Alþýðublaðið - 07.12.1936, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.12.1936, Blaðsíða 1
RITSTJORI; F. R. VALÐEMARSSON J£VII. ÁRGANGUR MÁNUDAGINN 7. D:EZ. 1936, 278. TÖLUBLAÐ Ihaldiö fereíst gengislækknnar Utlit íyrir, að Játvarðnr kon- á fundi Fisksðlusamlagsins. nngnr leggi niðnr konnngdðm. Ailt kanpgfald f landlnu á rannvernlega að lœkka nm 20 prósent á sama tfma og IffsnauIIsynjarnar hœkka f verði! Konungsfáninn dreginn Drslltajfirlýsing niður á Fort Belvedere í gær. i enska pinginu i dag? Kveldúlfur og hans líkar eiga að fá tækfæri til að svíkjast undan milljónaskuldunum! UTÖERÐARMENN samþykktu i gær á aðal» fundi S. t. F. fyrir atbeina Sjálfstæðisflokks- ins að skora á rikisstjórn og aiþingi að fella gengi islenzkrar krónu. Við umræðurnar um málið kom í ljós að fseir vilja láta gengisfaliið nema 20%. Haraldur Guðmundsson atvinnumálaráðherra spurði tillðgumenn hvort peir ætluðust til þess, að kaupgjald verkafólks i landinu stæði í stað þrátt fyrlr gengislækkunina og’ kvað aðaltillögumaðurinn já við. Kveldálfsbræður, sem sátu fundinn höfðu sig ekkert frammi við umræðurnar. En 20 prósent gengislækkun þýðir raunverulega að skuldir Kveld- álfs við bankana lækka um nokkuð á aðramiíljón krónur. Á fundi S. I. F. í gær um kl. 5 bar Jón Auðunn Jónsson al- þingismaður ásamt nokkrum öðrum fram svohljóðandi til- lögu: „Fundurinn skorar á ríkisstjórn og alþingi að færa gengi íslenzbr- ar krónu niður í sem næst þvl verðglldi, er ltrónan myndi hafá á frjálsum markaði. Fundurinn lítur svo á, að útgerðarmenn og •jómenn, svo og aðrir þeir, sem framleiða vömr tll sölu á erlend- um markaði, séu svo að þrotum kömnir fjárhagslega, að ógerlegt «é að halda áfram að íþyngja þeim með óeðliiega háu gengi.“ Jón Auðunn Jónsson hafði og framsögu í þessu máli. Þótti hon- um ástæða til að taka það fram, að hann talaði ekki sem Sjálf- stæðismaður(!), en enginn annar af þingmönnum eða forvígis- mönnum sjálfstæðisflokksins tók til máls við umræðurnar. Jón Auðunn taidi, að ef gengið yrði felt um 20<>/o', þá myndi yf- irleitt öll vandræði útgerðarinnar leysast. Hann lýsti hinu slæma lástandi í útgerðarmálum og f jár- hagsþrotum útgerðarinnar, og taldi, að gengi krónunnar eitt væri þess valdandi. Hann sagði, að þetta væri eina leiðin, sem útgerðarmenn sæu færa, og notaði um leið tæki- færið til að hella sér yfir rikis- stjórnina og stjórnarflokkana, fyrir fjandskap við sjávarútvegs- máiin!! Finnbogi Guðmundsson útgerð- armaður í Gerðum talaði einnig með gengislækkun; en hann vildi jafnframt að tekið yrði hörðum tökum á okri stórkaupmanna. Oenolslæbknn er enoin bjðrg- nn fyrir útgeiðarmenn og til tjóns Jyrir vlnnandi fóih. Har&ldur Guðmundssori at- vinnumálaráðherra talaði því Hæst: Það er vissulega rétt, að ástand og afkoma útgerðarinnar er al- varlegt og ískyggilegt og mesta vandamáiið að finna úrræði og gera ráðstafanir til úrbóta. Ég álít hins vegar, að hér sé ekki réttur staður til að taka á- kvarðanir og gera áskoranir um gengislækkun. Þetta er að eins sölufélag útgerðarmanna og fisk- eigenda. Ég vil fullyrða, að útlitið er nú betra en um síðustu áramót. Samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdarstjóra S. I. F. verða ó- seldar fiskbirgðir hér í landi um áramótin 5 400 tonn, en í fyrra om áramót voru birgðir í lantí- inu 18 800 tonn. Höfum við því selt 13 þús. tonnum meira á ár- inu en framleitt var. — Þetta eru minstu óseldar fiskbirgðir í land- inu um áramót um langt skeið. Við getum því búist við fljót- ari og greiðari sölu en undanfar- ið, og má jafnvel gera sér vonir um hækkað verð. Þá má einnig nefna það ,að byrjað