Alþýðublaðið - 03.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ kemur út á hverjum virkum degi. ► Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við [ Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► til ki. 7 síðd. í Skrifstofa á sama stað opin kl. \ 9Va—10'/a árd. og kl. 8—9 síðd. \ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j (skrifstofan). ► Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í hver mm. eindálka. [ Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan i (í sama húsi, sömu símar). F Sjá roðann í aastri! „Sko roðann í austri! Hann brýtur sér braut. Fram, bræður! Það dagar nú senn.“ Takmark jafnaðarstefnunnar er að gera mannkynið sælla, þrosk- aðra, vitrara og betra en það er nú. Eins og nú standa sakir er lífsbarátta vinnustéttarinnar svo hörð, að öll æfin, eða þegar einna bezt lætur, meginið af henni, fer í Iátlaust strit fyrir brýnustu lífs- þörfunum; en fyrsta skilyrði til andlegs þroska er, að almenn- ingur geti sint öðru en því einu að reyta í munn og maga. Jafn- aðarstefnan hefir þegar afrekað mikið fjöldanum til léttis í lífs- baráttunni. Samitjök' alþýðunnar eru verndarvættur hennar. Sigur hennar nálgast mcð hverju árinu, sem líður. Þeir dagar koma, þegar nógu margir alþýðumenn hafa skilið aðstöðu stéttar sinnar og fundið mátt hennar, þegar auð- valdsríkin rnunu verða að þoka fyrir alþýðuríkjum, skiftingin í auðvaldsstétt og vinnustétt hætta, en hin starfandi alþýða sjálf ráða yfir framleiðslutækjunum, félags- búi frjálsra verkamanna. Jafnaðarmenn hafa valið sér að tákni rauða litinn, — lit morgun- roðans. Eins og morgunroðinn er boðberi dagsins og sólarinnar, svo fer alþýðuhreyfingin boðberi betri og bjartari daga fyrir þjóðirnar. Otrýming fátæktar og ofnautnar haldast í hendur. Takmarkið er fyrst og fremst það, að enginn líði skort, og af því leiðir jafn- frarnt, að aðrir munu hætta að eta yfir sig. Enginn á að þurfa að líða tjón á sálu sinni af því, að hæfileikar hans fái ekki að njóta sín. Sanrstarf fjöldans, samstilt með hag allra að takmarki, eyk- ur nytsama vinnu að mun, en jafnframt tóm tundir verkalýðsins, því að þá komast slæpingjarnir ekki hjá að vinna líka, vinnan ýerður jöfn, en ekki í rykkjum með löngum atvinnuleysisköflum á milli, svo sem nú er títt, og þá Iverður henni ekki eytt í einskis verða framleiðslu, eins og nú er gert, þegar margfalt meira er bú- ið til af sumum vörutegundum heldur en þörf er á, að eins til þess að keppa um söluna á trylt- um markaði. Þá hverfa einnig þau samkeppnisstörf úr söguni.i, sem að eins miða að því, að skruma af vörum einhverrar verzlunar eða fyrirlækis á kostnað annara sams konar stofnana. Það er munur- inn á samkeppni og samvinnu, sem gerir gæfumuninn, — mun- úrinn á óskipulagi auðvaldsins og skipulagi jafnaðarríkisins, þar sem stóru framleiðslutækin eru sam- eign þjóðfélagsins og vélum og uppgötvunum vísindamannanna er varið í þarfir fjöldans, til að létta honum vinnuna og spara vöðva- afl hans, í stað þess að auka með þeim atvinnuskort, eins og auð- valdið er vant að gera, — því að þess ær og kýr eru að snúa bless- un framfaranna í bölvun fyrir al- þýðuna, í von um hagnað fárra eignarmanna á kostnað fjöldans. I jafnaðarríkinu verða ekki að eins skapaðar tómstundir, sem hverjum manni eru nauðsynlegar, heldur