Helgarpósturinn - 18.01.1980, Síða 6
Föstudagur 18. janúar 1980. hnlrjrirpn^tl irinn
„Lygavefurinn
„Baldur Möller svaraöi þvi til aö ekki væri unnt að leyfa mér aö fá
nafnbreytingu. Sagöi hann aö almenningur gæti þá haldiö aö yfirvöld
væru aö leyfa mér aö fara i felur fyrir fólki.”
þvi i nóvembermánuði 1977, er ég
haföi setið i gæsluvarðhaldi i
nokkra mánuði, aö ég hafði sett i
mig kjark og þrek til að segja
sannleikann og draga þannig allt
þaö bull sem ég hafði áður sagt,
til baka. Karl Schtftz var þá með
málið og byrsti sig þegar ég til-
kynnti þetta. Hann sagði eitthvað
á þá leiö, að þeir væru engin börn,
sem væri hægt að hringla með
fram og til baka. Ég svaraði og
sagði, að ég væri orðin þreytt á
þessari endalausu lygi og vildi
fara að segja satt. Svona gekk
þetta fram og til baka i þessari
yfirheyrslu og hvorki gekk né
rak. Viðbrögð hans þykja mér i
dag mjög skiljanleg, þegar ég
skoða þá aðstöðu sem hann var i
gagnvart okkur sakborningum,
sem sifellt lugum úr og i.”
Segir Erla siðan frá þvi að Karl
Schiitz, túlkur hans og rann-
sóknarlögreglumaður sem hefði
verið viöstaddur fara að tala
saman um það hvar þeir ættu að
fá sér að borða kvöldmat. Þeir
heföu rætt nokkuð um þetta, en
Schíitz siðan spurt Erlu hvort hún
væri ekki svöng. ,,Ég svaraði
Framhald af bls. 3
honum játandi, enda hafði ég þá
ekki borðað um nokkurra daga
skeið. Bæði fannst mér maturinn i
fangelsinu á Skólavörðustig
vondur, auk þess sem ég var i
þannig andlegu ásigkomulagi
stundum, að illa gekk að koma
matnum niður. Oft kúgaðist ég ef
ég reyndi að snerta matinn,” seg-
ir Erla og heldur siðan áfram frá-
sögninni af Karli Schiitz og henni
i yfirheyrsluherberginu á Skóla-
vörðustignum i nóvember 1977:
„Karl spuröi þá hvort ég vildi
ekki eta með þeim almennilegan
mat. Jánkaði ég þvi.
Við fðrum þá út og var fanga-
vörðunum sagt að þeir ætluðu
með mig niður i Borgartún til
frekari yfirheyrslu. Hins vegar
ókum við niður á Ask og þar borð-
aði ég 250 grömm af nautakjöti,
auk alls meölætis. Ég held ég hafi
aldrei borðað jafn mikið á ævi
minni, enda varð ég illa lasin af
þessu áti.”
Erla segir að hún hafi horft
mikið i kringum sig og reynt að
þekkja einhvern á Aski. ,,Ég var
búin að vera i einangrun i gæslu-
varðhaldinu og ekki séð manns-
sálu nema rannsóknarlögréglu-
menn og fangaverði og fannst þvi
mikið til þess koma að sjá fólk.”
Eftir þennan málsverð var Erlu
ekið i fangelsið aftur. Daginn eftir
voru siðan yfirheyrslur á nýjan
leik. „Ég segi þá það sama og
daginn áður, að öll frásögn min
hafi verið ósönn. Þyngist þá
nokkuð brúnin á Karli SchUtz og i
framhaldi af þessu fékk ég það á
tilfinninguna i samskiptum min-
um við þá þarna, að ég væri sek
um vanþakklæti við góða menn,
sem legðu ýmislegt á sig ein-
göngu fyrir mig, eins og að bjóða
mér út að borða o.s.frv.
Ég hélt mér þó fast i sannleik-
ann og kvaðst ekki vilja lengur
halda áfram að ljúga. Ég stóðst
þennan þrýsting lögreglunnar
þann daginn, en gafst siðan upp
og fór i sama farið og fyrr — hélt
áfram að ljúga um Keflavikur-
ferðina, likflutninga og fleira.”
//Gettu-þrisvar-leikur"
Erla nefnir fleiri dæmi frá yfir-
heyrslunum. Hún segist hafa
fundið inn á það, að eftir þvi sem
hún var samvinnuþýðari og gat
skáldað hluti sem féllu rannsókn-
armönnum vel i geð þeim mun
mildari og geðugri urðu þeir:
„Þessar yfirheyrslur voru stund-
um eins og ágiskunarleikur.