hefir verið á ýmsri ný- breytni í framleiðslu fiskjar og verkun hans, sem þegar á þessu ári hefir hjálpað mikið og verður að vo.n,a, að það komi enn betur í ljós á næsta ári, en auk þessa kemur gott útlit og mikil aukning á síldvéiðum, og vinsiu og sölu síldar og síldarafurða. Það má varla getia ráð fyrir að aflabrestur verði á foomandi ver- tíð eins mikill og í fyrra. Alt hinigur að því, að aflinn verði meixi. En þrátt fyrir þetta þarf að- gerðir til bjargar, en þær eru ekiki fólgnar í gengislækkun. Ef við feldum gengið, myndu allar erlendar nauðsynjar, sem við kaupum að, hækka í verði. Það myindi þýða fyrir allan al- meinning í landinu beina kaup- lækkun, iog ekki myndu þær vör- ur, sem útgerðarmenn þurfa að kaupa, fara varhluta af þessari hækkun. Bnn fremur mundu vextir og afborganir af skuldum bankanna erlelndis hæk'ka sem gengislækk- uininm næmi — og nær allar skuldir ríkissjóðs eru í erleindum gjaldeyri og þær myindu því hækka og þar af leiðaindi einnig tiollar og skattar, ef rílkissjóður ætti ekki að komast í þxiot. Eian- ig myndu gjöld til sveita- og bæj- arfélaga hæk’ka. Kaupgjald verka- fólks yrði að hækká vegna auk- iinnar dýrtíðar, ef ekki strax, jafn- framt gengislækikuninni og með samkomulagi, þá með launadeil- um um laind alt. Hver er þá hagnaðurinn af gengislækkun fyrir útgerðar- menn? Eða er það ef til vill ætlun til- lögumanna, að kaupgjald hækki ekki? Það er ótrúlegt, því að gengis- lækkun þýðir geysilega aukna dýrtíð á öllum sviðum. MM 300 manns fóru héðaxi úr íbænumi i fejær á skíði upp á háfjöll. Á 2. hundrað manns fór með Ármianni kl. 9 í gæimorgun tupp í Bláfjöll. 84 fóru með K.R. upp að Esju og um 100 fóru með Skíðafélaginu upp í Hveradali. Allir flokkarnir höfðu aðal- bækistöðvar sínar í hinlum ágætu skíðaskálum og lögðu á brekk- urnar undir eins og uppeftir var komið. Veður var mjög got fram eftir deginum, þurt og bjart, en hörku- frost, um 14 gráÖur. Var ekki trútt um, að sumu bleiknefjaða skrifstofufólkinu þætti hann helzt um of svalur framan af, en því hitnaði vel og roðinn færðist í kinnarnar, er það steig á skíðin og fór að þjóta um brekkurnar. Snjór var nógur á fjöllunum, en helzt of harður, svo að skiða- fólkið varð að fara varlega. Ekk- ert slys varð, nema hvað ungur piltur stakkst á höfuðið í Ár- manmsflokknum og fékk snert af heilahristing. Hann gleymdi sér alveg um stund og týndi dóti sinu, en hann var búinn út að nýju. FRÁ FRÉTTARITARA ALÞÝÐUBLADSINS. KAUPMANNAHÖFN I moxgium pNGIN ÚRSLIT hafa orðið enn í deilunni milii Játvarðar Breta- konungs og ensku íhalds- stjórnarinnar út af hinu fyrirhugaða kvonfangi konungsins; en allt pykir nú benda til pess að endalok hennar verði þau, að Játvarður leggi niður konungdóm og elzti bróðir hans, Albert hertogi af York, hinn núverandi prins af Wales verði konungur í hans stað. Á Fort Belvedere, þar sem Ját- varður konuxigur hefir dvalið lengst af undanfarna daga, vair konungsfáninn dreginn niður í gær, og fáni hertogans af Com- wall dregirm upp í staðinn; en Játvarður konungur er jafnframt hertogi af Cornwall. Þessl vlðburður er skoðaður sem vottur þess, að Játvarður kommgur líti svo á, að konung- dómi hans sé raunverulega lokið. Flestir komu heim úr þessari för kl. 5—7 og náðu því háttum áður en ofviðrið skall á í gær- kveldi. 17 Ármenningar höfðu þó orðið eftir í skálanum í Jósefsdal og jentu þeir i miklum svaðilförum og komust ekki heim fyr en kl. að ganga eitt í nótt. Blindöskubylur var allt kvöldið og sá ekki út úr augunum, urðu Ármenningarnir að brjótast gegn veðrinu yfir skafla og ófærur. „Þetta var skemtilegt ferðalag,“ sagði einn ferðamaðurinn í morig- un við Alþýðublaðið. „Það var garnan að því að komast í hann krappan. Okkur var öllum sjóð- andi heitt.