Alþýðublaðið - 19.11.1937, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1937, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 19. NóV. 1937 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HEYRT OG SEÐ K-'.ISTJáN N. JÚLIUS, Káinn, orti eftirfarandi vísur: ^ Maigan svanna mætan sá mér sem ann a'ð vonum. Ymli fann ég oftast hjá annara manna konum. Ef að kraftur orðsins þvar ioss á dagsi.r.9 brautum. Gnefa á kjaftinn ver'ðum vér vorum skuldunautum. * Maður einn i Lyon, André Dup- uy að nafni, hefir fimmtán sinn- um lent í bráðum lífsháska, en alitaf sioppið furi'anlega úr hætt- unni. André Dupuy er aðeins 28 ára gamall og síðustu 10 árin hefir hann verið í stööugum háska staddur. Þrátt fyrir mestu var- kárni lendir, hann í hverri hætt- unni eftir aðra. Sifast ienti hann milli tveggja bíla, sem rákust saman, en slapp svo að s;gja ónteiddur. 1 fyrsta sinn, sem hann lenti í háska, var hann aðeins 18 ára að aidri. Þá var pað dynamitspreng- ing, sent reif úr honurn augað. Skömmu seinjna datt hann af vörubíl, sent var á fuliri ferð. Nokkrum mánuöum seinna hvoifdi bát undir honum úti á sjó. Einu sinni datt hann af járn- brauta.rtest á fullri ferð og eitt sinn ók hann bílnunr sínum á simastaur, svo að bíllinn fór í rúst, en haníi slapp ómeiddur. — Hvernig stendur á pvi, að þér takið ofán í hvert skifti, sem ég segi brandara? — O, ég fer nú vænjulega þann- ig að þvi, að heilsa gömlum kunningjum. • Frúin hafði fengið ákafan hnerra og til þess að fyrirbyggja að hún fengi kvef, hafði hún fengið sér vænan koníakssnaps. Þegar hún ætlaði unt kvöldið að bjðða iitla drengnum sínum gócja nótt, og kyssa haam, snéri hann sér frá henni og sagði: — Svei, mamma, nú hefirðu notað ilmvötnin hans pabba. Bjössi bíður eftir Siggu suður í Hljómskálagarði. Hann bíður og bíður, en ekki kemur Sigga. Loks segir hann við sjálfan sig: Jæja, ég bíð núna, en seinna skal það v’erða hún, sem fær að bíða. * Dómarinn: Hversvegna hafið þér búið til falska seöla? —■ Ákærði: Ja, ef ég hefði vitaÖ, hveroig átti að búa til ófalsaða peninga, þá hefði ég náttúrlega gert það. I I ' Gömul og dyggðug kennslu- kona vildi endiiega fara inn á hótel, þar sem clanzað var á kvöldin, tii þess að horfa á lífið. Eitt danzlagið íanst henni sérstak- lega heillandi og hún kallaði á þjóninn og spurði hann hvað lagið héti. En þjónninn var öðru að sinna og mátti ekki veraað því að svara henni. Skömmu seinna minotist hann þess, hvers kenn.slukonan hafði spurt, gékk til hennar, laut ofan að henni og sagöi: — Ég elska þig! * Og að lokum ein norsk skrítla: Nálægt Guristöl er líti'ð vatn, sem botnfrýs á vetrum og er þar af leiðandi enginn silungur í því. Sumardag einn var -eigandi vatns- ins, Per övresiet, á rölti ntieðfram \’atninu og kom þá auga á mann, sem sat á vatnsbakkanum með silungastöng i hendinni. — Það mun vera leyfilegt að veiða hér, er ekki svo? spurði veiðimaðurinn. — Jú, gerið þér svo vel, sagði Per og glotti. Þér hefðuð þá ekkert við það að athuga, þó að ég dragi hér upp feitan urriöa, einn eða tvo. ~ Nei, en