Gettu-þrisvar-leikur. Þannig var
það t.d. um bensinbrúsann, sem
ég sagði að heföi verið notaður til
að kveikja i liki Geirfinns. Yfir-
heyrslan um það atriði voru eitt-
hvað á þessa leið: Ég var spurð
um stærð brúsans. Ég svaraði, að
hann hefði verið svona tveggja
litra. Þá urðu rannsóknarlög-
reglumennirnir einkennilegir á
svipinn og sögðu. „Heldurðu að
hann hafi ekki verið stærri? Hinir
segja að hann hafi verið stærri.”
Ég jánkaði þvi eitthvað og sagði
að, jú, llklega hefði hann nú verið
stærri. Þá spyrja þeir hvort þetta
hafi liklega ekki verið 5 litra ben-
sinbrúsi. Þá svaraði ég strax aö
mjög liklega hefði þetta verið 5
litra bensinbrúsi. Þannig var
stundum velt fram og til baka
ýmsum smáatriðum málsins og
lögreglan reyndi að fá eina sam-
eiginlega sögu allra sakborn-
inga.”
Erla kemur inn á það, þegar
hún fór með rannsóknarlögreglu-
mönnum til að leita að möguleg-
um stað þar sem liki Geirfinns
átti að hafa verið komið fyrir.
Hún segist hafa farið margar
ferðir til að benda á staðinn. „En
auövitað gat ég ekki bent á neinn
staö, þar sem öll min saga var
uppspuni. Ég þvældist um Rauð-
hólana og nálægt fjörunni i Álfta-
nesi og reyndi ásamt rannsóknar-
lögreglumönnum, að finna eitt-
hvað. Ég vissi auövitað að við
fyndum engar likamsleifar, en
var samt að vona að viö fyndum
eitthvað, sem gæfi sögu minni
gildi. Einu sinni fann ég t.d. bein
á Alfranesinu sem var sent i
rannsókn. Það bein reyndist vera
af kind, að mig minnir. Af skilj-
anlegum ástæðum var lögreglan
orðin þreytt og önug á þessum til-
gangslausu ferðum.”
//Fjölmennar samprófan-
ir"
1 samtali okkar, lýsir Erla þvi
hvernig lögreglan reyndi að sam-
prófa framburð sakborninga, þar
sem misræmis gætti. Hún lýsir
þvi t.d. þegar 7-8 rannsóknaraðil-
ar voru inni I yfirheyrsluherberg-
inu, auk hennar og Kristjáns Við-
ars. Siðan hafi Sævar verið leidd-
ur inn og settur niöur á stól á
miðju gólfi. Hinir hafi allir setið I
hring um hann. Segir Erla, að
þessi samprófun hafi öll gengiö út
á það aö hún og Kristján Viðar
hafi átt að bera sakir á Sævar og
fá hann til andsvara. Bætir Erla
þvi við, að það hafi einmitt verið
við þessa samprófun, sem Sævar
hafi verið sleginn kinnhesti eins
og áður hefur komið fram i blöð-
um. „Oftar voru samprófanir
reyndar og þá leiddir saman tveir
eða fleiri hinna grunuðu og þeir
látnir rekja sögur sinar og sam-
hæfa þær ef unnt væri. Þetta voru
óþægilegar samkundur,” segir
Erla Bolladóttir.
— Hvers vegna játaðir þú að
hafa myrt Geirfinn með riffli,
eftir margra mánaða yfirheyrsl-
ur?
„Það er erfitt að svara þvi. Þaö
var I yfirheyrslu i mai 1976 aö þeir
segja viö mig, að nú veröi að fara
finna eitthvaö ákveöið út úr þessu
máli. Þeir spyrja mig hvort ég
haldi að ég hafi mögulega átt
beinan þátt i þvi sem gerðist i
fjörunni þegar átökin áttu sér
stað, og það gæti verið skýringin
á tiöu minnisleysi minu. Ég svar-
aði þvi, aö mig minnti að ein-
hverju hafi verið komið i hendur
minar og að ég hafi togað i eitt-
hvaö. Þeir spyrja þá hvort þetta
eitthvaö gæti mögulega hafa ver-
iö riffill. Ég sagði það mögulegt.
Þannig varð nú þessi „játning”
til, sem leiddi til þess að ég var
sett i 8 mánaða gæsluvarðhald.
Þegar þetta gerðist var sektar-
kenndin mjög ofarlega i mér og
ég hafði hugleitt þann möguleika
að taka aukna sök á mig i þessari
skröksögu ailri. Ég uppliföi þarna
eitthvert skáldað drama. Þessá
játningu tók ég svo til baka siðar
og varð þetta þá ekki meira mál.
Þetta er eitt dæmið úr þessari
miklu lygasögu minni i Geirfinns-
málinu.”
Fór á milli 70 vinnuveit-
enda
Eins og áður kom fram, var
Erla leyst úr gæsluvarðhaldi rétt
fyrir árslok 1977 Lif hennar hefur
ekki veriö dans á rósum siðan.