verður mönnum jafnframt hjálpað til að nota þær sér til manngildis. í jafnaðarríkinu verð- ur kappkostað að gera vísindi og listir að eign alþjóðar, — ekki eingöngu fárra manna og svo hinna að eins í orði kveðnu, held- ur raunverulega eign fjöldans. Og sú mikla siðabót mun komast á, að vísu ekki alt í einu, heldur á nokkru tímabili, mismunandi löngu meðal hverrar þjóðar eftir þroska hennar. Baráttan fyrir framkvæmd þess- arar hugsjónar mun gera oss gledilegt ár. Lelkfélafpð er nú að leiká „Vetraræfintýri“ eftir Shakespeare, og er það ann- ar leikurinn efíir hann, sem hér er leikinn, en það er alkunna, hve torleikin rit hans eru. Það sýnir því bæði góðan vilja og dugnað leikfélagsins með erfiðan fjárhag og alt um hönd, að ráðast í þetta. Leikurinn er æfintýraleikur, og hefir efni hans verið rakið hér fyrr í blaðinu. Það, sem er ein- kennilegast við leikritið, er, að það er tvíhama, bæði sorgarleikur og gamanleikur. Það vantar því ekki tilbreytinguna. Fer leikurinn ágætlega úr hendi. Ekkert hlutverk er illa leikið og mörg ágætlega. Frú Guðrún leikur drottninguna dásamlega vel, svo að jafnast við bezta leik hennar. Indriði Waage, hinn framtakssami formaður leik- félagsins, leikur umrenningsþjóf- inn Antolykos svo, að betri leik- ur hefir varla sést hér. Þau ung- frú Ejnilía, Ágúst Kvaran og Brynjólfur Jóhannesson leika all- leiðinleg hlutverk prýðilega. Ung- frú Margrét Thors leikur Perdítu kóngsdóttur óaðfinnanlega, en feimni virðist baga hana, sem ekki ier í frácögur færandi, því að þetta er fyrsta hlutverk hennar. Gest- ur Pálsson skilst og vel við hlut- verk sitt, og eins er um Friðfinn og jafnvel Val Gíslason. Tómas. Hallgrímsson hefir mikið hlutverk og vandasamt og hefir bersýni- lega vandað sig, en þó er eins og vanti herzlumuninn. Ungfrú Arn- dís Björnsdóttir og frú Kalmann eru einkarskemtilegar í smáhlut- verkurn. Danzarnir eru fallegir og stignir létt af fögrum konum. Og um fram alt er það þakkandi, að nú heíir verið vandað til búninga sem frekast má. Þessi leikur verður lengi augna- gaman Reykvíkinga. Sprenglngarnar á götunum. Hvernig stendur á því, að lög- regla bæjarins lætur það viðgang- ast, jafnvel á fjölfömustu göt- unum, að unglingar hafi um hönd alls konar sprengiefni, þar sem alt' slíkt er bannað í lögreglusam- þykt bæjarins? Það mætti kann ske svara þess- ari spurningu á þann hátt, að það sé ómguölegt að hafa hemil á slíku framferði, og getur það vel verið rétt, ineð jafnfámennri lögreglu, sem hér er. En til hvers er þá þetta ákvæði sett í sam- þyktina, ef lögreglan er ekki fær um að sjá svo um, að því sé hlýtt ? Til þess eru lögin, að þeim sé hlýtt, og er leitt til þess aö vita, að lögreglan skuli ekki geta haft hemil á unglingum borgar- innar betur en nú er. En þar sem mikil hætta getur af þessu stafað, bæði fyrir þá, sem hafa þetta um hönd, engu síður en hina, er um götuna ganga, þá er full ástæða til þess, að eitthvað sé gert til þess að minka þessar sprenging- ar á götunum. Það er ef til vill ekki hægt að banna alveg sölu á sprengiefnum, en það er hægt að setja það ákvæði í lögreglusam- þyktina, að bannað sé að selja þessa vöru frá 1. dezember til 2. janúar (eins og t. d. í Khöfn). Myndi það draga töliivert úr þessum sprengingum, því að þá yrðu þeir, er ætluðu sér að sprengja út gamla árið, að kaupa þennan útlenda óþarfa, sem virð- ist vera í öðrurn hverjum búð- arglugga, fyrir þann tíma. Ef til vill þarf eitt slysið að verða enn, til þess að menn sjái, að eitthvað þarf að gera. S. Firna fleiri en Aipýðíiblaöið. Ummæli íhaldsmanns rnn „Mgblí4 Það er alkunna, að hvar sem tveir eða þrír menn eru saman komnir og talið berst að íslenzk- um blöðum og blaðamensku, þá eru allir, hvort sem þeir eru í- haldsmenn eða aðrir, sammála um, að lélegra blað sé ekki til hér en „Mgbl.