Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 2
2
| Framburður Ertu Bolladóttur varð á slnum tlma til þess að skriður komst á
rannsókn Geirfinnsmálsins svonefnda, viðamesta sakamáls hérlendis á siðari tlm-
um. Máiið var taliö upplýst meö játningum Sævars Marinós Ciecielskis, Kristjáns
Vlöars Viðarssonar, Eriu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéöinssonar þess efnis að
þau hefðu orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Nú, þegar málflutningur i þessu máli
stendur yfir i Hæstarétti er hins vegar játning Guöjóns Skarphéöinssonar ein eftir ó-
högguð.
B Fram til þessa hefur eðlilega öll vitneskja um málsatvik I Geirfinnsmálinu
komið frá þeim aðilum er önnuðust rannsókn þess. Sú vitneskja byggðist aftur á
fyrrgreindum játningum og samprófunum áframburði fjórmenninganna, sem eru á
ný mjög á reiki, eins og að framan er getið, svo og á framburði nokkurra vitna.
1 Eftir aö Morgunblaðið birti s.l. laugardag frétt þess efnis, að Erla Bolladóttir
hefði dregið fyrri framburð sinn i Geirfinnsmálinu til baka hefur fátt veriö meira
rætt manna á meðal. Menn velta þvl fyrir sér hvort ekki hafi verið kippt stoðunum
undan rannsókn málsins með þvl að svo veigamikill málsaðili breytti framburði sin-
um með þessum hætti.
Föstudagur 18. janúar 1980 ho/rjarpri<=rh irinn
bóginn sin svör viö þeim og gaf slnar skýringar á hinum nýja framburði slnum þeg-
ar hún varð viö þeirri ósk Helgarpóstsins að segja frá þætti sinum I þessu einkenni-
lega máli I þvl viðtali sem hér birtist.
I Helgarpósturinn leggur áherslu á aö þessi frásögn Erlu Bolladóttur getur ekki
talist hafin yfir allan vafa. Framburður Erlu hefur allt fram til þessa veriö mjög á
reiki. Vert er einnig að itreka að eftir stendur játning Guðjóns Skarphéöinssonar,
auk framburða nokkurra mikilvægra vitna. Hins vegar telur Helgarpósturinn að
þetta nýja sjónarmið I Geirfinnsmálinu eigi að sjá dagsins ljós.
:; Rannsókn Geirfinnsmálsins var frá upphafi umdeild, og þegar niðurstaðan lá
loks fyrir var hún gagnrýnd fyrir veilur og óljós málsatvik. Helgarpósturinn telur
einsýnt að eftir slðustu atburði, — til dæmis ásakanir um harðræði við yfirheyrslur,
breyttan framburö Erlu Bolladóttur, og nú síöast að eitt vitniö hefur afturkallaö
framburð sinn — sé þessi niöurstaöa véfengjanlegri en nokkru sinni áður. Burtséð
frá öðrum sakargiftum telur blaðið ástæðu til aö spyrja hvort niöurstaöa þessarar
rannsóknar sé svo fullnægjandi að hún réttlæti m.a. tvo lifstiðardóma, þyngstu
refsidóma á tslandi frá því dauöarefsing var afnumin.
Spurt er hversu mikið sé að byggja á þeirri rannsókn sem til grundvallar liggur I
málinu og þýski rannsóknarlögreglumaðurinn, Karl SchQtz leiddi til lykta. Spurt er
einnig hvernig umræddar játningar og framburöir eru fengin. Þaö verður vafalaust
Hæstaréttar aö leita svara við sllkum spurningum. Erla Bolladóttir haföi á hinn
j Helgarpósturinn telur að viðtalið viö Erlu Bolladóttur veki ýmsar spurningar,
sem ástæða er til aö leita svara viö, þótt svörin sé ef til vill ekki að finna I þvl sjálfu.
—Ritstj.
Erla Bolladóttir skýrir frá ástæðum hins breytta framburðar
síns í Geirfinnsmálinu í samtali við Helgarpóstinn:
„LYGA VEFURINN HEFUR
IÐ EINS OG
SKUGGI
VER
LIFI MINU”
eftir Guðmund
Árna
Stefánsson
myndir Friðþjófur
„Margar ástæður eru fyrir þvl,
að það er ekki fyrr en nú, sem ég
ákveð aö gera hreint fyrir mfnum
dyrum og segja sannieikann I
þessu svokallaða Geirfinnsmáli,”
segir Erla Bolladóttir I samtali
viö Helgarpóstinn. Eins og all-
flestum er kunnugt er Erla einn
þeirra ákærðu I Guðmundar- og
Geirfinnsmálunum, en þaö var
einmitt framburður hennar i des-
ember 1975, sem kom þeim mál-
um á skrið. Fyrir sföustu helgi
dró Erla siðan framburö sinn til
baka I Geirfinnsmálinu og kveðst
aldrei hafa komið til Keflavlkur
nóttina 24. nóvember 1974, — nótt-
ina sem Geirfinnur átti að hafa
beðið bana.