kraftaverk væri það nú samt, sagði Per. iþróttafélagið Leiftur í Öiafsfirði og Ungmennafélag Svarfdæla háðu knattspymtt- kappíeik síðast liðinn sunnudag með þeirn úrslitum, a'ó Leiftur vann með 2 gegn einu. (FÚ.) Tvær smásögur. Margt hefir breyzt á voru landi Islandi síðustu árafugina, verk- legum framkvæmdum hefir fleygt fram, ný atvi:nmufyrirtæ-ki, stór- virkari og fjölþættari en áður þektust verið tdkin til notktinar, Þýjungar í landbúnaöi liafa fariö um landið, mentastofnanir hafa risið upp og þjóðlífinu er nú lif- að undir alt öðrum skilyrðum en áöur þektist. En hið inn.ra líf þjóðarinnar, að hve miklu leyti hefir það breyzt? Hefir t. d. far- ið fram jafn stórfengleg breyting á kjörum litilmaginanna og á öðr- um sviðum? Flestir munu svara því játandi, enda er það svo, og þar hefir jafna'ðarstefnan ráðið mestu um, samtök verikafólksins og barátta Alþýðuflokksins. Eldra fólk kann margar sögur um meðferð yfirmanna og stór- bokka í húsbóndastétt á vinnu- fólki og verkalýð. Vill Alþýðu- blaðið gja.rnan segja þessar sög- ur, ef þær eru stuttar og gagn- orðar. Hér koma tvær: Ekki alllangt frá Heykjavík í sjávarþorpi nokkru var um alda- mótin eitt stórt og voldugt heian- ili. Húsbóndjnn var hið mesta svörgulmenni, drykkfeldur í meira lagi og þá illur og argur, en stórbrptmn og hugrakkur, er því var að skífta. Það djöfulæði grieiip hann er hann var á túrun- um, að hann vdldi hafa eiitthvað tál að níðast á. Eitt sinn hafðá hann dreng af fátæku heámili hjá sér og í eiinu fylliriisjkastinu tók bann dreniginn, lokaði hanin jnni í herbergi einu og lék sér að því að berja haran svona við og við, en þorpið alt va.r venjulega hrætt yið þennan mann er hann var á „túr“. Þegar drengurinn hafði þolað barsmiðarnar lum stund, braut hann glugga, komst út og flúði heim til foreldra S'inna. Hús- bóndinn stefndi föður drengstns fyrir tiitækið og sýslumaðurinn, ,Jiið mesta ljúfmenni“, eins og sagt var í minningaricwðjum um hann að honum látnum, dæmdi þanniig í máiinu, að drengurinn skyldi vinna í 2 ár hjá húsbónd- anum, án þess að fá nokkuð fyrir. Gérði drengurinn það, en faðir hans varð að gefa homum að borða og klæða hann á me'ö- an. Á sama heimilj hafði húsmóð- irin það að venju að berja vinnu- kioniur sínar, sem oft voru marg- ar, því að heimil.ið var stónt, en þar kom að, að hún hætti því. Bar það þannig tii, að eitt sinn .fékk hún . á.' héimili sitt unga stúlku úr nágrenninu. Þessi stúlka varð nokkru eftir að hún kom á heimilið vottur að því, að húsfreyja barði eina vinnukonuna fyrir engar sakir, og voru fleiri vinnukonur viðstaddar. Sagði hún þá unr leið. og hún tók sér stöðu beint fyrir framan hús- freyju og starði í aujgu hennar: „Ég ætla að láta þig vita það, Þuriður, að ef þú slærð mig, þá slæ ég þig aftur — og ég býst við að við gerum það allár fram- vegis. Mundu það.