“ Elliðaárnar brjótast yfir veginn. í fyrrinótt stífluðust EUiðaárn- air við fossinn vegna frostsins og brutust þær úr farveginum og flóðu yfir vegiinn milli brúnna, Var svellbungan yfir allan hólm- ann ,en áll eftir veginum, þar sem bílarnir fóru. Var vatinið upp fyrir öxul og svo að segja ó- fært um veginn. (Frh. á 4. síðu.) Frh. á 4. síðu. 300 manns á skíðum i tniklu frosti en björtu veðri. Síðasti hópurinn branst áfram til hæj- arins i nótt gegnum skafla og blindhrið Urslit í dag? Saniiningaumleitanir stóðu yfir í allan gærdag milli Stanley Bald- wins og konungsins og stjórnin hélt auk þess fund bæði fyrir og eftir hádegi. Winston Churchill hafði lýst því yfir á laugardagiin'n, að það væri ekiki hægt að ráða það á einu laugardagskvöldi, að reka mesta núlifandi Englending úr landi, og sú yfirlýsing virðist hafa haft töluverð áhrif í íhaldsflokknum og dregið eitthvað úr ofstæki í- haldsstjórnlarinnar í þessu máli. I gærkveldi var því lýst yfir af hálfu stjórnaiinnar, aö konungin- um hefði verið veittur svo langur tími sem lmnn vildi til umliugs- unar og ákvörðunar. Ihaldsstjórnm virðist eftir sem áður þvertaka fyrir það, að nokk- up ný lög verði samþykt, 'sem gelrðu kiouunginum unt að giftast frú Simpson „tii vinstri handar“, þ. e. a. s. án þiess að börn þeirra, ef einhver yrðu, öðluðust erfða- rétt til ensku krúnunnar; hins veg- ar beindir ekkert til þess, að Ját- varður konungur hafi í hyggju að hætta við að giftast frú Simpson; það er því ekki annað sýnilegt en að málinu hljóti að ljúka með því, að hann leggi niður konung- dóm. Á fundi neðri málsíofunnar í enska þinginu i dag er búist við því, að Attlee majór munl í ntafni Alþýðuflokksins gera fyr- irspurn til Stanley Baldwins um það, sem fram hefir farið, og að þia,ð svar, sem forsætisráðherrann gefur, muni gera út um málið. MiSíngöngur gegn ihaldsstiórninni i Downíng Street. Eftir fund íhaldsstjórnarinnar seinni partinn í gær, safnaðiat múgur og margmenni saman í Downing Street, þar sem síjóm- in hefir aðsetur sitt, og lét I ljósí megna óánægju yfir framkomu hennar gagnvart Játvarði kon- ungi. OVE KoBnngaiinn trestar §11- nm opinbeinm embættis- veiknm. LONDON á laugardag. (FO.) Klukkan 3,30 síðdegis ,í dag var gefin út opinber tilkynning frá Buckinghamhöll þess tefnis, að konunguxinn frestaði öllum opin- ‘berum lembættisverkum fyrst um si|nn. En til þess hafði ve’rið ætl- a'st, að hann frafnkvæmdi her- skoðun á skozkiu varðsveitinni 8. des., sækti sýningu i Smithfield síðdegis sama dag, færi til Staf- fordshire 9. og 10. des. til þess að kynna sér ástandið í iðnað- Barizt 1 nívigi i skölp- EeiislnnoB frá Madrid. Upprelsnarmenn œtlnðn að kom- ast eftlr pelm Inn f hSfuðborglna. LONDON í morgun. FB. ARIST var á vígstöðvunum við Madrid I gær og frani eftir nóttu, einkanlega í Casa del Gampo. Uppreisniarmenn gerðu tilraun til þess að komast inn í borgina með því að fara inn í skölp- leiðslur hennar, en stjórnarherinn hafði þar menn á verði. Var bar- fcit í tnávlgf í hinum miklu skólp- leiðslupipum neðanjarðar í kola- myrkri. Vígstaðan við Madrid er enn talin óbreytt. (United Press.) 2500 ítalskir (asist- ar settir á laud ú Soðnr-Spðni. LRP., 5. dez. FO. í frétt frá Gibraltar hermir, að 2500 svartstakkar frá Italíu hafi farið í land í Algeciras 1 gær, til þess að berjast.í liði Francos. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, voru þeir settir í land af skipi, sem var fánalaust. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.