,,Ég hef hugsað mikið og þrosk-
ast þessi sfðustu ár. Min viðhorf
til lifsins hafa breyst og ég er orð-
in sjálfstæðari. Þetta er kannski
barnalega orðað, en þannig er
þetta samt. Mér finnst lygavefur-
inn sem ég hef spunnið I kringum
þetta mál, fram að þessum tima
vera sem skuggi yfir mlnu lifi á
hverjum degi. Ég hef oft ætlaö að
brjótast út úr þessum lygasam-
setningi og viljaö segja sannleik-
ann en aldrei verið nægilega sterk
tii að geta staöið á þvl. 1 dag vona
ég, að þessi styrkur sé fyrir hendi
og máttur sannleikans verði til
þess að ég geti staöist þann þrýst-
ing sem ég kem væntanlega til
með að veröa fyrir. Ég get hrein-
lega ekki borið þá ábyrgð alla
ævi, að menn séu dæmdir sak-
lausir vegna minna oröa. Ég
hugsa lika dæmið þannig, að
kæmi siðar meir hið sanna I Ijós i
Geirfinns málinu og ég hefði
aldrei sagt sannleikann hvað mig
varðar, þá stend ég sem afhjúp-
aður lygari og mun verr, en ef ég
opna máliö sjálf með sannleikan-
um.”
„Verð að segja
sannleikann"
Erla talar hægt og rólega og er I
fullu jafnvægi. Hún býr nú I
snyrtilegri leiguibúö ásamt fjög-
urra ára gamalli dóttur sinni
Júliu Erlu. Þessa Ibúð leigir hún
ásamt vini sinum. Hún vinnur nú
við þaö að prjóna föt á prjónavél
sem hún á,og selur síðan I versl-
anir. Þennan prjónaskap stundar
hún á heimili sínu. „Mér tekst
nokkurn veginn að draga fram
lifið með þeim tekjum sem
prjónaskapurinn gefur mér, en ég
er sífellt aö þjálfast á prjónavél-
ina og geri mér vonir um aö i
framtiöinni geti þetta veriö mitt
lifibrauö. 1 dag njótum ég og dótt-
ir min einnig hjálpsemi minna
nánustu.”
Erla segist gera sér fyllilega
grein fyrir afleiöingum þess, aö
hún dragi nú játningu slna til
baka.” Þaö aö ég bakka meö allt
þaö sem ég hef áöur sagt og segi
nú sannleikann gæti oröiö til þess,
aö ég fengi þyngri dóm. Þaö sem
mér var talið til tekna, var að ég
heföi ljóstraö upp um málið og
veriö samvinnufús viö rannsókn
málsins hjá lögreglunni. Meö
þessum upplýsingum núna, er
þeim grundvelli kippt undan,
enda var lögfræöingurinn minn
allt annaö en ánægöur meö þessa
breytni mina í málinu. Hann hafði
byggt upp vörn fyrir mig á öörum
grundvelli. Þetta breytir sem
sagt myndinni og þá aö öllum lik-
indum til hins verra fyrir mig. En
ég get ekki annaö. Ég verð aö
segja sannleikann, hvaö sem
hann kann aö kosta mig.”
En viö skulum færa okkur
nokkur ár aftur i timann —■ allt til
desembermánaöar ársins 1975.
Þá voru þau Erla Bolladóttir og
Sævar Marinó Ciecielski úrskurö-
uð i gæsluvarðhald vegna gruns
um aö hafa svikiö fé út úr Pósti og
sima meö póstávlsunum. „Ég
játa aö hafa svikiö þarna fé með
ólögmætum hætti,” segir Erla um
þaö athæfi. „Hins vegar var ég þá
upp á móti öllu i þjóöfélaginu og
fannst sem allir væru á móti mér.
Þess vegna réttlætti ég þennan
þjófnaö fyrir mér og fannst sem
þaö væri I lagi aö kerfiö fengi aö
blæöa. Ég þóttist vera mjög rót-
tæk i skoöunum i þá tlö og fannst
þjóöfélagskerfið óréttlátt og þvi
ekkert óeðlilegt viö aö grafa und-
an því meö þessum hætti. Ég var
ung og istööulaus á þessum árum
og mjög áhrifagjörn. En þaö
breytir því ekki aö ég stal þarna
peningum og finnst ekki óeölilegt
aö ég taki út mina hegningu fyrir
þaö.”
„Var mjög
langt niður".
En samkvæmt frásögn Erlu var
það siöustu dagana I þessu gæslu-
varöhaldi, sem rannsóknarlög-
reglan fór aö ýja aö Guömundar-
málinu. „Þeir (rannsóknarlög-
reglumenn) spuröu mig hvort ég
myndi eftir einhverju óeðlilegu
sem heföi gerst á Hamarsbraut-
inni i janúar 1974. Ég kvaöst ekki
muna eftir neinu sérstöku, en þeir
sögðu, aö allt sem ég myndi,
hversu litiösem þaö virtist, væri I
rétta átt. Þá mundi ég eftir erfiöri
nótt sem ég haföi átt einmitt i
janúar. Ég var mjög langt niöri
á þessum tima. Ekki vegna þess
ég væri I víni eöa eiturlyfjum —
hef raunar aldrei snert slikt svo
nokkru nemi. En ég mundi eftir
þvi aö hafa fariö út I öskutunnu
eftir þessa erfiöu nótt og þá séö
lak i annarri öskutunninni. Þeir
fóru siðan að spyrja mig hvort ég
þekkti til Guömundar Einarsson-
ar, en ég kom af fjöllum i þvi
sambandi og sagöist ekkert vita
um hans mál. Daginn eftir gat ég
siðan betur gert mér grein fyrir
þessari erfiöu nótt. Þá, ekki frek-
ar en ég I dag, var mér fullljóst
hvaö ég uppliföi. Þetta er jafnó-
raunverulegt fyrir mér núna og
var þá. En eitthvaö i líkingu viö
það sem ég hef sagt fyrir dómi
geröist. Ég ætla ekkert aö bakka
meö neitt af þvi sem ég sagöi
þarna. Þaö kom siöar i ljós aö
þessi erfiöa nótt, sem ég átti
þarna, reyndist vera sú sama og
Guömundur Einarsson hvarf.”