“ Heim frð lfestnr- heimi. Hingað er fyrir skömmu kom- in.n heim frá Vesturlneimi Thor .1. Brand, eftir 26 ára dvöl þar, (fór vestur 1911). Var Tlior Brand búfræðingur og útlærður trésmið- ur er hann fór héðan og hefir stundað þá hina síðarnefndu iðn vesíra, ásamt verkstjórn við byggingu, bæði timbur- og stein- húsa. — í fjögur ár hafði hann starf með höndum fyrir Kanada- stjórn, er verið var að gera korn- útflutningshöfnina Port Churchill við Hudsonflóa. Ýms fleiri störf hefir hann haft með höndum fyrir stjófnina, enda hefir hann þótt með afbrigðum laginn að stjórna fólki þannig, að verkið gengi greitt og vel, en að miennirnir við það ynnu sér létt og væru ánægðir. Thor Brand er ekki enn fimt- ugur, þó hann hafi dvalið meira en aldarfjórðung vestain hafs. — Sannast á honum, að römm er sú taug, er dregur föðurtúma til, og vill hann helzt setjast hér af og ekki þurfa að fara vestur áft- ur, Væri betur að hanin ílentist hér, því víst er, að land vort get- ur haft mikið gagn af þeirn sam- löndum vofum, sem langdvala I hafa verið í þeiin löndum, þar sem vinnutæknin er á hæsta stigi. Knnmtgur.. Politiken i í Kau'pmannahöfn ritar um það í gær, að það’ sé almenn ósk 'meðal Dana, að fá islenzka rík- isútvarpið til þess að endurvarpa jóiakveðjum frá Dammörku til Grænlands. Segir blaðið eftir heimildum frá Grænlandi, að is- fenzka útvarpið heyrist þar að öllum jafnaði vel, hvernig sem loftástæður eru. Jerasen útvarps- stjúri segir og i þessu sambandi, að þau ummæli Lerche kammer- herra, sem hann viðhafði í fyrra, að enclutvarp ftá íslandi gæti ékki ta'ist danS-kt útvarp, veröi að standa á hans eigin ábyrgð.. , (FÚ.) Elsía SigfúSiS hefir haldið hljómleika í Odd- fellowhöllinmí í Kajupmannahöfn ’bg fær ágæta. blaðadóma. (FÚ.) Anr,a Borg Reumert leikkona liggfuír enn rúmfösít og má ekki lei'ka í nokkra.r vikiut1, en- líölur að öðru leyti vei. (FÚ.) VERÐLMKUI Strausykur 0,45 kg. Molasykur 0,55 - Haframjöl 0,45 — Hrísgrjón 0,40 - Kartöflumjöl 0,45 — Laukur 0,80 — Verzlmkin Brek ka Bergstaðastræti 35. Njálsgötu 40. Sími 2148. UUarprjónjatuskur alls konar keyptar gegn peningagrelðslu út I hönd, enn fremur kopar, alu- rninium- Vesturgötu 22, sími 3565, Ntm g KAUPKNDUR Bestu kolio, ódýrustu kolin, send heim samdægurs. fieir H. ZoBp. Símar: 1964 og 4017, aaelns l0flur FA ALÞYÐUBliAÐIÐ m u n n OKEYPXS U ri til neeste m mánaðftmóte. | u u 22 ♦ d m u n TÁ Kaapið bezta m fréttablaðið. Hiattar! Hattar! Nýjasta tízka. Verð við alltia hæfi. Hattastofa Svöifiu og Lárettu Hagan, Aust- urstræti 3. pwwjí—« Dartmoor bfiður. sjálfan sig. Hann haffti wftar ert eínu sinni ho'rfst í augu við dauð- ann, án þess að hjarta hans slæi hraðar af þeirri ástæðu. En þetta var alt annað. — Hefir gestur okkar nokkuð iátið til sín heyra, ungfrú Rayne? — Nei; ég hefi ekkert heyrt. Hún hefir sennilega lagst til sveffts. Hún er víst mjög róíynd. —■ Hafið þér talað við föðnr mirni? —- Já; haiui er núna á leiðinni til London. Hann sagðist mundu koma beina leið á skrifstofuna. — Það er gott! Þá fer ég inn og tala stundarkorn við ungfrúna. Mick tók lyklana u.pp úr vasa síntmi og opnaði dyraar. Iris Crosby sat með blað í hendinni og leit ekki einu sinni upp, þegar dymar vora opnaðrr. Miok gekk inn og fékk sér sæti. — Hafið þér