn- ið fyrir skólagjaldi á 3 vikum, verða þeir, er nám sækja í hinn fyrirhugaða Rangæingaskóla, að greiða kenslugjald með hvorki meira né minna en 7 vikna vinnu. Þetta eru þá öll réttindin! Myndi margur mæla, að hér séu boðin um ríkir samræmi og starfsgleði, menn hafa það á tilfinningunni að þeir eru „sjálfstæðir menn“, sem vinna fyrir sínu kaupi, er þeir nota sér og sínum til fram- dráttar. 1 þegnskylduflokknum eru aftur á móti sundurleitir hóp- ar. Þar eru menn, sem sökum fá- tæktar þurftu að vinna fyrir kaupi, en vinna þarna af því það er skylda; -þeir geta heldur ekki notið skólavistar að vetrinum, því þá þurfa þeir í útver, mega ekki við að tapa yertiðaratvinnunni. Þeir eru því ekki sem ánægðast- ir. í þessum flokki eru og þeir, er náð hafa fullnaðarprófi úr barnaskólanum fyrir hálfgerða náð kennarans. Þeir fara áreiðan- lega ekkji í skóla aftur. Þeir telja dagana þangað til þeir sleppa úr „þrældómshúsinu". Svo skulum við segja að þriðji hópurinn vinni af eldlegum áhuga og „fórnfýsi". Þeir læra að hlýða, þeir mögla aldrei, kvarta aldrei, hvað vit- lausar skipanir sem þeim eru gefnar; þeir spyrja aldrei: „Til hvers?“ Þar er kornin „typa“ bréfberans „til Garcia“, sem yf- irstéttir allra landa dreymir um: nógu auðsveipir þjónar. — Verð- ur síðartaldi flokkurinn fyrir far- sælli áhrifum af göfgi vinnunnar? Skylduvinnunni hafa nú verið gerð nokkur skil að sinni. Því skal aðeins minst á eitt atriði enn í erindi hr. Björgvins Vigfússon- ar. Hann telur að tvær leiðir séu til að markinu: alrnenn mentun. Leiðirnar eru: skylduvinnuskólar, er hér hefir verið drepið á, eða almenn skólaskylda. Telur hr. B. V. síðari leiðina litt færa vegna kostnaðar ríkissjóðs. En svo verður að líta á, að meðan ríkissjóður íslands hefir ráð á að kasta fé svo hundruð- um þúsunda króna skiftir í hina svokölluðu andlegu stétt — presta og kirkjur — þá hefir hver sá maður, er æskir mentun- ar, fylsta rétt til að heimta kenslu og skólavist, sér algerlega að kostnaðarlausu. Rangæingur. neyzln- og naaðspja- vornm. Eftírlit með matvælum og öðrum neyzlu og nauðsynja- vörum er nú hafið samkvæmt ákvæðum laga nr. 24, 1. febrúar 1936. Verða sýnishorn til rannsóknar tskin í verzlunum og annars staðar þegar eftir 15. nóvem- ber næstkomandi, og verður þess þá krafist, að allar vörur, sem hafðar verða á boðstólum, fullnægi ákvæð- um laga og reglugerða hér að lútandi. Eru hlutaðeig- endur ámintir um að kynna sér lög þessi og reglu- gerðir, sem hvorttveggja verður sérprentað og selt í bókaverzlunum auk þess að birtast í Stjórnartíðlndun- um á venjulegan hátt. Heilbriggðls8nálaráðiiiteytf(0« Munið 1 krónu Heitt & Kalt. máltiðirnar. Dýraverndarinn, 6. tbl. yfirstandandi árgangs, september 1936, er komið út. Innihald: „Geta dýrin hugsað?“ eftir Carl Dymling, „Kettir eða fuglar?