Alþýðublaðið - 18.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALf’ÝÐUBL AÐIÐ .A. 1 J>ýÖ u. t>la ði Ö er ódýra8ta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess rerið. Áhrif hafnbannsins á Þýzkaland koma í Ijós. Hræðllegar afleiðingar. Fft.ir því sem tímarnir líða, sést sést betur og betur hverjar afleið- ingar hafnbann Breta á Þýzkalandi heflr haft. Það er kunnugt, að mörg hundruð manna dóu blátt áfram úr hungri í Þýzkalandi, meðan stríðið stóð. En það er ekki það ægilegasta. Ægilegust eru áhrifin, sem hafnbannið heflr á þá uppvaxandi kynslóð, nýfædd börn og börn í móðurlífi. Er bágt að segja hversu langt fram í tím- ann þær afleiðingar kunna að ná. En á þeim afleiðingum, sem það hefir þegar haft á böinin, má nokkuð ráða hvað verða muni. Yisindamenn hafa rannsakað nákvæmlega ástandið og komist að þeirri niðurstöðu, að bæði líkamsstærð og þungi barna hafl minkað hryllilega mikið síðan ár- ið 1916. Orsökin þessa er sú ein, að mæðurnar hafa liðið skort, og sést það bezt á því, að sé móðir- í in látin hafa stöðugt, meðan á meðgöngutímanum stendur, hæfl- lega mikið af fitu- og eggjahvítu- efnum, hækkar þungi barnsins um 1100 gr. eða nær 11 prc. af með- alþunga. Fyrir stríðið voru aðeins 35°/o af drengjum, er voru frumburðir, undir 3 kg. (12 merkur), 1916 var talan 43%, og síðar á stríðs- timunum rúmlega helmingur allra slíkra barna, er vógu minna við fæðingu en 12 merkur. Af stúlku- börnum voru tölurnar hlutfalls- lega 41%, 49% og 52%. Auk þess að börnin eru léttari, hafa þau líka minkað, þó ekki að sama skapi, sem þau hafa lézt, sem sjá má á eftirfarandi tölum: 47 cm. börn vantar 60—72 gr. upp á meðalþunga, 48 cm. börn vantar 76 gr., 49 cm. börn vant- ar 88 gr. og 52 cm. börn vantar 139 gr. Geta má svo sem nærri, hvernig börn, sem þannig eru á sig komin er þau koma í heim- inn, berast af, er þar að auki skortir sæmilega fæðu og annan aðbúnað handa þeim. Menn hafa enn þá ekki, að því er virðist, gert sér ijóst hvílíka ógn og bölvun stríðið hefir fært yfir Evrópu, og þá sérstaklega Miðveldin. En vonandi er að hörmungar þessar opni svo augu þeirra, sem ráða nú, og þeirra er framvegis fara með völd, að þeir 'stemmi stigu fyrir að siíkar ógnir dynji yfir aftur, þótt vafasamt sé hvort auðvaldsstjórnirnar, er höfðu sam- vizku til að framkvæma slík hermdarverk, beri þroska til að skilja og læra af afleiðingum verka sinna. En máske verða þá aðrir búnir að taka af þeim ómakið, það að fara með völdin. X Um daginn og veginn. Gatnaskipan við höfnina. Hafnarstjóri (Þórarinn Kristjáns- soc) hefir gert uppdrátt með til- lögum um gatnaskipun við aust- urhluta hafnarinnar. Frá Siglnfirði. Fyrir nokkuru síðan urðu töiuverðar skemdir á sjóvarnargarðinum á Siglufirði, í ofsaveðri. Undirstaða garðsins haggaðist þó ekki. En ástæðan til þessarar bilunar er sú, að bær- inn og landsjóðar hafa verið að metast á um hvor halda ætti garð- inum við, en voru svo lengi að átta sig á þvf, að hann fekk ekki nauðsynlegt viðhald. Nú hefir sjór- inn sýnt, að hann lætur ekki að sér hæða, því skemdirnar munu kosta landsjóð eða bæinn ca. 25 þús. krónur. Lagleg upphæð! c. Skemdir á Örfiriseyjargarði. í útsynningsbriminu síðast í febr- úar urðu nokkrar skemdir á innri fláa Örfiriseyjargarðsins. Verður gert við það eins fljótt og unt er. H.f. Otur vill fá 1000 ferálna lóð á uppfyllingunni við höfnina. Pingmennirnir Þorl. Guðm.t Þorlakshöfn og Guðm. Guðfinns- son, Stórólfshvoli, sleppa úr sótt- kví í dag og halda heim. H.f. Defensor hefir sótt um leigu á grunnstæði á uppfylling- unni sem gerð hefir verið vestan við Ingólfsgarð (Battatíiskróknum). Á sjúkrahúsinu í barnaskólan- um voru í gær 34 sjúklingar, þar af var einn — utanbæjarmaður — þungt haldinn, en virtist þó beld- ur á batavegi. Sex eru útskrifaðir af sjúkrahúsinu og einn sjúklingur hefir dáið, það var mánaðargam- alt barn, sem hafði kíkhósta og var flutt á sjúkrahúsið ásamt móð- ur sinni, „Lunetaa, enski togarinn, sem Björn Ölafsson frá Mýrárhúsum er skipstj. á, kom inn í gær eftir 11 daga útivist með góðan afla (rúml. 60 föt af lifur). Góður afli er nú, þegar gefur á sjó. Hafa mótorskipin aflað á- gætlega síðustu daga, enda hefir nægur fiskur verið á markaðinum hér í bænum. Seglskipið ,Gerda‘ kom í nótt með saltfarm frá útlöndum. Nýr eldiriður. í nótt kom gufu- skipið »Agnes« frá Englandi,_ með »Brickets«, til H. Zoéga & Co.- Eldiviður þessi er búinn tii úr kolarúst og tjöru sem þjappað er saman í köggla. Fyrsta árið sem Heimdallur var hér varðskip not- aði hann ekki annan undir katl- ana en samskonar eldivið, og reyndist mætavel. í þetta sinn komu aðeins 250 smál. af eldi- viðnum. ,GrUÍlf088‘ kom í morgun frá Ameríku hlaðinn vörum. Jretar 09 bolsivikar. Khöfn 12. marz. Times segir, að England taki á- móti hinni rússnesku viðskifta- nefnd, nema Litvinoff.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.