sklft um skoðun, eöa aetlið þér að þykjast vera ' máltaus? spurði hann. Hún héit áfram að lesa og lét sig nærveru hans engu varða. Miok brosti. — Ég var að hugsa um að fara til Rotherhithe, ungfrú Cros- by. Háðsbros lék tan varir hennar rétt sem snöggvast, en hvarf því næst. En Mick hafði tetóð eftir I glottinu og hnyklaði brýraar. I Það var undariegt, að þetta bros skyldi hverfa svo fljótt. Hann hugsaði sig um, áður en hann sagði nokkuð, og hann þótt- ist þess fullviss, að ekki væri alt með feldu um þetta mál í Rot- herhithe. — En nú hefi ég skift um skoðun, sagði hann blátt áfram. — 1 stað þess að fara þaingað hefi ég í hyggju að hitta föður yðar. Ég er ekki fæddur í gær. Þér hélduð, að þér gætuð narr- að mig til þess aðfara. Hún sleppti blaðinu, snéri sér hægt við og leit á hann. — Ég verð máske heppnari næst, sagði hún. — En að þér skylduð Játa yður detta í hug, að ég myndi trúa slíkum þvættingi. — En að þér skuluð láta yöur detta íhitg, að þér finnið Wil- som Crosby. — Ég hefi þegar fundið hann, Og nú fer ég og sæki hann. —- Hann verður farinn, áður en þer koinist af stað, sagði unga stúlkan hvast. — Þá má hann hafa hraðiann á, sagði Mick, — því að nú fer ég. ÁTJÁNDI KAFLI i MICK KEMST Á SPORIÐ. Mick lokaði dymnum og gékk frarn á fremri skrifstofuna. — Hann var í þungum þönkuni. Nú þóttist hann þess fullvias, að honum hefði einhver gildra verið búin í Riotherhithe. En hvar var Milsom Crosby og handlangarar hans. Og hvað ætluðu þeir að gera klukkan 11, fyrst þeir vildu endilega losna við hann, Hann gékk fram og aftur um skrifstof- una, án þess að finna nokkra viðunandi iausn í þessari gátu. Hann var ennþá að ganga um gólf og hugsa málið, þegar ung- frú Rayne stakk höfðinu inn úr gættinni: — Það-er sími til yðar. Það er karlmaður, sem endilega vill fá að tala við yður sjálfan. A ég að gefa yður samband? — Já! Mick var í þannig skapi, að hann hefði gjarnan viljáð grpía eftir hvaða hálmstrái sem var. Hann tók upp heyrnartólið og beið. Röddin var hás og skjáifandi: — Það er Pitch Mobley. Ég hiefi verið á ferli núna í fimm klukkutímia í þessum erindagerð- um, sem þér kannist við. Nú held ég, að ég hafi komist á sporið, en ég var rétt áðan að frétta, hvað hefði komið fyrir Gates, og ég er hræddur um mig. — Hvernig gátuð þér koinist að þvf ? — Hveraig fréttir maður' slíkar sögur. Þær breiðast út eíns og olduír í siiui. — Jæja, Pitch, látið það ekki á yður fá. Segið mér það, sem þér vitið. - Ég komst að því hjá félaga mínum í jWalworth, að Phil Car- ey væri kominn í féiag við — Butch Davis og með aðstoð þessa félaga míns gat ég koníist að þvt, hvar hann væri niður kominn. Loks fann ég Phil Carey íChalk Farm High Street. Ég elti hann, þangað til við komumst til Cam- den Town. Þar stökk hann inn í bíl, en ég náði í annan bíl og elti hann eftir Crowndale-vegin- um. Hann borgaði bílinn úti fyrir •nr. 564 og ég beið þar við horn- ið, biinumegin götunnar, Ég sá hann fyrst hálftíma seinna og þá kom hann út ásamt Spilo Curtis. — Bíðið andartak. Segið mér eitthvað nánar um þessa