“ eftir Ólaf Friðriksson, „Grimd" eftir Jón Pálsson o. m.fl. Veslingarnir. Nú fer að verða hver síðastur fyrir fólk að sjá þessa ágætu mynd á Nýja Bíó, því að hún verður mjög bráðlega send út aftur. Gamla Bíó sýnir ennþá Lapplandsmyndina Útlaginn með Gull-Maj Norin og John Ekman í aðalhlutverkunum. Laugaskóli var settur 12. þ. m„ og er það nokkru fyr en áður hefir verið. Komnir voru flestir nemendur, er skóli var settur. Skólinn verður fullskipaður í vetur. Smiðadeild Skriftirkensla. Hóp og einkatímar. Guðrún Geirsáóttir. Sími 3680. Kenni að sníða og taka mál. Laufásveg 2 A. Sími 2460. er vegna mikillar aðsóknar stærri en undanfarið og hefir verið aúk- ið við húsrúm og áhöld. (FO.) Verkamannafélag Húsavíkur hefir verið tekið í Alþýðusam- bandið. Félagatala er 188, for- maður er Árni Jónsson. Upp á iíf og daaða. Leynilögreglusaga eftir „Seamark“. legt, ieins og yður hlítur að renna grun í. Haldið þér í rauú og veru að ég Isé svoleiðis mað|ur, að ég láti eina milljón dollara ganga úr greipum jnér, svona al- veg fyrirhafnarlaust. Þér hafið náð í lagfega fúlgu í d a,g. — Upp með hendurnar, og færði sig nú nær hoinuim. Ef þér gefið ekki óð;ajra skýringu á komu yðar hingað, þá hringi ég til Scotlúnd Yard. — Og hvað svo? — Ég held yður hérna, þangað til lögreglan kemur. — Þajð er ýmislegt, herra Elroyd, sem þér kærið yð- ur ekki um ajð gera, og eitt af þvi er að hringja til Sootliaúd Yard. Nú skal ég segja yður, hvað ég æfla að igera. — Þér ýtið til mín símanum og ég hringi til Soot- liand Yard, einmitt héfn|a( í yðar eigiin lestrajrsal og að yður áheyrajndi. Ég ætla að segja þeim, hvar ég er, hvert var erindi mitt hingað, og hvernig ég komst inin. Fáið mér símann og ég tala við þá. Fininið númerið, eða þér eruð dauðans matur. Horle átti ervitt með að anda. Hann beit saman tönn- unum, færði sjg nær Cartery og miðaði beijnt í andlit honutn. — Reynið ekki neinar hótanir hér, sagði hann. — 1 /diag feom ég jinn í borðstofu yðar ,mieð dálítinim böggul. 1 þessum böggli voru demaantar, Vantinede- mantarnir. Böggullinn var opmaður og demiantarnir voru skoðaðir. Dóttir yðar skoðaði þá, en ég veit að hún á engan þátt í hvarfí þieirra. Ég lofeaðt skríninu sjálfur, og úm leið tók ég til mín öskjuna með Vantine-demöntunum. Þegar ég opnaði mínar öskjur, voru þær tómar. Vantine-demantarmir voru horfnir. Rennur yður nú |grun í, hvað ég er að fara. — Nei, ég hefi engan grun um það, hreytti herra El- royd út úr sér. \ — Demantamir voru í öskjunum, þegar við vorum hér inni í borösalnum á ;Glaire Hall, en þeir voru horfn- ir, þegar ég var kominn út mieð öskjurnar. Það mundi því ekki vera of djarft |að álykta, að demantarnir hefðu horfíð hér. Og það er þieSsvegna, sem ég er héji; í yðaí' húsi klukkan eitt að næturlagi. Vantine-deniímtarnir tiiheyra mér; en ég vil fá þá; óg er eð leita að þeim — Vogið þér yður að halda því fram, a,ð þessir de- mantar yðar hafí horfiðl í Glaire Hall? þrumaði herra Elrayd. — Cartery bandaði frá sér hendinnj. — Ég segi ekki an;nað ien það sem ég veit, sagði hanm. Herra Elroyd stóð lengf, án þess að mæla orð