“, eftir að þar urðu síÓast ritstjóraskifti. Sérstaklega hefir verið við brugðið óskannn- feilni þess við að tala fullum rómi um hluti, sem enginn af starfsmönnum þess bera skyn- bragð á. Þó að íhaldsmenn hafi séð það Iengi, að þeir hafa ekkert gagn af blaðinu með svona rit- stjórn, heldur eintómt ógagn og skapraun, hafa þeir hvorki sem heild né heldur einstakir þeirra getað fengið sig til þess að kveða upp úr með það. Þó hefir einum af bezt metnu og hyggnustu íha'ldsborgurum bæjarins, Jóni húsgagnasmið Hall- dörssyni, þótt kasta tólfunum, og segir hann meiningu sína og sjálf- sagt flestra íha'dsmanna, Um blað- ið og frágang þess í „Vísi“ á! gamlaársdag. „Mgbl.“ hafði tvívegis verið að gambra eitthvað um húsgagna- smíð og allramildilegast verið að gefa góð ráð og bendingar. Var annað tilefnið fjórar prófsmíðar, sem sýndar voru opinberlega og Alþbl. gladdist mjög mikið yfir; svo voru þær vel gerðar. Hitt tilefnið var fundaskáli iðnaðar- manna. Var „Mgbl.“ í 'bæði skiftin að kenna þaulæfðum og smekk- vísum mönnum „íslenzkan stíl“. Fór það „Mgbl.“ mjög skernti- lega, því að það hefir sjálft síð- ustu árin verið skrifað í ósvikn- um beitarhúsastíl. Við hvern Jón Halldórsson er að tala-, er ekki að efa: „Það er 6tlit fyrir, að það sé ritstjórinn. sem skrifar.“ J. H. hefir séð glytta í eitthvað af V. St. út undan 7 merkikertisljónshúðinni. En merki- legast er þaö, sem áhaldsmaðurinn segir um „Morgunblaðið": „mér dettur í hug að spyrja ritstj. „Morgunblaðsins“ að því, hvort þeir hafi ekkert eftirlit með, hvaða smekkleysis-rusli sé kast- •að í „Morgunblaðið“. Ekki sœmi- legt mál, ekki sœmileg kurteisi í rithætti og því síður nokkur mein- ing hjá greinarhöf. Fyrst byrjar hann á lofi, svo lasti, og að lok- um ófœrt mál, og pó er liér berið að rœða um ísienzkan stíl, ís- lenzka heimiiisprýöi, íslenzka þjóðrækni. ,Hvert viltu, maður! fara og flýja, þú flýr þig aldrei sjálfan þó‘.“ Þetta eru orð og að sönnu hjá J. H., og herðir hann þó enn betur á: „Ekki álít ég, að Ríkarður hafi stigið nein víxlspor, eins og greinarhöf. vill vera láta, en hitt er ég jafnsann- færður um, að greinarhöf. er ram- Víxlaður, hvað dómgreind um ís- lenzka húsgagnagerð snertir.“ Þetta eru alt unnnæli góðs og greinds íhaldsmanns. „Mgbl.“ hef- ir lagt 'það út sem illgirni, ^ð Alþbl. hefir verið að setja út á vitleysur þess og framhleypni, en auðvitað var það misskilningur eins og annað. En. hitt er það, að blaði eða flokk er ekki verra gert næst því, að haldið sé illa á mál- urn þess eða hans, heldur en að haldið sé illa á málum mótstöðu- flokksins. Þetta skilur „Mgbl.“ auðvilað ekki og þá því síður auðvitað ekki og þá því síður hitt, aÖ Alþbl. sem íslenzku blaði hefir þótt „Mgbl.“ gera íslenzk- um blöðum í heild sinni lítinn (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.