Hún gifti sig ungum pilti fáum
mánuðum eftir að hún var leyst
úr haldi, en það hjónaband gekk
ekki og skildu þau eftir 1 1/2 árs
sambúð. „Ég var nú ekki auðveld
i sambúð. Atti við þunglyndi að
striða og veittist ekki auðvelt að
umgangast fólk. Ég vann hjá
Bæjarútgerðinni nokkurn tima og
þar skiptist starfsfólkið algerlega
i tvö horn — þá sem voru mér vin-
samlegir og svo aftur þá sem
sýndu mér beinan og óbeinan
fjandskap. 1 dag skil ég það fólk,
sem gat ekki tekið mér eins og
hverri annarri manneskju. Það
hefur fengið ákveðna mynd af
mér og minu háttarlagi i gegnum
fjölmiðla og dæmir út frá þvi.
Hins vegar hlýtur það ávallt að
vera réttasta leiðin, að kynnast
persónu og forma siðan á henni
skoðun sina.”
En það hefur ekki gengið
átakalaust fyrir Erlu að fá starf á
hinum almenna vinnumarkaði.
Hún segir frá þvi, að hún hafi
gengið á milli rúmlega 70 at-
vinnurekenda ileit að vinnu. Hún
greip til þess ráðs að ,feðra sig
með millinafni föður sins i þessari
atvinnuleit. Undir þvi nafni var
hún oftsinnis búin að fá ráðningu,
en þá greindi hún frá þvi að hún
væri einnig Bolladóttir. Kom þá
annað hljóð i strokkinn hjá vinnu-
veitendum. „Ég sagði þeim um
leið og sagði mitt venjulega nafn,
að ég skildi vel, ef þeir sæu sér
ekki fært að taka Erlu Bolladóttur
i vinnu. Ég aftur á móti lofaði að
gera mitt besta. Sumir svöruðu
strax og sögðust ekki geta ráðið
mig fyrst svona væri i pottinn bú-
ið, en flestir sögðust ætla að ihuga
málið og tala við mig siðar.
Aldrei heyrði ég siðan frá þeim.”
En um siðir tókst Erlu að fá
starf hjá bókhaldsfyrirtæki hér i
bæ og starfaði þar i 13 mánuði.
Upp á síðkastið hefur hún unnið
heima fyrir að prjónaskap eins og
i upphafi var getið.
//Ætlaöi að skipta
um nafn"
„Þetta hefur veriö erfitt nafn
að bera eftir þessa atburði alla.
Ég hugleiddi þann möguleika að
fá nafni minu breytt og hringdi
niður á Hagstofu og spurði um
möguleikana á sliku. Sá er ég tal-
aði við kvað engin vandkvæði á
þvi. Fór ég þá niður eftir og talaði
við þá á Hagstofunni. Svörin urðu
þá önnur en i simanum fyrr, þeg-
ar i ljós kom hver það var sem
vildi breyta nafni sinu. Var mér
um siöir sagt að það væri skipan
frá Baldri Möller i dómsmála-
ráðuneytinu að mér væri ekki
heimilt að skipta um nafn.”
„Ég fór rakleiðis niður i dóms-
málaráðuneyti og talaði við Bald-
ur. Hann svaraði þvi til, að ekki
Lukku-
dagar
Happdrættisalmanak þar sem dregið
er um vinning daglega
■o r--
m -
va3 CD
1!
:0 0
E 0
'CD c0
v O)
O C
II
cö
"öj
C CO
— c
g
Lu >
r \
KNATTSPYRNUFÉLAGID
VÍKINGUR
REYKJAVÍK KR. 2.500.-
366 vinningar
Happdrættisalmanakið kostar aðeins
2.500 kr.
Meöal vinningaer:
FORD FIESTA BIFREIÐ REIÐHJÓL ALMENNA BÓKAFÉLAGINU
SHARP MYNDSEGULBAND SKIL VERKFÆRASETT PHILIPS VEKJARAKLUKKUR
DECCA LITSJÓNVARP KODAK MYNDAVÉLAR M/ÚTVARPI
SANYO LITSJÓNVARP MOULINETTE KVARNIR BRAUN HÁRLIÐUNARSETT
UTANLANDSFERÐIR Á VEGUM SHARP VASATÖLVUR O.FL.
SAMVINNUFERÐA RITSÖFN FRÁ
C • ÚTSÖLUSTAÐIR: Biðskýlið v. Bústaðaveg
Bókabúöin Veda, Kópavogi G.T. Búðin, Síðumúla 17
Sportborg, Kópavogi Lúllabúð, Reykjavík
Versl. Þróttur, Reykjavík Verls. Skalli, Hraunbæ
Sportval, Reykjavík Verls. Guðm. Albertssonar, Lang
Sportvöruversl. Ingólts Öskarssonar holtsv.
Söluskálinn Arnarbergi, Seltossi Versl. Geysir, Aðalstræti
Blómabúðin Fjóla, Garðabæ Sunnukjör, Reykjavik.