Alþýðublaðið - 18.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Kolasámumálið brezka. Khöfn 12. naarz. Meðal námumanna var 200 þús. átkv. meirihluti með því að gera verkfall til þess að koma því fram, að námurnar yrðu gerðar þjóðar- eign. En verkamannafélagsþingið feldi með 21/* milj. atkvæða meiri- hluta að fara verkfallsleiðina, sam- þykti að reyna þingræðisleiðina. Ijránasljórn Jrlanis. Khöfn 12. marz. Ulsterbúar hafa fyrír sitt leyti samþykt í aðaldráttunum heima- stjórnartillögur stjórnarinnar (þær að hafa tvö þing fyrir írland). par og jjretar. Khöfn 12. marz. „Daily Cronicle“ segir að komandi kosningar í S.-Afríku verði í raun og veru atkvæðagreiðsla um það, hvort þau lönd vilji framvegis vera með Bretum eða ekki. [Löndin, sem hór ræðir um, eru: Kaplandið, Natal, Orange og Transvaal, sem mynda sambandsríki. Meiri híuti íbúa eru Búar, þeir er lúta urðu í lægra haldi um aldamótin fyrir Bretum. Og mistu þá Orange og Transvaal sjálfstæði sitt. En á seinni árum hefir ekki annað heyrst, en að samkomulagið væri gott]. Yeðrið í dag. Reykjavík, v, hiti -- 1,6. ísafjörður, logn, hiti -4- 4,2. Akureyri, S, hiti -4- 3,0. Seyðisfjörður, N, hiti -4- 4,7. Grímsstaðir, SV, hiti -4- 9,0. Vestmannaeyjar, vantar. Þórsh., Færeyjar, NV, hiti 2,2. Stóru stafirnir merkja áttina, ~í- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir norðan og austan ísland, allstaðar stígandi. Ostöðugt veður. Morg'unblaðið. (Aðsent) Morgunblaðið hefir bitið sig fast í hælinn á Jóni Dúasyni, svo sem sjá má í tveim greinum, er það hefir flutt nýlega. í fyrri greininni þýðir það viðtal við Jón, er Na- tionaltidende hefir birt. Yið því er það að segja, að engum ætti að koma það á óvart, þótt blaðamað- ur hafi rangt eftir (þó að auðvitað séu margir blaðamenn áreiðanleg- ir). Ætti í því efni ekki að þurfa annað en að benda á þá útreið, er merkir íslendingar, eins og Björn heitinn Jónsson, próf. Guðm. Hannesson, Ólafur heitinn Björns- son og Jón Helgason biskup, hafa orðið fyrir. — í seinni greininni „Landnám" spinnur Mgbl. upp ummæli, er það leggur Jóni í munn, nfl. að hann hafi „kveðið svo ramt að orði, að það borgaði sig að yfirgefa ísland fyrir fult og alt og flytja þjóðina í hinn nýja sælustað." Jón hefir látið í ljósi, að hann áliti æskilegt, að alt að 600 manns færu héðan af landi til Grænlands, en lengra hefir hann ekki farið. En það er eins og blaðið hafi hugsað, að „tilgangurinn helg- aði meðalið", er það neytir þessa bragðs til þess að geta talað um Jón eins og það flnnur hvöt hjá sér til. Það, sem Mbl. ræðir um landkosti Grænlands, er ýmist samsinning á því, er Jón hefir skrifað, eða athugasemdir, sem lýsa ekki of mikilli þekkingu á málinu. Kostulegt er það, þegar blaðið talar um þau kostnaðarsömu hafn- arvirki, sem reisa þyrfti á austur- strönd Grænlands, til þess að koma af sér nýbyggjunum á land. Yeit Mbl. ekki það, sem allir vita, að Austurbygð er ekki á austur- slröndinni, heldur á uesfnrströnd- inni. Annars koma þessar árásir Mbl. víst mörgum einkennilega fyrir sjónir. Sjálft hefir það flutt blaða mest eítir Jón Dúason um Grænland. Því ferst þess vegna eins og böðli nokkrum, sem talað er um í 1001 nótt. Hann ætlaði sem sé að höggva höfuðið af manni einum — geta má þess, að maðurinn var saklaus —, en varð fyrir sjónhverfingum og hjó höf- uðið af sjálfum sér. Þetta atferli Mbl. gagnvart Jóni Dönsk orgelharmomnm tvöfalt hljóð, vandaður eikarkassi fást í Hljöðfærahúsi Rvíkur. er þó enganveginn einsdæmi í sögu þess. Minnast munu menn þess, er blaðið í inflúenzubyrjun í fyrra flutti, eftir landlækni, hverja greinina á fætur annari, um far- sóttina, athugasemdalaust, og eng- an gat grunað annað, en að blaðið væri á landlæknis bandi. — Þó, seint og síðar meir, er minst varði, kemur, í stað greinar frá landlækni, skammagrein um hann, með af- brygðunfi fjandsamleg og óviðfeldin eftir það, sem á undan var gengið. Á þesskonar blaðamensku hefir Mbl, sem betur fer, „patent, fyrir ísland". Illugi. Útlenðar fréttir. 1 miljón dollara í mútnr. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að mútur við kosningar eru daglegt brauð í Bandaríkjunum, þó slíkt komist tiltölulega sjaldan upp. 1 vetur hefir samt komist upp að stórkostlegar mútur hafa verið notaðar í Michigan ríki við siðustu Senats-kosningar, og er það New- berry nokkur af Repúblikanaflokkn- um, og hans menn, er það hafa gert, enda sigraði Newberry mót- stöðurnann sinn, sem var Henry Ford, bifreiðaframleiðandinn mikli, sem hafði boðið sig fram eftir áeggjan Wilsons forseta. Að sögn hafði þarna alls verið varið einni miljón dollara í mútur. Neyðin í Búdapest. Samkv. eínkaskeyti til Berl. Tidende í Iok janúar er neyðin f Búdapest, höfuðborg Ungverja- lands, nú orðin meiri en I Vínar- borg. Hollendingar hafa boðist til þess að taka 20 þús. börn af Ungverj- um, fram á sumarið, ef hægt verð- ur að koma þeim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.