frá vörum. Hann var náföluh í |andliti. — Ég gæti skotið yður eins iog hund, hvæsti hann milli Síaimanbitinna variún|na. — Það er ég viss um;, að þér kysuð hielzt af öllu, en þér hefðuð áreiðanlega gert það Istraf, ef þér hefðuð þorað. Horle gékk nær Cartery, þangað til ekiki var meir en skref á milli þieiria. — Fariö þér út, sagði hann. — Ég fæ mér lögneglumeun i0g lögnegliuhiunda og læt standa vörð við húsið dag og nótt. Farið þér út >og þakkið þér guði fyrir, að ekki hlauzt verra af þessiu ferðalagi yðar. Gartery horfði upp í loftið pg dró þungt andann: — Þér megið reiða yður á, að ég kemist héðan út, án þess að mér verði gert nokkurt. mein. Það megið þér hengja yður upp á. — En það er dálítið jannað, sem ég þarf að hugsa um. Ég fer ekki héðan út, fyr en ég hefi demantana. Ég hefi ekki eytt mörgum mánuðúm1 í að klófesta þá, að- eins til þiess að látia hrifsa þá út úr höndunum á mér. — Horle varð ennþá, hvítaiili1 í framan. Éf þér minnist á þetta einu orði meir;, þá skýt ég yður niðúr. Cartery gékk einu sferefi nær honum. Uggvænlegur glampi sást í laugum hans. — Þér ætlið að ná. í lögfræðing yðar! Gerið þér svo vel; ég óttast það lekki. En hlustið á mig stundarlkiorn. Áður en é]g fór hingáð í lestrarsalinn eyddi ég 10 mínútusm í borðisalnum. Og það get ég sagt yður, «ö hvert leinaista leynihólf, sem kann að felast í Glairs ,‘Hall, sfcal ekk;i leynast niér. Ég er að léita að Vantine- demöntunum, og ég skail finna þá. Ýtið til mín símanum og ég skal sýna yður, hvað ég geri. Án þes;s að hugsa um skammbyssunal, ýtti Cartery Horle til hiiðair iog greip isímatólið. Svo beið hann þaúg- að til miðstöð svaraði og bað um Sootland Yard. XVIII. KAFLI. SKAMMBYSSUSKOT. Horle stóð orðliaus og horfði á Gartery. Hann ætlaði vairlia að trúia isínum eigin eyrum. — Leggið frá yður hieyrnartólið, iskipaði hann. Hanin gat varlia þekt sína eigin rödd. Cartery sinéri sér við að Horle með heyrnartólið við eyrað. — Er þiað Scotland Yard. Mig langar til að tala við einhvern, isem hiefir með Vaintine-málið ,að gera. Þietti* er Chris Gartery. Ég er á . . . . Áður en Cartiery var kominn lengra, áttaði Horle sig og hleypti af og miðaði jbieint í andli,tið á Cairtery. En Gártery hafði haft aujgun hjá sér. Um leið og hnnn sá Horle þrýstá fíngrinum á gikldnn, fleygði hainn frá sér heyrnartólinu og hienti sér flötum á gólfið. Horle hóf upp byssunia og ætlaði að keyra hana í höfuð Cartery. Gartery seildist með sinaberri, stæltrji hendinni fyrir brjóst Horle og haröi hanji ofan' í gólfíð. Horle gleypti andan á lofti og andaði að sér hinu eitr- aða gasi. Gasið streymdi ofani i lungun og smám saman misti hann mieðvitundinia. Hann gierði þó ennþá eina til- raun til þess að standa á fætur, en gat það ekki. Oartery hélt vasaklút fyrilr munni 'sár og stóð á önd- inni, til þess að fá lekki eitrið ofa;n í lumgun. Svo fór hann að skreiðast út að glugganum. Ý \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.