tvo ná- unga. Ég hefi ekki minnsta gmn um, hverjir þeir eru. Hver er sér- grein þeirra. —- Þeir hafa báðir tekið út begnjngu. Spib var dæmdur fyr- ir rán og Phil var settur inn fyr- ir að skjóta á bankamann. —■ Hvað skeði meira? — Þieir náðu í bíl og óku tii húss í Oraond Street, nálægt Russel Square. Þangað komst hann fyrir um 20 mínútum síð, an. Ég er í simaklefa örskam+ frá og þér verðið að koma hing- að svo fljótt sem þér getið og leysa mig af hóimi. Þieír geta j komið þá og þegar, og ég þori i ekki að elta þá lengur. j — Þér hafið unnið vel, sagði Mick. — Bíðið nú bara, þangað j til ég kem. Ég skal vera kominn eftir tíu mínútur. Ef þeir fara áður en ég kem, þá farðu á eftir þeim og hringdu til mín aftur. Ef þeir verða farnir áður en ég kem, þá fer ég beina leið heim í skrifstofuna aftur og bíð þar þangað til þér hringið. Mick lagði heyrnartóiið á og grei.p hattinn. -- Segið föður mínum, að ég hringi til hans, sagði hann við ungfrú Rayne um leið og hann hljóp út. Og, bætti hann við, hringið til lögreglunnar í Rotber- hithe og segið henni að senda menn til Hannover-þorpsins kp 11, ef Milsom Croshy skyldi koma þangað. Hann braut allar ökureglur þegar hann beygði inn á Strand og þaut eftir Kingsway. Fimm mínútum seinna hægði liann ferðina og fór að gá í kring um sig icftir símaklefa í námunda við Ormond Street. Það leið dá- lítil stund áður en hann fann simaklefann. I'nni í klieflainum stóð Pitch Mobley fölur og órólegur. — Þeir eru ekki komnir út enn- þá, sagði hann, án þess að líta á Mick. Það er húsið þama — þriðja til hægri. Verið þér varkár, herra Cardby. Þessir ináungar hika ekki við að skjóta. — Það gerði ég líka! Þakka yður fyrir, Pitch. Þér hafíð staðið yður vel í dag; komið til miin á skrifstofuna í fyrramálið. — Já, ef ég lífi svo lengi. Pitch Mobley, fyrverandi ínn- brotsþjófur, núverandi njósnari hjá lögreglunni, stakk höndunum í. vasana og iabbaði eftir gang- stéttinni. Mick sat í bíl sínuni og horfði glottandi á eftir hon- um. Honum þótti gaman að Pitch Mobley. Hann þóttist alltaf vera óttasleginn, en oftar en leinu sinni hafði hann gert Mickk greiBa og það sýndi sig þá, að hann var bæði hugrakkur og ófyrirteitinn. Mick kveikti sér í vindlingi, hall- aði sér aftur í vagninum og hélt blaði fyrir framan sig. Yfir rönd- ina á blaðinu gat hann séð dyrn- ar á húsi því, setn Pitch Mobley hafði bent honum á. Hann leit á klukkuna, hún var fjórða part gengin í telliefu. í tíu mínútur bar ekkert til tíð- inda. Mick fór að verða smeyk- ur um. að lögregluþjónninn, sem stóð jiarna skammt frá, færi aö mka sig í burtu. Hann var ekki hræddur við Phil og Spilo. Hann vissi ekki til þe&a, að hann lnefði nokkru sinni séð þá, og þeir myndu því.ieldíi þekkja hanii. Þiegar khikkuna vantaði eina mínútu í hálf ellefu, slepptj hann blaðinu og setti bílinn í gang. Dyrnar að þriðjá húsi til hægri, oppnuðust. Lágvaxinn maður, vel klædd- úr, í clökkum fötum, msð regn- hlíf á handleggmim steig út á gangstéttina og horfði út :á göl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.